Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 6
V E 1 Ð 1 D A G U R F JOLSKYLDUNNAR Friðsæll veiðistaður í laadi Vatnskots við Þingvallavatn. Hjátru og dulúð eru ómissandi við veiðar að kom í minn hlut innan stjómar Landssam- bands stangveiðifélaga að rita eilítinn pistil til að minna á Veiðidag fjölskyldunnar sem í ár verður 28. júní. Við höfum undanfarin ár not- ið velvildar Morgunblaðsins í þessu efni og í tilefni veiðidags íjölskyldunnar, sem verður á morgun, 28. júní. Eftir SIGURÐ SVEINSSON Við Þingvallavatn. skal það þakkað hér. Mig langar að tileinka Stefáni heitnum Jónssyni, fyrrum frétta- manni, alþingismanni og veiðimanni og bók hans Roðskinnu, þennan pistil, en sú bók hefur orðið mér kærari en aðrar bækur sem ég hef lesið um stangveiði. Manninum er eiginlegt að fiska. Það er honum meðfædd árátta. Þess vegna á ekki að banna ungum börnum að fara niður á bryggju eða niður að á til að reyna að veiða. Flenging stoðar ekkert en það er nauðsyn- legt að kenna þeim að synda. Það er líka nauðsynlegt að ungar mæður geri sér það ljóst, helst strax við getnað, að það er af- kvæmum þeirra áskapað að vilja ná til hinna hálu og hreistruðu fugla undirdjúpana. Ætli við könnumst ekki mörg við þetta a.m.k. þau sem fædd eru á árbakkanum. Hvað með krakkana okkar og barnabörnin? Það er alveg sama sagan. Auðvitað eru undantekningar frá reglunni eins og gengur en þær eru aðeins til þess að sanna hana. Það er líka svo að veiðieðlið eða dellan gríp- ur strákana ef til vill fastari tökum en stelp- umar. Það liggur í uppeldinu. Þó hefur það sýnt sig að þær kvenkynsverur sem byija á stangveiði verða ekki síður forfallnar en við karlamir og hefur það líka sýnt sig að þær standa okkur a.m.k. jafnfætis í veiði- skapnum. Það hefur hver sína aðferð við veiðiskap- inn. Eitt er þó núorðið sameiginlegt okkur öllum. Við notum veiðistöng, hjól, línu og beitu. Við þekkjum öll fluguna, túpuna, spóninn og maðkinn. Einnig má minna á sandsílið, sfldina og hrognin. Til eru veiði- menn sem telja sig öðrum æðri í sportinu vegna þess að þeir veiða eingöngu á flugu og líta jafnvel niður á okkur hin sem dorg- um einnig með ánamaðki, járnrusli og beitu úr lífríki hafsins. Ekki dettur mér í hug að álíta maðkadorgarana eða jámamslamenn- ina minni sportmenn en hina einu og sönnu fluguveiðimenn. Sumir vilja ekki beita ána- maðki af mannúðarástæðum og telja það illa meðferð á skepnum. Þegar við höfum tileinkað okkur nokkuð undirstöðuatriði við stangveiðina held ég að hver og einn þrói sinn ákveðna stfl. Sumt verður kækur eða ávani. Þá má ekki gleyma hjátrúnni og dulúðinni sem mer finnst ómiss- andi við veiðar. Til áréttingar því að hver hafi sína að- ferð og sinn stfl segir Stefán Jónsson frá því í Roðskinnu að sumarið 1966 hafi hann verið að físka með Vilhjálmi Lúðvíkssyni Ungir Húsvíkingar með veiði sína við Botnsvatn. Ljósmyndir: Rafn Hafn- fjörð. og Steingrími Hermannssyni. Þeir eru báðir afburðagóðir fluguveiðimenn. Stíll þeirra er gjörólíkur. Steingrímur kastar flugunni með fyrirhafnarlausri og alþýðlegri ef ekki kæru- leysislegri nákvæmni eins og hann vilji þar með segja: Hér er fluga, geriði svo vel. Vilhjálmur býður sína flugu af meiri form- festu. Hann kastar allt að því fræðilega. Hann virðist ekki ánægður nema lína, fluga og stöng myndi listræna framlengingu af fíngrunum til að sækja fiskinn. Einbeitingin er augljósari en hjá Steingrími og það er ljósara hvað honum er í huga gagnvart íbú- um árinnar. Þó er í þessum veiðistíl Vil- hjálms mikil kurteisi sem mætti túlka í stuttu máli á þessa lund: Heiðruðu fískar, hér er flugan, gleypið hana strax. Þegar þetta gerðist var Stefán nýbyrjaður að veiða á flugu. Hann ber sjálfan sig sam- an við snillinga og segir: „Það var talsverð skapgerðaráreynsla að fiska með þeim því það sem var unaðslegur stíll hjá þeim var aðeins framferði hjá mér og listræn og eðli- leg tjáning á veiðigleði þeirra varð hjá mér aðeins púkalegt atferli til þess að fá fisk til að bíta á flugu. Kurteisina og eligansinn vantar og ef nokkuð er unnt að ráða af til- burðum mínum með flugustöngina þá yrði það einna helst þetta: Hana, þarna er flug- an og étið hana nú í guðanna bænum.“ Stefán segir líka skemmtilega sögu af Jónasi Haralz bankastjóra sem fór til veiða í Svarfaðardalsá. Þar kom stærðfræðileg hugsun í veg fyrir árangur af stangveiði. Heimamenn létu Jónasi fúslega í té allar nauðsynlegar upplýsingar og leiddu hann með blíðu að ágætum veiðistað. Þar kváðu þeir hafa veiðst flesta silunga í Svarfaðar- dalsá á undanförnum árum og kvöddu síðan gest sinn með árnaðaróskum. Nú er fylgst með hinum góða gesti af sjónarhólum Svarf- aðardals þennan sólbjarta sumardag og sveitamönnum til mikillar gleði hreyfði hann sig ekki frá hylnum allan daginn sem náttúr- lega hlaut að þýða að hann stæði í óðum físki. Um kvöldið þegar veiðigarpurinn-var sóttur kom hins vegar í ljós að hann hafði ekki fengið eina einustu bröndu. Hann hafði sem sagt fískað of fræðilega. Hann vissi að úr þessum sérstaka hyl fengjust yfirleitt flestir fískar og hagaði veiðiaðferð sinni daglangt samkvæmt þeirri vitneskju. Eg held að það megi ýmislegt læra af þessari sögu. M.a. það, að mjög nauðsyn- legt er að bregðast rétt við breyttum aðstæð- um jafnvel hundrað sinnum á dag. Menn skuli byija sinn stangveiðiferil með lág- marksþekkingu frá öðrum og auka svo við hana eftir því sem vitið leyfir og þörfin krefur. Ég minntist áður á hjátrú og dulúð í veiðiskapnum. Stundum fá menn líka hug- boð um það sem komd skal. Þó er ég viss um að spenningurinn yrði lítll ef maður vissi alltaf fyrirfram um árangur í veiðinni. En þegar ég hef fengið slík hugboð skal það viðurkennt að þau lifa lengi í minningunni. Mig langar til gamans að segja frá einu slíku. Ég átti veiðidag í Ölfusá 17. júlí 1979 ásamt kunningja mínum og vorum við sam- an um stöngina. Varð það að samkomulagi okkar á milli að hann byijaði klukkan sjö um morguninn en ég kæmi þegar mér þætti henta. Eftir að hafa sofið draumlausum svefni ber það við að ég glaðvakna klukkan fimm um morguninn. Þó ég sé ekki morgun- svæfur að eðlisfari var þetta mjög óvenju- legt. Ég varð á augabragði sannfærður um að eitthvað óvenjulegt myndi gerast, dreif mig á fætur og hitaði mér mikið kaffi og tók því rólega. Hjá okkur Selfyssingum er stutt að fara til veiða í Ölfusá aðeins tvær til þijár mínútur á bíl. Klukkan hálfsjö var ég orðinn viðþolslaus og ók rakleiðis að veiðistað, horfði á ána og beið félaga míns og annarra veiðimanna. Þegar ekkert bólaði á félaga mínum rétt fyrir sjö setti ég saman stöngina, og kastaði á slaginu sjö. Var það eins og við manninn mælt að laxinn var á um leið. Stuttu síðar sneri laxinn sig af króknum og var fijáls. Nú var félaginn mættur og ég settist inn í bílinn og fylgdist með, því ég vissi vel að ævintýrið var rétt að byija. Klukkan hálfníu skiptum við og ég kastaði á ný og laxinn tók umsvifalaust. Nú var hann fastur og var landað á stuttum tíma og nú þóttist ég hafa unnið fyrir kaffí og vindli. Þegar upp var staðið klukkan 13 hafði ég landað sex fallegum nýgengnum löxum, félagi minn ekki orðið var og aðrir veiðimenn höfðu fengið eins lax. Þetta var minn dagur og mínir laxar og ég nánast vissi það klukkan fimm um morguninn. Að lokum vil ég nefna nokkra góða kosti við stangveiðina umfram það sem áður er sagt. Útivera er öllum holl og ekki síst fólki sem vinnur innanhúss allt árið. Ég er sann- færður um að stangveiðin kennir því fólki sem hana stundar að umgangast landið og náttúruna með nærgætnari hætti en ella. Þá má ekki gleyma góðum félagsskap og uppbyggilegra fjölskyldusport tel ég vand- fundið. Ekki má heldur gleyma öllum veiðisögun- um sem sagðar eru á árbakkanum. Þær eru sumar ótrúlegar en ég rengi enga þeirra minnugur orða Hermanns heitins Jónasson- ar sem sagði að ekki væri hægt að ljúga upp svo ótrúlegri veiðisögu að sannleikurinn tæki henni ekki alltaf fram. Björn heitinn Blöndal sagði líka við Stefán Jónsson í út- varpsviðtali fyrir margt löngu eftir að Stef- án dró í efa sannleiksgildi þess að ákveðin ensk hefðarkona hefði verið svo ófríð og stórskorin að hún hefði þurft klofstígvél nr 56. Það er til einhvers að biðja mann að segja sér sögu og spyija svo hvort hún sé sönn. Að lokum vil ég fyrir hönd Landssam- bands stangveiðifélaga og annarra sem standa að Veiðidegi fjölskyldunnar óska landsmönnum ánægjulegrar útivistar og samverustunda við hin ýmsu veiðivötn landsins á sunnudaginn sem kemur. Virðum bráð, lög og láð. Höfundur býr á Selfossi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.