Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 5
Ólafur farið þann dag. Alltaf klúður með þenna Sokka. Og nú kom hann einn upp í Asláksstaðatún. Ólafur hafði lofað Huldu, systur minni, 6 ára gamalli, að hún færi með sér í þessa Gæsavíkurför, til að tína skeljar. En síðan var súld og leiðindaveður, og svo kom hann í gærmorgun, á sunnudagsmorgni, gat ekki frestað ferðinni lengur, því að einhver maður úti í löndum þurfti, fyrir haustið, að fá ölgurn- ar, sem uxu á steinunum í Gæsavík. En á sunnudaginn var vont veður, hryss- ings norðangjóstur, með rigningarhraglanda, og gránaði jafnvel í flöll, svo Hulda gat ekki farið með í því veðri. Þess vegna staðnæmd- ist Ólafur stutt á Möðruvöllum í það sinn, lét ekki Huldu sjá sig, kom til að afgreiða „Norðurland“, skrifa utan á til kaupenda þar í sveitinni, en blaðið hafði komið innan frá Akureyri á laugardagskvöld - og rétt renndi út úr kaffibolla, sem mamma kom með til hans, og var horfinn út úr dyrunum, áður en ég vissi af. Hvarf hann einhvem veginn skyndilega út úr dyrunum, hugsaði ég í bamslegri ein- feldni minni? Á þetta að verða síðasta sinn, sem ég sé hann? Síðasta myndin af honum, þar sem hann gekk álútur út úr forstofunni, og sneri ekki við, þó að ég stæði fyrir aftan hann, en kastaði á mig kveðju og sagði: „Sæll, vinur Valtýr“? Nei, og aftur nei. Þetta gat ekki verið. Hann hlýtur að koma. Hann er ekki vanur að gera boð á undan sér. Sveitin er stór, og margar vistarverur úti og inni. Og Sokki tollir aldrei, þar sem hann á að vera. En fullorðna fólkið var hrætt um, að Ólaf- ur hefði farið í Hörgá - drukknað. Þannig skildist mér hljóðið í því, er fram á daginn kom. Mamma sendi mann yfir að Hlöðum. Þangað hafði Ólafur komið um kvöldið, á heimleið frá Gásum. Hann hafði stanzað þar um stund, beðið eftir kaffi. Þaðan hafði hann farið í ljósaskiptunum. (- Um kvöldið, eftir að Ólafur fór frá Hlöðum, sátu þau hjónin, Halldór og Ólöf, um stund og spjölluðu um Ólaf, einkum um það, hvað af honum myndi verða í ellinni. En þá var hann liðið lík í ánni rétt hjá bæn- um.) Þau hjónin, Halldór og Ólöf, höfðu ekki innt hann neitt eftir því, hvort hann ætlaði að Hofi eða Möðruvöllum. En slóðin hans var nú rakin frá Hlöðum, suður eftir melunum, sunnan við túnið, niður eftir melhaus einum sunnanverðum, sem gengur fram í Hörgá, beint gegnt Möðruvöllum, og út í ána voru spor Sokka rakin og upp úr ánni hinum megin. En þannig hagaði til þarna, að áin var grunn nálægt bakkanum, en hyldjúpur áll, er kom út í hana miðja. Og þessi áll hafði þarna myndazt í vatnavöxtum um vorið. En eins og allir vissu, skeytti Ólafur aldr- ei um vöð í Hörgá, því sízt nú haustdaginn, þegar áin var hrælítil. Og oft hafði hann kannske riðið ána þama, áður en állinn mynd- aðist. Því þetta var í raun og veru í beinustu leið frá Hlöðum að Möðruvöllum. Hvað átti ég nú að hugsa, er ég hafði fengið þessi tíðindi öll? Ég gat helzt ekki hugsað neitt. Eirðarlaus allan daginn. Allt heimilisfólkið sömuleiðis. Þær ótrúlegustu getgátur og hugmyndir heyrðust um það, hvar Ólafur gæti verið niður kominn. Ég tók þeim öllum fegins hendi, sem höfðu í sér einhverja lífsvon. Leitinni var haldið áfram meðfram ánni. Einhveijum sýndist allt í einu, að dekkri skuggi væri en vant var í viki einu við eystri brúarstöpul Hörgárbrúar, heim frá Möðru- völlum að sjá. En þar vom engin óvenjuleg verksummerki. Og hinn nístandi kvaladagur leið, dagur- inn, sem byrjað hafði með alls konar vonum, en leystist upp í þrotlausum ótta. Ég smeygði mér inn til vinnumannanna, er þeir komu heim um kvöldið úr leitinni. Ekki þorði ég að spyrja neins. En ég hlust- aði á tal þeirra, og aðrir, sem heima höfðu verið, spurðu. Einn bezti vinur minn í þeirra hópi varð til þess að svipta mig allri von. - Það er engum vafa bundið, sagði hann, hvert hann hefir farið. Við fundum svipuna hans í ánni fyrir framan Sandhólmasýkið. Mér fannst tæplega að þessi maður gæti verið jafn góður vinur minn og áður, sem varð til þess að segja mér frá þessu. ★ Enn önnur nótt skall yfir Hörgárdal, án þess að vitað yrði með vissu um afdrif Ólafs Davíðssonar. Nóttin afhjúpaði það, sem enn var óvíst. Þorsteinn Daníelsson, bóndi á Skipalóni, hafði verið með í leitinni um daginn. Gott, ef hann hafði þar ekki forystu. Um nóttina dreymdi hann, að Ólafur kom til hans, stuttur í spuna, og taldi þeim hafa farizt klaufalega leitin. „Ég er fyrir neðan Hólmataglið," sagði Ólafur í draumi Þorsteins. Þangað fór Þor- steinn í býtið á mánudagsmorguninn. Þar skammt frá fann hann lík ðlafs rekið úr ánni. ★ Líkið var borið frá ánni og beina leið heim að Hofi. Einn af þeim, sem fóru þá ferð, sagði mér síðar, að þeir líkmennirnir hefðu staðnæmzt þar fyrir neðan túnið. Allir höfðu þeir kosið sig undan því hlutverki, að bera Ólaf liðið lík heim til þeirra Hofshjóna, síra Davíðs og frú Sigríðar. Einn þeirra tók upp vasaklút sinn þarna í túnfætinum og breiddi yfir and- lit Ólafs. Þegar líkmenn voru komnir upp bratta hlaðbrekkuna að Hofí, kom sr. Davíð hvat- lega til dyra á móts við þá, vatt sér að lík- inu, tók klútinn af andliti þess, og mælti á þá leið, „að hann vildi engan hégómaskap hafa hér“. Ekki skildu líkmennirnir til fulls, eftir því sem sögumaður sagði mér, þessi tilþrif sr. Davíðs, hins hægláta, hógværa manns. En á þetta var litið sem svo, að hann að þessu sinni hefði átt erfitt með að dylja geðshrær- ingar sínar, eins og hans annars var vandi. (Sex árum áður hafði Ólafur komið í föður- garð eftir 15 ára útivist. Söguna af móttökun- um þá sagði sr. Geir Sæmundsson mér, er hann bjó mig til fermingar, sem eitt hið ákjós- anlegasta dæmi um fyrirgefningu.) Vínhneigð Ólafs var kennt um, að hann lauk ekki námi, og var hún talin ógæfa hans. Þannig mun faðir hans hafa litið á. Fargjöld höfðu honum verið send nokkrum sinnum, en þau farið sína leið, og Ólafur setið þar, sem hann var kominn. En sr. Davíð hafði ekki fyrr leitt hann til stofu heima á Hofi, er hann loks kom heim, en hann mælti við son sinn þessum orðum: - Fyrst þú nú ert kominn heim, Ólafur minn, heldurðu við ættum ekki að fá okkur „einn gráan"? - Aldrei skyldi það skemma, sagði Ólaf- ur, en það var orðtak hans. Og drukku þeir feðgar sáttabikar sinn í dönsku kornbrenni- víni. Þegar boð komu til Möðruvalla um líkfund- inn, var ég staddur úti á hlaði. Vissan um, að ég hafði misst Ólaf Davíðsson, gagntók mig með skelfingu. Jafnaldri minn og leik- bróðir, Hallgrímur Sigtryggsson, var þar nálægt. Það var eins um hann. Við þutum í felur og skældum hamslaust. Við ætluðum að bera harm okkar tveir, láta hitt fólkið og allan heiminn vera utan við það. En hvernig áttum við að geta lifað án Olafs Davíðsson- ar? Það var okkur ráðgáta, hörmuleg tilhugs- un - missa manninn, sem allt vissi milli him- ins og jarðar, sem við þurftum að vita, og ætlaði að kenna okkur allt, sem við gátum lært. Því kennsla hans var aldrei kennsla í þess orðs leiðinlegu merkingu. Kennsla hans var handleiðsla og leikur, þar sem hver dag- ur átti mörg fagnaðarefni. Hann var leikbróð- ir og kennari í senn. Slíkan mann myndum við aldrei fyrirhitta á lífsleiðinni, sem eins og hann gat sett sig í okkar spor, með alla sína þekkingu og lífsreynslu sezt á bekk með börnum eins og okkur. Um kvöldið, þegar vinnumennirnir voru fyrir stundu komnir heim, kallaði Grímur á mig upp á „Öskuhól". Hann hafði frá tíðind- um að segja. - Veiztu hvað, segir hann. - Þeir fundu hann við litla hólmann, þar sem við tíndum eyrarrósir með honum um daginn. Þeir los- uðu gijótið úr grasatínunni hans þar á eyr- inni. En til þessa var forsaga. Við höfðum setið niðri í Neskotshólum sólbjartan dag, til þess að gæta kúnna, er voru á beit úti í Nesflóa. Kýrnar böðuðu sig í sól og efju og voru hinar makindalegustu, svo við höfðum gott næði til hvers sem var, en höfðum ekki fundið neitt verkefni fyrir daginn. Allt í einu er Ólafur þar kominn. Hann sér og skilur iðjuleysi okkar, og segir, að nú sé það mátulegt, að við „botaniserum“ með sér. Upphefð okkar var ekki lítil, er við heyrð- um, að við gætum gert gagn í þeim víngarði. Þannig var mál með vexti, að Ólafur þurfti að senda ákveðna tegund af eyrarrós til Austurríkis. Hann þurfti, að mig minnir, 250 eintök. Tegund þessi óx í litlum hólma í Hörgá, þar skammt frá, en hægt var að ganga í hólmann þurrum fótum, er áin var lítil. Við erum léttstígir með Ólafi út í hólm- ann. Og brátt er komið nóg í grasatínuna af eyrarrós. En þá var að endurgreiða okkur fýrir að- stoðina. Vestan við hólma þennan var lygn hylur. Fyrst tók Ólafur að kenna okkur að flytja kerlingar þar, eftir „kúnstarinnar regl- um“. En þegar við vorum taldir fullnuma í þeirri list, segir Ólafur: - Jæja, strákar. Nú er bezt að ég sýni ykkur, hvernig maður fer að því að synda. Og síðan fletti hann sig klæðum, og lagð- ist til sunds yfir hylinn. Hann synti þar fram og aftur um stund, og sneri síðan að hólmanum, þar sem við stóðum. - Á ég að senda ykkur út í vatnið og sækja ykkur svo? sagði hann. Við færðumst undan því. En næsta sumar ætlaði hann að kenna okkur að synda þarna í hylnum. I þetta skipti skyldum við þó læra, að hræðast ekki vatnið, óttast ekki þessa á, sem var svo lítil og ómerkileg í augum Ólafs. Hann sagði okkur að vaða út í strenginn í ánni austan við hólmann. Hann vildi sjá, hve langt við þyrðum að vaða. Kannske kom- izt þið yfir ána, sagði hann, ef þið eruð nægilega vogaðir. - En þó straumur taki ykkur og kasti ykkur flötum, þá gerir það ekkert til, því að ég er hérna hjá ykkur, og get sótt ykkur út í strauminn. Svona var hann í okkar augum, yfirmaður og herra þessarar ár. Lengra og lengra óðum við út í strenginn, eftir hans fyrirsögn, en þó ekki svo langt, að við dyttum, heldur leituðum sama lands, því geigur var í okkur við strauminn, þó hjálp- in væri svona nærri. Svona var allt. Aldrei tíndum við maríu- vönd oftar með Ólafi, aldrei sýndi hann okk- ur neitt oftar, né kenndi. Og nú lá steinahrúg- an úr grasatínunni hans á hólmanum, þar sem við vorum að leika okkur fyrir nokkrum dögum, þar voru þeir, með ölgunum á, sem áttu að fara á náttúrugripasafn í útlöndum. Þarna voru þessir steinar, sem hann hafði steypzt með ofan í hylinn, grjótið, sem kannske hafði rotað hann, eða dregið hann í djúpið, svo hann gat ekki tekið þau sund- tök, sem hann hafði sýnt okkur einmitt þarna. Gat veruleikinn verið svona líkur tilbúinni sorgarsögu? Hvernig áttum við, tíu ára gaml- ir, að geta lifað og orðið fullorðnir menn, ef mannslífið gat orðið svona afskaplega ömur- legt? Aðfaranótt föstudags kom faðir minn heim af þingi. Hann hafði verið samferða fleiri norðanþingmönnum landveg. Þeir áttu von á, að Ólafur mætti þeim í Óxnadalnum. Þeir höfðu hlakkað til þeirra samfunda. Þangað fór móðir mín til móts við þá. 25 kílómetra veg frá Möðruvöllum mætti þeim, nokkurra daga gömul, fregnin um andlát Ólafs. Svo lengi voru markverðar fréttir að berast um landið í þá daga. Sunnudaginn 12. september var sunnan- blær og sólskin yfir dalnum. Þegar við vorum að borða morgunmatinn, sagði pabbi við okkur systkinin: - Nú í dag fer ég út að Hofí. Þið megið koma með mér. Ég fann strax, að hann ætlaðist til þess. Við förum gangandi, sagði hann, svo fólkið á Hofí hafí ekkert umstang af hestun- um. Við lögðum af stað um nón. Á leiðinni út Spónsgerðisholt og niður fyrir Neskotshóla var pabbi við og við_ að sýna okkur blóm, sem voru á vegi okkar. Ég fann vel, að hann hafði í huga, hve mikið við höfðum misst, bömin hans. Og hann vildi koma þar i staðinn, þó hann muni hafa vitað sem var, að oftast hamlaði annríki honum og alls konar skyldu- störf. Ég gekk við hönd hans í hálfgerðri leiðslu. Þetta, sem framundan var, var svo yfirgengi- lega óskiljanlegt. - Að eiga nú í dag að sjá Ólaf, sjá hann sjálfan, þó hann væri farinn fyrir fullt og allt. Tilhlökkun og kvíði börðust í huga mér. Þegar við komum út á Möðruvallanesið, lögðum við lykkju á leið okkar og gengum fram hjá hólmanum, þar sem við á dögunum tíndum eyrarrósimar. Skotraði ég augunum út í hólmann, til þess að vita, hvort ég sæi steinana úr grasatínunni. Jú, þarna á miðjum hólmanum, þar sem hæst bar á, var ofur lítil steinhrúga. Ekki sagði ég pabba frá steinunum. Mér fannst það myndi auka harm hans, að sjá þessa þungu hnullunga, með flömgróðrinum á, þetta miskunnarlausa gxjót, sem hafði rotað bezta vin hans, eða dregið hann niður í Hörg- árhyl og drekkt honum. Enga harma skyldi ég auka honum með því að láta hann standa augliti til auglitis við þetta gijót. Hér var sem ég sæi þá, með þaralíum á, brimsorfna, saltborna, máske með alls konar skrípamyndum úr þara og salti. Þarna lágu þeir í hrúgu í hólmanum, og biðu eftir því að gleymast. Svo kemur veturinn og ísalög á ána. Kannske standa þá aðeins efstu hnullungam- ir upp úr. Og svo kemur straumur yfir ísinn og veltir þeim á undan sér, eitthvað í burtu. En hinir festast í ísinn. Og svo kemur leysing- in, og áin brýtur af sér, og þeytir jökunum, og steinahrúgan tvístrast og eyðist, svo eng- inn getur þekkt og fundið hnullungana, sem drápu Ólaf Davíðsson fyrir mér og fyrir öll- um, sem þótti vænt um hann, og eyðilögðu allt, sem hann átti eftir að gera í lífinu. Við vomm ekki fyrr komnir upp á bæjar- hólinn á Hofi, en sr. Davíð kom út á móti okkur. Hann ávarpar okkur glaðlegur í bragði og segir: - Þama komið þið, göngumóð, og verið þið öll velkomin. Faðir minn svaraði eitthvað á þá leið, að göngumóður væri víst hann einn - sem bet- ur færi - því við börnin værum léttari en hann upp á fótinn. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin aug- um, er ég sá sr. Davíð með svona yfírbragði. Hvernig er þetta? hugsaði ég með mér. Bitur ekkert á þetta gamla fólk? Þolir það allt heimsins mótlæti, hvað sem á dynur? Er inn kom, varð mér fyrst litið á frú Sig- ríði - frúna á Hofi, svo hét hún alltaf. Var hún með sama yfirbragði og sr. Davíð? Mér var nærri því hugarhægð í því að sjá, að svo var ekki. Frúin á Hofi var öðruvísi en aðra daga. Hún gekk um eins og í leiðslu. Þó hún sæi okkur, talaði og tæki í höndina á okkur, var eins og hún sjálf væri langt í burtu - hún átti ekki heima hjá sér. Hún sem hafði svo sterkt handtak, hlý og björt augu, hún, sem venjulega gat horft á mann með sínu sterka augnaráði, eins og læsi í huga manna, hún horfði ekki á neinn í dag. Við vorum leidd inn í hjónaherbergið í suðurenda hússins, án þess að fara venjulega leið gegnum stássstofuna. Þar sá ég strax, að líkið myndi vera. Við settumst, systkinin, á rúm gömlu hjón- anna, meðan þeir sr. Davíð og pabbi töluðu saman. Gegnt okkur í herberginu var púffið, sem sr. Davíð sat venjulega á; er hann var við ritstörf, en á veggnum uppi yfir hékk stór mynd af Marteini Lúther, með hrokkið hár og stóran fjaðrapenna, eins og Hjaltalín á Möðruvöllum notaði. Uppeldisdóttir sr. Davíðs, Ragnheiður Valtýr ásamt Ólafi Davíðssyni og Huldu Stefánsdóttur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JANÚAR 1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.