Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Blaðsíða 8
Veitingasaluriim eins og hann var í upphafi. Hér sjást hinar merkilegu fjósakrón- ur í Bauhaus-stQ, sem því miður eru þama ekki lengur. Hótel Borg, nýbyggð og tekin í notkun á vordögum 1930. Það skipti sköpum fyrir Reykjavíkurbæ að fá slíkt hótel þá og kom sér vel rétt fyrir Alþingishá- tiðina. Anddyrið var með gylltum hurðum og geómetrískum skreytingum, sem voru horfnar, en hafa nú verið unnar upp eftir þessari Ijósmynd. anddyrinu, sem gert var upp eins og það var fyrir rúmum 60 árum og þá að sjálf- sögðu byggt á ljósmyndum af því. Það var „kafað" niður á grunnmálninguna, skreyt- ingar endurunnar með upprunalegum hætti og í upprunalegum litum. Þaðan er eins og menn muna gengið til vinstri inn í hótelafgreiðsluna. Þar hefur tréverk verið endurunnið; viðurinn reyktur með saltsýru og ammoníaksýru, svo hann sýnist gamall. Þama verður mörgum star- sýnt á skreytingu, sem gerð hefur verið á lyftudyrum, og hefur vísun til aldamótanna, svo og hin afar sérstæðu húsgögn, sem hafa verið þama frá upphafí. í innri forstofu, þar sem áður var fata- hengi, hefur nú verið innréttuð Jóhannesar- stofa. Þama getur gesturinn tyllt sér í stóla, sem Jóhannes átti sjálfur og virt fyrir sér afar skemmtilegt myndasafn af kappanum við ýmis tækifæri. Þar er byssusafn hans í glerskápum og og fleiri hlutir tengdir sport- mennsku og útivist og vom ættingjar Jó- hannesar hjálplegir við útvegun muna og mynda. ÞAR SEM HJARTA BORG- ARINNAR SLÆR Veitingasalurinn hefur fengið alveg nýja ásýnd, enda má segja að hjarta Borgarinnar slái þar. Menn taka þó eftir einni breyt- ingu, sem ekki er til hins upprunalega: Barinn hefur fengið fastan samastað á miðju gólfí. Hann var í raun og vem ekki til í fyrstu, en síðar var lausum bar komið fyrir vinstra megin við innganginn í salinn. Ugg- laust er þetta góð tilhögun og spillir engu um fegurð salarins; aðeins þurfa gamlir Borgamnnendur að venjast því. Mestu máli skiptir, að nú ber salurinn aftur með sér andblæ frá þeirri gamalgrónu Evrópumenn- ingu fyrri tíma, sem mið var tekið af í upp- hafí. 0g það hefur sannarlega ekki verið kastað höndunum til þessa verks; gyllingar em til dæmis ekki úr neinu minna en ósvi- knu gulli. Gyllti salurinn er þar innaf eins_ og Reyk- víkingar þekkja að minnsta kosti. í bækling- um sem fyrr er minnst á er salurinn kallur „The Main Ballroom", aðaldanssalur. Þýzk- ur listamaður var fenginn til að mála fresk- ur á veggina og samsvarandi skreyting var máluð á loftið. Á gamalli mynd má sjá, að salurinn hefur sannarlega verið tilkomumik- ill og viðhafnarlegur þegar búið var að raða upp og dekka borð fyrir veizlu. Ekkert var lengur eftir af þessum við- hafnarbúningi utan leyfar af einni vegg- myndinni. Reyndar var ekki reynt að endur- gera þær. En á miðju loftsins er kominn himinn með skýjum og eins og sést á með- fylgjandi mynd er Gyllti salurinn búinn að endurheimta tignarlegt yfirbragð sitt. Þar innaf er notaleg arinstofa og barinn eins og höfuðstaðarbúar muna eftir honum. En meðal þess sem ekki blasir við augum gesta, en varð að endumýja er eldhúsið, þar sem yfirmatreiðslumaðurinn Sæmundur Krist- jánsson ræður ríkjum; hann var áður hjá Ömmu Lú og flugfélaginu SAS. Vínkjallari hefur fengið sinn samastað þar sem honum ber - í kjallaranum - og þar verður einnig hægt að halda smærri samkvæmi. HERBERGI í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Það er þó kannski á herbergjunum sem tekið hefur verið til hendi af hvað mestum myndarskap. Eðlilega voru þau orðin gamal- dags eftir 62 ár og nýir staðlar komnir til sögunnar. Ýmsir gamlir munir af Borginni eru áfram notaðir á herbergjunum, en virðu- legir antíkmunir valdir og keyptir í útlöndum af mikilli kostgæfni og þeir skipta sköpum í þá veru, að herbergin hafa þennan gamal- gróna, virðulega blæ. Þau Páll Hjaltason og Ingibjörg Pálmadóttir fá mörg prik fyrir framúrskarandi smekkvísi í litavali á her- bergjunum og öllu sem þar er innanstokks. Hér er að vísu ekki listasafn eins og á Hótel Holti, en listrænt yfirbragð er þar samt og má segja að verk Matisse hafí al- veg verið lögð til grundvallar. Skreyting eftir hann er fallega ofin með hvítu í blá gólfteppi og eftirprentanir eftir hann ásamt ýmsum heimilislegum smámyndum eru á herbergjunum. Að því ólöstuðu saknaði ég þess helzt að sjá ekki eitthvað eftir Kjarval þama, því hann bjó stundum á Borginni og í hugum Reykvíkinga tengist hann henni meira en nokkur annar listamaður. Það sem útslagið gerir á öll herlegheitin eru fjórar svítur, glæsilega búnar og sú fimmta er raunar í tumherberginu. Hér hefur sannarlega mikiu verið til kostað, en Tómas A. Tómasson á heiður skilið fyrir þann menningarlega metnað, sem lýsir sér í þessum endurbótum og lyftir Borginni svo hún verður sem blóm í hnappagati miðbæj- arins. GÍSLI SlGURÐSSON EDDA LYBERTH Grænland Nennir þú að hlusta á það sem ég hef að segja? Hér er fólkið út um allt alltaf að deyja. Það væri allt í lagi ef það væri svona gamalt. En ég segi það satt það eru þessir ungu sem erfa áttu landið. Það heggur svo í skarðið að hlekkurinn, hann slitnar. Litlir drengir að dorga við hafið, svo sætir í framan og þurfa ekkert að gera, því mamma og amma og Nuka og Naja sjá um hann núna. Seinna verður hann stór og Ijótur með hatur í augunum. En hann hafði ekki Iært að beijast eins og er Eskimóa siður þeir höfðu aldrei kónga. En hann hafði vopnið og skaut sig sjálfan hlédrægnin er svo mikil, að annarra þjóða ráðsmennska skýtur þeim yfir strikið. Ég skil þá alveg því miður þeir reyna svo mikið að berja mann niður. Og það versta er að það eru ekki menn sem við er að eigast. Heldur sýstem og félög og reglur og lög. Sá sem viðheldur því er aldrei sekur. Hefur allt á hreinu á hlutabréf í einu og verðbréf í öðru undir vernd Hennar Hátignar. Ætli Magga viti hvernig þeir eru. Hángandi Blárauður himininn hángir yfír Grænlandi. Það hángir tau á snúrunum plastpokar hánga utaná húsunum fískur hángir neðanundir gluggunum Fólk hángir á börunum. Margir hánga og enda líf sitt í snörunum. Hvíldin Hugur minn verður að sofa rótt meðan ég gisti land mannanna. Isinn er svo kyrr. Stundum heyri eg marr fyllist hljóðlátri von. Nú fer’ún að vakna þjóðin á ísnum. Varkár lítur hugur minn morgunskímuna. En Það sofa allir ennþá. Höfundurinn er íslenzk kona, sem býr í Landi Mannanna, Kalaallit Nunaat, hér á landi þekkt sem Grænland. GUÐRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR Draumur Mig bar í draumi burt frá móðurjörð og barst um loftsins straum um vegi nýja, brostið var allt, sem batt við dal og fjörð blómailm eg greindi og veröld hlýja. Hve sæl ég var og söng um þessa dýrð að svífa um og vera ekki í böndum sú unaðskennd hún verður varla skýrð Ég var í himins sólardrauma löndum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.