Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 2
IV Hvergi er enginn staður að standa á g bý á Sjómannaheimilinu nálægt höfninni við Limafjörðinn. Það er hótel með pláss fyrir meira en sjötíu gesti (Aalborg Sjomanshjem) og á hverjum morgni ómar andakt með sálma- söng úr dagstofunni gengt billjardborðinu inn- Hér búa allnokkrir úr hópi hinna fímm til sexhundruð ráðstefnu- gesta sem eru á sveimi og á fundum uppi í háskólahverfi þessa dagana, þar sem rætt er um evrópskar hugmyndir frá ýmsum sjónar- hornum. „Gróft túlkað má segja að niðurstaða Rebellatos sé á þá leið að ekkert sé lengur til sem hægt er að kalla „er- lenda menningu", þar sem „menning" er eitthvað á stöðugu ferðalagi." Eftir KRISTINU BJARNADÓTTUR an við anddyrið. Ég var svo heppin að fá herbergi með hálfgerðu baði á sama verði og baðlausa herbergið sem ég hafði pantað. Kraninn sem tilheyrir handlauginni er þannig að hægt er að teygja hann á barkanum alveg út í baðher- bergishorn þar sem er niðurfall en engin sturta. Notalegt herbergi með blómavegg- fóðri sem virðist hafa tollað á veggjunum frá því um miðja öld. Tveir stórir gluggar vísa sinn í hvora áttina en þó báðir út á götu, því þetta er hornherbergi við krossgöt- ur. Lítið skrifborð undir öðrum, bæði með Biblíu og síma, allt saman fyrir þrjú hundr- uð krónur danskar á sólarhring og þá er morgunmaturinn eins og fyrir ekki neitt. Hér búa allnokkrir úr hópi hinna fimm til sex hundruð ráðstefnugesta sem eru sveimi og á fundum í háskólahverfinu þessa dagana, þar sem rætt er um evrópskar hug- myndir frá ýmsum sjónarhólum. Áður en vikan er liðin veit ég eitthvað sem ég vissi ekki áður. Eitthvað um einstaklinga, sem láta rit og ræður um mannheima vera far- miða til sömu heima. Hér býr fyrrverandi myndhöggvari frá Sidney, sem ólst upp á heimili fyrir foreldra- lausa af því að foreldrarnir höfðu ofan af fyrir sér með afbrotum og voru meira í fang- elsi en heima hjá sér. Sá bakgrunnur á í rauninni að vera leyndarmál vegna þess að vilji maður njóta virðingar meðal mennta- manna á maður helst að vera af mennta- fólki kominn. Það fullyrðir Sidney-búinn sem hætti að meitla styttur til að verða atvinnu- heimspekingur. Og hér býr miðlungshár pró- fessor frá vesturströnd Norður-Ameríku, sem ætlaði að verða körfuboltaleikari og f fór með það í huga í háskóla. Þar lærðist honum að hann væri lægri en hann hafði reiknað með og því ekki hugmyndinni vax- inn. Seinna varði hann doktorsritgerð í hug- myndasögu. Hér búa Bretar og Þjóðverjar og hér býr Judith Kiss frá Ungverjalandi sem stundar rannsóknir í Sviss. Með Kafka þrykktan á bol-brjóstið drekk ég morgunkaffi með Júdith sem er hagfræð- ingur. Við tölum um lestir og lönd, leikrit og drauma. í huganum skrepp ég til Prag og tuttugu ár til baka. Minnist sumardaga á bökkum Moldár, í svefntjaldi sem ég skreið úr á morgnana eins og skjaldbaka á leið útúr sögu og vaknaði svo í glóðvolgri ánni sem ég gat ekki kælt mig í. Þá settu biðrað- ir svip sinn á Prag og ég þóttist geta lesið skiptir-ekki-máli-svip af andlitum fólks. Júd- ith Kiss er hér til að flytja erindi og stjórna umræðum um einkavæðingu í austri. Hún lýsir núverandi ástandi í fyrrverandi austan- tjaldslöndum, sem sorglegu, annars vegar ríki og öngþveiti og óöryggi og hins vegar sé fólk svo önnum kafið við að ættleiða vest- rænar hugmyndir að því gefist enginn tími til að velta því fyrir sér hvaða hugmynda- fræði henti því og hvað henti ekki. Finnst hún tilheyra of fámennum hópi hvað það varðar, að vilja ekki skoða hagfræðikerfi án þess að skoða jafnframt þá lífssýn og það verðmætamat sem hagfræðin byggist á. Þegar ég stend í strætóskýlinu við Österbro Álaborgar og bíð eftir vagni sem fer upp í háskólahverfið er annar hagfræðingur kom- inn við hlið mér. Kona með litarraft eins og sjaldgæft mjólkursúkkulaði. Mér sýnist hún bera augljósan vott um velferð, í vönduðum fötum og á svipinn einsog lífið sé góður leik- ur. Hún segist vera frá Króatíu. Eg hvái nokkrum sinnum og hún heldur áfram að segjast vera frá Króatíu. En hvar býrðu? spyr ég og fæ enn sama svar. „Jahá. Enn gaman. Hm. í Króatíu?" Ég bregst við eins og ég hafi séð óvæntan draug, sem ekki er pláss fyrir í því búi sem kennt er við heilann og reyni að útskýra að í sjón- varpinu sem ég horfi á hafí flestir flúið frá Króatíu sem áttu þess kost og sem ekki Trérista eftir Bohumir Kubista. tóku virkan þátt í stríðum. „En þú ert sem sagt búin að vera þar allan tímann", styn ég vönkuð og huldukon- an með súkkulaðiblæinn heldur því fram að ástandið í höfuðborginni hafi aldrei orðið afleitt, „bara" ein alvarleg sprengjuárás ... og þegar henni lauk tók því ekki að flýja frá^ Zadar. Á steinsteyptum hálfhringssóffa fyrir utan eitt hinna mörgu húsa háskólans, sem eru lítil að utan en stækka þegar inn er komið og auðvelt að villast, situr Tyrkinn Altindal og fullyrðir að Jesús sitji í stofufangelsi í Vatikaninu í Róm. Þar með er hafinn fundur utangátta, í setulausum steypusóffa undir ágústsólinni og stendur yfir þar til þátttak- endur uppgötva að ekkert kaffi er til nema handa þeim sem taki þátt_ í hinum skipu- lögðu fundum innan dyra. Ég fer inn í hús- ið vegna þorsta og heyri ungan gáfumann frá Lundúnum, Dan Rebellato að nafni, tala fimlega um Horfðu reiður um öxl eftir John Osborne, allt frá fyrstu uppfærslu 8. maí 1956. Sem greiningargleraugu notar Rebell- ato meðal annars hugtak sem hann eignar franska sundrunarheimspekingnum Jacques Derrida og sem áenskunni verður „a violent hierarchy". En fyrst vitnar hann í svar leik- skáldsins við spurningunni „What is he angry about?" Svar: „Angry is not about..." Reiði er að syrgja það sem þú fórst á mis við, það sem gerðist áður, án þín, o.s.frv. Rebellato, sem er það ungur að hann hlýtur að hafa farið á mis við þau tímamót sem Osborne skapaði leikhúsinu, er ekkert minna mælskur en reiður virðist mér og hann teiknar allskon- ar leiðir í loftið með höndum sínum liprum og búttuðum. Hann leikur sér að „tímaglasi menningarinnar", sýnir fram á hvernig það er hrist. í efri hluta glassins er erlenda menningin sem rennur hægt en án erfiðis ef hún er fin, niður í neðri hlutann með því sem fyrir er. Séð út frá því sem er í neðri- hluta glassins verður hið ókunna eitthvað að ofan. Gróft túlkað má segja að niður- staða Rebellatos sé á þá leið að ekkert sé lengur til sem hægt er að kalla „erlenda menningu" þar sem „menning" er eitthvað á stöðugu ferðalagi, í meira en einni merk- ingu þess orðs og það á að sjálfsögðu líka við um það sem gerist í leiklist og leikhúsbók- menntum. Síðar þennan dag reyni ég að velja milli endaloka sögunnar og endaloka sósialism- ans. Það er val sem ég ræð ekki við, svo ég bregð mér inn í skólastofu þar sem talað er um stjórnmál, m.a. lítil ríki í stóru sam- hengi. Stofan er þétt setin og ég sest útund- ir vegg, borðlaus af því ég kom seint inn. Við öftustu borðröðina situr maður sem býð- ur mig velkomna og kynnir sig sem Yaakov Landau, frá Hebrew-háskóla í Jerúsalem. Hann er í hátt eins og sá sem er vanur að láta bera virðingu fyrir sér og hrósar Gauta- borg fyrir einhvers konar fegurð og gefur í skyn sérlegan áhuga á íslandi um leið og hann teygir sig í áttina að mér til að hvísla og rekur hendina í minnisblað sem fellur fram af borðbrúninni og svífur í loftinu þar til það lendir úr augsýn Landaus. Frá mínu sjónarhorni er hins vegar auðvelt að fylgja því eftir, svo ég beygi mig og teygi undir borðið sem hann situr við ... „Lítil ríki munu reyna að styrkja þann vef sem skapar alþjóðlegt kerfi..." Segir ræðumaður sem er Dani og býr í Zurich og hann heldur áfram þegar ég er búin að skila miðanum upp á borðið sem hann féll af: „ ... Margar þær baráttuaðferðir sem litlu ríkin kjósa, eru á einn eða annan hátt til hjálpar kerfinu, sem um leið gefur litlu ríkj- ununj hlutverk sem „þjónusturíki" kerfis- ins..." Ég sest aftur á stólinn við vegginn og held kyrru fyrir eins og vel gerður smáhlut- ur þangað til ég þykist skilja að fyrir þann sem stjórnar umræðum hér eru stjórnmál spurning um „skapandi hugsun" fremur en spurning um líf fólks. Þegar hann er inntur eftir eigin persónulegu skoðun vísar hann spurningunni á bug, segist einkum vera að skemmta sér við flókin dæmi. Af einhverjum ástæðum og alveg í hljóði geng ég út úr skólastofunni og hef leitina að útidyrunum. Þegar ég loks kemst út undir bert loft hleyp ég í fangið á hinni dönsku Karen Glente sem er að flýja „endalok sosialismans". Hún er búin að skrifa bók sem hún kallar Manneskj- a.n og konan „Om oplysningen, dannelsen og konnet". Þar fæst hún við að fletta ofan af þeirri skekkju sem hugtakið „kona" hefur valdið innan hugmyndafræðinnar eftir að konur fóru almennt að upplýsast um heiminn með þeirri afleiðingu að þær tala um sjálfar sig opinberlega sem konur og þá ruglast lík- ingin saman við þær sjálfar. („Kona" getur til dæmis ekki verið bæði móðir jörð og ekki móðir jörð í einni og sömu hugsun sam- kvæmt hefðbundinni röksemdafærslu.) Líti kona hins vegar á sjálfa sig fyrst og fremst sem manneskju hverfur vandamálið á vissan hátt með hugtakinu „maður" og kemur ekki aftur fyrr en talað er um „mannlegt" og „kvenlegt" sem getur skipt manneskjunni í andstæðurr. Þetta er vandamál sem vill valda óreiðu í vestrænum hugmyndaheimi og jafn- vel fjölbreytni þegar best lætur. Þýski rithöf- undurinn og heimspekingurinn Friedrich Nietzsche (1844-1900) valdi „yfírmanneskj- una" handan hins mannlega og kvenlega, lausn sem auðvelt reyndist að mistúlka eða oftúlka. Það m.a. skoðar Karen Glente á eigin forsendum, en bakgrunnur hennar er trúarbragða- og félagsvísindi. Ég er komin öfugu megin við háskóla- hverfið þegar ég uppgötva það og sný við. Á leið í strætóskýlið hinum megin hitti ég Hermann Hiery, sagnfræðing sem er að koma af Endalokum sögunnar. „Framsögu- mennirnir mættu illa", segir Hiery, „Fundar- stjórinn nefndi nöfn og kallaði: Hvar ertu? Hvar ertu? En bara fjórir af tólf voru til staðar. Og hann ætlaði að tala um síðasta manninn við lok sögunnar! Erfitt þegar eng- inn er eftir til að hlusta. Hvar ertu!" heldur Hiery áfram og skríkir bak við svart skegg- ið að endalokin hafi gengið á með þögnum, stami og hlátri. í miðri viku er komið að „Endalokum heimspekinnar". Atvinnuheimspekingar og hugmyndasögufræðingar sitja í boga fyrir enda skólastofunnar sem er þétt setin áheyr- endum strax klukkan níu. Fyrsti ræðumaður er William Duvall, prófessorinn sem dreymdi um að verða körfuboltamaður. Hann talar um hinn franska Michel Foucault (1926- 1984). Um hvar hann endar sitt verk. „He left him self no place to stand..." Rebell- ato situr við hlið mér og teiknar í gríð og erg Iitla kubba sem raðast þannig að sjá má klett sem gæti verið hús. Duvall vill meina að sú kaldhæðni sem einkennir seinustu verk Foucaults sé „tóm" og að hann skilji okkur eftir með „tómið" sem er ómögulegt og óhugsandi án byrjun- ar. Að einmitt þess vegna bjóði hið lokna lífsverk Foucaults okkur heim möguleika. Sérgrein Duvalls er hugmyndasaga og skoð- un hans mótast af þeim bakgrunni. Næsti ræðumaður talar um myndlíkingar og um að þar sem samtalinu ljúki taki villi- mennskan við. Eve Tavor-Bannet frá Suður-Karólínu tal- ar um þýðingar. Um að þýða hugsanir. Þýða veruleikann yfir á mannamál. Hún er mælsk og skemmtileg. Hún byggir á sundrunar- heimspekinni svokólluðu. Hún talar lengi og heldur áfram að vera mælsk en hættir að vera skemmtileg. Sundrunarheimspekin hef- ur þau áhrif á mig að mér finnst ég hafi látið plata mig inn í ævintýraheim þar sem ég er skilin eftir í mörgum áttum í senn, með blindgötum framundan í þeim öllum. Eða er það lífið sem hefur þannig áhrif á mig? Þá sný ég við útúr ævintýrinu. Klettur Rabellatos er að myrkvast á minn- isblokkinni hans. Hann vandar sig með skuggana. Freknóttur japani lætur hallast upp að borði við veginn. Hann lygnir augunum og þrýstir burtu þreytu með því að ýta á auma punkta með annarri hendinni. „Allir textar deyja svolítið til að lifa meira," segir konan. „Það er þýðing." Ein- hver kemur með tölvubrandara. Japaninn opnar augun og stígur fram: „Á japönsku er ekki til neitt orð yfír heimspeki", segir hann og tekur til við að þýða hugtakið fyrir okkur yfir á sitt mál. Til þess þarf hann pláss. Það er spurning um hreyfingar. Eitt- hvað sem á sér stað. Höfundur er skáld og leikkona og býr í Gauta- borg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.