Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Page 4
Algeng en ömurleg sjón á átakasvæðunum í fyrr- um Júgóslavíu: Kona og barn hafa yfirgefið heimili sitt og eru með aleiguna í tveimur handtöskum. Þannig er hinn daglegi veruleiki hjá fjölda fólks í Indlandi. Húsakynnin sjást að baki, en þvott- urinn er þveginn uppúr pollinum á götunni. Mannlegur harmleikur - pólitískar lausnir K atmandu er jafn góður staður til að byija þessa ferð og hver annar. 300 þúsund manna borg í Himalayafjöllum í litlu konungsríki sem nýlega ákvað að verða hluti af nútímanum. Þarna er eins og allar aldir steypist saman í „Auðvitað var barnaskapur að gleyma því að þótt kalda stríðið hefði málað heiminn í hvítu og svörtu þá var hann alls ekki þannig. Það var barnaskapur að gleyma því að þó risaveldin í vígbúnaðar- kapphlaupinu hefðu skilgreint vandamál heimsins eftir sínum línum - þá voru þau auðvitað allt önnur. Greinarhöfundur ferð- aðist víða á liðnum misserum og rekur dæmi um vantrú sína á hefðbundnum póli- tískum lausnum á þeim vandamálum sem við blasa.“ Eftir STEFÁN JÓN HAFSTEIN hringiðu þröngra stræta. Eilífðin og árþús- undir birtast í öllum þessum litskrúðugu guðum á húsveggjum, þökum, hornum og öngstrætum, guðum sem vaka yfir og eru hluti af öngþveitinu. Aldir birtast í musterum þar sem berir fætur hafa slípað þykka bjálka, fingur roðið smyrslum á máð líkneski. Helg- ir menn og munkar eru fulltrúar tímaleysis, en myndbandaleigur, opineygir ferðamenn og dúndrandi bifreiðar sönnun þess að við erum stödd þarna á ofanverðri tuttugustu öld. Fortíðin er nákvæmlega jafn rétthá og nútíðin með einhveijum furðulegum hætti. Að því er virðist. Ef ekki hefðu komið til uppþot, blóðbað og ógnanir hefði verið auð- velt að láta blekkjast. En auðvitað hlýtur það að vera í Katmandu eins og svo víðar annars staðar á jörðinni um þessar mundir að óljós hugmynd um sjálfan sig rekst með banvænum hætti á grátmúr fortíðarinnar. Daginn eftir að ég kom inn í þessa heill- andi borg voru 19 drepnir á hallartorginu þar sem gömlu musterin standa voldug og svipmikil. Eða 30? Tölum lögreglu og mót- mælanda bar ekki saman. í gömlu borginni var spenna í loftinu, yfir þröngri götu hékk brúða með snöru um háls. „Forsætisráðherr- ann“ sagði einn vegfarandi glottandi. En hann glotti ekki þegar glumdu við hróp og köll og hópur manna ruddist niður hlykkjótt stræti með skelfingarsvip vegna þess sem rak flóttann. Þeir skutust inn í hús, undir sölutjöld og gufuðu upp í þvögunni einn af öðrum. Enginn kom á eftir til að jafna um þá í þetta sinn, en fleiri voru drepnir daginn eftir. Nepal, þetta litla fjallaríki, er að þokast inn í hugmyndaheim 20. aldarinnar. Lýðræð- ið er eitthvað sem heyrist nefnt - í kapp við byssurnar. Katmandu er bara einn stað- ur af mörgum. Annar staður af mörgum: flugvél hlaðin hjálpargögnum lufsaðist þunglamalega inn meðfram heitri strönd Indlandshafs ná- kvæmlega þar sem sjónvarpsfréttakortin hafa keppst við að útskýra að héti Hom Afríku. Sómalía er ein af þessum óuppgerðu sök- um kalda stríðsins, en ekki bara kalda stríðs- ins. Jú, risaveldin höfðu keppst við að víg- væða landsmenn meðan þau höfðu hag af og séð í gegnum fingur sér við einræðisherr- ann. En svo misstu þau áhugann og í borg- arastyijöld sem kom í kjölfar þíðunnar í al- þjóðastjómmálum, komu sér vel vopnin fyrir hina nú heimskunnu stríðsherra. Tugir og hundmð þúsunda sultu í hel samkvæmt hinni nýju skipan heimsmála. En það er þó alltof einfeldningslegt að segja að betra hefði verið að hafa landið áfram sem herstöð, þá hefði hungrið aldrei komist á það stig sem það gerði. Því það voru landsmenn sjálfir sem bámst á bana- spjót og sáust ekki fyrir í þeim efnum. í Mogadishu reis sólin yfir vopnað stjórnleysi smáheija, glæpaflokka og stríðsherra sem vom af fremsta megni að murka lífið úr fjöl- skyldum og vinum óvina frá fomu fari. Þeim stóð nákvæmlega á sama um hungur í öðmm landshlutum eða borgarhlutum ef út í það var farið. Það var eins og þeim kæmi minnst við af öllum í heiminum að fjórða hvert barn í Sómalíu var dáið eða að dauða komið. 011 heimsbyggðin reytti hár sitt í örvæntingu yfir því hvernig komið var og ásakaði sjálfa sig - með réttu - en ekki þeir sem næstir stóðu. Þeir beittu banhungmðu fólki fyrir sig sem agni, til að hirða frá því líknina þegar hún loks barst. Mogadishu var eins og viðvörun um það hvernig lífið yrði að lokinni siðmenningu. Villimennska. Og dæmi sá ég inni á sjúkra- húsi sem búið var að koma upp innan veggja borgarfangelsisins. Það var verið að gera skurðaðgerð á fimm ára dreng. Stór skurður var á maga. Hann var hulinn klæðum að öðru leyti. Læknirinn var að sauma hann saman, leit upp og sá komumenn. Hann lyfti klæðinu sem lá milli fóta drengsins og við blasti stórt sár. Litli limurinn var sundurtættur og það sem hefði með þroska átt að verða kynfæri hans rifið burt svo við blasti bólgið og tætt hold. Það hafði verið skotið undan honum. Barnið hafði verði tekið með valdi, flett klæðum og kúl- unni beint á þennan stað, ekki að hjarta eða höfði, heldur einmitt milli fóta þess. Óvinir fjölskyldunnar vildu tryggja að þessi drengur fengi aldrei notið ásta með konu og getið afkvæmi. Það var í New York að ég hitti gamla vinkonu úr skóla. Hún er Króati, þegar við kynntumst var hún Júgóslavi. Hún hafði engar góðar fréttir frá Balkanskaga frekar en aðrir. Systir hennar býr í Zagreb með ömmu þeirra, sem nú lifir í þriðja sinn í sínu lífi ógnir stríðsins. Systir hennar er geðlækn- ir í Zagreb. Hún talar ekki mikið um það sem hún fæst við, en það er aðallega fólgið í því að reyna að búa til líf iyrir þær konur sem koma til hennar frá átakasvæðunum. Þetta eru konur sem teknar voru herfangi af Serbum. Þeim var haldið með valdi í bygg- ingum og gætt af vopnuðum vörðum meðan hermenn voru hvattir til að nauðga þeim. Þúsundir kvenna máttu þola þess konar sví- virðu dögum og vikum saman. Ánauðinni lauk ekki fyrr en sýnt var að þær voru van- færar orðnar, en þó ekki sleppt fyrr en fóstr- ið var orðið of gamalt til að eyða því. Þá voru þær sendar yfir línuna. Mér skildist að algengustu viðbrögðin væru fullkomin af- neitun. Afneitun á því sem hefði gerst, á því sem ætti eftir að gerast, afneitun á eig- in tilveru. Morguninn sem ég kom til Lundúna frá Katmandu vaknaði ég við sjónvarpið. Það var ein útsending frá Los Angeles. Borgin brann, lögreglan hafði hörfað undan byssu- mönnum sem höfðu öll ráð í hendi sér. Allur heimurinn horfði í gegnum myndavél í þyrlu þar sem brennuvargar fóru hamförum. Á götuhorni gekk maður fram meðan mynda- vélin sendi atburðinn heimshoma á milli - hann tæmdi skothylkið á einhvern granda- lausan samborgara sem týndi lífinu fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma. Sænska akademían úthlutaði friðarverð- launum Nóbels til konu frá Guatemala. Stór- blaðið New York Times birti stutta klausu eftir hana nokkrum dögum síðar, frásögn af litlu þorpi í Guatemala. Hún var svona í í Mogadishu reis sólin yfir vopnað stjórnleysi smáherja, glæpaflokka og stríðs- herra, sem stóð á sama um hungur landa sinna. Bandaríski herinn er þarna í hlutverki heimslögreglu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.