Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 3
IBgPáHT 0 @ ® B E H íll [U Œ1 ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Kirkjan situr ekki ein að þeim trúaráhuga, sem hér ríkir og er inngróinn manneskjunni. Nú er sótt að kirkj- unni úr ýmsum áttum, en stendur hún í stykkinu? Um það efast Davíð Erlingsson, dósent við Há- skóla Islands, í grein sem hann nefnir: „Vandræði kirkjunnar eða: Vill þjóðkirkjan vera þjóðskæð. Það er fyrri hluti greinarinnar, sem hér birtist. Konur og kvennabarátta, heitir greinaflokkur í þremur hlutum eftir Þorstein Antonsson, rithöfund, sem hér hefst og munu ýmsar niðurstöður höfundarins þykja athyglisveðar. Þar segir m.a. svo: „Jón Trausti afhjúpaði mæðraveldið. Svo er hann talinn steingervingur samkvæmt fræðunum. Þetta er lok- aður heimur. Klefi ísbjargar." Forsídan Myndina tók Rafn Hafnfjörð við Vatnsholtsá í Staðarsveit á Snæfellsnesi og ugglaust þekkja flestir Snæfellsjökul, sem trónir í allri sinni tign að baki. Þetta er friðsælt og fagurt útsýni á íslenzk um sumardegi eins og þeir verða fegurstir, en myndin er birt í tilefni veiðidags fjölskyldunnar, sem ber uppá daginn á morgun. Þá munu margir taka fram veiðigræjurnar og renna fyrir silung í ám og vötnum. Sjá nánar á bls 6. Gullfoss hefur verið og verður ugglaust einn íjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Árum saman hafa menn deilt um það, hvort þar eigi að byggja yfir veitingar og snyrtingu, en ekkert hefur gerzt þar til nú, að mikið klúður hefur átt sér stað og þar á ofan náttúruspjöll, sem trauðla verða bætt. EGGERT ÓLAFSSON Lysthúskvæði Viðkvæði: Fagurt galaði fuglinn sá forðum tíð í Iundi; listamaðurinn lengi þarvið undi. Undir bláum sólar sali, Sauðlauks- uppí lygnum dali, fólkið hafði’ af hana gali hvörs-dags skemmtun bænum á, fagurt galaði fuglinn sá; og af fleiri fugla hjali frygð um sumarstundir; listamaðurinn lengi þarvið undi. Laufa byggja skyldi skála, skemmtilega sniðka’ og mála, í lystigarði Ijúfra kála, lítil skríkja var þar hjá, fagurt galaði fuglinn sá; týrar þá við timbri rjála, á tóla smíða fundi; listamaðurinn lengi þarvið undi. GuIIigur runnur húsið huldi, hérmeð sína gesti duldi; af blakti laufa blíður kuldi blossa sunnu mýkti þá, fagurt galaði fuglinn sá; blærinn kvæða bassa þuldi, blaða milli drundi; listamaðurinn lengi þarvið undi. Vin á milli mustars stofna manninn hressti krafta-dofna; margur söng við sólar ofna og sendi tóninn greinum frá; fagurt galaði fuglinn sá; lyst var engin segg að sofna, sorgin burtu hrundi; listamaðurinn lengi þarvið undi. Eggert Ólafsson (1726-1768) var frá Svefneyjum á Breiðafirði. Nam í Skálholti og tók próf i heimspeki við Hafnarháskóla 1746. Lagði stund á náttúrvísindi og fleiri greinar. Stærsta verk hans er Ferðabókin, sem hann ritaði ásamt Bjarna Pálssyni. Eggert fórst ásamt konu sinni í ofsaveðri á Breiðafirði. B B Örlítið um Hulduljóð Hulduljóð er lengsta kvæði Jónasar Hall- grímssonar og að • nokkru meðal hinna torræðustu. Hér verð- ur aðeins drepið á eitt atriði, sem útgefendur hafa litið ýmsum aug- um, og skal engu lofað um réttmætar álykt- anir á þessum stað. Jónas margneitaði félögum sínum um Hulduljóð til birtingar. Einlægt átti hann þar óunnið verk. Og þannig var málum háttað þegar hann féll frá. Kvæðið hefur verið kallað brot, en kannski væri nær að líta á það sem drög. Ljóst er að einstakir hlutar þess eru misjafnlega vel á vegi stadd- ir. Sumt virðist aðeins vera lauslegt upp- kast til bráðabirgða, ætlað til endurskoðun- ar síðar. En þar er einnig að finna nokkuð af því fullkomnasta og fegursta sem Jónas orti. Ekki skiptir það minnstu máli, að röð erindanna þtjátíu virðist ekki hafa verið komin í loka-horf frá hendi skáldsins. Naum- ast verður betur séð en að útgefendur Svarts á hvítu hafi þar réttilega fylgt fram þeirri fræðilegu stefnu sinni að láta jafnan hand- rit kvæðanna ráða sem mestu, þegar þeirra var kostur, og það því fremur, að einatt fylgir skilmerkileggreinargerð með skýring- um á sínum stað. Samkvæmt því koma. „vís- ur smalans" í kvæðislok, en ekki þar sem þær hafa áður verið settar, á eftir 24. erindi. Hins vegar dylst það ekki, að á þeim stað færu þessar vísur miklu betur, né heldur hitt, að þá fengi bálkurinn allur mun eðli- legri lok. Enda bendir margt til þess, að þar hafi skáldið ætlað þeim að standa. Svo er að sjá sem smalavísurnar séu ort- ar eftir að efni og form kvæðisins var að öðru leyti ráðið og þetta lauslega uppkast komið á blaðið, og aðeins þess vegna séu þær skrifaðar aftast. Líklegt er að skáldið hafi hugað þeim sams konar stöðu og „vís- um Eggerts", að vera vel til fundið innskot í efni ljóðsins á eðlilegum stað og einnig kærkomin tilbreyting í brag. Lofgjörð smal- ans um Eggert kæmi þá undir eins á eftir því erindi sem fjallar um „bóndavininn“, þann er kvað „í búnaðsbálki" um „bóndalíf, sem fegurst verður það“. Smalinn tekur þar við og heldur áfram: „Það var hann Eggert Ólafsson,/ungur og frár og vizkusnjall." Vitnisburði skáldsins um hinn mikla búnað- arfrömuð er fylgt eftir af sjálfum erki-full- trúa sveitarómantíkurinnar, smalanum með fé sitt. Hins vegar kæmu vísumar þijár (25-27) sem til valin lokaerindi kvæðisins alls. Þar kveður skáldið huldukonuna, sem sungin var á vettvang í upphafi. Eitt er það með öðru sem bendir eindreg- ið til þess, að Jónas hafi ætlað smalavísun- um stað á eftir 24. erindi, að í handritið hefur hann skrifað „niðurlag“ yfír 25. er- indi. Þetta stendur með smáum stöfum, undirstrikað, til hliðar, án þess því hafi ver- ið ætlað þar rúm á blaðinu, greinilega skrif- að síðar en erindin sjálf, og þá væntanlega um leið og vísur smalans voru skrifaðar aftan við. Hefur það að vonum verið skoðað sem glögg vísbending um að kvæðinu eigi að ljúka með erindunum þremur þar á eftir. í fyrri útgáfum hefur yfírskriftinni „Niður- Iag“ verið haldið á sínum stað. í útgáfu Svarts á hvítu er henni réttilega sleppt, því henni er ekki ætlað að vera hluti af formi kvæðisins, heldur að líkindum aðeins leiðar- vísir um röð erindanna. Orðið er ekki einu sinni skrifað með upphafsstaf. Nokkuð er það sérkennilegt um Huldu- Ijóð, að þar gengur Jónas skilmálalaust á vald hinu rómantíska náttrökkri sunnan úr álfu. Endranær er honum kærara að fá hug sínum til fylgdar sól og yl, birtu dags og heiðríkju, eða ljóma af hvítum jökli. Huldu- Ijóð hefjast á því að degi hallar; ljós hverfur af himni, en þokan dularfull og viðsjál „þýt- ur yfír hjalla“. Og hann sviðsetur samskipti sín við huldukonuna „þar sem næturmyndir reika“. Þama er hann ekki aðeins að skapa kvæðinu leiksvið draumsins, heldur jafn- framt að votta sjálfri rómantíkinni hollustu sína á dæmigerðan hátt; nú skyldi ort í rómantískum anda, þó að sjálfur forkólfur fræðslustefnunnar, Eggert Ólafsson, yrði þar hafínn á stall. (Guðmundur Andri Thors- son hefur sýnt það í prýðilegri ritgerð (TMM, 1985, 4), hvernig Jónas sameinar upplýs- ingu og rómantík í skáldskap sínum.) Kvæð- inu lýkur svo, að huldukonan hverfur af vettvangi þegar dagur rennur; „hugarmynd- in flýr“ sjónir hans þegar „sólin hálsa gyll- ir“. Þannig mætast upphaf ljóðsins og endir. í Ferðalokum beitir Jónas því snilldar- bragði að gera kvæðislokin að áhrifaríku tilbrigði við upphafið. Þar hylja ský ástar- stjörnuna í upphafi ljóðs, en í kvæðislok skín stjarnan að skýjabaki. Sama mynd, en öndvert viðhorf. Kvæðið verður sem för milli þessara tveggja skauta. Á það hef ég minnzt á öðrum stað (TMM, 1978, 1). Hafi Hulduljóðum verið ætluð sú skipan erinda sem hér er talin sennileg, læsir skáldið kvæðinu með því að láta síðasta erindið kallast á við upphaf þess, kveðja þá vætti sem þar var ávörpuð. Sólin, sem gekk til viðar í upphafs-erindi, rennur upp aftur í kvæðislok. Lengur verður ekki ort í það sinn. Næturþokunni með hinu suður-rómantíska dular-húmi svifar Trá, og skáldið er að nýju „sveinn í djúpum dali“, dýrkandi sólar og sumardaga. Þó að útgefendur Svarts á hvítu hafí rétti- lega fylgt handriti Hulduljóða, svo fræðilega sem til þeirrar útgáfu er stofnað, virðist mér einsýnt, að fyrri háttur skuli á hafður um röð erinda í næstu almennings-útgáfu á ljóðum Jónasar. HELGI HÁLFDANARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27.júni 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.