Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 10
KONUR OG KVENNAB ARATT AI Klefi ísbj argar Breski heimspekingnrinn John Stuart Mill gaf út bækling um kvenréttindamál árið 1869. Sama ár þýddi danski menntafrömuðurinn Georg Brandes ritgerð Mills og gaf út. Rit þetta er eitt helsta áhrifaafl í rituðu máli á breska og Ekkert í falsheimi íslenskra menningarmála aldarinnar er jafn vel til þess fallið að valda ógleði, jafnvel uppköstum og umfjöllun íslenskra höfunda um konur í skáldsögum. Jón Trausti er sá eini höfundur íslenskur sem kallast geti í takt við innlenda kvenna- hreyfíngu fram til bókmennta kvenna sjálfra á síðustu árum. Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON danska kvennahreyfingn bæði fyrr og síðar. Hið nýstofnaða Kvenréttindasamband ís- lands lét þýða ritgerð Mills úr dönsku og gefa út hérlendis 1906 og hefur ritgerðin til þessa dags verið eina bókin á íslensku sem flallar um kvenréttindamál eingöngu. Þýðingin á bæklingi Mills er fáséður grip- ur, enda ekki endurútgefin. Þá var hálf öld liðin frá útkomu Madame Bovary, 1856—57, eins áhrifamesta rits um kvennamálefni eft- ir franskan höfund, Gustav Flaubert. Um eiginkonu sveitalæknis sem hefur of háleitar hugmyndir um sjálfa sig; óraunsæið gerir henni lífíð leitt, hún nær ekki að lifa í sam- ræmi við þessa hugmyndir og fargar sér. Sagan kom út í danskri þýðingu 1875 og síðar á íslensku og var fram á tíð Ástu Sig- urðardóttur eina skáldsagan á íslensku sem gerði grein fyrir hlutskipti kvenna sérstak- lega, kann þó að vera að með fullyrðing- unni verði að undanskilja Atómstöðina. Ib- sen sendi frá sér leikritið um Höddu Gabler 1890, það fjallar um yfirstéttarkonu sem reynir að koma sér upp sjálfsmynd, meira í samræmi við lífsþarfir sínar en sú er sem að henni haldið. Og hefur nýlega verið fært upp hérlendis; leikrit Ibsens er enn talið lík- legast erlendra skáldverka til að halda uppi merki kvenréttindabaráttu meðal íslend- inga. Líklega eru þær Salka og Ugla einu kon- umar sem eitthvað kveður að í íslenskum bókmenntum síðari tíma, a.m.k. ef taldar eru þær sem skipa nú þegar sess í bókmennt- asögunni, það er skáldritum fram á áttunda tug þessarar aldar. Vafalaust við hæfi að nefna til kvennasögunnar meðal heilsteyptra kvenlýsinga í íslenskum bókmenntum þær Álfgerði Eiríks Laxdals í sögu hans um Ólaf Þórhallsson og ísbjörgu Vigdísar Grímsdóttur þótt enn sé verið að kynna þessar sögupersónur fyrir boðsgestum. Smá- sögur Ástu Sigurðardóttir eru ósvikin þjáningaskrif á tilvistarlega vísu en að því skapi brotakenndar mannlýsingar; sögu- maður og höfundur eru nánast hin sami. Aðrar kvenpersónur skáldsagnanna eru sér ekki svo vitandandi um stríð sitt sem þess- ar. (Jóhanna Vésteins Lúðvíkssonar mætti fljóta með.) Margar fremur vættakyns en af mennskri rót, t.d. kvenpersónur Indriða G.; upphafning sem leiðir til undarlegra gönuskeiða framhjá þessum konum og spretta upp í framhjáhlaupinu mikil örlög sem af fer löngum sögum. Barn náttúrunnar, bernskusaga Laxness af náttúrubaminu Huldu, kom út 1919 en sjálfur var Laxness þá nokkum veginn jafn gamall kvenréttindabaráttunni í landinu. Hið kvenholla söguljóð Sigurðar Nordals Hei s'ama ár. Og eru þá talin flest eða öll kunn íslensk skáldverk sem bera með sér snefil af hluttekningu með einu helsta mann- réttindamáli aldarinnar, kvenréttindum, og það þrátt fyrir hve mjög hefur á því borið. Skáldverk Jóns Trausta upp úr aldamótun- um bera þess vott að höfundur fylgdist vel með því sem var að gerast í kvenréttinda- málum hérlendis. Nokkur orð um eitt þeirra, Önnu á Stóru Borg, síðar.í greininni. Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Laxness ber með sér að kenningar Sigmunds Freuds vom mjög til umræðu um það leyti sem skáldsagan var skrifuð, einkum kenning Freuds um konur og kvnþarfir manna og áhrif þeirra þarfa á mótun einstaklingsins í uppvextinum. Sagan er undir lögð af kyn- lífskreppu Steins Elliða sem leitar til munka til að komast undan hugarstríði sem ástríða hans til konu einnar vekur með honum. Laxness kemur með sögu sinni að rót vand- ans í samskiptum kynjanna í kristilegu sam- félagi og ástæða er til að ætla að einmitt sálkönnun Freuds hafi valdið nokkru um snið sögunnar, að hún ber með sér að vera heilmikil sjálfsköfun höfundar frammi fyrir vanda sem í senn var hans sjálfs og mjög til umræðu meðal þeirra helstu er létu sig menningarmál varða á þriðja áratugi aldar- innar. En Laxness hafði mjög brotist í að fínna sér stað er hann ritaði. Andóf August Strindbergs við rísandi bylgju kvennabarátt- unnar hafði snortið Laxness árið áður en hann gekk í klaustrið í Clerveaux; og hann var einnig rækilega lesinn í kvenfyrirlitning- arskrifum Nietzsches þegar hann samdi bókina í lotu ári eftir klaustursvistina. Galleríið Þótt fram á síðustu áratugi séu ekki áber- andi meðal íslenskra bóka skáldsögur sem beinlínis geti talist varða kvenréttindamál hafa reiðinnar býsn verið skrifuð af slíkum bókum í nágrannalöndunum allt frá ártugn- um fyrir aldamótin síðustu til þessa dags, ekki síst í Danmörku þangað sem okkur íslendingum hefur verið blygðunarefni að sækja áhrif en gerum samt sem betur fer. í þeim tugum ritgerðasafna sem liggja eftir Laxness er ekki ein einasta grein um kven- réttindi nema ef vera skildi í Alþýðubók- inni. Ekkert meðal margra eriendra merkis- rita kvenna og karla um hlutskipti konunn- ar verður Laxness áhrifavaki í hinu mikla uppgjörsriti um Vefarann eftir því sem séð verður. Sama gildir um aðra íslenska rithöf- unda frá fyrri árum með örfáum undantekn- ingum. Spurningin er nærtæk: Hafa íslensk- ir karlrithöfundar engan áhuga á kvenrétt- indamálum? Það er ekki að sjá að Laxness beini athygl- inni að kvenfólki fyrr en með Sölku Völku og siglir þá lygnari sjó en hann hafði gert lengi. Uppgjör hans við hina bandarísku miðstéttarkonu liggur milli Sölku og Vefar- ans á höfundarferli hans, frá dvöl hans í Los Angeles árin eftir að hann lauk við Vefarann og er sú lýsing ekki fögur eins og margir vita. Laxness hefur sjálfur ritað grein „Um misogeníu í Vefaranum", kven- hatur, sem hann telur ekki ástæðu til að lesa inn í verkið, fremur hæfí að kenna ungæðishætti um yfirlætið og miður hollum lestri á ritum nefndra höfunda, þeirra Strindbergs, Nietzsches og Freuds, um of- stækistóninn í riti hans. Hin borgaralega kona á bandaríska vísu, mella kaupsýslunn- ar, vændiskona hjúskaparamarkaðarins varð Laxness að ásteytingarefni með þessu orð- bragði í Alþýðubókinni, skrifaðri vestan- hafs, þess ekki að vænta að sálarlíf fái þrif- ist með heilbrigðum hætti í nærveru slíkra kvenna. Það væri víst nær lagi að tala um kvenhræðslu Laxness á mótunarárunum en kvenhatur. En umræðuefnið er ekki höfund- ur sjálfur heldur það eftirtektarverða atriði að þessi gleypir á umhverfisáhrif og menn- ingarástand fínnur kvenréttindum ekki stað í verkum sínum á mótunarárunum. Þegar að Sölku kemur reynist hún sterkari af náttúrufari sínu en aðrir menn og lifír því af hvað sem hugsjónum Amaldar og ágengni Steinþórs líður. Sagan um Sölku Völku er síður en svo verkalýðsrit þótt henni hafi helst verið hampað í þeirri mynd, þetta er ástarsaga á miklu eldri rót en stéttafélags- mál kreppuáranna. „Enginn skilur hjartað," ljóðlína Kristjáns Jónssonar, kjami málsins. Síðan ekkert. Ekkert í falsheimi íslenskra menningarmála aldarinnar er jafn vel til þess fallið að valda ógleði, jafnvel uppköst- um og umfjöllun íslenskra höfunda um kon- ur í skáldsögum. Það er svo sem mikið um dýrðir en ekki dregur það úr viðbjóðinum, sama gildir um hinar bestu hryllingsmyndir sem jafnan umvefja ógeðið fegurð svo and- stæðumar verði því fremur ágengar. Röltum um galleríið. Þama er Snæfríður íslandssól, maður kemst við þegar þessi bókmennta- vera líður um sali, vitandi af meinlegum örlögum þessarar aðalskonu. Kvenhetjan Salka gerir uppreisn gegn lífskjömm sínum og stendur svo uppi í lokin ein og sér yfir valnum eins og Gary Cooper í High Noon. Uglu, sterkri af náttúrufari sínu, er vísað heim í sveitina til pabba eftir sæðingu, henn- ar lausn hefur orðið margri einstæðri móður- inni fyrirmynd, að gera eingetið barnið að afsprengi ættar sinnar eftir getnaðinn. Ásta Sóllilja sem þvermóðska föður hennar gerir að ljótri kerlingu fyrir aldur fram, Lóa í Silfurtunglinu sem glatar persónu sinni fyr- ir fíflskaparmál kabaretthaldara og þar með sönglist sinni. Og hverjar fleiri? Getur verið að í galleríinu séu ekki aðrar kvenpersónur en úr verkum Laxness? Jú, þarna bregður sem snöggvast fýrir huldumeyju úr síðasta bindi Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar. Bælingin Raunsæisbókmenntirnar fjalla um karl- menn, engu líkara en kvenkynið sé sama eðlis og Fjallkonan sjálf. Upp úr síðara heimsstríði fór að slá í þetta ástand. Fyrst kvenfyrirlitning og sjálfsfróunarboðskapur Paradísarheimtar. Guðbergur gerði ástandið að þungamiðju verka sinna en til þess eins að því er virðist, að geta staðið frír að því, fyrir formþrifnað sinn einan. Og er þetta ekki allt í lagi? Jú, auðvitað er þetta í lagi, dugar meðan skáldverk íslenskra höfunda eru ein lesin og ekki hirt um þróun kvenrétt- inda í landinu á öldinni sem þrátt fýrir ann- marka var nokkur. Hvað þá ef sama er við- urkennt um nágrannaþjóðirnar, að _þar hafi eitthvað gerst í þeim efnum líka. Á síðast- liðnum hundrað árum hafa danskar konur og karlar, svo ekki sé nú lengra farið, ritað aragrúa skáldverka um kvenfólk, kjör þess og sjálfsmynd og þar með fylgt þeirri þróun sem orðið hefur fyrir tilstilli kvennabaráttu þar í landi. Slík málafylgd höfunda er til marks um samfélagslegt heilbrigði, ekkert minna. Og gildir um fleiri þjóðir en þá dönsku. Baráttu kvenna erlendis fyrir viður- kenningu á mannréttindum sínum frá miðri síðustu öld kennir ekki stað í íslenskum skáldverkum þangað til fyrir tveimur ára- tugum eða svo, ekki í skáldverkum sem telja verður samtímarit þessarar baráttu og langflest koma úr karlasmiðjunni. Þau frá síðustu árum eru mest kvennaverk og spretta upp eins og skrattinn úr sauðar- leggnum nærfellt öld eftir að farið var að beijast fyrir kvenréttindum á Norðurlönd- um, þar með talið hérlendis, nú eftir alla áfangrasigrana, allt umrótið og umbreyting- arnar á þeim málum, félagslegar byltingar sem stuðlað hafa að nýjum lifnaðarháttum. Á síðustu tveimur áratugum hafa verið að koma fram áráttukennd hræðsluverk kvenna, t.d. Svövu, hnýtt við dindil þessarar baráttu sem þá breyttist í nagg um launa- kjör og fóstureyðingar. Þá og þá fyrst sér þess merki í bókmenntum íslendinga að eitt- hvað sé athugavert við kjör kvenna, jafnvel megi færa þau til betri vegar með góðum vilja. Ef spurt er um skrif frá fyrri tíð um konur er vísað á Alþýðubókina. Jafnvel saga Vésteins um Eftirþanka Jóhönnu vísar vand- anum til forlaganna sjálfra, óhamingja Jó- hönnu er ekki fremur viðráðanleg en kven- persónu í grískum harmleik. Kona, þetta er bara svona. Umfram hugaróra er ekkert nema sveitasöknuður og kreppukjöltur. Ótrúlegt! Hikandi eins og maður sem inni- luktur hefur verið vikum saman í helli stíg- ur maður fram í dagsljósið, skynjar varla að þetta sé ljós en ekki annarskonar myrk- ur, og er þá bara að fikra sig fyrstu sporin út úr galleríinu og inn meðai lifandi fólks. Er íslensk menning einangrunin sjálf, blásið egg, dauðareitur? Má enginn blómi vera í egginu; er það leyndarmálið sem allir eru á einu máli um að varðveita með þögn og þrjósku? Má ekki fallast á að neitt gerist á Islandi annað en náttúruhamfarir og fjárglæfrar? Og svo lygaspuni skáldskapar þar sem einn tekur við öðrum að teygja iopann uns hann er orðinn svo þunnur að ekki verður greindur frá lofti og eyðum. Eða eru baráttumál erlendra höfunda og yfirleitt alls mannfólksins handan hafsins á báða vegu svo stéttbundin og útlend, að þau

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.