Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Side 4
Mannfræði
- menning
og menntun
Mannfræðin fæst við
fleira en uppruna
mannsins. Hún er einnig
að velta fyrir sér öllu
atferli hans, og ekki hvað
síst spyr hún: hvemig er
maðurinn, hvað er hann
eiginlega, hvernig ályktar
hann, hverjar em þarfír
hans, hvernig hugsar
hann, hvaða samband er
milli hugsunar,
tilfinninga og athafna?
Eftir HARALD ÓLAFSSON
rþúsundum saman hefur
maðurinn verið að velta
tveimur spumingum fyr-
ir sér Hin fyrri snertir
manninn sjálfan, teg-
undina, hópinn: Hver er
ég? Hvert er eðli mitt og
1 hvað ræður atferli mínu?
Hin er ekki síður mikilvæg. Hvaða öfl eru
það sem grípa inn í líf mannsins, setja honum
siðareglur og ákveða aldur hans og örlög.
Er Guð til?
Mannvísindin leitast við að svara fyrri
spurningunni. Mannfræðin, sálarfræðin og
félagsfræðin velta fyrir spurningunum um
manninn sem lifandi og hugsandi veru. Enda
þótt margt merkilegt hafi komið í ljós um
tegundina Homo þá er þó fleiri spurningum
ósvarað og verður mörgum þeirra ef til vill
aldrei svarað til hlítar.
Mest er þó um vert, að menn geri sér grein
fyrir þeirri einföldu, og jafnframt dásamlegu
staðreynd, að allt líf er af einni rót, er eins
i eðli sínu, og mörkin milli tegunda eru óglögg
þegar komið er að kjamanum sjálfum, þeim
sameindum, er greina milli lifandi hluta og
dauðra, — og ef til vill eru mörkin þar meira
að segja svo óljós, að við verðum að grípa
til ævafomra hugmynda um sálina til þess
að skýra hann. „Sálin er svo sem að láni
samtengd við líkamann, “ sagði séra Hallgrím-
ur og orðaði snjalla hugsun og foma á nákvæ-
man hátt eins og honum var lagið.
Ekki ætla ég mér þá dul að ræða um sál-
ina, sem er það „furðulegasta og óskiljan-
legsta og nauðsynlegasta af öllu“ eins og
gamall ínúíti orðaði það, er Knud Rasmusen
spurði hann um sálir manna og dýra. Og þó
er sálin ef til vill eitt form efnisins — eða
eigum við að snúa þessu við og segja að efn-
ið sé eitt form sálarinnar? Spurningin er
kannski óþörf vegna þess að um er að ræða
heiti, sem við gefum fyrirbærum eins og þau
koma okkur fyrir sjónir en ef til vill er hugs-
un okkar og skynjun ekki nógu nákvæm til
þess að greina hvað það í raun er sem við
erum að gefa nöfn, hvað felst í þeim hugtök-
um sem verið er að fást við.
Einhvem tímann leysa menn ef til vill þess-
ar gátur, en lausn einnar gátu leiðir ætíð til
nýrra spuminga, sem eru sýnu flóknari en
hinar fyrri. Draumur manna hefír um þúsund-
ir ára verið að skilja það, sem kallað er „hinstu
rök tilverunnar". Með því hefír sennilega ver-
ið átt við, að menn fengju órækar sannanir
fyrir ýmsu því sem þeir voru að velta fyrir
sér: hvaðan kem ég, hvert fer ég, er til ein-
hver almáttug vera í alheimi, sem ræður
gangi veraldar, er til eilífð, er hugur manns-
ins hluti af einhverri allsheijar hugsun eða
er hver og einn óháður öllu öðm en eigin
skynjun, getur eitthvað af manninum lifað
áfram þótt líkaminn hrömi og verði líflaus?
Goðsöguleg dýr og guðleg vera í fornri, keltneskri lágmynd.
Grískar goðsögur hafa meira en flest annað orðið mönnum endalaust úrvinnslu-
efni. Hér er það kappinn Herakles ásamt Cerberusi, varðhundi undirheimanna.
Hefír atferli mannsins á hverri stund áhrif á
framtíð hans, í þessu jarðlífí eða í framhalds-
lífí á himni eða jörðu, er unnt að hafa áhrif
á gang náttúrunnar með hugsun sinni, eða
með einhveijum athöfnum, hvert er eðli lífs-
ins? O.s.frv. o.s.frv.
Þegar ég er að skrifa þetta kemur mér í
hug saga sem mér var sögð fyrir nokkm. í
vísindaskáldsögu, sem út kom fyrir nokkmm
ámm, segir frá því að búið var að setja alla
þekkingu inn á tölvu, ekki bara þá þekkingu
sem jarðarbúar bjuggu yfir heldur einnig það
sem vitsmunaverur í öllum alheimi höfðu á
takteinum. Allar tölvur geimsins vom tengdar
og öll þekking var þá samankomin í öflug-
ustu tölvusamstæðu sem til var. Þá var lögð
fyrir hana sú spuming, sem bmnnið hefír á
vömm og í huga mannkynsins frá örófí alda:
er Guð til? Vélin fór í gang og eftir góða
stund kom svarið: Hann er til núna.
Enginn einhlítur boðskapur er í þessari
sögu fremur en öðmm sögum. Hún segir
okkur ef til vill, að Guð sé ekkert annað en
öll sú þekking, sem til er í alheimi, samteng-
ing allrar visku, rök allrar tilveru, en hún
segir líka, að Guð sé hugsanlega það nafn
sem maðurinn gefur þeirri þekkingu og þeim
skilningi sem hann leitast við að öðlast.
En þetta á einungis við um þessa sögu.
Hún er ekkert endanlegt svar, heldur miklu
fremur gamansöm útlegging á ýmsum þeim
svömm, sem menn gefa við ónákvæmum
spumingum.
Ég hvarf frá því rétt áðan að ræða meira
um sálina, og þeim mun fremur ætti ég hið
snarasta að forða mér frá því að ræða um
tilveru Guðs. Fjarri er ég því að geta sagt
nokkuð af viti um þau efni sem mannkynið
hefur um langan aldur velt fyrir sér án þess
að komast að endanlegri niðurstöðu. Auk
þess er ég alltaf á varðbergi þegar menn lýsa
því yfír að þeir viti upp á hár hvað sé vilji
Guðs og hver séu boð hans og bönn. Því
ætla ég að fl'alla um hina tiltölulega ungu
vísindagrein mannfræðina í nokkmm orðum.
Mannfræðin heldur sig yfírleitt fast við
jörðina vegna þess að þar er unnt að byggja
á sæmilega traustum gmnni þekkingar. Ekki
er þar með sagt að mistök hafi ekki verið
gerð í þeim fræðum eins og öðmm. Margt
hefir verið rangtúlkað og annað oftúlkað,
mönnum yfírsést oft hið augljósa vegna þess,
að þeir hafa bitið sig fasta í einhveija ákveðna
niðurstöðu. Þegar fjallað er um fmmmenn
og hin líffræðilegu tengsl manna og annarra
spendýra þá er svo margs að gæta, að óhugs-
andi er annað en mistök séu gerð. Rannsókn-
artækni fleygir stöðugt fram og vandasamur
samanburður á beinum og tanngerð hefír
sannað margt af því sem menn höfðu áður
látið sér detta í hug en höfðu ekki tæki til
að sannprófa. Háskólar og vísindastofnanir
víða um heim verja miklu fé og kröftum þjálf-
aðra vísindamanna til rannsókna á beinum
fmmmanna og annarra prímata. Smásjár-
rannsóknir á fræjum jurta sem fundist hafa
í fornum byggðum manna eða mannlíkra
vera segja mikla sögu af lifnaðarháttum,
gróðurfari og lífsskilyrðum fyrr á tímum.
Rannsóknir á veðurfari á forsögulegum tíma
hafa auðveldað mönnum skilning á því hvem-
ig breytingar á loftslagi knúðu manninn til
að taka upp nýja búskaparhætti.
Grænlandsjökull geymir margan fróðleik.
Með því að bora í jökulmassann fást nákvæm-
ar upplýsingar um veðurfar á jörðinni langt
aftur í aldir. Ásamt með nákvæmum aldursák-
vörðunum með því að rannsaka geislavirkni
í hlutum hefur tekist að fá allgott yfirlit yfír
helstu tímabil í sögu mannsins og forfeðra
hans. Allt þetta og margt fleira veldur því,
að menn telja sig nú færari en áður um að
tengja saman ýmsa þætti þekkingar. Ekki
er þar með sagt að menn sjái fyrir sér svör
við öllum spumingum. Langt frá því. En
vísindamenn telja að smám saman séu að
raðast saman ýmsir bitar í þann mikla rað-
leik sem þróunarsaga mannsins er.
En mannfræðin fæst við fleira en uppruna
mannsins. Hún er einnig að velta fyrir sér
öllu atferli hans, og ekki hvað síst spyr hún:
Hvemig er maðurinn, hvað er hann eigin-
lega, hvernig ályktar hann, hveijar eru þarf-
ir hans, hvemig hugsar hann, hvaða samband
er milli hugsunar, tilfínninga og athafna?
Þegar rætt er um hátterni mannsins er með-
al annars átt við ýmis konar athafnir, sem í
fljótu bragði virðast ekki í neinum tengslum
við frumþarfir hans, helgisiði, ritual-athafnir
sem svo eru kallaðar. Það vekur líka eftirtekt
hve goðsögur gegna miklu hlutverki í hug-
myndaheimi mannsins, sem og furðusögur
af margvíslegu tagi. Alls konar kerfí hreyf-
inga, töfraþula, mynda og .hugsana eru hluti
af arfi mannsins. En hvar varð þessi arfur
til og hvers vegna? Það er ekki aðeins að
trúarbrögð mannsins séu heillandi viðfangs-
efni, heldur ekki síður fjölmargar athafnir sem
í fljótu bragði virðast ekkert eiga skylt við
trúarathafnir. Það er ekki ólíklegt að sér-
hverri byltingu, eða réttara sagt, sérhverri
breytingu á lifnaðarháttum mannsins hafí
fylgt breyting í hugsun og hugmyndum.
Maðurinn virðist mjög lengi hafa haft þörf
fyrir að tengja tilveruna innbyrðis með orðum
eða öðrum þeim táknum, sem lýsa fyrirbær-
inu eða hugsuninni. Tungumálið er stórkost-
legt kerfí tákna, en það nægir ekki alltaf og
þá er gripið til mynda, hreyfinga og eins
konar „meta“-tungumáls þar sem eru goðsög-
ur og frásagnir af furðuveröld handan allrar
venjulegrar mannlegrar reynslu. Það sem ég
kalla „meta“-tungumál er nokkurs konar yfír-
tungumál, þar sem hljóðin hafa óræða merk-
ingu, utan og ofan við hið venjulega tákn-
kerfí málsins.
Það er því ekkert undarlegt þótt mannfræð-
ingar nú til dags leggi mikla stund á að rann-
saka goðsögur og frásagnir af furðulegum
og yfímáttúrulegum atburðum. Þar birtist
hugsun mannsins í mjög frumlegri mynd,
handan þess sem venjulega er kallað rökhugs-
un. Rökhugsun fæst við að koma reglu á
óskipulega hugsun og tengja saman það sem
styður hvert annað. í goðsögum virðist allt
háð duttlungum einum og rökrétt samband
virðist í fljótu bragði vera aukaatriði. Svo er
þó ekki, vegna þess að í þessum sögnum rík-
ir ákveðin regla sem oft á tíðum er rökleg
innan þeirra marka, sem sagan setur sjálfri
sér. Með því að túlka þessar sögur ætti að
vera unnt að fá mikilsverðar upplýsingar um
hvemig hugurinn starfar, hvað hann telur
röklegt og hvað ekki, hvað er sennilegt og
hvað ekki. Goðsögur hafa orðið til í hugum
manna og þar af leiðandi lýsa þær tilteknu
stigi hugsunar, sem ekki verður líkt við ann-
að en skáldskap eða tónlist. Ljóð er bundið
eigin lögmálum, sem í fljótu bragði sýnast
oft harla órökræn í hinni venjulegu merkingu
orðsins. Ljóðið er þó heilt og lykst um sjálft
sig. Það er heimur út af fyrir sig, þar sem