Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 10
mannvirki renna meira saman við umhverfi sitt, ekki sízt vegna ásælni tímans tannar. Við tyllum okkur á veggjarbrot við kirkju- garðinn. Núverandi kirkja í Hrauni var reist árið 1885, timburkirkja á hlöðnum grunni, 12x7 álnir að stærð „með góðu bindingsverki og grjót á fótstykkjum upp undir glugga" segir Holtsprófastur, sr. Janus Jónsson, í vísitazíu þann 13. september 1887. Kirkjan var upphaf- lega lögð spónþaki með listuðum veggjum. Nú er hún klædd bárujárni. Merkir munir og fornir hafa prýtt kirkjuna, meðal annars alt- aristafla frá 1751. Hraunskirkja var helguð heilögum Þorláki í kaþólskri tíð. Árið 1971 var kirkjan aflögð sem guðshús, en þá voru liðin tæp fimm ár frá því síðasti bærinn í Keldudal fór í eyði. Hraunskirkja er nú í umsjá Þjóðminjasafns- ins. Heimamenn hafa varið húsið skemmdum, svo ekki sýnist óyfirstíganlegt að færa kirkj- una til síns fyrsta forms. Rýr ríkiskassi mun líklega seint megna það. Því mætti vel hugsa sér að afkomendur genginna kynslóða í Keldudal sameinuðust — líkt og gert var við heyskapinn á Samvinnu forðum — um að heiðra minningu áanna með hæfílegri endur- reisn Hraunskirkju. En fleira minnir á kristnihald og trúariðkun í Keldudal. Frá veggjarbrotinu við Hrauns- kirkju sjáum við yfir að Arnarnúpi, en þar segir í Jarðabókinni frá 1719, að bænhús „hafí að fornu verið en ekki tíðir veittar í manna minni" ... Innan við Arnarnúp er Biskupslending. Um ástæðu nafnsins er ekki vitað. Það kynni þó að vera allt frá tíð Guð- mundar biskups góða (1160-1237), en sagt er að hann hafi komið í Keldudal og hlaðið Altarið í Helgafelli, fjallinu að baki okkur. Er það eldgömul mosagróin hellusteina- hleðsla. Til Altarisins mátti enginn óþveginn líta, að því er sagan segir. Enn má nefna, að við kirkjugarðsvegginn í Hrauni er dálítil lind. í henni var Gvendarbrunnur. Eldra fólk sagði að þangað skyldi ætíð sækja skírnar- vatnið í Hrauni. Vel kann Guðmundur biskup að hafa blessað þessa lind við heimsókn sína í Keldudal. Við göngum að síðustu inn í kirkjugarðinn. Há og grasigróin leiðin geyma hver sinn hluta úr sögu dalsins. Aðeins eitt þeirra er merkt það glöggt að ókunnugum dugi, leiði Guð- bjargar Bjarnadóttur húsfreyju á Arnarnúpi (1851-1936). A því er látlaus steinn ristur nafni hennar. Hugulsamur ættingi kom hon- um þar fyrir nýverið. í augum gestsins verð- ur Guðbjörg því fulltrúi þeirra mörgu sem áttu dalinn að vettvangi lífsins. Hún kom þangað barnung, varð húsfreyja á Skálará og síðan á Arnarnúpi, mátti sjá af bónda sín- um, föður og föðurbróður er Skálarárskipið fórst undan Fjallaskaga um sumarmálin 1888, sat þó jörð sína áfram ein og með reisn, unz dóttir hennar tók við búsforráðum. Óskráð er merk saga Guðbjargar eins og annarra, sem dalinn byggðu ... Sólin er komin út á og mál að kveðja Keldu- dal að sinni. Við þurfum ekki lengur að sæta sjávarföllum til þess að komast innyfír, eins og sagt er — í átt til þjóðleiða. Vegurinn um Eyrarófæru og Hálsa er breiður og góður, alla vega samanborið við götur þær og ein- stigi, sem forfeðurnir máttu feta. Höfundur er kennari við Hvanneyrarskóla. Leiðrétting um kirkjustað- inn á Görðum í Lesbók Morgunblaðsins 21. desember 1992, 44. tbl., er grein um kirkjustaðinn í Görðum. Þar er sagt, að „síðastur presta til að þjóna Garðaprestakalli áður en kirkjustaðurinn var tekinn af og fluttur til Hafnarfjarðar var séra Jens Pálsson". Það er rangt. Hið rétta er, að séra Árni Björnsson, prófastur í Görðum, var síðast prestur við Garðakirkju, áður en hún var lögð niður, en síðasta guðsþjónustan þar var haldin 15. nóvember 1914. Eftir það fóru þó stundum fram jarðarfarir frá kirkj- unni. Séra Árni Björnsson fékk veitingu fyrir Garðaprestakalli 30. júlí 1913 eftir prests- kosningu 19. júlí sama ár. Átti hann heimili að Görðum til 1928. Var hann fyrstur prestur Hafnarfjarðarkirkju, sem tók við hlutverki hinnar gömlu Garðakirkju eftir að Garðasókn sameinaðist Hafnarfjarðarsókn 1914. í umræddri grein er vísað til heimilda í nýútkominni bók „Garðabær — byggð milli hrauns og hlíða". I þeirri bók er sama rang- færslan varðandi það atriði, sem að ofan greinir og undirritaður telur bæði rétt og skylt að leiðrétta. ÁRNI GUNNIAUGSSON Lausnir a verðlauhágatum wmi? PÁrT Iftuu- KÓMU Kieocp IR £vp/>t; etísc ¦ flAKnr ÍPA6> ETOomí ei^íi- Utucöt 'l FIÓI ¦ Í4UM U« -rftÉ ítÆtr Atr £FT« íÁldi) INUC-rlÍ.Ttm S K e f AJ u 5 K A •P u R rif*M (S L /T S FlHfcL.-AWA K A R R A M A fIA«- F A R A N L £ íi. T WA «M e F /J 1 R AWf- £ A L L ; 1« E 1 R 1 r? * Sr««» !u«U<l? T K*SL' ^kíúft* á i L ' A N T t <k fií A r^io N £ T T,' K R A ílí» Mru*. uCKl» b (k B f? £> A rtúfJA. 5 1 9 1 N M MCTI rkXs'* N BakJÞ- 5 ( N i-iT-1*1 wUr KVlF«« L E T X i ILOKtH K A K. A DuFT A 5 K A A st/mh A L fLf\H flíKM»í H Í»TAU. Aí &0« A L róMtus ÞIH&-[ILWMN u BOJA A u R. mttKi N ý 5 *íi-r Á s> Flitr- u F 5 1 X«e»T- «OM*l ofn * Hórp 5 T A ? A N N Á*llllM-ííti'ea. r Í*T* 3 T 'o L. A KfiMlfj Á FíiriD Ni Æ T T btXT-AÍT HUÍ.A <**T« V l l ¦ 'A ú íiroA N A r T A briMiu n 'A L £ Á. u (? ÍIATT N jew* ¦ * MAMHl \ M a 0 L F u R ttVkS A N Ck R 1 IflWA T? A K I rnuM-frNi roa-rílxiK 1* 1 M M i&tws R A U L s 1 N á X-KUt-wrra J &MWT n Á HAflB 12 Á N Tótiri F'TA PAKMÍ Mó-r-r H I o L A fíÉUAR K A 5 P A " K V A B ¦£> A f? fr\M-HLJÍ»*|« T éS flerfti t'iK-AMt-HUiTM M A R A R EU.4B! K 15 A Y H'DKr> M 0 R R A •TOuu fcl T T A íotU> 8lT>?-MM NV-\MCuK -¥ L 'o 51M3-AR iW&U M A 1£«t-F««l '*MfM4 A T (9 Nl" N A u N fi l trwTfií 1? mbtnc HMfil* Tt»K W^JW A 5 1 N N' Æ 1? A N: 5 b T A A RUK-A á it O 5 L A «r*P Ptu-IMtA 1 £> i-wietD N £ y £> TAI.DI L Al T T 1 ÍKtWn V A u ? fttMÞI D 1? 'Ó KA HCtMl IJVrr ELO- 'a + H N [ T A K SK.tH N E 1 £> A ^F*A« U & f? A R HtlMf FVM.I K )e«R KííO-(4WA F Á jgjWJ T 1 N A ¦R KVWSW F A K íiOWd u R I N N fytfw r^^ MtlfiA Ú1MJA tA*K- L A T A N tELTl ^ í? IHamw-! 1UM ú T ^ A U Ni 1 HÓIMI á y «*,LP| Coí-errJio KOHU-HWHÍ 1} 9. A K ftut/» 'A N A >f ft* R u T Hftfip >¦ w«« N £ T T OLDU KMÖK«| u r Y fj*(í U T A X ---—- ^ R A 5 A Í ¦isf. l RAIK-IR T £K*tt i flfi A ? A fc N 1 V FJAU. £ 5 I A Htr<p r? £ N N £vei ó b ! KXHiu FOR-re»«R «M!t.rt ÍKEL- + A S> A K PÍLA.N 0 f? 1 N H^NO- N A PUKS-AST L A u N. A í T FÆÐA M«.|. £> r 1 K A H K Á HÍt-oiu J A 6l A 5 'l r? A N A 1? r\Uá«M ÓTT^ fc«M i 'l fthM- A R A KtrLi £ ? b L U R g»»- A U 5> N MMM- N A ía"»-t-IMO Kmm« V|T|« ^úl? fvrtoi 8 A H H ÍKóli U A HAÓ s K A K ÍLM^ A N 4 A £tí/iA A H N (xet.r /W4 6£)& 6Í>fS MÍÍ.W" A»l N A O L á U FÆDD A L 1 N N 5M0-INC. A LJÓMI 6l L i T FiAN filBl-utnMt UCTI H A K) A Ck A N ^ U R £v K Á N A é- T: A u R A «*,« A & A N N: R A d U 1 N 5 A N ÍUfir. ULL þ -r R U K KROSSGATA. Verðlaun hlutu: Kr. 16.000: Kristján Hálfdánsson, BJarmastíg U^ Akureyri. Kr. 12.000: Kristín Sigurðardóttir, Olafsvegi 9, Olafsfirði. Kr. 9.000: Emil Hallgrímsson, Miðvangi 104, Hafnarfirði. £.r(o; »1 •.:é''.'i0i ¦'l"',1' -:¦¦¦:.: ¦;<','¦> lUR 5UNP <AlLiEUl*|<>*irinbir»u«rlbn(ta.f n-fei MYNDAGÁTA. Verðlaun hlutu: Kr. 16.000: Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, Gilsbakka 1, Seyðisfirði. Kr. 12.000. Sigurbjörg Lárusdóttir, Baldursgötu 9, Reykjavík. Kr. 9.000: Guðný Pálsdóttir, Sigtúni 27, Patreksfírði. LAUSNIN: Þótt við séum nú í öldudal er ekki ástæða til að leggja árar í bát. Áður hefur blásið vel á móti og barlómur bjargar engu. Mestu varðar að standa saman og forðast sundurlyndi. yiiimyniiaiiiiiM|itnitfti<»iiimi HUGO VON HOFMANSTHAL Eigið mál Stefán Snævarr þýddi úrþýzku. Óx þér mál í munni taug í þinni mund Dragðu alheim til þín! Dragðu! elia muntu sjáifur seildur verða. Hugo von Hofmansthal (1874-1929) var austurrískt skáld sem ávann sér frægð kornungur. Hann var einnig þekktur fyrir leikrit sín og „librettó" við óperutónlist Richards Strauss. Þýðandinn kennir heimspeki við há- skólann í Björgvin. Hann vill láta koma fram að hann naut aðstoðar föðurbróð- ur síns, séra Stefáns Snævarrs, við þýðinguna og er hún helguð minningu hans. KRISTJAN ARNASON Sölvi Helgason Ég sé þig rölta hægt í hlaðið, hærur öldungs blakta síðar. Rósum prýdda rytjublaðið réttir fram til nýrrar tíðar. Upp á móti ætíð braustu aldar þinnar valdi ströngu. Upp að skera af því hlaustu ævilanga píslargöngu. í fegurðar og frægðarþorsta fjötruð var þín sálin kvalda. Þoldi ei þitt raup og rosta ræfildómur snauðra alda. Hefðir þú í heiminn getinn hundrað árum verið síðar, vísast er þú værir metinn virðing mesta Sléttuhlíðar. Sagan endur- tekin? Aftur í miðalda myrkvaðri tíð, mótaðri helvítis eldi. Krossins oghálfmánans heilaga stríð, var háð móti djöflanna veldi. Svo rann upp hin nýja og um- breytta öld, með arðsemis matinu hörðu. Menn deildu ei lengur um djöfl- anna fjöld, en dreymdi um himin á jörðu. Á vegi til landsins íárroðans átt, hvar allsnægta dísirnar búa, menn völdu sérýmist — á vit- rænan hátt —, til vinstri eða hægri að snúa. Til vinstrísvo endarhin varðaða braut, ívega og botnlausu feni. Á veginum hægrí er vaxandi þraut, með verkjum og andlegu sleni. Véfréttir svör eigi veita í því, hver verður að niarkinu fyrstur. Á hólminum máske þeir mætast áný, Múhameð gamli og Krístur. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.