Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Blaðsíða 9
Morgunn á miðinu, 1927. Finnur málar þessa mynd tveimur árum eftir að hann flyzt alkominn til Islands og hefur þá snúið sér að öðru myndefni og byggir þá oft á reynslu sinni af sjósókn. Marglitur heim- ur, 1925. Önnur myndanna, sem Katherine ' S. Dreier keypti í Þýzkalandi og er nú í eigu Listasafns Yale- háskólans. lagi, eða sögulegum mótífum. Myndir hans urðu oftast frásagnarlegar, en áfram und- ir merki expressjónismans. Sem dæmi má taka „Beinin hennar Stjörnu" frá 1934, mynd sem byggð er á þekktri smásögu Þorgils gjallanda. Hann ferðaðist á hestum um öræfin og málaði myndir af Herðu- breið, Lakagígum og Hvítárvatni. Samt er svo að sjá, að eigin reynsla af sjósókn á opnum bátum hafi orðið honum áleitn- ast myndefni um langt skeið. Sumir hafa reynt að sjá út úr því dýpri merkingu um manninn gagnvart náttúruöflunum. Síðar á ævinni gaf Finnur fantasíunni lausan tauminn í litsterkum myndum, sem hafa skýrskotanir til himingeimsins og bera nöfn eins og „Andromeda" og „Tvístirn- ið“. í þeirri mynd og fleiri geimmyndum frá tímaskeiðinu milli 1960 og 1975 er Finnur aftur farinn að róa á mið hins abstrakta. Það er þó af og frá að hann hafi tekið upp þráðinn frá 1925; á þessu seinna abstraktskeiði nálgast Finnur við- fangsefnið á mjög ólíkan hátt og áður. Eftirminnilegast þessara verka þykir mér „Þijár sólir“ frá 1967, kraftmikil abstrak- sjón með þróttmiklum pensilstrokum, sem vitnar meira um æskufjör en þá stað- reynd, að höfundurinn var þá 75 ára. Finnur lét n\jög til sín taka í félagsmál- um listamanna og þótti harður í horn að taka. En rúmsins vegna verður ekki farið út í þá sálma hér. Aftur á móti er nauðsyn- legt að geta þeirrar upphefðar, sem kom að utan þegar listamaðurinn var orðinn 78 ára. Arið 1970 efndi Evrópuráðið til sýningar í Strassborg á framúrstefnulist frá 1925. Þegar farið var að kafa ofan í þetta tímaskeið kom upp nafn Finns Jóns- sonar og var nú allt í einu nefnt ásamt þeim Kandinsky og Klee. Finnur sendi tvær myndir á sýninguna og þær vöktu verðskuldaða athygli. Menn tóku við sér út um allt og Finni bárust ótal fyrirspurnir, sýningartilboð og há til- boð í myndir, ef hann vildi selja. En Finn- ur tók því með stóískri ró og verk hans fóru ekki úr landi. í kjölfarið fylgdu viður- kenningar, silfurmedalíur og gullmedalíur frá stofnunum eins og Accademia delle Arti í Parma á Ítalíu og Accademia Intem- ationale í Róm. í samtali sem ég átti við Finn fyrir 12 árum, bar þetta á góma. Þó hann vildi ekki gera mikið úr því, var auðfundið að honum var þessi útlenda við- urkenning kærkomin. Á 100 ára afmæli listamannsins ætti að vera á hreinu, að Finnur Jónsson var á tímabili merkur brautryðjandi, allnokkuð á undan sinni samtíð á Islandi. Hann á langan vinnudag að baki og það eðlilegt, að í lífsverki hans eru bæði tindar, svo og lægðir á milli. En eins og allir aðrir listamenn verður hann þegar frá líður metinn eftir því bezta og merkasta sem eftir hann liggur. GÍSU SIGURÐSSON Kveðja frá Listasafni íslands Amorgun, 15. nóvember, verður listmálarinn Finnur Jónsson 100 ára. Listasafn íslands stendur í mikilli þakkarskuld við Finn og konu hans, Guðnýju Elís- dóttur. Árið 1985 gáfu þau Listasafninu yfir 800 verk eftir Finn í tilefni aldarafmælis þess. Afhentu þau þá strax stóran hluta gjafarinnar, en eftir- stöðvar verkanna hafa síðan borist í áföngum. Gjöf Finns og Guðnýjar til Listasafns íslands er stærsta listaverkagjöf, sém safninu hefur borist, ef frá eru taldar dánargjafir Ásgríms Jónssonar og Gunnlaugs Sche- vings. Þau hjón gáfu ekki einungis listaverk, heldur einnig íjármuni til að koma verkun- um í gott horf, og flygil af Steinway-gerð. Gjöfín er Listasafninu afar mikilvæg og hefur ómetanlegt rannsóknargildi, því auk listaverkanna fylgja allar skissubækur listamannsins, bréfa- og heimildasafn, ljósmynd- ir, silfurgripir svo og steypumót í málm og tré. Gjöfín spannar allan listferil Finns, frá árinu 1907 og fram til 1987, er hann hætti að mála, þá 95 ára gamall. í gjöfínni eru öll óhlutlæg verk Finns frá fyrri hluta þriðja áratugarins, ef frá eru talin átta verk, sem sýnd voru hjá Der Sturm árið 1925. Þá eru í gjöfinni expressjónískar myndir Finns, einnig frá Þýskalandsárunum, og nær öll seinni abstraktverk hans. Stærsti hluti gjafarinnar er þó teikningar og vatns- litamyndir með fjölbreyttu myndefni, svo sem mannamyndir, landslagsmyndir og mynd- ir er tengjast sjónum, auk íjölmargra táknmynda úr þjóðsögum, ævintýrum og kvæð- um, bæði í olíu og öðru efni. í gjöfinni eru óvenjufá landslags- og sjávarmálverk, en listamaðurinn seldi flest þeira. Hins vegar átti Listasafnið fyrir gott safn slíkra verka, sem það hafði keypt á liðnum árum. Abstraktverk Finns hafa mikið listsögulegt gildi, þar sem þau eru fyrstu abstrakt- verk íslendings sem sýnd eru opinberlega. Aður hafði Baldvin Björnsson þó gert ab- strakttilraunir á Berlínarárum sínum 1913-14. Finnur var framan af ævi sinni einn ötulasti baráttumaður íslenskra myndlistar- manna. Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra myndlistarmanna og sat lengi í stjórn þess og sýningamefndum. Þá var hann einn aðalhvatamanna að byggingu Listamannaskálans. Finnur hefur aldrei skafíð af skoðunum sínum og lét þær óspart í ljósi, enda lenti hann oft í hörðum ritdeilum í dagblöðum landsins. En bann hefur alltaf verið einlægur og viljasterkur, hann hefur haldið ótrauður sínu striki og kemur það glöggt fram í myndlist hans. Þegar litið er yfír listaverkaeign safnsins er eftirtektarvert, hve gjafír eru stór hluti hennar. Mörg þessara verka eru meðal merkustu dýrgripa safnsins, og væri listaverka- eign þess svipur hjá sjón án þeirra. Það verður aldrei of oft sagt, að allar þessar gjaf- ir, stórar sem smáar, era safninu mikilvægar. Þær sýna skilning á gildi þess að almenn- ingur hafí aðgang að góðri myndlist, og virðingu gefendanna fyrir stöðu safnsins sem þjóðlistasafns. Listasafn íslands þakkar listamanninum og konu hans höfðingsskap í sinn garð og það að fá um leið svo stóra hlutdeild í lífsverki hans. Með þessari framsýni þeirra hjóna gefst safninu einstakt tækifæri til að kynna og rannsaka lífsstarf listamannsins Finns Jónssonar um ókomna framtíð. bera nordal. FINNUR JÓNSSON Skarfur / skammdegis-rökkvanum rosabaug með rangsælis máninn og viðsjált er geð siglir með glotti um geiminn, válegur brimgnýr og veðurhljóð dimm, veltur að ströndinni hafaldan grimm, og náttgeigur heltekur heiminn. Einn situr skarfur á útskeija hlein, öldurót svellur um þangvaxinn stein, háreistar holskeflur stynja, hann árvakur mænir í sortann og sér sitthvað og heyrir, sem manneskjum er algerleg ofraun að skynja. Þyngir í lofti með þrumu og él, þeldökkur fugl bærir vængi og stél, því glyrnur í djúpinu glóra, og æðandi hafrót með sædrauga dans dunar á brimsorfna skerinu hans og hrævarelds náglæður nóra. Kjagar á flúðunum ferlíki Ijótt, forynjur úthafsins vaka í nótt og skreiðast úr dimmbláu djúpi, logar af maurildi ófreskjan öll, engist og riðar við boðanna föll og skerdúðu hriktir í hjúpi. En hljóðlátur spáfugl, sem útskerið ól, aldrei var hræddur við sæskrímsla ról né marbendils náglott um nætur. Við ógnþrungið Dumbshaf var óðalið hans, ögur og flesjar við strendur vors lands þar forsjónin festi hans raetur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. NÓVEMBER 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.