Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Qupperneq 11
ur, greindur og vel að sér og húsbóndaholl-
ur.“ Hefur ekki verið ónýtt að vita af dótt-
ur sinni á slíkum stað.
Þegar munnamir urðu þannig færri hefði
mátt ætla að hagur Sigþrúðuar tæki að
vænkast nokkuð. Nú brá hins vegar svo við
árið 1868 var eitt harðasta ár aldarinnar,
með langvinnum ógæftum, aflaleysi og
kornskorti í verslunum. Komust margir á
Suðurnesjum þá í þrot og kann Sigþrúður
að hafa verið í þeim hópi. Ekki var við því
að búast að hreppstjórarnir væru sérlega
ginnkeyptir fyrir að „púkka upp á“ ómaga
annarra hreppa þegar svo margir af þeirra
eigin börðust í bökkum. Og nú var rifjaður
upp sveitastyrkurinn frá því fyrir átta árum,
en með honum hafði Sigþrúður fyrirgert
réttindum sínum innan Rosmhvalanes-
hrepps. Því var það um sumarið, að hún
mátti taka saman fátæklegar pjönkur sínar
og kveðja Keflavík, þar sem hún hafði búið
í tæpa tvo áratugi, alið sex börn og staðið
yfir moldum helft þeirra og eiginmanns í
tilbót. Þær mæðgur, Sigþrúður, Sigríður,
Guðný og Guðrún voru þessu næst leiddar
úr einum hrepp í annan uns komið var upp
á Mýrar, í fæðingarsveit hennar, eins og
búfé á leið til slátrunar.
Sigþrúður Jónsdóttir húskona og hvunn-
dagshetja í Keflavík er um það bil að sigla
úr sögu okkar — og þó! Eiginlega gat sagan
ekki endað án þess að hreppstjórarnir fengju
ofurlitlar snuprur fyrir þátt sinn og það kom
í hlut þeirra sýslumanns og Petersens bók-
haldara.
Engum blöðum var um það að fletta að
hreppstjórarnir voru í fullum rétti að flytja
Sigþrúði og yngri dæturnar tvær heim á
sveitina, þó framtakið væri nöturlegt. En
það gegndi öðru um Sigríði; hún var aug-
sýnilega í lögskipaðri vist og sá sér þannig
farborða. Það var því óleyfilegt að flytja
hana burt og Petersen skýrði sýslumanni
Keflavík á síðari hluta 19. aldar.
andi að hún þurfti að leita ásjár fátækra-
kassans; séra Sigurður á Útskálum færir í
annál sinn um þetta ár, að vetur og vor
hafi verið í harðara lagi og að barna- og
taugaveiki hafi gengið í einstökum hlutum
hreppsins. Vera kann að eitthvað af þessu
tagi hafi valdið Sigþrúði búsifjum, en þó fer
ekki hjá því að manni læðist sá ljóti grun-
ur, að' hreppstjórunum hafi ekki verið þessi
styrkveiting jafnleið og margar aðrar.
Vitanlega verður ekki sannað nú með
nokkru móti, að hreppstjórarnir hafi beinlín-
is styrkt ekkjuna til að eiga færi á að losa
sig við hana og ómegðina síðar, og kemur
í hlut lesandans sjálfs að taka afstöðu í því
máli. En það er í sannleika sagt undarleg
tilviljun að Sigþrúður skyldi fá sveitastyrk
í fyrsta sinn nokkrum vikum áður en hún
varð sveitföst í hreppnum. Það átti og síðar
eftir að reynast henni dýrkeypt. Hvetjar
hvatir sem lágu þar að baki, var nú ræki-
lega fært inn í hreppsbækur, kirkjubækur
og meira að segja allsherjarmanntal, sem
tekið var þá um haustið, að Sigþrúður Jóns-
dóttir ekkja í Keflavík væri styrkt af sveit
og þannig blasti það við að af blaðsíðunni
eins og þjófsmark.
Nú liðu ár og dagar, og segir fátt af Sig-
þrúði og dætrunum fram til ársins 1868 að
því frátöldu að húsvitjunarbókin sýnir
hvernig þær mæðgur fluttu úr einu húsi í
annað; árin lögðust yfir eitt af öðru og stúlk-
urnar uxu úr grasi. Árið 1866, þegar ill-
skeytt kvefsótt gekk í hreppnum, gerðist
sá raunalegi atburður að Halla, sem þá var
vikastúlka á Nesjum, tók sóttina og andað-
ist skömmu síðar.
Sigríður, elsta barnið sem lifði, var rétt
að verða sautján ára sumarið 1868. Hún
hafði ráðist í vist hjá Pétri Jakob Petersen
bókhaldara Duusverslunar. Um hann segir
séra Sigurður Sívertsen: „Hann er duglegur
maður, ósérhlífinn og öruggur, þegar á ligg-
bréflega frá, að hann vildi gjarnan fá hana
til sín aftur. Var ekki frítt við að nokkurrar
umvöndunar gætti í bréfi sýslumanns til
hreppstjóranna í Rosmhvalaneshreppi, er
hann greindi frá því, þeim „til vitundar og
eftirbreytni", að Sigríði væri heimilt að snúa
aftur í vist sína.
Sigríður virðist ekki hafa látið segja sér
það tvisvar. Hún varð síðar kona Guðbrands
Þorsteinssonar á Meiðastöðum. Af Sigþrúði
er það hins vegar að segja að hún gerðist
vinnukona á Görðum á Álftanesi og var þar
allar götur til ársins 1892. Þá flutti hún til
Guðrúnar dóttur sinnar, sem orðin var
hreppstjórafrú á Akranesi og andaðist Sig-
þrúður þar árið 1894. Af öðrum börnum
Sigþrúðar og Jóns, sem komust upp, er það
að segja, að Sigurður bjó í Meiðastaðagerði
og starfaði þar sem sjómaður og var kona
hans Sigurlína Magnúsdóttir. Guðný virðist
hafa lifað í vinnukonustandi alla ævi. Óskil-
getin dóttir hennar fæddist árið 1891, og
hét (að sjálfsögðu) Sigþrúður.
Reynsla sérhvers manns hlýtur ævinlega
að vera einstök í sjálfri sér, en þó fer ekki
fjarri, að í sögu þeirra Sigþrúðar og Jóns
sé að ýmsu leyti fólgin saga alþýðufólks á
íslandi um miðja síðustu öld; þar má nefna
samdrátt þerira og fjölskyldustofnun, flutn-
ing úr sveit til sjávarsíðunnar, tíðar barn-
eignir, ungbarnadauði og miskunnarleysi
samfélagsins gagnvart þeim sem af ein-
hveijum ástæðum komust í þrot. „Ljót er
fátæktin,“ sagði þjóðskáldið Matthías á síð-
ustu öld. Eiga þessi orð við á öllum tímum,
og raunar má segja að fátt beri meriningar-
ástandi þjóðar órækara vitni, en einmitt
hvernig hún meðhöndlar fátæklinga. í því
efni var íslenskt samfélag hryggilega van-
þroska allt fram á 20. öld.
Höfundur er sagnfræðingur.
setti vitaskuld stórt strik í reikning fjölskyld-
unnar. Og þetta sama ár kvaddi dauðinn
enn dyra hjá þeim, því um vorið dó Hall-
dóra hálfs annars árs. Sigþrúður hafði þá
einn um þrítugt og fjóra munna að metta
auk sjálfrar sín; elsta barnið, Halla, var að
verða tíu ára, en su yngsta, Guðrún, tæp-
lega tveggja mánaða. Þó virðist Sigþrúður
hafa skrimt á því sem hún gat sjálf aflað
sér, líklega helst við vinnu á stakkstæðunum
og máske einhveija heimilishjálp í þorpinu.
Um aðra vinnu hefur tæplega verið að ræða
fyrir einstæða móður fjögurra barna í Kefla-
vik um miðja síðustu öld. Mestu varðar þó
í þessu efni, að það ber ekki á því að hún
hafí þurft að leita á náðir fátækrakassans
fyrst um sinn. Þær mæðgur bjuggu á ýms-
um stöðum í þorpinu á næstu árum, og
voru sjaldan lengur en eitt ár í senn á hveij-
um þeirra, eins og títt er um fátæklinga.
Af húsvitjunarbókum prestsins er að sjá,
sem stundum hafi gott fólk í þorpinu hlaup-
ið undir bagga og tekið yngri dæturnar til
sín stund og stund.
Sigþrúður hafði búið í Keflavík í liðlega
sjö ár er hún missti fyrirvinnuna, og hefði
því átt að hafa unnið sér sveitfesti í Rosm-
hvalaneshreppi eftir fátækralögunum 1834.
En á alþingi 1847 hafði verið samþykkt að
lengja búsetutímann í tíu ár. Forsenda áunn-
innar sveitfesti var þó sem fyrr að viðkom-
andi hefði ekki orðið sveitinni til þyngsla,
með öðrum orðum ekki þegið sveitastyrk á
tímabilinu. Samkvæmt þessum nýju reglum
hefði Sigþrúður og börn hennar því átt að
teljast sveitföst í Rosmhvalaneshreppi frá
haustinu 1860. Sumarið 1860, nokkrum
vikum áður en þeim áfanga var náð, brá
hins vegar svo undarlega við, að ekkjan
Sigþrúður Jónsdóttir í Keflavík var skráð
þurfamaður í hréppsbækurnar.
Ekki fer sögum af því í hveijar raunir
Sigþrúður hafði ratað, sem urðu þess vald-
ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR
Barnsburður
i
í þungaðri vitund
annars heims.
Andar skaut
líf í vændum.
Hvítir skuggar
kynda galdur.
Andvaka í svefndjúpu myrkri.
n
Alein alein alein
á valdi lífs sem berst
alein alein alein
á valdi mínu sem berst
til að taka á móti.
Er lífið að berjast við lífið?
Fæðing er fórn til lífsins.
III
Loksins horfin.
Nema þessi söngur
sem rífur heiminn á hol
á landamærum dulinna afla.
Heil kviða í hverri þögn
sem mun fylgja þér langa hríð.
Fylgja í þessum söng.
Fer eldur um æðar í botnlausu
hafi
til að fullkomna heim á ný.
Verð að hverfa til að bjargast.
Ég er ekki hér.
Er í þér.
IV
Kviknar líf til að ferðast.
Lýstur gleði og ógn
endalausar vörður á leið gegn
um líf
er hófst er hafið og er að
hefjast.
Þú sérð það í augum mínum.
í blautu myrkrinu
fann ég allar hugsanir.
Og vissi hvaðan ég kom.
Kominn til að hugsa.
Kominn til að finna.
Kominn til að leika.
Kominn til að anda.
Er þetta örugglega heimur
handa augum?
V
Skorin órofa tengsl
til að líf geti verið verið.
Og óleikinn strengur í bijóstin u
brestur.
Héðan ífrá mun ég brenna að
baki mér
allar brýr og brúa öll hyldýpi.
Getur verið líf
á öðrum stjörnum?
V!
Ó þessi glaða grimma veröld
þekkir ekki mælingar
augnabliksins
eða eilífðarinnar.
Falin í krepptum hnefum
þrá mín í faðm þinn.
VII
Allan tímann var ég á leiðinni
hingað.
Ég er heimurinn
og ég skal gefa þér allt.
Hugrakka dagsbirtuna
oggöldrótt náttmyrkrið.
Ég skal gefa þér allt
þangað til þú átt ekkert eftir.
VIII
Hef ég sagt þér frá sólinni?
Við eigum eftir að brosa saman
eigum eftir að gráta saman.
Við eigum þetta spriklandi
leyndarmál
sem þú andaðir á augnlok mín:
Barn er skilaboð til heimsins.
Allan tímann var ég að bíða
eftir þér.
IX
Það getur enginn tekið þig.
Þú komst í heiminn
til að ég myndi gæta þín.
Að þú gætir öruggur farið.
Og enginn mun nema
þessa óendanlegu nálægð
þessa ósýnilegu fjarlægð.
Nema við.
X
Hvílum í faðmi tímans.
Tvö ein.
Erum þar sem enginn veit hvar
við erum.
Hvílum í faðmi tímans.
Höfundur er skáld og móðir í Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. NÓVEMBER 1992 1 1