Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Blaðsíða 9
RANNSOKN I R Urasjón: Sigurður H. Richter I S L A N D I Hörpudiskeldi í Breiðafirði M Vaxandi áhugi er á eldi sjávardýra og með rannsóknum er hægt að fínna hvort til eru aðstæður hér við land sem gætu gert hörpu- diskeldi fjárhagslega hagkvæmt. Eftir GUÐRÚNU G. ÞÓRARINSDÓTTUR argar skelfisktegundir eru verðmætur matur og hefur eldi þeirra farið ört vaxandi í heim- inum síðastliðin ár. Hörpudiskur er eina skelfisktegundin sem veidd hefur verið í ein- hverju magni við ísland og tryggur markað- ur er fyrir innanlands og utan. Hér á landi er það aðeins samdráttarvöðvi dýrsins sem er nýttur en víða erlendis eru hrognin einn- ig nýtt. Hörpudiskveiðar hófust árið 1969 í ísafjarðardjúpi og var heildaraflinn það ár um 400 tonn. Við fund nýrra miða jókst aflinn ört og komst í yfir 17.000 tonn árið 1985, en hefur síðan farið minnkandi og var árið 1991 um 10.000 tonn. Afrakst- ur úr þessum stofni verður ekki aukinn nema með eldi þar sem nýliðun við náttúru- legar aðstæður er hæg. Engar tilraunir höfðu verið gerðar með eldi hörpudisks hérlendis áður en þessi rannsókn fór fram í Breiðafirði rétt vestan við Stykkishólm árin 1988-1991, en hún var styrkt af Rannsóknaráði íslands og Hafrannsóknastofnun. Markmið rann- sóknarinnar var að kanna hvort hörpudisk- urinn væri heppilegur til eldis hér við land og hversu langan tíma það tæki hann að ná markaðsstærð við eldisaðstæður. Ekki þarf að fóðra skelfisk í sjóeldi þar sem hann síar fæðuna úr sjónum í kringum sig. Fæðan samanstendur af örsmáum ögnum; það er svifþörungum, bakteríum og mismikið niðurbrotnum lífrænum leif- um. Japanir rækta allra þjóða mest af skel- fiski og hefur tækni þeirra við eldið verið notuð víðsvegar um heim og er svo einnig Þvermál skeljar mm 60 50 -■ 40 -- 30 -- 20 -- 10-- Vöxtur hörpudisks frá september 1988 til september 1991. ' 76" línubelgur /% 4 1 4 • < i • T-10 m- 1 6 m 60 m 16 mm slök lína 20m 40 kg Uppsetning eldisbúra í Breiðafirði. Innra útlit hörpudisks þegar búið er að fjarlægja efri skel og möttul. Til vinstri er kvendýr með hrognasekk en til hægri karldýr með sviljasekk. Hrogn og svil liggja þétt upp að hvítum samdráttarvöðvanum. Hörpudiskur úr lirfugildrum. Talið frá vinstri: 5 mánaða (3 mm), 10 mánaða (6 mm) og 12 mánaða gamlar skeljar (1 cm). hér. Tækni Japana felst í því að lirfum hörpudisksins er safnað í náttúrunni í þar til gerðar gildrur. Gildrurnar eru síðan losaðar þegar skeljarnar hafa náð ákveð- inni stærð og er þeim þá komið fyrir í eldisbúrum sem hengd eru upp ofarlega í sjó þar sem hiti og fæða eru meiri en í náttúrulegu umhverfi á sjávarbotni. LlRFUSÖFNUN Eftir að hafa klakist úr eggjum sínum svífa lirfur hörpudisksins um í sjónum í um það bil 2 mánuði. Að þeim tíma lokn- um mynda þær um sig skel (um 0,3 mm í þvermál) og setjast fastar á undirlag með spunaþráðum. í náttúrunni er þetta undirlag þráðlaga þörungar á sjávarbotni. Eftir um það bil árs setu á þörungunum eru skeljamar orðnar um það bil 1 cm í þvermál. Þá losa þær þræðina og leita uppi nýja setstaði sem í flestum tilfellum er botninn. Gildrurnar sem notaðar era til að safna lirfunum í náttúrunni eru þannig úr garði gerðar að lirfurnar komast inn í þær með straumnum, setjast á þar til gerða þræði en skeljamar sleppa ekki aftur út þegar þær losa spunaþræði sína. í flestum tilfellum eru notaðir pokar eða sekkir með smáum möskvum og eru þeir fylltir með einþráða nælonneti, þó þannig að sjórinn streymi óhindrað í gegnum þá. Netið virkar sem undiriag fyrir lirfurnar að setjast á, en möskvar pokans varna því að skeljarnar sleppi út þegar þær losa sig síðar. Gildrurnar eru hengdar út í sjó við baujur síðsumars, í 3-10 m fjarlægð frá botni. Lirfugildrunum var komið fyrir á hörpu- disksslóð í Breiðafirði í júlí 1988 og sett- ust lirfurnar í þær um miðjan september. Að meðaltali settust 150 lirfur í gildru sem innihélt 150 grömm af neti. ELDIÍ BÚRUM Þegar skeljarnar hafa verið um það bil ár í gildrunum, og orðnar um 1 cm í þver- mál, eru þær fluttar yfir í eldisbúrin. A þessu tíma hafa skeljarnar losað sig frá netinu og liggja lausar í pokunum. Botn- flötur eldisbúranna er 30X30 cm og eru þau klædd neti með 4,5 mm möskva stærð. Búrunum er komið fyrir 6-8 metrum undir yfirborði til framnhaldsræktunar. Þegar eldisbúrin hafa verið um það bil eitt ár í sjó þarf að taka þau upp og hreinsa af þeim ásætur (aðallega brúnþörunga). Einnig þarf að grisja skeljarnar þar sem þær eiga aldrei að þekja meira en 30% af botnfleti búrsins. NIÐURSTÖÐUR Vöxtur hörpudisksins við eldisaðstæð- urnar var verulega meiri en við náttúruleg skilyrði á sjávarbotni. Hörpudiskur er hægvaxin tegund og í náttúrulegu um- hverfi í Breiðafirði er reiknað með að það taki hann um það bil 5 ár að ná 4-5 cm stærð, en þessari stærð höfðu skeljarnar náð eftir 3 ár í eldinu. Með því að vera með hörpudiskinn ofarlega í sjónum fær hann mun lengra vaxtartímabil ár hvert. Þar fær hann einnig orkuríkari fæðu í formi svifþörunga en á sjávarbotni þar sem fæðan er blanda af svifþörungum og líf- rænum og ólífrænum leifum. Hitastigið er einnig hærra ofar í sjónum, að minnsta kosti yfir sumartímann, og hitastigshækk- un getur aukið vöxt ef nægjanleg fæða er fyrir hendi. Út frá þessum niðurstöðum má ætla að það taki 4 ár að rækta hörpu- disk frá lirfu upp í markaðsstærð (6-7 cm) í Breiðafirði. í Breiðafirði eru bestu hörpudisksmið landsins og valda því meðal annars hinir miklu straumar sem þar eru. Straumarnir valda mikilli uppblöndun og gefa þar með botnlægum skeljum möguleika á orkurík- ari fæðu en ella sem berst niður til þeirra úr efri lögum sjávar. Vegna mikilla strauma og öldugangs er Breiðafjörður aftur á móti að öllum líkindum ekki besti ræktunarstaður sem völ er á. Of miklir straumar og öldugangur geta valdið tjóni á ræktunarbúrum og öðrum útbúnaði og truflað vöxt dýranna í búrunum. Val á ræktunarstað er afar mikilv'ægt og til að kanna til hlítar möguleika á hörpudisks- seldi hérlendis verður að halda áfram leit að stað þar sem straumar eru ekki of miklir, skjól að finna fyrir vindi og veðrum og síðast en ekki síst verður að finna heppi- legustu dýptina fyrir búrin með hliðsjón af lífslíkum, vexti, fæðu, hitastigi og ásæt- um. Höfundur er sjávarlíffræðingur og hefur starfað við tilraunaeldi á hörpudiski á Breiðafirði. LESBÓK MORGUN8L4ÐSINS 13. FEBRÚAR 1993 9'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.