Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 6
Blöndal, Ranka á Hofi kölluð, hafði sagt mér, að þegar sr. Davíð væri að yfirheyra sig, en hann kenndi henni margt, því hún var næm stúlka mjög og gáfuð, þá dygði það venjulega, er hún myndi ekki það, sem spurt var að, að horfa á Lúther um stund, þá vissi hún hvað hún átti að segja. Þegar sr. Davíð ætlaði að byija eitt sinn að kenna henni undirstöðuatriði í hebresku, þá tók frúin í taumana og sagði, að nær væri, að hún Iærði að pijóna í pijónavél. Nú sat ég þarna við hlið systur minnar, og átti að ganga undir eins konar próf, að mér fannst, vera stilltur og láta mér hvergi bregða, er ég í síðasta sinn sæi Ólaf Davíðs- son. Hulda systir mín sat með blómvönd lítinn í hvítu bréfi, sem var undið í kramarhús og nælt saman með títupijóni. Það útbjó mamma áður en við fórum. Þetta voru fimm rósir, og þær átti að setja í kistuna til Ólafs. Ein þeirra var sú dekksta rós, sem ég hafði séð, hreinasta sorgarrós, að mér fannst. Hulda hafði fengið að bera blómin alla leið. Það varð ég að láta mér lynda, af því að ég var eldri. En nú átti Lúther, þama á veggnum, að hjálpa mér, eins og hann hjálpaði Rönku. En það gerði hann ekki. Hann sveikst um það. Hann horfði út í loftið, langt yfir höfuð mér, og ég fékk ekkert samband við hann. Beint á móti okkur voru dymar í stássstof- una, þessa stofu, þar sem ég hafði svo oft setið, drukkið kaffi og skoðað myndaalbúm, stofan með bíleggjaraofninum, með upp- hleyptum myndum á, mynd af Valdimar Briem, sálmaskáldi, bróður frúarinnar. Hvernig var hún í dag þessi stofa, þegar hún var orðin eins konar millibil milli mannheima og hins dularfulla, hinum megin við dauð- ann, sem sr. Davíð, afi minn og ömmurnar mínar, og margt annað fólk, kallaði himna- ríki? Þarna inni í stofunni var Ólafur. Ég átti að fá að sjá hann. Hulda átti að færa honum rósirnar, sem hún hélt á í kramarhúsinu. Og þó var hann ekki þarna. Hann var farinn - alveg fyrir fullt og allt, og nú var ekki ann- að eftir en að setja hann ofan í kistuna, sem Halldór á Hlöðum hafði smíðað, og fara svo með hann í kirkjugarðinn á Möðruvöllum. Allt var þetta óskiljanlegt, hræðilega óskiljanlegt. Ef sr. Davíð sjálfur gengi ekki hér um húsið og léti eins og þetta væri lífs- ins vegur, daglegt brauð, þá væri þetta blátt áfram óbærilegt. Er ekki hægt að gera upp- reisn, algera uppreisn gagnvart svona hrapal- legu ranglæti, að láta nokkra hnullunga neð- an úr Gæsavík draga bezta vin minn og bezta vin margra annarra ofan í einn Hörgárhylinn? En það var engan uppreisnaranda að sjá á sr. Davíð. Hann hefur líka jarðað svo af- skaplega margt fólk. Hann er alltaf að kasta af litla prestaspaðanum ofan á kistur fólks- ins, sem komið er í gröfina. Og prestaspað- inn er til þess gerður, alveg sérstaklega. Hann er suður í „graftólaverelsi", í kirkjunni á Möðruvöllum, og bíður þar alltaf eftir því, að hann sé látinn kasta mold ofan á kistur. Mér hafði alltaf verið illa við það verkfæri. Af moldu ertu kominn. Að moldu skaltu aftur verða. Frá moldu skaltu aftur upp rísa. Oft hafði ég hlustað á sr. Davíð segja þessi orð, þar sem hann stóð í hempunni sinni við opnar grafir, með þennan spaða. Frá moldu skaltu aftur upp rísa. Þetta segir hann. Þetta er hann alltaf að segja við þá dauðu. Ekki sagði sr. Davíð ósatt. Nú var hurðin opnuð inn í stássstofuna. Þar lá Ólafur á löngu borði. Höfðalagið sneri í austur, frá dyrum, svo að við sáum strax í andlit hans. Haustsólin skein gegnum suðurglugga stofunnar, skein beint á hann, þar sem hann lá. Friður og alvara var yfir svip hans. Hann var eins og langþreyttur ferðamaður, sem þarna naut hvíldar sinnar. En á miðju enni hans var kringlótt dæld, á stærð við 5-eyring, alveg kringlótt, og regluleg í lögun. Hvað sagði hún um dauðaorsök hans? Enginn vissi það. Enginn vissi það nokkurn tíma. En dældin í ennið var þarna. Hún sást enn greinilega vegna þess, hvernig sólin skein á andlitið þessa stundina. Sr. Davíð gekk á undan okkur inn í stof- una. Hann gekk meðfram líkfjölunum, að höfðalaginu. Hann strauk hendinni um ennið á Ólafi, og upp í hárið, hlýtt og innilega, eins og faðir, sem huggar barn. - „Allt kalt,“ sagði hann. Svo sagði hann ekki meira. Og enginn sagði neitt. En pabbi tók rósirnar úr hendi Huldu og lagði þær á bijóstið á líkinu. Hún hafði horft björtum, skærum barns- augum á líkið. En þegar hún missti blómin úr hendi sér, setti að henni grát. Mér fannst í þeirri svipan, að hún hefði viljað sjálf rétta Ólafí blómin. Kannske hafði hún, í ókunnug- leik sínum á dauðann, haft veika von um, að hann myndi sjálfur taka við þeim. Þegar hún fór að gráta, fór eins fyrir mér. En allt, sem gerðist eftir það þennan dag, er gersamlega liðið mér úr minni. Svo kom jarðarförin, með öllum fólksfjöld- anum. Fólkið kom í hópum, ríðandi utan Hörgárbakka, hundruðum saman, hver hópur eftir annan, hægt og hægt á eftir líkkist- unni. En við það var ekkert nýstárlegt. Það var svo oft mannfjöldi á Möðruvöllum. Engin atvik man ég glöggt frá útfararat- höfninni. Ég man eftir mér á næstfremsta bekk, að norðanverðu í kirkjunni. Þar hefí ég sjálfsagt setið eins og steingervingur. Mannfjöldi og athöfn, allt var mér óviðkom- andi, nærri því ógeðfellt. Sólskin var og sunnanrok í dalnum þennan dag. Hestamir hömdust illa kringum bæinn fyrir ofsaroki. Og mannfjöldinn tvístraðist brátt út í veður og vind, eftir venjulega kaffí- drykkju. Er mannfjöldinn var að mestu farinn, sat ég á húströppunum og horfði fram í kirkju- garðinn. Þar var nú Ólafur kominn. í tíu daga hafði hann verið í burtu. Hann hafði dáið á leiðinni, síðan hann síðast ávarpaði mig, er hann gekk út úr þessum dyrum, og sagði, „sæll, vinur Valtýr“. Nú vissi ég, hvar hann var. Þarna lá hann í kistunni frá Halldóri á Hlöðum, með rósirn- ar hennar Huldu á bijóstinu. Nú voru rósirn- ar líklega farnar að fölna, blöðin að detta af þeim, niður á brjóstið á honum, þar sem hann lá, með sinn fasta og rólega svip. Svona fölnar allt, mennirnir og blómin ... Ekki alllangt frá honum í garðinum var Guðrún amma mín, frá Heiði. Hún hafði ekki rósir í sinni kistu. En hún hafði ljóða- kver Hallgríms Péturssonar. Það hafði fylgt henni gegnum hennar Iíf. Og nú var það þarna, með sín gulnuðu og slitnu blöð. Hún hafði lagt svo fyrir, að það fylgdi henni í gröfina. En þegar kisturnar voru famar að fúna, lokin að brotna af þeim, moldin að koma inn í þær. - Það fór hrollur um mig. „Að moldu skaltu verða,“ segir sr. Davíð. Hvenær skyldi ég eiga líka að verða að mold, og fá rósir eða Hallgrímskver með mér? Fyrir fáum vikum hafði ég verið á ferð með Ólafí vestur í Fljótum. Og þegar við fómm heimleiðis, fylgdi Guðmundur bróðir hans á Hraunum okkur fram í Stíflu. Það var sunnudagur. Þeir léku á als oddi bræðurn- ir. Og dagurinn var viðburðaríkur. Áður en þeir skildu stóðu þeir uppi á þúfu og sungu: „Nú er ég glaður á góðri stund, sem á mér sér“, og „Bezt er að hætta hveij- um leik, þá hæst fer fram“, o.s.frv. Svo skildu þeir - og sáust aldrei framar. Þannig hafði Hallgrímur Pétursson lagt þeim kveðjuorðin í munn, kveðjuorð, sem svo átakanlega áttu við. Ólafs leikur hafði hætt svo brátt, „þá hæst fram fór“. Þannig hafði Hallgrímur ort við öll tækifæri lífsins. Hann hafði ort Passíu- sálmana fyrir ömmu mína. Og nú hafði allt þetta fólk kvatt hann með þessum venjulega, langa sálmi, sem ég heyrði svo oft. Við Grímsi gengum upp á tún. Sunnan- veðrið var að lægja. Blærinn var hlýr sunnan af Skriðuhnjúkum. Brúnir Staðarhnjúksins mörkuðust skýrt við kvöldloftið. Þarna stóð þetta fjall, með allan sinn óbif- anleik, fjallið, sem ég hafði borið lotningu fyrir frá blautu barnsbeini, fjallið, sem í mín- um augum var höfðingi fjallanna, er hafði sál, og var hægt að tala við. Svona hafði fjallið staðið og horft ofan á kynslóðirnar koma og fara, haft við fætur sér svona ómerkilega pottorma, eins og mig, séð menn verða fullorðna og gamla, og fara ofan í gröfína, allar grafimar í kirkjugarðin- um, sem voru orðnar óteljandi. Hvað varð af öllu þessu fólki, sem hafði fæðzt og vaxið, lifað og dáið? - Heyrðu Grímsi, sagði ég. Nú ætla ég að segja þér nokkuð, sem ég hefí ekki sagt þér áður. í hinni vikunni kom ég einu sinni inn í kontórinn hans pabba. Þar var Ólafur og Hulda, og Ólafur sagðist kunna vísu, þar sem nafnið Hulda kæmi fyrir. Hann kenndi henni vísuna. Og ég vildi líka læra hana. En hún er svona: Svo fjær mér að vori nú situr þú sveinn. En samt ertu hjá mér, því hamlar ei neinn. Ég fmn þig í dalnum þeim dulda. Með hugann til þín yfir fjöllin ég flýg, svo fluglétt sem skuggi í spor þín ég stíg. Ég leynist við hlið þér sem „hulda“. Þetta kenndi hann okkur báðum. Og þetta var seinasta vísan, sem hann kenndi mér. Kvöldgolan lék um okkur ótal röddum og hljómum. Hvað gat dulizt í andblænum? Hvað var hann að segja? Hver vissi, hvað var í kringum okkur? Við hvort sem var vissum og skildum svo sem ekki neitt. Hvað var það sem leyndist við hlið okkar - þá og alla daga, lifandi eða dauð náttúm- öfl - lifandi eða dánir menn? Það var bytjað að rökkva af dimmri haust- nóttinni. Um leið og við leiddumst heim á leið, sagði ég við Grím: - Heyrðu, heldur þú, að miklir menn geti nokkurntíma dáið alveg? 17. ágúst 1957. ÁRNI SIGURJÓNSSON Hugfró Þetta er kvæði sem fjallar um hvimleiða flugu, flugu sem stakk mig um nóttu í Mílanóhorg. Þótt ábreiðu drægi ég yfir mig fann hún sér smugu, og ölvuð af starfsgleði hóf hún sitt blóðuga dorg. Eg fann hvemig flugunnar líffæri löptu og sugu - láir mér einhver þó ég hafi rekið upp org? Þó huggun sé að hafa þetta samið var hugfró meiri að geta dýrið kramið. Háborg Víða í borgum er vígi á hæð inni í miðju varið af klettum og smíðað af horfinni þjóð, úr víginu hafa þeir árásarhryðju eftir -hryðju hrundið svo lengi sem einhver í fæturna stóð. Ekki er vænlegt að dýrka of grimmlynda gyðju né guði þá tigna sem útheimta lifandi blóð. Vígið gnæfír grátt í stoltum trega, gengur byggð fram dalinn letilega. Höfundur er bókmenntafræðingur og starfar hjá Máli og menningu. ANDREW MARVELL Til hinnar hlédrægu vinkonu skáldsins Kristján Þórður Hrafnsson þýddi Ef skorti ei tíma í heimi hér þín hlédrægni myndi ei gremjast mér. Þá gætum við setið til sólarlags við samningu efnisskrár næsta dags. Þú gætir safnað við Gangesfljót gimsteinum dýrum, en ég við rót árinnar Humber ort angurljóð. Ég elska þig myndi uns brysti á Flóð. Þú mættir, ef væri þín sannfæring sú, synja, uns gyðingar skiptu um trú, ást er við þér myndi brosa blíð sem blómstur í garði um sumartíð. í árhundruð skyldi ég yrkja hrós um augnanna þinna skæra Ijós, og smágerðu bijóstin þín bæði tvö blessa og heiðra í aldir sjö, og lofa í aldatug hörund hvítt og hefja til skýjanna geðið blítt. Því upphefð þú verðskuldar! unga fíjóð og ég á af hrósyrðum dýran sjóð. En þá ógnar mér fyrir aftan bak óðfleyga tímans vængjablak, og ég skil að þann höfum við hlotið dóm að hverfa út í hið myrka tóm. Fölna og týnast mun fegurð þín og falla í gleymsku sönglist mín, og svo fer að maðkamir mjaka sér um meydóm sem ávallt var luktur mér. Hrynja í duftið skal heiður þinn og hverfa í öskuna losti minn. Þótt gröfín sé heilög og hæg þar vist, þá held ég að þar sé ei mikið kysst. Og því meðan æskan svo undraglögg er okkur gefin sem morgundögg, og sálin er áköf, og eldfímt blóð upptendrast við hina minnstu glóð, þá njótum þess, kæra! og kætumst meir, já, komum! og ráðumst sem fálkar tveir á tímann og gleðjumst við og góða bráð, — gin hans fær okkur að lokum náð. Já, við skulum móta úr viljastyrk vígahnött þjótandi um loftin myrk, og rífa burt fangelsisrimla þá er ryðgaðir halda okkur gleðskap frá. Fyrst farbann ei verður á sólvagninn sett skal sjást að hans hross geta tekið á sprett. Andrew Marvell (1621-1678) telst til hóps enskra Ijóðskálda á sautjándu öld, sem kallaður hefur verið frumspekilegi skólinn, fyrir þróttmikinn Ijóðst- íl og óvenjulegt myndmál. Frægastur í þeim hópi er líklega John Donne. Marvell vann fyrir sér sem kennari, bæði í Bretlandi og Frakklandi. „To his Coy Mistress" er sennilega hans frægasta kvæði. Þýðandinn er íslenzkur námsmaður í París.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.