Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Page 8
TOET O G dIhr E 11 1 i F „Sem fé í sjó- arhólmum64 Björn Jónsson bóndi á Skarðsá í Sæmundarhlíð í Skagafirði ritar formála fyrir Skarðsár- annál, dagsettan 29. apríl 1639. í lok formálans ber hann saman verslunarlagið fyrrum og eftir að einok- un var komið á hér á landi í upphafi aldarinnar: „En vér erum innbyrgðir sem fé í sjóarhólmum" og síðar að menn geti „þess síður komist til annara þjóðlanda, sér næringar að leita“,. Sam- gönguleysi og einokun hélst hér í hend- ur. Nú eru samgöngur við önnur lönd auðveldar, en „að leita sér næringar" í þeim löndum er bannað hvað snertir þær landbúnaðarafurðir, sem framleiddar eru hér á landi og verðlag þeirra er hálfu hærra en viðgengst í næstu lönd- um, vegna hins furðulega kostnaðar við það skriffinnskubákn sem stjómar og dreifir og selur sömu afurðir. Fjarstýr- ing landbúnaðarins er dýr og afskipti ríkisvaldsins og ráðstöfunarvald á bændum landsins enn dýrara fyrir þá sjálfa og alla neytendur og að þessu leyti „erum vér innbyrgðir sem sem fé í sjóarhólmum". En nú er einokunin innlend, skrifstofubáknið er dýrt í rekstri og ráðgjöf bændavinanna enn dýrari. Afrakstur og gróða af landbún- aðarframleiðslu má t.d. sjá í stórkostleg- ustu skrifstofubyggingu, sem reist hef- ur verið hér á landi, sem eru aðalstöðv- ar Sambands íslenskra samvinnufélaga á Kirkjusandi. Ríkisforsjáin og ríkis- rekstur á öðrum aðalatvinnuvegi lands- manna, landbúnaði, er á góðri leið með að eyða byggðinni út um sveitir lands- ins, kvótaplágan og fáránleg ráðgjöf (sbr. hrædýrahald) hafa farið langt með að gera bændur landsins að ánauðugri atvinnustétt. Samvinnuhreyfingin vemduð af ríkisvaldinu hefur orðið og er sá meinvaldur sem hefur lamað og lamar allt fmmkvæði, og vamar því að menn geti „komist til annara þjóðlanda, sér næringar að leita". Guðmundur G. Jónsson bóndi i Mun- aðamesi á Ströndum birtir bréf í Morg- unblaðinu 7. apríl si. undir heitinu „Of- stjóm". Tilefni bréfs Guðmundar vora fréttir af framvarpi eins sósíalistans í núverandi ríkisstjóm um eftirlit með landdýram og fuglum og veiðum á þeim. Ekki er- ólíklegt að þessu framvarpi muni fylgja viðbótarframvarp um bjarg- sig, fugla og eggjatöku og kofatekju í eyjum. Einnig vill þessi sósíalisti koma skipulagi á hálendi landsins og skerða eignar- og afnotarétt bænda af þessum svæðum og koma með þessum fram- vörpum upp Qölmennu kerfi eftirlits- manna og teljara og síðan skulu veiði- menn og þeir sem í björgin síga gjalda skatt af hveiju kvikindi í ríkissjóð en eins og kunnugt er, er veitt úr þeim sjóði fé m.a. til ferðalaga ráðamanna innanlands og utan. Margir þeirra sinna ákaflega brýnum erindum og veitir ekki af að hafa með nánusta vandamann sér til styrktar. En ekki má skorta skattpeninga af rjúpum, gæsum og eggjum bjargfugla svo gerlegt sé fyrir friðarsinna og sósíal- ista að fara sem víðast. Þetta er meðal annarra efna um tilgang þessa nýja skattstofns. Aftur á móti þykir mörgum þrengjast hagur sinn ef ekki má veiða fugl í matinn eða síga eftir eggjum án þess að gjalda skatt'af fuglinum og egginu. Svo er það hin mikla þjóðar- eign, fískurinn í hafínu. Guðmundi bónda er bannað að hrinda fram báti og halda út á fjörð og veiða í soðið, við því liggja stórsektir ef ekki fangelsi. Svo er um allt land. Þjóðareigninni er nefnilega ráðstafað samkvæmt vilja og hagsmunum stjómmálamanna, ekki síst kommúnista, sósíalista og samvinnu- manna. Samkvæmt þeirra lærdóms- kveram er einkaeign og afnotaréttur af einkaeignum og meðfylgjandi trygg- ing í réttarkerfinu hættuleg almanna- heill, auk þess að vera hemill á gegndar- laus ríkisafskipti og þar með valdníðslu þeirra sjálfra og hagsmuni. En þessi hugsunarháttur er ákaflega fjarri viðhorfum og skoðunum og rétt- arkend Bjöms á Skarðsá og Guðmundar í Munaðamesi. • SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON. Alveg glymjandi einvera Sólin ein á sinna bletta rétt. JOHANN WOLFGANG GOETHE rijátíu og fímm ár hef ég verið í ruslapappímum og það er mín love story. I þrjátíu og fímm ár hef ég verið að pressa ruslapappír og bækur, þijátíu og fímm ár á bólakafí í prentinu þanneginn að ég er orðinn eins og alfræðiorðabók, enda líka búinn að eftir fimm ár fer ég á eftirlaun og vélin mín blessuð með mér, hana skil ég ekki við mig, er að spara, legg inn á sérstaka bók, og við förum saman á eftirlaun því vélina kaupi ég af bögguninni, tek hana með mérheim ..." Eftir BOHUMIL HRABAL Olga María Franzdóttir og Þorgeir Þorgeirsson þýddu pressa ein þijú tonn af þeim um dagana, leirkrukka er ég, full af lífsins og dauðans vatni, nægir bara að halla sér og þá streyma úr manni ægifallegar hugsanir, ég orðinn lærður maður hvort sem mér líkar það betur eða verr, og geri engan mun á því lengur hvort hugsanir eru mín- ar hugsanir og ættaðar frá mér sjálfum ellegar fengnar með lestri; þanneginn er ég á þijátíu og fímm árum orðinn að samkrulli úr sjálfum mér og veröldinni í kring, því sé ég að lesa þá er ég ekki beint að lesa heldur gogga ég mér í girni- lega setningu að smjatta á eins og sæl- gæti, eins og líkjörstaup að totta þangað til hugsunin fer um mig eins og víma, sitr- ar í mig, ekki bara í heilann og hjartað, heldur dúndrar uni slagæðakerfið allt og háræðamar, hvem krók og kima. Svoleið- is pressa ég jafnaðarlega ein tvö tonn af bókum um mánuðinn saman í bagga, en orkuna sem þetta guðsblessað starf mitt hefur útheimt í þrjátíu og fimm ár varð ég að sækja í þvflíka bjórdrykkju að sá mjöður allur mundi fylla heila fimmtíu metra laug, margar stæður af jólakarfa- „Og að endingu sit ég heima í rökkrinu, sit á kollinum, kengboginn eins og ruggu- stóll, drep kríur þangað til blautar varirnar nema alveg við hnén og þannegin tekst mér einmitt helst að blunda." Teikning eftir þýzka myndtístarmanninn George Groz. keröldum. Þanneginn hef ég verið að smá- vitkast, hvort sem mér líkar það betur eða verr, og get nú um það borið að heilabú mitt framleiðir hugsanimar undir vökva- pressu, heilu hugmyndabaggana, Ösku- buskuhnot sem hausinn á mér er, með burstviðin hárin, og viss er ég um að það hljóta að hafa verið stórmiklu glæstari tímar hér forðum daga þegar allar hugsan- ir vom einfaldlega skráðar í minni manna, og höfuðin þá bara kramin ef einhver vildi pressa bók, sem einu mátti líka gilda úr því sannar hugsanir koma utan frá, bíða við hliðina á manni eins og grautur í nest- isskjólu svo eljusemi allra heimsins bók- brennumanna kemur fyrir lítið því bók sem eitthvað hefur að segja heyrist skríkja lágt í logunum, enda kemst frambærileg bók bæði út og upp og allra sinna ferða. Ein- hvem tíma keypti ég mér lítinn grip sem gat lagt saman, margfaldað og dregið út rætur af tölum, svona smá apparat sem komst fyrir í veski, en þegar ég setti í mig kjark og spennti upp bakið á þessu með skrúfjárni fann ég þar bara, mér til ánægju og léttis, inni í vasatölvunni pínu- litla skífu, varla minni en frímerki og svona eins og tíu bókarblöð á þykkt, annað var loftið tómt, bara lofttóm hrannað af reikni- möguleikum. Þegar frambærileg bók opn- ast fyrir augunum á mér, þegar ég fer að vinsa úr prentinu gufar textinn strax upp í óáþreifanlegar hugsanir, þær liggja í loftinu, svífa í lausu lofti, nærast á lofti og hverfa út í loftið því allt verður endan- lega að lofti, þanneginn séð, rétt eins og blóðið í oblátunni er blóð þó obláta sé að jafnaði blóðlaus. í þijátíu og fimm ár hef ég verið að binda ruslapappír og bækur í bagga, ég bý í landi þar sem seinustu fímmtán kynslóðimar hafa verið læsar og skrifandi, í fyrrum konungdæmi þar sem plagsiður var og er þráast við að pressa inn í höfuðið á sér hugsanir og myndir sem færa mönnum óumræðilega velsælu og enn óumræðanlegri kvalir, ég kannast við fólk sem jafnvel er reiðubúið að fórna lífinu fyrir bagga af samanþjöppuðum hugmynd- um. Og nú sannast þetta allt á sjálfum mér, í þijátíu og fimm ár hef ég verið að þrýsta á græna eða rauða hnappinn á pressuvélinni minni, í þijátíu og fimm ár að þamba úr bjórkönnum, ekki til að verða fullur, mig hryllir við fylliröftum, ég drekk til þess að skerpa hugann, til að eiga beinni aðgang að hjarta textans, því lestur er mér hvorki skemmtun né dægrastytting, þaðan af síður svefnmeðal, ég bý í landi þar sem seinustu fímmtán kynslóðir hafa verið læsar og skrifandi, ég drekk svo lest- urinn geti haldið mér vakandi, til að setja í mig hroll því ég segi nú eins og Hegel, það bryddir á göfgi í hveiju göfugmenni og morðingja í hveijum hrotta. Væri ég ritfær mundi ég skrifa bók um enn meiri fögnuð og enn meiri ófögnuð mannanna. Bækur og aftur bækur hafa kennt mér það að ríki himnanna eru vita mannúðar- snauð og hugsandi fólk engu mannúðlegra heldur, ekki beinlínis af neinni tregðu, mannúðin fer bara illa með sönnum hugs- unum. í höndunum á mér slátrar bagga- pressan fágætum bókum og ég ræð ekki við að hefta þann beljandi flaum. Ég er bara góðlátlegur slátrari. Bækur hafa inn- rætt mér skemmdarfýsn og Þórðargleði, ég hef unun af þrumveðri og vinnuflokkum sem eru að mölva niður hús, hangi jafnvel tímunum saman yfír sprengingamönnum á meðan þeir senda heilu húsablokkimar, heilu götumyndimar í loft upp, eins og þeir væm allir í sameiningu að pumpa risa- vaxnar hjólslöngur, ég svelgi í mig andar- takið þegar tígulsteinar, gijót og stoðir flúka í loft upp og lyppast síðan niður í þögn eins og kjóll, eins og millilandaskip að sökkva til botns eftir ketilsprenginu. 0g ég stend í þessum rykmekki með dran- ur og brak í eyram og hugsa til starfa minna í kjallaradjúpunum þar sem bagga- pressan mín er, og ég búinn að stjóma henni í þijátíu og fimm ár undir strípuðum ljósaperam, hlusta á fótatakið berast um húsportið uppi og gnægtabirgðimar fossa af himnum ofan um loftlúguna til mín, úr pokum og kössum og öskjum er sturtað niður um op í miðju húsportinu, raslapapp- ír, visnuðum stönglum úr blómaverslunun- um, fylgiskjölum úr stórverslunum, úrelt- um sýningarskrám og farseðlum og sleikipinnaumbúðum og ísformum, slett- óttum húsamálarapappír, blóðugum gegn- drepa kjötumbúðahaugum, hvössum af- skurði frá ljósmyndastofum, rusli úr skrif- stofukörfum með ritvélarborðum og öllu, blómvöndum úr liðnum afmælum og nafndagaveislum, stundum fellur niður til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.