Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Qupperneq 10
F inngálknað Myndin af finngálkninu er úr ritinu Fysiologus, sem er einskonar dýrafræði - um hvað dýrin tákni andlega. Eftir ÖRN ÓLAFSSON Lesendur þessa pistils munu kannast við furðuskepnur syo sem skuggabaldur, skoffín og fínngálkn. En um það síðasttalda segir m.a. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (I, 611): Finngálkn er það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skað- legra fyrir sauðfé manna og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálkn- ið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti. í íslenskri orðsifjabók eru auk orðmyndarinn- ar fínngálkn taldar upp myndimar: „finng- álkan, finngálpn, finngalprt og þingálp(n)“, „einhverskonar töfra- og furðuskepna, mann- hestur eða elgfróði". Þar eru raktar nokkrar kenningar um uppmna orðsins, og ályktað: „Allt vafasamt". „Uppruni öldungis óviss“, En finngálkns er einnig getið í íslenskum fomsögum, m.a. í Örvar-Oddssögu (19,- 20.k.). En hún er svo víða til, að hér skal vitnað í torgætari texta, riddarasöguna Blómsturvallasögu frá 14. öld. Lýsingin er svipuð þeirri í Örvar-Oddssögu, en yfirgengi- legri (bls. 17):' ...en er þeir voru komnir á skóginn, komu í móti þeim tvö dýr rennileg og furðulega mikil, er fingálptar heita. Þau em með þess háttar sköpun, að þau hafa manns hendur og mannshöfuð og alla mannssköp- un ofan að lendum, en brjóst og klær sem á óargadýrum. Tvo spena höfðu þau sem konubijóst væri. Aftari hlutur dýrsins er bæði digur og langur, og lendar sem á hesti og hófa á á aftari fótum, hala lang- an og digran og klepp á endanum. Þeirra ásjóna var hræðileg, tennur mjög stórar, ginið mikið úr máta, úr augunum þótti sem eldur brynni. Karldýrið hafði skegg sítt og svart sem bik, þau höfðu skjöldu og sverð. í Styrbjarnar þætti Svíakappa segir frá undri miklu (bls. 71), „að í díki þvi er um var gert borgina kom upp finngálkn mikið og kvað“ vísu. En í ritinu „Stjörnumörk", sem útgefandinn Konráð Gíslason (bls. viii) segir vera frá miðri 14. öld er orðið haft um stjömumerkið sem nú er kaliað Bogmaðurinn (bls.478); Caprieomus stendur í sunnanverðum zo- diaco þar er hann kemur við veturhring nær sagittario (fmngálkn) og aquila (ara). Enda er það fornt, að sýna stjömumerkið bogmanninn sem kentár, þ.e. maður niður að mitti, en þá tekur við hestsskrokkur, mannsbolurinn í stað háls hestsins. Hér fylg- ir með mynd úr ritinu Physiologus, sem er einskonar dýrafræði - um hvaða andlega eiginleika manna dýrin tákni. Handritið og þar með myndin er talið vera frá því skömmu eftir 1200. Eins og síðasti útgefandi ritsins, Jonna Louis-Jensen bendir á, hefur skepnan klær, ólíkt hestmennum Grikklands. Satt að segja sýnist mér vera ljónsskrokkur undir manninum, en hann í kyrtli sem hólkast upp á mótunum - nema það séu þá húðfellingar. Með myndinni fellum við skrímslatal þetta. Af því má sjá að menn hafa gert sér nokkuð mismunandi hugmyndir um finngálkn, en sameiginlegt er, að þetta sé samsett furðu- skepna, að hálfu maður en að hálfu dýr. Um það eru og fleiri orð, svo sem áður var rakið. Skáldskaparfræði Sum þeirra merkisrita, sem íslendingar sömdu á miðöldum, eru lítt þekkt jafnvel á íslandi, enda hafa þau sjaldan eða aldréi verið fáanleg á prenti. Það á við um mörg fom kirkjuleg rit, en einnig um fræðirit. Þau eru þó mörg og fjölskrúðug. Sum eru þýdd, svo sem þau er vitnað var í hér að framan, dýrafræði og alfræði, þ. á m. landafræði. Ónnur eru frumsamin af Islendingum, og er þar frægust Snorra-Edda, sem gerir grein fyrir goðafræði og bragfræði fornri. Henni fylgja oft í handritum fjórar málfræðiritgerð- ir. Sú fyrsta er eldri en Edda, talin vera frá miðri 12. öld eða skömmu síðar, stórmerkileg greinargerð fyrir íslenskri tungu á þeim tíma. En hér skal vikið að þriðju málfræðiritgerð- inni, þ. e. Málskrúðsfræði eftir Ólaf Þórðar- son Hvítaskáld (d. 1259), bróðurson Snorra. Hún byggist á erlendum ritum, en jafnframt á skólahaldi Ólafs í Stafaholti um miðja 13. öld. Ritið fjallar framanaf um Islenska tungu, en fer síðan út í stílfræði. Og þar sem fjallað er um stílgalla, kemur m.a. fyrsta sinni fram mér vitanlega orðið sem er fýrirsögn þessar- ar greinar (bls. 80): Sá löstur heyrir og cacenphaton, er vér köllum nykrað eða finngálknað, og verður það mest í nýgörvingum sem hér: Hringtælir gaf hálu hlýrsólar mér dýra oss kom hrund til handa hræpolls drifrn golli sút þá er Heijans hattar. Hér er öxin kölluð í öðrum helmingi tröll- kona skjaldar eða valkyija, en í öðrum helmingi sút hjálmsins, og er þar svo skipt líkneskjum á hinum sama hlut, sem ny- krinn skiptist á margar leiðir. Hér er greinilega vísað til þess sem Snorri Sturluson segir um nýgervingar í Eddu sinni (bls. 282, í þeirri gerð, Trektarbók heitir þetta nýgjömingar): Það era nýgjömingar að kalla sverðið orm og kenna rétt, en slíðrimar götur hans, en fetlana og umgjörð hams hans. Það heldur til ormsins náttúra að hann skríður úr hamsi, svo að hann skríður mjög til vatns. Hér er svo sett nýgjörning, að hann fer leita blóðs bekkjar að, þá er hann skríð- ur hugar stigu, það eru bijóst manna. Þá þykja nýgjömingar vel kveðnar, ef það mál, er upp er tekið, haldi um alla vísu- lengd, svo sem [þ.e.: en ef] sverð sé orm- ur kallaður, fiskur eða vöndur eða annan veg breytt, það kalla menn nykrað, og þykir það spilla. Framangreind klausa úr Málskrúðsfræði Óiafs er eina dæmið sem ég þekki úr fornu máli um orðið finngálknað, nema hvað vísað er til hans í Fjórðu málfræðiritgerðinni (bls. 131): Hér er kylfan kennd eður merkt með þeim tilfellum sem af henni mættu gjörast, og hefir ýmsar líkingar í einni vísu, og kallar Ólafur það finngálknað, er lík[ing]um2 er skipt á einum hlut í hinni sömu vísu og ber best að hinn sami háttur sé haldinn um alla vísu, allra helst í einstaka vísum en eigi hæfir sá háttur í stórkvæðum. Þegar orðið finngálknað kemur fyrir á seinni öldum (í lok átjándu aldar og um miðja 19. öld), er greinilega vísað til Málskrúðs- fræðinnar, berum orðum í elsta dæminu3. En allstaðar er þetta lagt að jöfnu, finngálkn- að merkir hið sama og nykrað, slíkum kveð- skap er líkt við furðuskepnu. Nykur var skv. þjóðtrú ek. hestur sem lifði í vötnum og ám, steingrár á lit, og hófar hans og eyra snera aftur. NÚTÍMAUÓÐ Sagan sýnir, að engin þörf hefur verið fyrir orðið fínngálknað, allt frá því að það fyrst kemur fyrir, um miðja 13. öld. Þá sára- sjaldan að það hefur verið notað, hefur það eingöngu verið sem samheiti við nykrað. En orðið nykrað er svo fast í sessi um það að breyta um líkingar í miðjum klíðum, eða blanda saman líkingum, að það væri hið mesta óráð að fara að ragla með það. Hins- vegar skortir orð um nálægt fyrirbæri, sem er þó eðlisólíkt. Það er að tengja saman and- stæður í einni ljóðmynd eða lýsingu, ósamrýn- anlega hluti. Þetta fylgir módemisma í bók- menntum, sem er talinn hefjast um 1870. En það er einkum frá því um aldamót, sem ýmsir boðberar hans4 leggja áherslu á að ljóð- mynd verði því áhrifaríkari sem hún tengi saman sundurleitari atriði. Við getum tekið dæmi úr ljóði eftir Halldór Laxness frá 1927, „Nótt á tjamarbrúnni": á sælum vörum sorgarinnar sofa tumar borgarinnar... Hér er sorgin persónugerð þannig, að hún sýni andstæðu sína, sælu, og í þessum síð- ustu tveimur línum er önnur óskiljanleg mótsögn. Um hvað er yfírleitt sagt, að það sofí á vörum? Bros eða koss, eitthvað sem mælanda finnst að ætti að fara að birtast á vörunum, en er þar ekki enn. Hitt væri hefð- bundið, að segja turna borgarinnar sofa í speglun tjarnarinnar. Hvort orðalagið um sig er kunnuglegt, og því má lesanda finnast, að hann ætti að skilja setningu þar sem þetta tvennt er fléttað saman. En það er ómögu- legt. Er þetta ekki á sinn hátt eins og finng- álknin? Sett saman úr hlutum sem eru ekki bara óskyldir, heldur ósamræmanlegir. Út- koman verður eitthvað alveg nýtt, nánast óhugsanlegt. Þetta er í rauninni annað fyrir- bæri en nykrað, þar sem bara er flökt á milli líkinga. Ýmsar mótsagnir í ljóðum Hall- dórs eru af sama tagi og í dæminu hér að frarnan, einkum í ljóðum hans á árinu 1927. Fleiri dæmi og umQöllun eru í nýrri bók minni: Kóralforspil hafsins (1992). Þetta er allt annað fyrirbæri en langsótt eða óvenjuleg líking. Dæmi um slíkt má sjá í „Vetrarmyndir úr lífi skálda“. En þar líkir Hannes Sigfússon sól og skuggum við fugla, en landsvæðinu við deyjandi mann (bls. 90): Við risum úr velktum hvflum með vængstýfðri sól er flaug lágt ySr borgina lyfti sér naumlega yfir veiðibráða reykbáfana og féll brennandi í hafið - og vængbreiðir skuggar flugu yfir stirðnaða jörð og augu vatnanna brustu Þetta er sérkennileg mynd, en þó skiljan- leg. Hinsvegar hefst ljóðabálkurinn á svo undarlega samsettri mynd, að kenna má við finngálkn. Hér er talað um kvöldskin - ekki sólar, heldur blóðs. Og það leggur snörur í djúpin til að ná viðmælanda (bls.87): Djúpt sefur þú í djúpi mínu Og dumbrautt kvöldskin blóðs míns sveiðar geislasnörum í gegnum auð og barkarlituð fískinetin Þau ná of grunnt, þú sefur dýpra Mótsagnir setja einnig sterkan svip á Tím- ann og vatnið eftir Stein Steinar og síðustu ljóð hans, eins og ég rek í fýrrgreindri bók. I þessum ljóðum ber mest á hlutgervingu, þ.e. að talað er um sértæk hugtök sem hlut- ir væra, og gjarnan er þetta þá gert mynd- rænt. Þetta era óskiljanleg orðasambönd, gerð úr liðum sem eiga ekki saman. Hér má telja: „úr hafsaltri rigningu eilífðarinnar" (bls.255), „þung angan hins óskiljanlega" (bls.277), „í holspegli tímans“ og „húsvörður eilífðarinnar" (bls.276). „Undir hálfþaki dagsins" (bls. 272), „undir tvöföldum himni tveggja heima“ og „tvísáinn akur tveggja heirna" (bls. 273). Endum þetta á óprentuðu ljóði Steins: liðinn dngur um mitt dulráða andlit fer dimmblár skuggi dagsins í gær ég sé hönd mína bærast í blóðstokknu Ijósinu eins og blóm sem grær meðan draumur minn felst undir drúpandi vængjum dagsins í gær Hér er margt sem lesendur kannast við, en ljóðið er saman sett úr svo óskyldum hlut- um, að heildin gengur ekki upp röklega. Því virðist tilvalið að kenna slíkan skáldskap við finngálkn. Nú mun einhver spyija til hvers skáldin séu að þessu. Svo mikið er víst, að ekki kemur slíkt orðalag neinum boðskap á framfæri, né annarri lífsvisku, enda er það óskiijanlegt venjulegum röklegum skilningi. Það er í besta lagi hægt að láta það orka á sig eins og mótsagnir Zen-búddista, sjá óvæntar sýnir opnast í nýjum orðasambönd- um. En það er heldur ekki ónýtt, því það hefur löngum verið talið aðal skáldskapar. Finngálknið má virðast sett saman úr manni og fugli eða hesti, en verður þó hvorki brúk- legt sem dráttarklár né sem matfugl, það er bara hægt að undrast og skoða. Þessi samtenging andstæðna í mynd hefur verið kallað meginatriði módernismans, þ.e. sundruð framsetning, órökleg og myndræn. En þessa gætir sérstaklega í surrealískri list, og því sýnist mér tilvalið að kalla hana fínng- álknaða. Við tölum þá um finngálknuð ljóð og sögur í stað þess að segja surrealísk. Kannski finnst fólki fara verr á því að tala um finngálknastefnu í stað surrealisma5, eða að kalla surrealísk skáld finngálknara. Köll- um þau þá bara fínngálknuð skáld, segjum t.d. að Steinn Steinarr hafi verið ansi finng- álknaður siðustu árin eða ort býsna finng- álknað þá. En annars sýnist mér augljós ávinningur að því að nota orð af íslenskum stofni frekar en frönskum; það er eins og vant er, gagnsærra, við sjáum af orðinu bet- ur megineinkenni stefnunnar. Höfundur er bókmenntafræðingur og starfar í Kaupmannahöfn. Ritaskrá: Blómstrvallasaga. Leipzig 1855. Den tredje og fjærde grammatiske afhandling i Snorres Edda [... ] Khöfn 1884. Faksimile af de islandske Physiologus-fragmenter. Rom- anske stenarbejder 2 - 1984 (teikning á bls. 61). Halldór Laxness: Kvæðakver. 2. útg. Rvík 1949. Hannes Sigfússon: Ljóðasafn. Rvík 1982. íslensk orðsifjabók. Rvík 1989. J.J.: Islanz-vaka eða Kvæði af draum-vitrun fslands 1779 um byijun Bókmennta-felagsins, er rættist árinu eptir. Rit þess íslenska Lærdóms-Lista Felags (I, 201-252) Khöfn 1780. Rit eftir Jónas Hallgrímsson I-V. Rvík 1929-37. Snorra-Edda. Reykjavík 1975. Steinn Steinarr: Ljóðasafn. Rvík 1991. og handrit í Lands- bókasafni (Lbs. 770 fol.) Stjörnumörk. Fire og fyrretyve [... ] prover af oldnor- disk sprog og litteratur [... ] (bls. 476-9) Khöfn 1860. Styrbjarnar þáttur Svíakappa. Flateyjarbók (n, 70-73), Christiania 1862. # Þjóðsögur Jóns Árnasonar I-VI. Rvík 1954-61. Æfisaga Gísla Konráðssonar ens fróða skrásett af sjálf- um honum. Rvík 1911-14. Örvar-Odds saga. Fornaldarsögur Norðurlanda (U, bls. 199- 363), Akureyri 1954. 1 Stafsetningu færi ég jafnan að nútíðarhætti. 2 Þetta er leiðrétting mín, í textaútgáfunni stendur: „likvm". 3 J.J. [Jón Jónsson (Johnsonius) sýslumaður (1794- 1826)]: Islanz-vaka, bls. 230. Annað dæmi er í bréfi Jónas- ar Hallgrímssonar til Konráðs Gíslasonar í mars 1844 (sjá Rit. J.H. II, 169, en hið þriðja er í kvæði í Æfisögu Gísla Konráðssonar, bls. 275. Það er þó vafasamt, útgefandi les: „mál þó risi fmngálkn að“. Ekki er kvæðið ársett, en æfisagan skráð um 1852 skv. útgefanda, bls. iii. Ég þakka Gunnlaugi Ingólfssyni á Orðabók Háskóla íslands fyrir að senda mér dæmin. 4M.a. skáldin Marinetti, Tzara, Reverdy og Breton. Því voru surrealistar einatt að vitna til klausu úr Söngvum Maldorors eftir Lautréamont (frá árinu 1869): „Fagurt eins og þegar saumavél og regnhlíf hittast af tilvi[jun á líkskurðarborði." SÞetta orð ber að skrifa og bera fram með u, því það er komið úr frönsku „surrealisme", frb. [syrrealismj, u er nær því en ú.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.