Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Side 11
„Við íslendingar reisum raforkuver af sama hugarfari og einyrkjarnir kváðu rímur sér til hita. Eftir að þau eru komin
upp reynum við að færa okkur í nyt áþreyfanlegan loftkastalann, virkjanirnar í Kröflu, Blöndu, við Sigöldu..."
Þráttað
um steinhúsið
áÖgri
Einyrkjahátturinn er
ástríða. Jafnvel umræður
um Efnahagsbandalag
Evrópu bera öll helstu
merki þess háttlags
íslkendinga löngum að
koma valdi og ábyrgð í
annarra hendur, helzt
útlendinga. Og þá til að
geta hokrað þegjandi að
sínu.
Eftir
ÞORSTEIN
ANTONSSON
Hér á árum áður ferðaðist
ég stundum einn um
landið, auraljtill með
pokaskjatta á bakinu
og fór þá ekki alltaf
alfaraleiðir. Ég ferðað-
ist á postulunum, sníkti
mér stundum bílferð,
það þótti óvenjulegt þá. Ég hafði ekki með
mér tjald en stundum svefnpoka. Mér er minn-
isstæð nótt á Látrabjargsbrún undir vetur í
mikilli rigningu. Ég hafði sniðið utan um
pokann annan úr plasti sem átti að gera mér
auðveldara fyrir að komast af tjaldlaus þótt
rigndi en reyndist ekki vel. Undir morgun ég
orðinn votur og kaldur og hugnaðist ekki að
liggja lengur þar sem ég hafði komið mér
fyrir milli þúfna heldur lagði upp í náttsortan-
um. Hafði lítið til að glöggva mig á annað
en súgandann frá bjarginu. Hljóð sem er
engu öðru líkt og hefur fylgt mér síðan, snert-
ispöl handan við heiminn, verið mér til marks
um dauðann og eilífðina. —
Veðrið fór versnandi. Um daginn og nótt-
ina eftir var ég veðurtepptur við lítinn kost
í skipbrotsmannaskýli í eyðivík. Brim geystist
að ströndinni eins og hvítfextir hestar sem
fælst hefðu, hurfu í regnúðann. Steinsnar frá
flæðarmálinu og skýli mínu var dys þar sem
heygð var heil skipshöfn af frönskum sjó-
mönnum eftir því sem sagði í gestabók í skýl-
inu. Tvær gamlar ljósmyndir af eldri hjónum
voip á einu þilinu og um nóttina vöktu þau
yfii- mér, en ljós var ekkert. Vindhviðurnar
buldu á svörtum hamraþiljum víkurinnar eins
og skotárás utan frá sjó.
Ég er ekki frá því að þessi gömlu hjón
hafi fylgt mér síðan. Það er þá góð fylgd.
Kvöldið eftir sat ég í torfbæ á Rauðasandi,
í blámáluðu kamesi úr felldum fjölum, eftir
að hafa brotist yfir íjallið um daginn. í kames-
inu ræddi ég við gamlan mann sem lítið hafði
ferðast um sína daga nema í huganum. Ég
hafði komið í slátursuðu á bænum, torfbæ
sem stóð vestast í þessari afskekktu byggð
og er nú horfinn. Gamli maðurinn sagði mér
af skonortum með hvítum seglum á breiðum
firðinum handan við rauðgullinn sandbuginn
neðan við bæinn. Seglum sem stundum bar
fyrir sjónir hans í bernsku og vöktu með
honum útþrá. En öfugt við Þórberg og Kjar-
val varð sýnin þessum manni ekki hvatning
til að hleypa heimdraganum. Og nú var hann
orðinn bljúgur af innisetum og elli.
Seinna á þessu sama flakki gisti ég á öðr-
um bæ í afskekktinni, nú í Skötufirði. Ég
hlustaði á heimafólkið þar býsnast yfir stærð
steinhúss í Ögri sem mun hafa verið eitt-
hvert hið stærsta sinnar gerðar í landinu
þegar það var byggt um aldamótin. Ég reyndi
fyrst að blanda mér í samtalið og greinilegt
var að heimilisfólkið óskaði þess líka en það
var því líkast sem ég krafsaði í hart yfir-
borð, þess sá lítinn stað, heimafólkið var óð-
ara komið á sama samræðustigið aftur og
lítið fyrir mig að gera annað en hlusta. Ég
gerði mér grein fyrir því að umræðuefnið var
því hugsvölun í þröngum farvegi einangrun-
ar, fásinnis, það stóð ekki til að komast til
botns í neinu. Frá þessari kvöldstund undir
vetur í Skötufírði eru íiðin mörg ár. En mér
verður þó enn hugsað til þess fólks í afskekkt-
inni þegar mér þykir keyra um þverbak í
umræðum um opinber málefni. Þá heyri ég
ekki betur en sé verið að ræða um steinhúsið
í Ögri.
Eg nefni dæmi. Um langt árabil var helsta
umræðuefnið íslensku þjóðarinnar misrétti í
launamálum. Ágreiningur um hlut launafólks
í arði fyrirtækja og mat til fjár á vinnu þess
yfírleitt. Þetta voru lotur, allar eins. Sömu
orð fóru milli vinnuveitenda og launþega og
í fyrri lotu, því næst verkföll, hærri laun,
gengisfelling, verðhækkanir, launakröfur.
Menn reyndust jafiTan á einu máli um að
huga þyrfti sérstaklega að kjörum hinna lægst
launuðu og úrbæturnar voru alltaf þær sömu,
prósentuhækkun yfír allan launaskalann sem
þá jók á misræmið. Með tímanum urðu kröf-
urnar stórkallalegri, menn teknir að örvænta
að aðréttan entist. örmögnuðust loks og köll-
uðu þjóðarsátt.
Vegurinn kom til þeirra í Skötufírði og
sjónvarpsgeislinn gerði jafnvel þeim í af-
skekktinni hugstæð önnur og meiri mannvirki
en steinhúsið í Ögri. En samgöngubætumar
hafa ekki náð til hugarfarsins, hvorki fólksins
í afskekktinni né annarra ef marka má af
umræðum um kvóta og byggðastefnu. Ein-
yrkjahátturinn er ástríða. Jafnvel umræður
um efnahagsbandalög Evrópu bera öll helstu
merki þess háttalags íslendinga löngum að
koma valdi og ábyrgð í annarra hendur, helst
útlendinga. Og þá til að geta hokrað þegj-
andi að sínu. Til að geta haldið þeim háttum
kjósa landsmenn jafnan yfír sig stjómendur
sem hvorki búa yfir réttsýni né viti til að
ögra lifnaðarháttunum hvað sem haft er í
orði, heldur menn sem hlaupa út um víðan
völl með eyki hugsjóna forfeðranna aftan í
sér eins og brotin verkfæri.
Hmn Austur-Evrópuríkjanna í fyrra og í
ár hefur leitt í ljós réttmæti NATOs og her-
stöðvar í landinu. Hins vegar ekki hvemig
að var farið þegar tekið var upp fjölþjóðasam-
starf undir þessu heiti. Sá kjami máls liggur
í þagnargildi. Og hefur þó mörg Keflavíkur-
gangan verið gengin til að sannfæra samland-
ana með fótunum um lágkúruna eftir að ör-
vænt var orðið um að skynsamlegri röksemd-
ir kæmust milli ágreiningsaðilanna. Farvegur-
inn er þröngur en gagnaðilar sammála um
að honum megi ekki spilla, fremur en eiga
það á hættu er rætt um steinhúsið í Ögri.
Við íslendingar reisum raforkuver af sama
hugarfari og einyrkjamir kváðu rímur sér til
hita. Eftir að þau eru komin upp reynum við
að færa okkur í nyt áþreifanlegan loftkastal-
ann, virkjanimar í Kröflu, Blöndu, við Sig-
öldu. En bíðum stóra vinningins í stóriðjumál-
inu, í stað raunhæfari aðgerða. Engin vissa
var fengin fyrir því að nýtt álver yrði yfir-
leitt reist í landinu þegar menn voru komnir
í hár saman um staðsetningu þess, og keypt
var undir það land. Svo dró úr líkunum og
menn sátu sárir eftir. En ekki orð um þátt-
töku í stríðsgróða sem málið snerist þó um,
ætti kannski ekki að þurfa að færa slíkt í tal
svo augljóst er það að álverð í heiminum rís
og hnígur með framleiðslu hergagna. En hitt
væri við hæfí að endurskoða hvort við íslend-
ingar þurfum yfirleitt að byggja væntingar
okkar um hagsæld á hermangi þótt slíkt hafí
komið okkur til góða í eina tíð.
Okkur hefur ekki tekist að halda niðri verði
á landbúnaðarvörum þrátt fyrir kaupfélög
bænda og innkaupastofnunina, SÍS. Hún
gerðist ríki í ríkinu, bauð jafnvel bændum
sjálfum byrginn. Þjóðin hefur keypt yfir sig
þá sjálfsblekkingu að verð á landbúnaðaraf-
urðum sé lægra en það er, niðurgreiðir þær
með almannafé. Ver til þess ærið stóru hlut-
falli af árlegu skattfé. Nú er stórveldi SÍS
að hruni komið fyrir nákvæmlega sömu lög-
mál og gerðu Islendinga á Sturlungaöld ófæra
um að ráða málum sínum. Óraunhæfa drauma
um að sitja í friði hver um sig án afskipta
yfirvalda. Á Sturlungaöld var framkvæmda-
vald lagt í hendur erlends konungs vegna
þess að menn komu sér ekki saman um neitt
slíkt í landinu sjálfu. En er sem mér sýnist
að Skúli fólsknaijarl sé vaknaður upp og
kominn á þeyting milli landa til að hnýta
saman enda, að hrundu SÍS-veldi, við versn-
andi efnahag þjóðarinnar?
Nú heita samskiptin EBE, ES, BLA og
BLABLABLA. íslendingum hefur ætíð verið
meiri raun að staðsetja sig meðal fólks af
öðru þjóðemi en yfírleitt gerist. Og á sér sín-
ar skýringar. Fólk af okkar þjóðemi skilur
illa völd yfirleitt og vægi milli siða og yfir-
gangssemi. Þessi vanþróun setur jafnan merki
á skipti íslensku þjóðarinnar við aðrar og
hefur alltaf orðið ísíendingum til ófamarðar.
Bamalegt samkomulag við Noregskonung
forðum tíð gerði Island að hjálendu annarra
þjóða um aldir. Helst til auðvelt samþykki á
innleiðslu kaþólskrar og síðan lúþerskrar
kristni gerði að tveir siðir ríkja í landinu gegn-
um þjóðarsöguna alla, allt til þessa dags.
Baráttumálefni þjóðhetja okkar á síðustu öld
stuðluðu að sjálfstæði þjóðarinnar að formi
til, en beindust að rómantískri þjóðarmynd
sem þjóðin tileinkaði sér fyrir tilstyrk þessa
málflutnings og erfítt er að vakna upp frá.
Fjárkröfur á hendur Dönum og vilji sjálfstæð-
ishetjanna til að halda sig við hið gamla úr-
ræði þjóðveldismanna að hafa erlendan kóng
en semja þjóðina ekki að eigin framkvæmda-
stjóra, bera auðkenni þjóðar sem ekki hafði
annað lært en sjálfstaAi sundurþykkju og
yfírgangs eða á hinn bóginn undirlægjuhátt-
inn.
Islendingar kusu að Noregskóngur sæi um
samgöngur við landið. Þegar þjóðinni varð
sjálfrátt eftir að hafa tekið út afleiðingamar
kom hún upp einokun í eigin landi til sömu
verka, Eimskipum og Flugleiðum. Þjóðin
samdi við Noregskonung um að sjá um her-
vamir í landinu. Þegar henni varð sjálfrátt
eftir aldalangt ófrelsið samdi hún við her-
námsþjóð í landinu um vamir þess með tilvís-
un á vestræna samvinnu. Til að sneiða hjá
vanda sem óhjákvæmilega hlyti að leiða af
sambúðinni við þessa útlendinga kom hún upp
einokunaraðila til að sjá um samskipti við þá
og hirða fjárhagslegan ávinning. I stað er-
lendra embættismanna sem setið höfðu í land-
inu um aldir við óvinsældir kom þjóðin upp
kaupsýsluaðli á viðarklæddum skrifstofum
sem þar sitja við misjafnar vinsældir og gróft
umtal. En sitja samt, rétt eins og fyrirrennar-
amir.
Með upptekt lúþerskunnar og þar með
auknum ríkisumsvifum öðluðust veraldlegir
valdsmenn í héraði rétt til hlutar af sektarfé
sem þeir sjálfir ákvörðuðu. Enn í dag hirða
fógetar rentu af þinglýsingum samninga
hveiju sinni sem þeir munda stimpilinn.
Konungsveldið lagði fyrir sýslumenn að afla
gagna, meta málsástæður og dæma í málum
upp á eindæmi sitt. Fyrirkomulagið var í gildi
til skamms tíma og þurfti úrskurð alþjóða-
dómstóls til að afnema það. Hér er spuming-
in ekki um að komast til botns í málum, ekki
um réttlæti heldur venju sem svalar þörfum
fábreytilegri tíma um valdsemi og sjálfsaga.
Óbreytt hugarfar en nýir menn og ný starfs-
heiti.
Kvöldstund á bæ í Skötufirði.
Höfundur er rithöfundur og býr á isafirði
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. MAÍ 1992 1 1