Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Blaðsíða 3
iggxig @ ® H [öl Sl 11 ® E ® !S 11III ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndin er af hluta úr stórri mósaíkmynd frá Jórdaníu og verður meðal annarra á sýningu'í Listasafni Islands í tengslum við Listahátíð 1992. Mannfræði menntun og menning, er heiti á grein eftir Harald Ólafsson, mannfræðing. Hann ræðir um það sem mannfræðin flallar um, m.a. hin goðsögulegu efni, sem lengi hafa fylgt mannin- um, gefa innsýn í líf hans og hugmyndir og eru gagnleg til skilnings á mannlegri hegðun, því í goðsögunum birtist hugsun mannsins í mjög frumlegri mynd. 2000 ára litadýrð frá Jórdaníu verður til sýnis í öllum sölum Listasafns íslands í tilefni Listahátíðar 1992. Þar eru sýndar miklar gersemar úr listræn- um arfí Jórdana og af því tilefni hefur Bera Nor- dal, forstöðukona Listasafns íslands, skrifað grein. Tónskáldið Helgi Helgason smíðaði sjálfur fíðlu á unga aldri og varð frömuður í tónlist, en lét einnig til sín taka í snikkaraiðn, kaupmennsku og útgerð. Hann var svo óheppinn að flytja með sér frá Danmörku mislingana, drepsótt, sem lagði 1500 manns í gröfína. Um Helga skrifar Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur. HALLUR ÖGMUNDARSON Úr Nikulásar- drápu / nafni guðs vil eg upphaf efna að veitandi helgum anda, orðin vilda eg öll til dýrðar einum guði með sannleik greina; hann er í sínum helgum mönnum hár og sterkr af dýrðar verkum, engi skilr það ófróð tunga, undarlegt sem vinnr hann stundum. Hvern dag vinnr hann hér með mönnum hærra kraft en þá er hann skapti allan heim með himna höllu og hans umgöng af efni öngvu; Agústínus innir næsta ósljálega í sínu máli meira það, er hann manninn gjörir máta góðan af ranglátum. Veit eg mig eigi vanta lítið, veslan þræl, um drottin mæla, vizku og siðsemd, vislega gæzku, vilja góðan rétt að skilja, málsnilld, aktan skýrra skálda, skil veglegrar eddu reglu; hræðumst eg því hróðr að smíða, nema himna sveit mér fullting veiti. Almáttigan bið eg himna hilmi að hreinsa brjóst frá synda þjósti, svo að eg mega í sætri ræðu um sælan Nikulás nokkuð mæla; mun eg þar næst á móður Christi málreitandi taka að heita, að fylgjandi öllum helgum einu ráði, að vísan greinist. Hallur Ögmundarson, f. um 1480 og liföi framyfir 1550, var prestur, síðast á Stað í Steingrímsfirði, lét af embætti 1539. Aveggnum á móti mér er mikið bókasafn. Þar eru fjörutíu bindi og hver bók er fimm hundruð blaðsíður. Það eru 20.000 blaðsíður, en væru „aðeins“ 10.000 bls. ef prentað væri í geysistóru broti og tveimur dálkum. Ég þarf að lesa allar þessar bækur fyrir haustið og taka afstöðu til innihalds þeirra. Hvemig fer ég að? — Svona myndi ég hugsa væri ég þing- maður. Það er stórveldasamningurinn sem er svona stór. Sáttmálinn milli EB og EFTA (EES). Þekkir þú nokkurn sem skrif- ar undir kaupsamning á íbúðinni sinni án þess að lesa samninginn? Smáa letrið líka? Ekki ég. Skyldu þingmenn vera undantekn- ingin? Ég hef tillögu í málinu. Forseti Alþingis ráði 20 hlutlausa og skynuga menn sem hver um sig lesi 2.000 bls. (1.000 síður í stóra brotinu), geri úr þeim útdrátt og kynni alþingismönnum. Það tæki þingmenn aðeins viku að hlýða á 20 fýrirlestra. Þá vissu þeir a.m.k. um innihaldið þótt ekki hefðu þeir lesið samninginn, því slíkt væri óframkvæmanlegt fyrir haustið. Heyrt hef ég (veit það ei) að allir dómar Evrópudómstólsins frá upphafí séu hluti af samningnum. Þyrfti aðra fímm menn til þess að lesa þá og gera útdrátt (hafa ekki verið þýddir). Þá er mér tjáð (veit það Hugsum okkur um, íslendingar ekki) að allir viðaukar við samninginn séu partur af samningnum. Það er víst ekki búið að þýða þá enn og þyrftu tveir menn að gera útdrátt úr þeim öllum. Engin smáa- letursgrein má fram hjá þingmönnum fara svo að þeir bindi ekki kvartmilljón íslend- inga við einhvem klafa sem enginn veit hver er þar til fram kæmi síðar. Þá er fullyrt að 200 mílna stríðið sé nú ekki lengur unnið. Samningurinn geri ráð fyrir því að á tveggja ára fresti skuli sam- ið að nýju um alla fiskveiðifyrirvara íslend- inga. Hefst þá væntanlega nýtt 200 mílna þorskastríð daginn eftir að samningurinn verður undirritaður og skal endurtekið á tveggja ára fresti allt til enda veraldar. Ef þetta er rétt grunar mig að misjafnt muni ganga í stríðinu eilífa við stórveldið. Það er ekki víst að Davíð sigri Golíat í hvert sinn. Jakob forstjóri Hafró fullyrðir að við ætlum að semja um skipti á verulegum hluta af karfaveiðum okkar og fá í staðinn 30.000 tonn af loðnu sem við eigum þeg- ar, þ.e. loðnu Grænlendinga sem við erum þegar búin að semja um að sé okkar. I Sjálfstæðisflokknum hefur verið þagg- að niður röddum þriggja manna. Tveir þeirra eru látnir, einn lífs. Bjami Bene- diktsson hvatti til að spyma við fótum í samskiptum við stórveldið. Hann neitaði öllum vendingum þegar menn heimtuðu að Ameríkönum yrði leyft að leggja malbik- aða þjóðvegi um allt land því það „marg- borgaðisig". Geir Hallgrímsson reiddist í beinni útsendingu (og fór honum mjög vel) og sagði menn gætu hætt við að kjósa sig ef þeir vildu semja um slíkt og hann varaði við (einn manna) hve fjárhagsstaða Landsbankans væri bág er hann keypti Samvinnubankann. Nú staðfesta forráða- menn bankans þetta þegar rætt er um háa vexti þar. Þriðji maðurinn er Eyjólfur Konr- áð Jónsson, fyrrv. ritstjóri Morgunblaðsins. Raddir eru uppi um að menn losi sig við hann sem formann utanríkismálanefndar þingsins af því að hann vill hugsa sig um. Verkalýðshreyfingin ætti að standa vörð um atvinnuréttindi íslensks verkalýðs á íslandi. Því hefur yerið haldið fram að bókanir íslendinga um fyrirvara gagnvart ákvæði Rómarsáttmálans um algert frelsi um „hreyfíngu vinnuafls" innan landa stór- veldisins séu marklausar. Evrópudómstóll- inn muni gera þær að engu ef á reynir, þar sem þær virðast bijóta í gegn megin- reglunni. Ekki veit ég, fávís maðurinn. Hef heldur ekki lesið dóma Evrópudómstólsins. Margir mæla með því að við samþykkjum blaðsíðurnar tuttugu þúsund, það „marg- borgisig“. Kanna þarf rök þeirra rækilega og hlýða á málflutning beggja. Einn veit ég stuðningsmann EB og aðildar okkar. Það er Uffe Ellemann-Jensen. En hann hefur nú gengið svo langt til andstæðrar áttar að hann varar við þeirri tilhneigingu stórveldisins, sem komið hefur fram, að draga úr áhrifum smáþjóða. En Danir eru það. Við erum smá-smá. Telur hann að Ras Tafari (konungur konunganna, sem var titill Eþíópíukeisara), sem hjá oss heit- ir Jacques Delors, hafi valdið fylgishruni Maastrichts meðal Dana vegna keisaralegs háttalags. Nafn hans skyldi skrifað með stórum stöfum. Fyrir á árum skrifaði ég nafn mitt oft með rauðu. Var það vegna þess að á Kýpur var öllum bannað að skrifa nafn sitt með rauðu nema erkibiskupnum. Ekki veit ég, fávís maðurinn, hvort valds- menn stórveldisins hafa farið í litgreiningu. En við íslendingar ættum að hugsa okkur Um. ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 30. MAÍ 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.