Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 8
Erfðaskrá bóndans ^ Smásaga eftir ANTONIO FOGAZZARO Amínum yngri árum var ég aðstoðarmaður X- lögmanns í Vincenza. Dag einn í ágúst, rétt um klukkan tíu að morgni, birtist ungur bóndi frá Rettorgole á skrifstofunni og bað lög- manninn að koma með sér heim til sín í þeim tilgangi að gera erfðaskrá föður síns sem var, eins og hann tók til orða, „mal da morte“. Yfirmaður minn samþykkti, og óskaði eft- ir því að ég kæmi með. Við lögðum af stað allir þrír, tróðum okkur inn í hrörlega fjaðra- lausa sveitakerru sem dregin var af vesældar- legri skepnu, sem haltraði áfram. Sætin voru púðalaus og ekki bætti það á þægindin fyrir okkur, sem hvor um sig var vanur sínum hægindastól. Þjáningarsvipur var á andliti X sem æj)ti upp við hristinginn í hastri kerr- unni. Eg bar þjáninguna í hljóði, en bóndinn lýsti óhagganlegur veikindum föður síns, ein- hvers Matteo Cucco, kallaður „L’orbo da Rettorgole", vegna þess að hann var eineygð- ur. „En hann sér betur með þessu eina auga en flestir aðrir með þremur,“ sagði sorg- mæddur sonurinn með virðingu. Við vorum varla komnir út fyrir borgina þegar við fórum út af aðalveginum og beygð- um inn á þrönga moldargötu sem lá í gegn- um engi, þar sem kerran hristist meir en nokkru sinni, en til allrar hamingju var stutt á ákvörðunarstað. Og loks komum við að nöturlegum húskofa að hruni komnum. Gripahús, opið niðri og með heylofti uppi, var áfast við annan endann ætlað sem skjól fyrir menn og skepnur. Við X ætluðum inn í eldhúsið þegar fylgd- armaður okkar upplýsti okkur um að sjúkl- ingurinn væri ekki í húsinu. Hitinn og óhrein- indin í herbergi hans voru slík að álitið var nauðsynlegt að flytja hann yfír á heyloftið. Þangað var aðeins hægt að komast með því að klifra upp stiga gerðan úr einni súlu og hafði trénöglum við stungið í gegn um hana með ákveðnu millibili sem frumstæðum stiga- rimum. X reiddist mjög yfir óvirðingunni og lýsti yfir því að það væri fráleitt að ætlast til þess að hann klifraði upp slíkan stiga; heldur sagðist hann snúa aftur til borgarinnar. Bóndinn ungi, sem studdi við stigann að neðan, fullvissaði hann um að öllu væri óhætt, og annar bóndi sem heyrði á tal þeirra kom að Ioftopinu, náði líka taki á stiganum og hrópaði: „Komið upp, signore, verið óhræddur! Stig- inn heldur.“ Þar sem ég var yngri og vanari fjalla- klifri, fyrir nú utan það að forvitnin rak mig áfram, ákvað ég að freista uppgöngu. Með því að fara varlega heppnaðist mér að ná upp á loftið án óhappa. X, sem varð kjark- meiri vegna þess hve vel mér tókst, skipti loks um skoðun og fylgdi á eftir. Inni á loft- inu var ömurlegt og skítugt hálmfleti, og í því lá gamall maður, andlit hans líktist gömlu bókfelli, annað augað var algerlega lokað, en hitt næstum lífvana. Þótt hann andaði með erfiðismunum, virtist hann ekki þjást. Tveir menn stóðu rétt hjá honum, sinn hvoru megin, báðir grannir og sterklegir útlits. Annar hafði grein J hendinni og var upptek- inn við að fæla burtu flugur frá andliti gamla mannsins, en hinn tróð þurru brauði og örlitl- um ostbitum í tannlausan munninn. „Magne, pare; Éttu faðir!“ sagði hann á bændamállýsku sinni. Aðeins fjær á heystabba sat gömul kona og byrgði hún andlitið í höndum sér, og lengra í burtu voru enn fleiri bændur, bersýnilega vitni, og töluðu lágri röddu. Borð, stóll og blekbytta stóðu tilbúin til notkunar. Okkur var sagt að deyjandi maðurinn hefði fengið syndaaflausn snemma þennan sama morgun, og enda þótt hann gæti ekki talað skildi hann allt og myndi láta í ljós óskir sínar með bendingum. Við þessar undarlegu kringumstæður hik- aði X við gerð erfðaskrárinnar og gerðust því synimir sjálfboðaliðar og vildu nú ólmir láta reyna á föður sinn. Þeir beygðu sig yfir deyjandi manninn. Sá sem hafði verið við að útbýta brauði og osti hrópaði í eyra hans, „Pare, þú gafst mér svínið?" Gamli maðurinn hristi höfuðið: „Nei.“ „Gafstu Tita það?“ Hann kinkaði kolli: „Já.“ „Og akurinn í Polegge, hver fær hann?“ Gamli maðurinn beindi auganum í áttina að unga bóndanum sem hafði komið með okkur. „Gigio, á hann að fá hann, áttu við það?“ Aftur kinkaði hann kolli. „Sko, þarna sérðu, sior,“ lauk sonurinn orðum sínum og sneri sér að X. „Mér skjátl- aðist ekki.“ Sá síðastnefndi var ekki ánægður og tók til við að spyija eiginkonuna, gömlu konuna sem sat samanhnipruð í heyinu. Með skyndi- legum orðaflaumi staðfesti hún að það sem hefði verið sagt væri með fullu samþykki eiginmannsins og fullyrt að hann hefði alla sína sálarkrafta óskerta, þar sem hann hafði aðeins hálftíma áður neitað dýralækninum Mynd: Ámi Elfar. um blóðtöku á einum uxanna sem hafði veikst. Hún bætti við að hún vissi nákvæm- lega um fyrirætlanir hans hvarð varðaði út- hlutun eignanna. Hún virtist óróleg og talaði með æsingi, en hún var að segja satt að því er virtist, og hafði engar fyrirætlanir um að blekkja lögmanninn í svörum sínum við spumingum hans hvað snerti erfingja þeirra og heildar- verðmæti eignanna. Samkvæmt yfirlýsingu hennar voru börnin aðeins þijú, viðstaddir synir, og eignir voru fímmtíu ekrur af góðu búnaðarlandi, hluti af því í Polegge og hluti í Rettorgole, annað hús, kvikfénaður, land- búnaðarverkfæri, og nokkrir smáhlutir. Það sem gamla konan sagði var staðfest af sonum hennar og líka af hinum vitnunum. Lögmaðurinn stakk upp á að eignunum yrði jafnt skipt milli erfmgjanna, en því mót- mæltu þau öll; eiginkonan, synimir og vitnin líka. Þau fullyrtu að það væri ósk gamla mannsins að úthluta öllu sérstaklega. Eitt vitnanna, maður ögn skárri í útliti og framkomu en hinir, gaf sig fram, og bauð lögmanninum í nefið með augljósri með- aumkvun vegna fáfræði hinna og sjálfs- ánægju vegna eigin yfírburða. Hann sagði: „Matteo er kominn að leiðarlokum, og því enginn tími til að ákveða skiptingu eignanna strangt til tekið lagalega séð.“ X ákvað því að slá botn í málið, og þegar ég var tilbúinn að skrifa niður eftir honum, byijaði hann að spyija, og með því að kinka kolli og hrista höfuðið færðist eignarrétturinn til Gigio, Tita og Checco, þriggja sona arfleið- andans, húsin, landið, kýmar, hestamir, svín- in o.s.frv., jafnvel kerruræfillinn líka. „En eiginkona þín,“ hrópaði X. „Ætlarðu ekki að eftirláta henni eitthvað?“ Gamli maðurinn hristi höfuðið, og allir, að meðtaldri eiginkonunni sjálfri, voru sam- mála um að þetta væri viðurkennd ósk hans. „En,“ sagði X, „lögin gera sérstaklega ráð fyrir málum sem þessum, og við getum ekki breytt í bága við það.“ „Sior,“ sagði gamla konan, með stóískri ró. „Lög eða ekki lög, ég mun ekki snerta nokkurn hlut. Heldur mun ég svelta nú og í framtíðinni." Yfirmaður minn ákvað því að láta að vilja konunnar, og byijaði að lesa upp einstök atriði erfðaskrárinnar hárri röddu. Ég hafði eftirlátið honum stólinn minn og stóð nú við hlið hans meðan hann las. Skyndilega flaug gaukur gegnum loftopið og tók til að garga. Þegar ég sneri mér við í áttina að hljóðinu kom ég auga á unga bóndakonu, hún var rauð í andliti, stóð á öndinni, og bar bam í fanginu. „Hvað em þeir að gera hér?“ hrópaði hún og leit á mig leiftrandi augum. „Eru þeir að ræna mig og bamið mitt?“ Við þessa athugasemd upphófst mikið óða- got, og gamla konan og allir þrír synir henn- ar spmttu upp og þutu að þeirri nýkomnu. X stóð á fætur og skipaði þeim að hafa hægt um sig. „Hver er þessi kona?“ spurði hann valds- mannslega. Móðirin flýtti sér að svara. „Ég skal segja þér, sior, hver hún er. Hún er dóttir okkar, en hún er einskis nýt. Ég vil að þú skiljir að faðir hennar mun ekki eftirláta henni neitt.“ „Þú líka, móðir mín?“ greip stúlkan fram í biturri röddu. „Ég get þolað að bræður mínir komi fram við mig eins og hund, en þú, móðir — mér er sama um þá, en þú ert mín eigin móðir og samt ætlarðu að svíkja mig. Hvað hefur þú á móti mér, og hvað hefur þú á móti manni mínum?" „Nú er nóg komið, nú er nóg komið,“ hróp- aði X. „Skammist þið ykkar öllsömul. Þann ykkar sem fyrst opnar munninn mun ég láta handtaka fyrir meinsæri." Synimir voru hvítir af bræði, vitnin hörf- uðu óttaslegin, móðir og dóttir störðu haturs- fullar og með æði hvor á aðra, en enginn þorði að segja orð þótt X, æfur úr reiði, rifi erfðaskrána í tætlur. Allt í einu færði dóttirin sig fram, og án þess að nokkur hindraði hana fór hún beint að rúmi deyjandi mannsins, og lagði bamið við hlið hans. „Pare!“ grét hún, „Pare, viltu að ég deyi úr hungri? Skildu að minnsta kosti eftir skál af „polenta" handa barninu mínu!“ Gamli maðurinn setti á sig ygglibrún, og þar sem hann var ófær um að sýna fjandskap sinn á annan hátt lokaði hann því auganu sem opið var. Ég mun aldrei gleyma myndinni af höfð- unum tveim á koddanum; upphafi og endi lífs. Annað með hlæjandi augu og rósrauðar kinnar bamsins, en hitt samanskroppnar útl- ínur deyjandi manns, með tómlegan svip, dökkan af skugga dauðans. Hugsunin um að illur andi svifi yfir þeim báðum, reiðubú- inn að hreppa annan hvom þeirra sem fóm- arlamb sitt, kom mér til að skjálfa. Á sömu stundu birtist þorpspresturinn, einfaldur, hjartahlýr maður sem ég hafði hitt einu sinni áður. Hann sá barnið á rúm- inu og hélt að sættir hefðu tekist. „Allt er þá orðið gott í lokin. Guð veri lofaður!" sagði hann með tilfinningu. Hann beygði sig niður og þreifaði á slagæð deyj- andi mannsins. Barnið tók til að gráta, móðir þess ætlaði að taka það í fangið, en presturinn stöðvaði hana. „Láttu barnið vera þarna,“ sagði hann. „Tími Matteos er kominn. Látum hann fara til annars heims með engil sér til leiðsagn- ar,“ og hann hóf bænalestur fyrir þann deyj- andi. X, sem hafði lítinn áhuga á slíkum uppá- komum, kaus heldur áhættuna í stiganum. Ég flýtti mér honum til aðstoðar, en áður en ég fór niður sjálfur, sneri ég mér við til að fullnægja forvitni minni og líta enn einu sinni yfir sviðið. Synir og vitni hvom horfin, hvert vissi ég ekki. Unga móðirin hafði tekið bamið í fang- ið og var upptekin við að róa það með koss- um og faðmlögum, rétt eins og bamið eitt væri athygli virði; og gamla konan, trygg til hins síðasta manninum sem hún hafði þrælað fyrir með dýrslegri hollustu, fór með bænir á hnjánum við hlið hans. Ég fór niður stigann og rölti ásamt X til baka til borgarinnar gegnum akra með þrosk- uðu komi, blómum þakin engi og gengum raðir espitijáa, samofnum blómsveigum úr vínviði sem á hengu klasar af dökkum ávöxt- um; og þar sem við gengum áfram furðaði ég mig á öllu þessu sakleysi náttúmnnar, fegurð blómanna, blessun ávaxtanna og hvernig í hjörtun mannanna gæti þrifist svo auvirðileg græðgi og biturt hatur. „Ég fæ ekki skilið þetta," sagði ég við X, „mér sýnist helst að eitthvað hljóti að vera athugavert við þær aðferðir sem mað- urinn notar til að færa sér í nyt þessar dýr- legu gjafir Guðs.“ „Ég óttast að það sé satt,“ svaraði hann, og að mistökin spretti af þeirri verstu og fmmstæðustu af öllum syndum — synd eig- ingiminnar. En það vandamál látum við skap- aranum og mannkindinni sjálfri eftir. Þau finna örugglega einhvemtíma ráð saman. Fjóla Karlsdóttir þýddi. Antonio Fogazzaro (1824-1911) fæddist í Vincenza á Norður-Ítalíu. Fogazzaro átti starfs- ama ævi, bæði sem öldungadeildarþingmaður og rithöfundur. Hann lærði lögfræði en helg- aði tíma sinn að mestu ritstörfum. Skáldsögur hans (og þá sérstaklega „Dýrlingurinn'') færðu honum alþjóðlega frægð. Á þeim tíma er hann var sem afkastamestur skrifaði hann nokkur bindi af frábærum smásögum, og meðal þeirra er „Erfðaskrá bóndans".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.