Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Page 10
Á víð og dreif
Aflabrögð
og skóla-
hald
Itilefni af umræðum um „vænt-
anlega skerðingu þorskveiða"
skrifar Lúðvík Kristjánsson
sagnfræðingur grein í Morg-
unblaðið 21. júní sl. „Afla-
brestur á spjöldum sögunnar“.
Þar bendir hann á þau augljósu
tengsl sem hafa allar aldir og eru
enn milli aflabragða eða þorsk-
gengdar hér við land og skólahalds.
Megnið af útflutningstekjum íslend-
inga fáist fyrir sjávarafla og sjávar-
aflinn er forsenda atvinnu manna
vítt um land. Það ætti því að vera
hveijum manni skiljanlegt að þegar
mikill samdráttur verður í afla, or-
sakar það samdrátt á ýmsum svið-
um hinnar svonefndu „þjónustu",
þar á meðal hlýtur það að draga
úr því fjármagni sem fræðslukerfið
þarfnast.
Lúðvík Kristjánsson tekur dæmi
frá fyrri öldum, þegar skólamir á
Hólum og í Skálholti urðu ekki rekn-
ir, nema tilskilið magn skreiðar
bærist úr verstöðvum stólanna.
Hólaskóli þurfti 8 og V2 tonn, Skál-
holtsskóli 10 tonn. Það komu ár,
þegar svo lítið aflaðist að skólar
urðu ekki haldnir, nemendur urðu
að bíða næsta aflaárs. Þetta skildu
fyrri tíðar menn, þeir áttuðu sig á
staðreyndum og drógu eðlilegar
ályktanir af afleiðingum aflabrests-
ins. Þá virðist aldrei hafa örlað á
því að valdsmenn, biskupar eða full-
trúar ríkisvaldsins eða Alþingi,
stæðu að „aðför" að skólum lands-
ins og vildi rústa menntunina í land-
inu, en sú klisja kveður nú við frá
þeim hópum sem telja sig forustu-
sveit íslenskra fræðslumála.
Háskólarektor talar í hneykslun-
artón um samtengingu þorskgengd-
ar og styrkvéitinga í Háskóla Is-
lands og fleiri taka undir þann söng.
Þessir aðilar virðast ekki átta sig á
tengslum þorskgengdar og skóla-
halds í landinu. Þegar aflinn dregst
saman veldur það samdrætti í öðr-
um greinum og því minnka þjóðar-
tekjumar. í stað þess að skilja for-
sendur samdráttarins hefst samkór
háskólarektors, skólameistarafé-
lagsins og forustuliðs kennarasam-
takanna um að vond ríkisstjóm
standi að „aðför að menntun í land-
inu“ og samtök rithöfunda sam-
þykkja harðorðar yfirlýsingar í
sama dúr. Hingað til hefur skóla-
haldi ekki verið haldið uppi í landinu
án „skreiðar“, án þorskgengdar og
svo er enn.
Það hefði hljómað undarlega í
eyrum landsmanna á 17. og 18. öld
ef rektorar Hólaskóla 0g Skálholts-
skóla hefðu haft uppi tal um aðför
valdsmanna að stólum biskupsstól-
anna, enda kunnu þeir góðu menn
að skilja tengsl orsaka og afleiðinga
í þessum efnum, svo að slík mein-
loka í skírleika í hugsun kom aldrei
til.
í tilvitnaðri grein Lúðvíks Kristj-
ánssonar segir í lokin: „Allar aldir
hefur þjóðin ekki komist af án sjáv-
arfengs og svo er enn. En miðað
við atburði fyrri tíða í sögu okkar
er með öllu ástæðulaust að láta
svo, að ekki sjáist til sólar.“
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON.
Sigþrúður Jónsdóttir og dætur hennar halda burt úr Keflavík, flæmdar þaðan með lævísi af embættismönnum eftir að
hafa búið í þorpinu í tvo áratugi. Teikning: Sigmar, 1992.
Sigþrúðar þáttur
Jónsdóttur
M
eðhöndlun á fátæklingum á fyrri tíð er trú-
lega æði grimmileg í augum 20. aldar manna
og víst er að á þessum málefnum var sjaldn-
ast tekið með silkihönskum. Uppboð á ómög-
um og hreppaflutningar eru þar skýrust
Út er komið 1. bindi
Sögu Keflavíkur
1766—1890, þar sem
greint er frá sögu byggðar
og síðar þéttbýlis í
Keflavík. Þegar nálgaðist
síðustu aldamót, var
komið nokkurt snið á
þetta þéttbýli með kirkju,
hóteli, Assistentshúsi,
Knutzonsverzlun og
verzlunarhúsum Duus.
En fátæktin var enn
ríkjandi ásamt því
miskunnarleysi, sem
bæði fylgdi henni og
tíðarandanum, svo sem
fram kemur í þættinum
sem hér birtist.
Eftir BJARNA
GUÐMARSSON
eru
dæmi. Þá virðast hreppstjórar á stundum
ekki hafa sést fyrir þegar hreppsins gagn
og nauðsyn var annars vegar. Á það t.d.
við um mál Sigþrúðar Jónsdóttur, ekkju í
Keflavík, en saga hennar getur sem best
átt við marga þá sem stóðu í áþekkum spor-
um.
Sigþrúður var fædd árið 1828, en við
rekumst fyrst á hana í manntalinu 1845.
Hún var þá vinnustúlka á Smiðjuhóli á
Mýrum, ekki langt frá þar sem nú er Borgar-
neskaupstaður. Nokkru síðar kynntist hún
Jóni Guðmundssyni, vinnumanni á bænum;
hafði Jón liðugan áratug yfir Sigþrúði í aldri,
því hann fæddist árið 1815. Þau felldu hugi
saman eins og gengur, giftust og áttu fyrsta
bam sitt þar á Mýrunum árið 1848. Var
það stúlkukorn, sem nefnt var Halla.
Um þær mundir lá leið margra þeirra,
sem voru að koma undir sig fótum, til sjáv-
arsíðunnar og þeim straumi fylgdi fjölskyld-
an; þau komu til Keflavíkur haustið 1850
og fengu brátt inni í svokölluðu Eldhúsi,
þar sem nú er Hafnargata 6a. Þetta skrýtna
nafn mun þannig tilkomið, að þar mun upp-
haflega hafa staðið útieldhús frá kaup-
mannshúsinu. Festist nafnið síðan við íbúð-
arhúsið, þó að eldhúsi hyrfi. Annað barn
þeirra Jóns og Sigþrúðar, Sigurður, fæddist
sumarið eftir komuna til Keflavíkur, og
stúlkan Sigríður ári síðar. Ungbarnadauði
var mikill á íslandi í þá tíð, raunar enn sá
mesti í Evrópu, og árið 1854 fengu Jón og
Sigþrúður á að kenna. Þá fæddist Guðjón,
sem lifði einungis einn mánuð. Það hefur
því máske verið nokkur sárabót er Guðný
fæddist ári síðar.
Þau Jón og Sigþrúður bjuggu í Eldhúsinu
fram til 1856 en fluttu þá í svokallað Odds-
hús, til Odds Jónssonar, sem var einn af
betur megandi tómthúsmönnum í þorpinu.
Kann þetta að benda til þess að Jón hafi
róið á útvegi Odds. Barnahópurinn óx enn,
því stúlkan Halldóra fæddist þeim hjónum
árið 1856 og Guðrún í ársbyijun 1858. Þá
voru munnarnir orðnir sjö, en Sigurði virð-
ist ungum hafa verið komið í fóstur. Hann
ílentist þó á Suðumesjum. En af þessu má
ætla að Jón húsmaður Guðmundsson hafl
átt fullt í fangi með að físka ofan í fjöl-
skyldu sína.
Fáeinum vikum eftir að Guðrún kom í
heiminn, hinn 26. mars, hélt Jón í róður
venju samkvæmt, enda netavertíðin í al-
gleymingi. Að róðrinum loknum gekk hann
upp á stakkstæðið við kaupstaðinn og hné
þar niður bráðkvaddur, aðeins 41 árs að
aldri.
Dauði Jóns Guðmundssonar tómthús-
manns, eiginmanns og margra barna föður,
Munurinn á kjörum alþýðufólks annarsvegar og embættis- og kaupmannastétt
hinsvegar var yfirgengilegur. Hér eru allir fínir í tauinu, enda er þetta Henrik
J. Bartels, síðasti verzlunarstjóri Fischers, ásamt fjölskyldu sinni.
i