Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Page 6
Ljósmyndir: Lmar í'alur. Milan Kunc í vinnustofu sinni í Kópavogi, þar sem hann var um tíma í sumar. - segir Milan Kunc, kunnur tékkneskur listmálari sem sýnt hefur myndir sínar í Gallerí Ganginum að Rekagranda 8 í sumar Rætt við tékkneska listmálarann MILAN KUNC (framborið Kúns), sem býr í Þýzkalandi og dvaldi og starfaði um tíma á íslandi í sumar. Ég er á móti framúrstefnunni Úr íslandsferðinni. Myndin var á sýningu Milans Kunc í Galleríi Ganginum. Milan Kunc er tékkneskur listamaður búsettur í Þýskalandi og á Ítalíu þar sem hann hefur getið sér orðstír sem einn af helstu frum- kvöðlum þeirrar listastefnu sem kennd hefur verið við transavantgarde eða það sem býr handan við framúrstefnuna. Kunc og sam- heijar hans hafa viljað hefja hið hefð- bundna málverk til vegs á ný í nýju sam- hengi. Milan Kunc var um tíma í sumar hér á landi til þess að kenna og vinna að mál- verki sínu, auk þess sem hann hefur haft verk sín til sýnis í Gallerí Ganginum, sem er á heimili Helga Þorgils Friðjónssonar málara að Rekagranda 8. í eftirfarandi viðtali segir Milan Kunc frá myndum sínum og hvers vegna hið eftir ÓLAF GÍSLASON Alls konar blómskrúð í mynd Milan Kunc sem Helgi þorgils Friðjónsson listmál- ari á. hefðbundna olíumálverk eigi ennþá erindi við samtímann eftir að framúrstefnan hafði dæmt það úr leik. Milan Kunc er fæddur í Prag í Tékkó- slóvakíu, þar sem hann gekk í skóla og lærði málaralist í anda þess sósíalrealisma sem þá var boðaður af þarlendum stjóm- völdum. Þegar hann yfirgaf heimaland sitt eftir valdarán Varsjárbandalagsríkjanna 1968, átti hann ekki afturkvæmt af póli- tískum ástæðum, og hélt því áfram námi í málaralist í Þýskalandi, þar sem hann hafði meðal annars sem kennara þá Joseph Beuys og Gerhard Richter. Þegar ég hitti Kunc að máli á vinnustofu hans í gamalli yfirgefinni sjúkrahúsbyggingu við Kópa- vogshæli byijaði ég á að spyija hann, hvernig reynsla það hefði verið að koma úr akademísku námi í anda sósíalrealis- mans yfir til hins kunna kennara og fram- úrstefnulistamanns Joseph Beuys? „Þetta var reynsla sem kom mér fullkom- lega í opna skjöldu, og sú tegund skóla sem ég fann í Þýskalandi hefði verið algjörlega óhugsandi í Tékkóslóvakíu á þessum tíma. Joseph Beuys var áhugaverður kennari í hagnýtum efnum, en hann var enginn vin- ur málverksins. Hann átti það sameiginlegt með framúrstefnumönnum að hafa vantrú á málverkinu og líta á það sem úrelt fyrir- bæri. Þetta varð hins vegar til þess að áhugi minn gekk í þveröfuga átt og ég fór að leggja æ meiri rækt við hefðbundið málverk. Ég þóttist sjá fyrir enda framúr- stefnunnar þegar á námsárum mínum, og einbeitti mér því að hinu hefðbundna hlut- verki málarans. Þannig myndaðist fljótt gjá á milli mín og kennara minna. Þeir höfðu enga trú á því að málverkið gæti lengur gegnt hlutverki í því að segja okkur ■ Málv 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.