Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1992, Blaðsíða 6
Eg er á móti framúrstefnunni - segir Milan Kunc, kunnur tékkneskur listmálari sem sýnt hefur myndir sínar í Gallerí Ganginum að Rekagranda 8 í sumar Rætt við tékkneska listmálarann MILAN KUNC (framborið Kúns), sem býr í Þýzkalandi og d valdi og starfaði um tíma á íslandi í sumar. Ljósmyndir: Einar Falur. Milan Kunc í vinnustofu sinni í Kópavogi, þar sem hann var um tíma Ahríf fré Islandsdvölinni í nýju málverki eftir Ku í sumar. Úr íslandsferðinni. Myndin var á sýningu Milans Kunc í Galleríi Ganginum. M AIls konar blómskrúð í mynd Milan Kunc sem Helgi þorgils Fríðjónsson Hstmál- ari á. eftir ÓLAF GÍSLASON ilan Kunc er tékkneskur listamaður búsettur í Þýskalandi og á ítalíu þar sem hann hefur getið sér orðstír sem einn af helstu frum- kvöðlum þeirrar listastefnu sem kennd hefur verið við transavantgarde eða það sem býr handan við framúrstefnuna. Kunc og sam- herjar hans hafa viljað hefja hið hefð- bundna málverk til vegs á ný í nýju sam- hengi. Milan Kunc var um tíma í sumar hér á landi til þess að kenna og vinna að mál- verki sínu, auk þess sem hann hefur haft verk sín til sýnis í Gallerí Ganginum, sem er á heimili Helga Þorgils Friðjónssonar málara að Rekagranda 8. í eftirfarandi viðtali segir Milan Kunc frá myndum sínum og hvers vegna hið hefðbundna olíumálverk eigi ennþá erindi við samtímann eftir að framúrstefnan hafði dæmt það úr leik. Milan Kunc er fæddur í Prag í Tékkó- slóvakíu, þar sem hann gekk í skóla og lærði málaralist í anda þess sósíalrealisma sem þá var boðaður af þarlendum stjórn- völdum. Þegar hann yfirgaf heimaland sitt eftir valdarán Varsjárbandalagsríkjanna 1968, átti hann ekki afturkvæmt af póli- tískum ástæðum, og hélt því áfram námi í málaralist í Þýskalandi, þar sem hann hafði meðal annars sem kennara þá Joseph Beuys og Gerhard Richter. Þegar ég hitti Kunc að máli á vinnustofu hans í gamalli yfirgefinni sjúkrahúsbyggingu við Kópa- vogshæli byrjaði ég á að spyrja hann, hvernig reynsla það hefði verið að koma úr akademísku námi í anda sósíalrealis- mans yfir til hins kunna kennara og fram- úrstefnulistamanns Joseph Beuys? „Þetta var reynsla sem kom mér fullkom- lega í opna skjöldu, og sú tegund skóla sem ég fann í Þýskalandi hefði verið algjörlega óhugsandi í Tékkóslóvakíu á þessum tíma. Joseph Beuys var áhugaverður kennari í hagnýtum efnum, en hann var enginn vin- ur málverksins. Hann átti það sameiginlegt með framúrstefnumönnum að hafa vantrú á málverkinu og líta á það sem úrelt fyrir- bæri. Þetta varð hins vegar til þess að áhugi minn gekk í þveröfuga átt og ég fór að leggja æ meiri rækt við hefðbundið málverk. Ég þóttist sjá fyrir enda framúr- stefnunnar þegar á námsárum mínum, og einbeitti mér því að hinu hefðbundna hlut- verki málarans. Þannig myndaðist fljótt gjá á milli mín og kennara minna. Þeir höfðu enga trú á því að málverkið gæti lengur gegnt hlutverki í því að segja okkur Málverl i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.