Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Side 12
íðan gekk Unnur inn skálann og sveit mikil meö henni. Og er skálinn var alskipaöur fannst mönnum mikið um hversu veisla sú var sköruleg Nú kveð ég bræður mína Björn og Helga og aðra frændur okkar og vinir með þessum orðum: Bólstað þennan með slíkum þúnaði sem þið sjáið nú sel ég í hendur Ólafi frænda mínum til eignar og forráðs. Eftir það stóð Unnur upp og kvaðst ganga mundi til þeirrar skemmu sem hún var vön að sofa í, bað að þaö skyldi hver hafa skemmtan sem þá væri næst skapi... Z3SZ ... en mungát skyldi skemmta alþýöunni. Svo segja menn að Unnur hafi bæði verið há og þrekleg Hún gekk hart utar eftir skálanum. Höfðu menn það að orði að konan var enn virðuleg Drukku menn um kveldiö þangað til að mönnum bótti mál að sofa. En um daginn eftir gekk Ólafur feilan til svefnstofu Unnar frændkonu sinnar. Og er hann kom í stofuna sat Unnur upp viö hægindin. Hún var þá önduö. Gekk Ólafur eftir það í skálann og sagði tíðindi þessi. Þótti mönnum mikils um vert hversu Unnur hafði haldið viröingu sinni til dauöadags. Var nú drukkið allt saman, brullaup Ólafs og erfi Unnar. Og síðasta dag boðsins var Unnur flutt til haugs þess er henni var búinn. Hún var lögö í skip í hauginum og mikiö fé var í haug lagt með henni. Var eftir það aftur kastaður haugurinn. Ólafur feilan tók þá við búi í Hvammi og allri fjárvaröveislu að ráði þeirra fænda sinna er hann höfðu heim sótt. Gerðist hann ríkur maöur og mikill höfðingi. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.