Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 3
LESBOE HBHHHHEEHIöIBIUIm]® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan í tilefni þess að 26. janúar verða liðin 100 ár frá fæðingu Valtýs Stefánssonar, rit- stjóra Morgunblaðsins í áratugi, birtist fors- íðumynd af þessum upphafsmanni Lesbók- arinnar. Þetta er sú andlitsmynd, sem Ás- mundur Sveinsson mótaði af Valtý og er varðveitt á Morgunblaðinu. Jafnframt eru birtar endurminningar Valtýs um Ólaf Davíðsson. Ráðhúsið hefur fengið nokkra upphefð með því að um það hefur verið fjallað í blöðum um arkitektúr, bæði þýzkum og enskum. Enska blaðið, The Architectural Review, hefur borizt Lesbókinni og hér er lítillega litið á umfjöllun þess. Keldu- dalur er við sunnanverðan Dýrafjörð og þangað er fært landleiðina á sumrin. Þar voru áður fjórar jarðir, Arnarnúpur, Saurar, Skálará og Hraun og þar stendur enn kirkja. Um Keldudal skrifar Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri. WALT WHITMAN Ég sit og horfi út Helgi Hálfdanarson þýddi Égsit oghorfi út, sé gjörvalla heimsins harma, og alla kúgun og smán, ég heyri dulið krampa-snökt þar sem ungirmenn, einirmeð angist sinni, þjást afiðrun eftir drýgða dáð, égsé ídjúpum lífsinsþá móður, sem misþyrmt er af börnum sínum, deyjandi, án umhyggju, ísorg oghugarvíli, égséþá eiginkonu, sem misþyrmt erafmanni sínum, égsé þann svikara sem tælir ungarkonur, ég skynja sviðann af afbrýði og smánaðri ást sem reynir að dyljast, égsé þessar sýnir ájörðunni, égsé böl styrjalda, drepsótta, harðstjórnar, ég sé píslarvotta og bandingja, éggreini hungursneyð í hafi, éggreini sjómenn sem varpa hlutkesti um hver drepinn skuli hinum til lífs, éggreiniþá fyrirlitningu ogniðrun sem hrokagikkir sýna verkalýð, öreigum, negrum ogslíkum; égsit oghorfi á allt þetta - allan níðingsskap ogendalausa kvöl, sé, heyri ogþegi. Walt Whitman, 1819-1892, bandarískt skáld, sem markaði tímamót i bandarískri Ijóð- list og hafði mikil áhrif á þróun módernismans á 20. öld. B B Leiksvið lífsins Einu sinni fyrir mörgum árum kom ung dóttir vinkonu minnar að móður sinni liggjandi í rúminu og spurði for- viða hvað hún væri að gera. Móðirin sagðist vera veik. „Abbababb — mömmur veikar!“ sagði barnið og datt ekki í hug að leggja trúnað á svona fásinnu. Taldi greinilega að mömmur hefðu hvorki veikleika né þarfir. Þær væru til að sjá um þarfír annarra. Við höfðum gaman af því hvernig telp- an, barnung, skynjaði hlutverkaskipan í umhverfi sínu, en síðan hef ég oft orðið vitni að ummælum sem endurspegla sama skilning á hlutverki foreldris — ekki hjá börnum, heldur hjá fullorðnu fólki. Ung hjón sem voru að skipuleggja frí með vinum voru spurð hver myndi gæta barnanna fyrir þau meðan á ferðalaginu stæði. - „Nú, mamma auðvitað!" sagði maðurinn. - „Er hún ekki í fullu starfí?“ var spurt. - „Hún fær nú sumarfrí eins og aðrir!“ sagði maðurinn, með vott af yfirlæti í rödd- inni. Oðru hvoru finnst manni eins og tilver- an sé eitt allsheijar leiksvið, þar sem hver og einn kemur fram í því hlutverki sem aðstæður skapa hveiju sinni. Stundum tökum við hlutverk okkar of hátíðlega en í annan tíma kannski ekki nógu hátíðlega. Sagt er að það geti hent leikara sem fær gott hlutverk sem hæfír honum vel, að festast í því, og vera í sama hlutverki í mörg ár á eftir, í allt öðrum leikritum. Ég held að þetta hendi líka í lífinu sjálfu. Okkur gengur misjafnlega vel að skipta um hlutverk, ekki síst innan fjölskyldunn- ar. Hvernig sem á því stendur, virðist ótrú- lega margt fólk eiga erfitt með að losa sig úr foreldris/barns-hlutverkinu, þótt nýr þáttur sé löngu hafínn hjá báðum aðilum. Einhvern veginn þykir manni eðlilegt að þegar börnin eru fulltíða, jafnvel komin út í atvinnulífið og sjálf orðin foreldrar, þá verði kaflaskipti og nýr skilningur vakni. Þetta fólk sjái hvert annað sem einstakl- inga og komi fram við hvert annað eins og venjulegt fullorðið fólk gerir við annað fullorðið fólk. Foreldrar skilji að þeir hafa lokið sínu hlutverki og börnin eru fulltíða einstaklingar með ábyrgð á eigin lífi sem foreldrarnir eru ekki þátttakendur í nema sem áhorfendur og aukaleikarar. Á sama hátt skyldi maður ætla að fullorðið fólk sæi foreldra sína með nýjum augum þegar það er sjálft farið að takast_ á við lífið og komið í foreldrahlutverk. Átti sig á að þetta er bara venjulegt fólk, sem hefur ekkert öðruvísi þarfir en það sjálft og vill lifa lífinu eins og hver annar. En vaninn er lífseigur og menn hrökkva ekki svo auðveldlega út úr fjölskyldu- mynstrinu. Þetta sést glöggt í fjölskyldu- boðum. Þar venjast böm frá unga aldri við athygli og aðdáun skyldmenna sinna og áhuga á sérhveiju sem þau taka sér fyrir hendur. „Ertu byijaður í skóla, Nonni minn?! En stórkostlegt!.. . Varstu að fermast? Ja, héma, tíminn líður... og orðinn stúdent!... er það rétt að þú sért svona flínkur á skíðum? ... Þú hefur nú alltaf verið sérstakur“. Það er algengt að menn festist í þessum fjölskyldusamskiptum, þótt það sé sem betur fer engan veginn algilt. Maður situr í hinum ýmsu fjölskyldusamkvæmum með fólki sem er háskólamenntað, margsiglt og jafnvel með mannaforráð og sér það ganga inn í þiggjendahlutverkið sem það hefur verið í frá barnæsku. Það situr með góðubarnasvip og bíður eftir að vera spurt og fá tækifæri til að segja áhugasömum ættingjum sínum frá sjálfum sér. Það flögrar ekki að því að spyija þessa áhuga- sömu ættingja um þeirra störf eða áhuga- mál — ekki einu sinni þótt það sé í skyldri starfsgrein. Þetta er ekki spurning um aldursmun, því samtalið færi allt öðruvísi fram ef um samstarfsmann á sama aldri og ættingjana væri að ræða. Nú er auðvitað ljóst að þetta er það samskiptamynstur sem margir kjósa sér og þykir vænt um og ekkert við því að segja. Hins vegar held ég að jafnmargir hugsi ekki út í þetta og átti sig ekki á að þeir umgangast ættingja sína eins og einhveija sérstaka tegund — tegund sem þeim þykir kannski vænna um en aðra, en sjá ekki ástæðu til að sýna sömu virð- ingu og sama áhuga og öðrum. Þeir endur- gjalda kannski það sem að þeim snýr frá ættingjum með hlýju brosi, „huggugleg- heitum" og klappi á bakið og fyllast nota- legri sjálfsánægju yfir hvað þeir séu rækt- arlegir. Og víst er um það að margir taka því fegins hendi og verða jafnvel hrærðir yfír að láta koma fram við sig eins og góðgerðarstofnun, en ég hygg að flestir kjósi að láta koma fram við sig eins og venjulegt fólk. Vitanlega verður hver og einn að sæta því að fólk tali við hlutverkið sem það sér viðkomandi í, en ekki hann sjálfan — tali við pabba einhvers eða mömmu, systur eða frænda eða jafnvel stöðuna sem viðkom- andi gegnir. Maður stýrir ekki skoðunum og viðmóti annarra. En ég segi fyrir mig, að þegar ég get valið, kýs ég að vera með fólki sem talar við mig eins og maður við mann, á hvaða aldri og í hvaða stöðu sem það er. Ég hef frá bamæsku átt vini á öllum aldri og úr hinum ólíkustu hópum og veit af reynslunni að það er ekki aldur manna, staða eða gáfnarfar sem stýrir því hvernig samskipti fara fram og hvenær vinátta verður til, heldur hugmyndir fólks um eigið hlutverk og annarra. Án þess að taka eftir því göngum við inn í hin ýmsu hlutverk og látum þau stýra okkur. Þetta sést til dæmis glöggt á sam- skiptum kynjanna, hugblænum í viðmóti yfirmanns við undirmann, jafnvel þótt um skólabræður og vini sé að ræða, og á breyt- ingunni sem verður á mönnum sem taka við nýjum stöðum. Öll þjóðin getur fylgst með því hvernig ósýnilegur en auðfinnan- legur helgihjúpur leggst yfír menn sem hafa gegnt ráðherrastöðu um tíma. Þeir eru ekki lengur ávarpaðir með skírnar- nafni af nánustu samstarfsmönnum, held- ur spurt hvað ráðherranum finnist um þetta og hitt og í umtali er sagt að ráðherr- ann hafi verið að biðja um eða vanti eitt- hvað. Og smám saman fara menn að verða þessi ráðherra sem alltaf er verið að tala um í kringum þá. Og þannig er um flest hlutverk sem við fáum í lífinu, við veitum því ekki athygli hvernig við lifum okkur inn í þau — förum jafnvel að villast á okkur sjálfum og hlut- verkinu, halda að það sé eitthvað endan- legt. En öll hlutverk eru tímabundin og kannski er ekkert mikilkvægara á síbreyti- legum tímum en að skilja þetta og kunna að sleppa gömlu hlutverki og byija á nýju þegar þáttaskil verða. JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JANÚAR 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.