Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 7
seei HAOMAL .82 HUOAflHAOUAJ QIÖAJHVÍUOHOM a 8 Þessi litfagra Ijósmynd er aðalmynd með umfjölluninni um Ráðhúsið ogsýn- ir það í afar hagstæðu Ijósi vegna lýs- ingar að utan og innan, sem gerir allt umhverfið fegurra en það írauninni er. Fjallað um ráðhúsið í The Architectural Review Trúlega eru ekki margir utan við hóp arkitekta, sem sjá tímaritið The Architectural Review. Það er gefið út í London, en umfjöllun þess um nýjar byggingar spannar allan heiminn og þar er að vonum alltaf eitthvað, sem bæði er Brúin og Ráðhúsið speglast í Tjöminni. Eins og sjá má, hefur hluti myndarinnar verið notaður á forsíðu blaðsins. Ráðhúsið í Reykjavík hefur verið til umQöllunar í brezku tímariti um byggingarlist, The Architectural Review. Forsíða tímaritsins The Architectural Review með mynd af Ráðhúsinu. fróðlegt og nýstárlegt. í hefti sem hingað barst í desember er til að mynda fjallað um nýjan miðbæjarkjarna í La Paz í Bóliv- íu, skóla í Brezku Columbíu á vesturströnd Kanada, tjaldhýsi í Queenslandi í Ástralíu, hús yfir afnska stofnun í Burkina Faso, hús yfír þróunarstofnun á Indlandi og hvað haldið þið: Ráðhús í Reykjavík. Ekki nóg með það; Ráðhúsið er á for- síðu tímaritsins og fjallað um það á 5 síð- um á undan öllu því, sem hér er talið upp að framan. Með því að velja Ráðhúsið á forsíðu er blaðið tvímælalaust að segja: Sjáið, hér er mjög athyglisverð bygging! Ljósmyndari blaðsins, Dennis Gilbert, hefur unnið svo frábært verk, að aðrar eins myndir hafa a.m.k. ekki sést opinber- lega af Ráðhúsinu. Einkum vekur athygli mynd sem hann hefur tekið með gleið- hornslinsu í ljósaskiptunum. Borgarstjóm- arsalurinn er uppljómaður og bæði hann og hluti hússins speglast í litlu Tjöminni við innganginn. Þetta er ævintýraleg mynd og þarf vitaskuld séstakar aðstæður til ná þessu svona. Á dæmigerðum gráum degi er ekkert af þessum litum þarna; grámuskan ræður þá alveg ferðinni. Raymund Ryan, sem greinina skrifar, rekur skilmerkilega uppbyggingu hússins, það er fremur fram sett sem kynning en gagnrýni. Hann segir þó að höfundarnir, Margrét Harðardóttir og Steve Christer hafi náð jafnvægi milli arkitektúrs og hönnunar, og á milli staðarlegra og alþjóð- legra tengsla. Sú niðurstaða í greinarlok er þó nokkuð langsótt, að sundið sem verð- ur á milli húsanna og vatnið sem þar er, hafí vísun til Almannagjár á Þingvöllum, þar sem Alþingi var stofnað. Öll er þessi umfjöllun sett fram í jákvæð- um tón, en staðsetning greinarinnar í blað- inu, svo og á forsíðu, segir þó mest. Eins og hæfir blaði sem vill láta taka sig alvar- lega, er allt á hófsömum nótum; hvergi hástemmt lof og niðrandi athugasemdir ekki heldur, nema ef vera kynni, að höf- undinum þykir Ráðhúsið minna á vatns- aflsstöð, séð yfir Tjörnina. („from Aaltoá Nordic House and the University - the stoaed box ascends from the lake like a mechanistic facility; an undecorated vi- brant thing, at times resembling a hydro- electric installation.“) Þetta er ekki fráleitt. Ráðhúsið mundi taka sig vel út, til dæmis við Búrfell eða Sigöldu, og þá væri enginn í vafa um hverskonar hús það væri. Höfundur greinarinnar í The Architect- ural Review fór ekki mörgum orðum um höfuðborgina; nógu mörgum samt til að sjáist hvemig hún hefur komið honum fyrir sjónir. Hún er að hans dómi „sprawl- ing, four-wheel drive suburbia", eða „dreifð torfæmbíla-úthverfí“, sé þetta þýtt eins og beinast liggur við. Þetta er sú ein- kunn, sem Reykjavík fær. Annaðhvort hefur gatnakerfíð komið höfundinum svona skelfílega fyrir sjónir, að hann ímyndar sér að við verðum að vera á bílum búnum aldrifi, - ellegar hann hefur séð jeppa við annað hvert hús og tali þar af leiðindi um „four-wheel drive suburbia“. Steve Christer, arkitekt ráðhússins ásamt Margréti Harðardóttur, taldi að það væri hin óvenjulega jeppaeign, sem hefði vakið athygli hans og því tæki hann svo til orða. Ennfremur segir svo í greininni: „Hérna í gamla Nýja Heiminum, er maður enn á útmörkunum; augun leita eðlilega út að sjóndeildarhring". Hann notar reyndar hugtakið „Frontier Country" úr sögu Bandaríkjanna, bæir eða byggðir á út- mörkum, næst Indíánasvæðunum, voru nefndir svo. Við erum að skilningi höfund- arins á útmörkum, og þá líklega á útmörk- um hins byggilega heims- og höfuðborgin er eitt allsheijar úthverfí. Ekki kemur það á óvart. í næstu Lesbók verður hugað nánar að skipulagi Reykjavíkur í ljósi þess sem hér hefur komið fram. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JANÚAR 1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.