Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Blaðsíða 2
Nýskólastefnan - 6. hluti Sérfræðingaveldið - klerkaveldi nútímans Eins og ég sagði í síðustu grein (6. mars) var ætlunin að hér með lyki skrifum mínum um skólamál að þessu sinni. En þar sem efnið, sem enn þarf að ræða, reyndist pf viðamikið fyrir eina grein verða þær tvær. í þessari fjalla ég um afleiðingarnar af nýskólastefnunni fyrir nemendur, kennara og foreldra en í þeirri síðustu um leiðir til útbóta — um skólastefnu á nýrri öld. Kennaranemar í KHÍ þurfa aðeins að taka þrjár námseiningar í íslensku. En uþpeldisfræðingarnir hafa ekki áhyggjur af því. Skólinn er uppeldisstofnun, segja þeir, námsgreinarnar skipta litlu máli, félagsleg mótun og viðhorfamótun er það sem vegur þyngst. í Nafni Frelsis Og Jafn- RÉTTIS Eins og áður hefur komið fram ætluðu hug- myndafræðingar nýja skólans honum viða- meira hlutverk en áður. Hann átti ekki aðeins að vera kennslustofnun heldur líka tæki til jöfnunar og þjóðfélagsumbóta, tæki sem gerði róttæka þjóðfélagsbyltingu óþarfa. Fyrsta skrefíð í umbótunum var að leggja af hvers konar flokkun eða röðun. Allir fulltíða íslend- ingar muna eftir tossabekkjunum illræmdu. Bömum var raðað í bekki samkvæmt lestrar- kunnáttu strax sjö ára gömlum og oftar en ekki máttu þau dúsa þar allan bamaskólann. Oft var illa vandað til kennslu „tossanna", byrjendur voru gjaman látnir kenna þeim og ekki talið hundrað í hættunni þó að árangur yrðu rýr. Með tilkomu nýja skólans vom þessir bekk- ir lagðir niður og um leið hvers konar röðun eða flokkun. En hér fór sem oftar að menn sáust ekki fyrir í velvildinni. Þó að rétt hefði verið að hætta að raða ungum bömum í bekki eftir lestrarkunnáttu var ekki þar með sagt að röðun eða flokkun af einhveiju tagi ætti hvergi rétt á sér í öllu skólakerfinu. Gilti þá einu hvort um var að ræða 6 ára böm eða 16 ára unglinga. Lausnarorðið var blöndun, blöndun í bekki og sérkennsla, þar sem böm- in vom tekin út úr tímum, átti að leysa vanda- mál hinna seinfæm og frelsa þau frá hörm- ungum gamla skólans. Og er það ekki satt? Hefur ekki nýi skólinn orðið „tossunum" bæði sverð og skjöldur? Þessum spumingum er erfítt að svara. Menn hafa fullyrt margt um gamla skólann og líka þann nýja en vita fátt með vissu. Talsmenn nýjunganna forðum daga spöraðu ekki stóra orðin og margir góðir kennarar liggja óbættir hjá garði. Kennsla þeirra var ekki dautt stagl, kennsla þeirra var lifandi og fijó eins og kennsla er ævinlega þegar kennarinn er næmur og skilningsríkur og tekur hlutverk sitt alvarlega. Þannig hafa flestir íslenskir kennarar verið bæði fyrr og síðar. Eftir HELGU SIGURJÓNSDÓTTUR Vitið þið það, lesendur sem eigið börn í grunnskólum, að námsgreinar skipta ekki máli að mati sérfræðingaveldisins, sem tekið hefur völdin. Nú skal það vera „félagsleg mótun“ og „viðhorfa- mótun“. Þó að tossabekkir hafi ekki verið til fyrir- myndar vita menn ekki hvort seinfæram böm- um leið verr í sérstökum bekkjum en þeim líður núna í blönduðum bekkjum. Líklegt er samt að nýja fyrirkomulagið sé betra en það gamla en á því era líka skuggahliðar. Enn hefur skólanum ekki tekist að kenna ungum bömum með þeim hætti að ekkert þeirra bíði skipbrot. Þar er enn verk að vinna sem kenn- arar og foreldrar verða að vinna í samein- ingu. Eg mun útskýra hugmyndir mínar og annarra þar um nánar í næstu grein. Ein óþægileg staðreynd blasir samt við. Það er hið mikla fall á grannskólaprófi sem ég hef getið um áður. Skóla, sem útskrifar þriðja hvem nemanda lítt kunnandi á bókina eftir 10 ára skólagöngu, hefur ekki heppnast verk sitt. Má vera að einmitt blöndunin hafl auðveldað seinfæram bömum að fela sig þar til komið var í óefni? Ef til vill hefur röng kennslufræði einnig stuðlað að óföram þess- ara bama. Þegar við bætast óljós náms- markmið og lítið aðhald af formlegum prófum hefur oft verið látið reka á reiðanum allt of lengi eða þar til grunnskóla lýkur. En þá hefur dýrmætum tíma verið sóað, stundum í árangurslausa bið eftir þroska. Hér tala ég af 10 ára reynslu við að skipuleggja og þróa nám og kennslu fyrir „fallista“ úr grann- skóla. Það er fomámið í MK sem kerfið hef- ur ekki viljað við kannast, m.a. af því að þar er um flokkun að ræða. Þar era kennd árang- ursrík vinnubrögð, markmið eru skýr, kennar- ar era samtaka, kröfur era miklar en sann- gjamar og foreldrar fá bæði upplýsingar og ráðgjöf. Anægja nemenda og foreldra virðist ekki skipta þetta vélræna kerfi neinu máli. Það er yfirleitt ekki vinsælt að ganga gegn erkibiskups boðskap. Opinn Skóli En Lokaður SSAMT En hugmyndir um blöndun og samþættingu hafa þróast lengra og í ríkara mæli hér á landi en í flestum nálægum löndum. Okkur nægði ekki að samþætta bekkina, við þurftum líka að samþætta skólana. Lausnarorðin urðu heildstæði, samfella, samþætting, blöndun. Nú höfum við heildstæðan 10 ára grann- skóla. Gagnfræðaskólamir vora lagðir niður, líklega í nafni jafnréttis. Flestar aðrar þjóðir hafa á að skipa mörgum og mismunandi fram- haldsskólum. Það höfðum við líka fyrir sam- þættinguna miklu en nú er aðeins um að ræða einn samræmdan framhaldsskóla. En hér er ekki allt sem sýnist. Vegna samræm- ingarinnar verður allt nám í íslenska fram- haldsskólanum að hefjast á sama stað. Fyrir suma er námið of létt en fyrir aðra of þungt. Þessu má ekki breyta af því að allt nám í hinum samræmda skóla á að vera hægt að meta til eininga á stúdentsprófi. Þar með er í raun búið að binda skólann við stúdentsnám hvort sem unglingar hafa áhuga á því eða ekki og um leið að loka hinum opna fram- haldsskóla. Svona geta góð áform snúist upp í andstæðu sína og það er von að mönnum þyki óþægilegt að horfast í augu við þetta. Fyrir 70 áram benti Sigurður Nordal á það að ábyrgðarleysi fylgdi stundum í kjölfarþjóð- félagsumbóta ef menn gættu sín ekki. Kær- leikur kann að vera uppistaðan, sagði hann en „kæraleysi er áreiðanlega ívafið“. (Skiptar skoðanir, 1960.) Nýjar tillögur menntamálaráðherra um þijár leiðir að loknum grannskóla era til mik- illa bóta. Samkvæmt þeim verður skipulagt fornám fyrir nemendur með lægri einkunnir en 5 í ákveðnum námsgreinum á samræmdum prófum, svokallað gagnfræðanám fyrir nem- endur með 5-6 í einkunn á sömu prófum og almennt framhaldsnám fyrir nemendur með hærri einkunnir. Að loknu gagnfræðaárinu geta ungmennin farið í almennt nám og hafa þá mun meiri möguleika á að standa sig í framhaldsskóla en nú er. Þá hafa þeir lagt þann grunn sem nauðsynlegur er til að halda áfram námi. Takist vel til um framkvæmd er hér um mikilvægar réttarbætur að ræða fyrir unglingana í landinu. DUGLEGU BÖRNIN En það þarf að sinna fleiram en seinfæra börnunum. Ýmislegt bendir til að duglegir og samviskusamir nemendur'verði útundan í skólakerfinu og fái hvorki þá athygli né þau verkefni sem þeim ber. Ég hef engar rann- sóknir við að styðjast en ég heyri oft sagt að greindu og duglegu börnin þurfi ekki eins mikils með og þau seinfæra. Þau muni alltaf bjarga sér hvort sem þeim er sinnt mikið eða lítið. Þetta finnst mér hættuleg afstaða. Böm eru böm og þarfnast nærgætni, athygli og hlýju hvort sem þeim gengur vel eða illa að læra. Oft era einmitt duglegu bömin ofurvið- kvæm og verður mikið um ef illa gengur. Einnig þau geta átt við ýmislegt andstætt að stríða heima fyrir sem þau langar að segja kennaranum sínum frá. Þessi börn mega ekki mæta afgangi. Þau þurfa líka að fá verkefni við hæfi og bitastætt nám að glíma við. Skól- inn má ekki ræna þau gleðinni af því að sigr- ast á erfiðleikum. Oftast er velgengni þessara bama að þakka iðni þeirra, samviskusemi og skyldurækni. Mér virðist raunar að þessi orð séu að hverfa úr málinu. Áður þótti iðni og ástundun aðalsmerki góðs nemanda og fyrir það fékk hann verðskuldað hrós. Hvemig líð- ur þessum bömum núna? Fá þau næga hvatn- ingu til að gera betur og reyna á kraftana? Leiðist þeim ef til vill að dóla í hægagangi áram saman? Skólinn á að vera öllum nemend- um skjól og hlíf. Ef nemendur ganga yfir öll mörk í frekjugangi hegðun og ofbeldi fínnst mér ekki sjálfgefíð að aðrir nemendur eigi að gjalda þess. Réttur þeirra ekki minni en réttur annarra. Einnig hér er verk að vinna. Nýskólastefnan hefur einnig bægt foreldr- um frá skólunum. Ef til vill er það að breyt- ast núna en með nýjum kennsluaðferðum sem hafa haft á sér vísindablæ hefur foreldram beinlínis verið bannað að segja börnum sínum til heima. Gildi heimanáms hefur einnig verið dregið í efa, jafnvel fullyrt að ávinningur af því sé vafasamur. í því sambandi hafa menn vitnað óspart í hann Erlend rannsakanda. En hvað eiga foreldrar að halda þegar þeir fá misvísandi skilaboð frá skólunum? Eg þekki foreldra sem eiga 13 ára bam í grannskóla og 16 ára ungling í framhaldsskóla. Yngra barninu er næstum aldrei sett fyrir að læra heima og kennararnir fullyrða að heimanám skipti ekki máli. Þeir segja líka að börnin eigi ekki að vinna lengri vinnudag en fullorðn- ir og þess vegna sé ekki sanngjamt að íþyngja þeim með heimanámi. Þeim er líka sagt að sumir foreldrar geti ekki hjálpað til við heima- nám og þess vegna skapi það misrétti sé ætlast til heimanáms af bömunum. Skólinn megi ekki mismuna þeim. Eldra bamið fær allt aðrar upplýsingar. Það á að læra heima fyrir hvem tíma í öllum námsgreinum. Kenn- aramir þar segja að nám sé fyrst og fremst vinna og nemendur nái ekki árangri nema með mikilli vinnu. Hvað eiga foreldramir að halda? Er ekki líklegt að foreldrar missi fót- anna þegar svona mismunandi hugmyndir flæða um skólakerfið? HVERÁ AÐRÁÐA? Þegar kennaramenntun færðist á háskóla- stig um 1970 misstu kennarar menntun eigin stéttar í hendur uppeldisfræðinga og sálfræð- inga. Fram að því höfðu kennarar séð sjálfir um menntunina í 80 ár og íslensk kennara- menntun var góð allan þann tíma enda era í hópi kennara margir þjóðkunnir úrvals- menn. En nú var skipt um svið, nýjar stéttir háskólamenntaðra manna vora að hasla sér völl í kerfínu og þá vantaði starfsvettvang. Skólinn varð fyrir valinu. Nú tóku uppeldis- fræðingar og sálfræðingar að segja kennuram hvað væri kennsla og til hvers skóli ætti að vera. Orðið uppeldi varð æ algengara en orð- in kennsla og kennari viku til hliðar. Óðar en varði vora kennarar ekki lengur herrar í eigin húsi, þeir höfðu misst völdin yfir eigin starfí í hendur manna sem ekki vora kennar- ar, ætluðu ekki að vera kennarar á viðkom- andi skólastigi og þekktu það jafnvel aðeins af afspurn. Eg held að fáar stéttir hafi fari svona að ráði sínu. Læknar hafa síðasta orð- ið um menntun lækna, prestar ráða menntun presta o.s.frv. Kennara eiga auðvitað að ráða og stýra menntun eigin stéttar en fá aðra sérfræðinga til að kenna einstaka áfanga á sérsviðum þeirra. Sérsvið uppeldisfræðinga er ekki kennsla heldur uppeldi, sérsvið sálfræðinga er ekki kennsla heldur sálfræði. Með því að leggja menntun kennara nær alfarið í hendur tveggja sérfræðihópa, þar sem annar er til- brigði við hin, verður menntunin auk þess allt of einhæf. Henni má Iíkja við hús þar sem byrgt er fyrir annan hvern glugga. Hafi ein- hver stétt manna þörf fyrir víðsýni, staðgóða þekkingu á menningu og mannlífl, traustan mannskilning og þjálfun í gagnrýninni hugsun þá eru það kennarar. Að menntun þeirra þurfa að koma miklu fleiri fræðimenn en nú er, t.d. heimspekingar, hjúkranarfræðingar, læknar, prestar, mannfræðingar, skáld og listamenn. Með yfirtöku uppeldisfræðinga á kennara- náminu hefur auk þess verið lögð æ minni áhersla á kunnáttu verðandi kennara í kennslugrein sinni. Kennaramemar í KHÍ þurfa aðeins að taka þijár námseiningar í íslensku og allt faglega námið, þ.e. í kennslu- greinum, er aðeins 30 einingar eða sem svar- ar einu námsári. En uppeldisfræðingar hafa ekki áhyggjur af þessu. Skólinn er uppeldis- stofnun, segja þeir, námsgreinamar skipta litlu máli, félagsleg mótun og viðhorfamótun er það sem vegur þyngst. Ekki er ég viss um að foreldrar séu þessu samþykkir en þeir era að sjálfsögðu ekki spurðir um stefnu skólans. Gapifyni á þessa stefnu hefur oftar en ekki verið áfgreidd sem árásir eða íhaldssemi. Til vitnis um það er kaflinn í bókinni Wolf- gangs, Skóli — nám — samfélag. Svar við árásum, bls. 239-251. Ég man líka hvað góðkunningi minn sagði þegar ég gaf út fyrsta kverið mitt um þessi mál árið 1989. Hann sagði: „Mér þykir þú kjörkuð." Þarf einhvern sérstakan kjark til að láta í ljós skoðanir sem fara í bága við boðskap sérfræð- inganna — klerkaveldis nútímans? íslenskir kennarar era ekki þeir einu sem hafa tapað í bandabaráttu við sérfræðinga sem vantar starfsvettvang. Þetta er þróun sem hefur gerst í öllum hinum vestræna heimi og bitnar á kennuram á öllum skólastigum. Ætli röðin sé ekki komin að háskólakennur- um? Eins og segir í síðustu grein hafa kennar- ar í löndum Austur-Asíu ekki lent í þessari stöðu enda era kennarar virtir þar og vel launaðir. Valdaleysi og léleg laun fara nefni- lega alltaf saman. Ég mun í síðustu greininni sem birtist í næstu Lesbók ræða leiðir til úrbóta og reyna að bera saman gamla skólann og þann nýja þó að sá samanburður sé annmörkum háður. Höfundur er kennari við MK og gaf út á síð- asta ári bókina „Skóli í kreppu".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.