Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 4
„Ég leynist við Eg þykist vita, að lesendur hafi heyrt Ólafs Dav- íðssonar getið, hins sérkennilega fræðimanns, er lifði mikinn hluta starfsævi sinnar í Höfn, en drukknaði í Hörgá, rúmlega fertugur að aldri, en hafði þá þegar skilað óvenju drjúgu Næstkomandi þriðjudag, 26. janúar, verða liðin 100 ár frá fæðingu Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins í áratugi og brautryðjanda í íslenzkri blaðamennsku. Lesbókin minnist Valtýs sérstaklega á þessum tímamótum vegna þess að hann er upphafsmaður hennar - og það er gert með því að birta minningar Valtýs um Ólaf Davíðsson. Þessar minningar skráði Valtýr 1957. Eftir VALTÝ STEFÁNSSON dagsverki á sviði íslenzkra þjóðfræða - auk þess sem hann hin síðustu ár ævi sinnar hafði lagt stund á rannsóknir á æðri og lægri gróðri landsins. Þjóðsagnasafn hans lá að mestu leyti óprentað, þar til Þorsteinn M. Jónsson, bóka- útgefandi á Akureyri, hóf útgáfu þess. En Davíð Stefánsson frá Fagraskógi ritaði í til- efni af útgáfu þessari grein um Ólaf Davíðs- son, móðurbróður sinn, í Lesbók Morgun- blaðsins (27. október 1935). Ég varð fyrir því láni, að þessi margfróði, sannmenntaði og sérkennilegi maður var kennari minn og leiðbeinandi síðustu árin, sem hann lifði. Er hann andaðist með svo sviplegum hætti, varð hann harmdauði öllum þeim, sem unnu íslenzkum vísindum og fræðimennsku - en þeim mun sárar söknuðu menn hans, sem þeir þekktu hann betur. Þegar sá sorgaratburður gerðist, var ég 10 ára gamall. Hefí ég valið þann kost, að miða frásögn þessa við það, hvernig atburðir og umhverfi komu mér fyrir sjónir á þeim aldri, því að það, sem ég á annað borð man frá þeim dögum það man ég, eins og það hefði skeð í gær. Möðruvellir í Hörgárdal standa vestan Hörgár, undir allbröttu, háu Möðruvallafjalli, eða Staðarhnjúk, þar sem Hörgárdalurinn er að mestu opinn til austurs út að Eyja- firði, en gegnt Möðruvöllum, austan Hörgár, er lágur háls, Moldhaugaháls, er lækkar eft- ir því sem norðar dregur. Gegnt Möðruvöll- um, skammt frá árbakka austanmegin, stendur bærinn Hlöð, en niðri við fjörðinn, í svo til beina stefnu frá Möðruvöllum um Hlöð, er hinn fornfrægi staður Gásir, eða Gæsavík. Norðar - í dalsmynninu, beint vestur af Hörgárósum - stendur bærinn Hof, þar sem síra Davíð Guðmundsson bjó lengi, en Ásláks- staðir eru rétt austan við Hof, nær ánni. Ólafur Davíðsson drukknaði á leið frá Gásum að Möðruvöllum, að kvöldi hins 5. september 1903. Hann hafði á þeirri leið komið við á Hlöðum. Þar höfðu menn síðast spurnir af honum. Með nokkum veginn vissu varð af hestförunum rakið, hvar hann hafði farið í ána, nokkuð sunnan við Hlöð. Lík hans fannst nokkru neðar í ánni, að morgni hins 7. september. Þegar hann fór frá Hlöðum, var hann með stóra grasatínu úr blikki á bakinu. Var tínan full af gqoti, er hann hafði safnað í Gæsa- vík um daginn. Mig minnir, að tínan hafi verið talin 30-40 pund að þyngd. Ólafur hafði það fyrir sið að skeyta lítt um vöð á Hörgá, þótti ekki taka því, vegna þess hve áin var lítil á haustdaginn. En talið er, að byrði sú, sem hann í þetta sinn hafði á bakinu, hafí orðið til þess, að hann hafí hrökklazt af hest- inum, er hesturinn, sem var traustur vel, steyptist í hyl í ánni. Þegar þetta gerðist, var faðir minn, Stefán Stefánsson, kennari og bóndi á Möðruvöllum, á heimleið af þingi. Þeir Ólafur og hann voru ákaflega sam- rímdir, og studdu hvor annan jafnt við vís- indastörf sem við annað. Er ég vaknaði um dagmál mánudaginn 7. september, heyrði ég gegnum svefnrofin heimilisfólkið tala í fjarlægum herbergjum, með óvenjulegum málhreim, háværar raddir, sem auðheyrilega voru að tala um einhvern mikilsverðan viðburð. Ég lagði hlustirnar við, án þess að hreyfa mig, heyrði orðaskil gegn- um málandann, að hestur hefði fundizt á Ásláksstaðatúni. Hvað kom mér það við? En hvernig stóð á því, að þetta kom nokkrum við? Ég skauzt fram úr rúminu, fram í gang- inn, og heyrði þá á máli manna, niðri í eldhús- inu, sem var í kjallara hússins, að nefndur var „Sokki“ í þessu sambandi. Valtýr Stefánsson Sokki? Ólafur? Hvað hafði komið fyrir? Nú varð ég að fá fulla vitneskju um þetta. Sú fregn hafði borizt til Möðruvalla þá á mánudagsmorguninn, að reiðhestur Ólafs Davíðssonar, brúnsokkóttur klár, hefði staðið í túninu á Ásláksstöðum fyrir neðan Hof þá um morguninn, með hnakk og beizli. En þar var Ólafur ekki. Var þá brugðið við og sent til Möðruvalla, til þess að grennslast eftir, hvort Ólafur hefði náttað sig þar, því þá um sumarið, sem oftar, var hann jöfnum höndum til heimilis á þessum tveimur bæjum, að kalla mátti. En enginn hafði orðið Ólafs var á Möðru- völlum, og fór sendimaður frá Hofi við svo búið. Ég smeygði mér í fötin, án þess að geta gert mér það ljóst, hvort ég ætti að verða hræddur við þessa fregn. - Engan mann þekkti ég þá ólíklegri en Ólaf Davíðsson til að fara sér að voða. Mér fannst hann bókstaf- lega vera sá eini maður þar í sveit, sem væri fær í allt. Úti gat hann legið, hvar sem var, án þess að verða misdægurt. Öli vötn gat hann sjálfur synt. Og öruggur ferðamað- ur var hann, sem að mínum dómi kunni ráð við öllu. En þegar ég kom á fætur, frétti ég, að móðir mín hefði gert sláttumönnum sínum orð á engjar, sem voru fram með Hörgá, að hefja tafarlaust leit að Ólafi. Hér var sem sé, í augum fullorðna fólks- ins, alvara á ferðum. Aðfaranótt fimmtudagsins síðasta hafði Ólafur verið á Möðruvöllum, en ætlað um daginn niður í Gæsavík, að safna ölgum á steinum í ljörunni þar. Hann kom á Sokka frá Hofi. En Sokki strauk úr Möðruvallahög- um um nóttina, svo Ólafur frestaði Gæsavík- urferðinni. Hefði Sokki ekki strokið, hefði hlið þér sem hulda“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.