Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Blaðsíða 6
Menningarlegt
átak á Hótel Bom
Byssusafn Jóhannesar á Borg og
hnakkur í Jóhannesarstofu inn af and-
dyrinu.
eir Reykvíkingar þurfa helzt að vera fæddir um
og fyrir 1920 og vera komnir á áttræðisaldur,
sem muna Reykjavík án Hótel Borgar, sem
sett hefur svip á miðbæinn síðan 1930. Það
er ótrúlegt, en undirstrikar betur en flest ann-
að sorgarsöguna um miðbæ Reykjavíkur,
að jafn glæsilegt stórhýsi og Hótel Borg
var ekki byggt þar í 6 áratugi. Að sögn
Tómasar A. Tómassonar, sem nú hefur eign-
ast Borgina og lagt um 100 milljónir króna
í endurbætur á hótélinu og veitingasölunum,
gekk Borgin gegnum samskonar þróunar-
feril og mörg erlend glæsihótel frá sama
tíma. Þegar tók að halla undan fæti í rekstr-
inum, var gripið til þess ráðs að breyta
veitinga- og veizlusölunum í skemmtistaði.
Til þess þurfti að gera breytingar og upp-
runalegt útlit var látið ijúka.
Þessu höfum við fylgst með í áranna rás
á Borginni og mörgum hefur þótt sárt að
horfa uppá hnignunina. Gyllingamar og
annar klassískur glæsileiki Gyllta salarins
og veitingasalarins viku fyrir litum, sem
Úr einni svítunni, sem gerðar voru með því að tveimur herbergjum var slegið
saman.
Anddyrið eins og það er núna. Til samanburðar er mynd af því upphaflega á bls 8.
Ljósmyndir: Lesbók/Þorkell.
Eftir að Hótel Borg hafði
gengið í gegnum áratuga
langt hnignunarskeið
hefur Tómas A.
Tómasson gert á
„Borginni“ þær
endurbætur sem a.m.k.
gamlir Reykvíkingar hafa
óskað eftir í hjarta sínu
að yrðu gerðar. Hótelið
hefur sumpart verið fært
í upprunalegan búning,
en sumpart er það mun
fullkomnara og betra en
nokkru sinni áður.
Gömul húsgögn, sum upprunaleg á Borginni, setja svip á hótelherbergin, sem eru í mjög háum gæðaflokki og litaskalinn
er unninn af lofsverðri tilfinningu.
voru taldir betur við hæfi á dansstað. Eig-
endaskipti og breytingar, venjulega til hins
verra, héldust í hendur. Rætt var um þann
möguleika að Alþingi. keypti húsið og breytti
því til afnota fyrir alþingismenn. Lands-
bankinn varð um tíma eigandi og síðan
Reykjavíkurborg. Um tíma var Borgin vin-
sæll skemmtistaður háskólastúdenta. En
jafnframt var næstum ekkert eftir af þeim
„klassa" sem tók mið af gamalgróinni Evr-
ópumenningu og einkennt hafði húsið í upp-
hafi.
Sá bláþráður sem tengdi Borgina við það
sem hún áður var, má segja að hafi verið
hópur kunnra borgara, sem hafði - og hefur
enn - fyrir venju að hittast þar á hveijum
degi og ræða landsins gagn og nauðsynjar.
Sú var tíð að virðulegir borgarar buðu kon-
unni sinni í eftirmiðdagskaffi á Borginni;
þá fengust þar Napóleonskökur, ef ég man
rétt. Þá mátti gjaman sjá Jóhannes Kjarval
ganga þar um sali, taka ofan og hneygja
sig ef hann var í því skapinu, og síðar var
Albert Guðmundsson fastagestur þar með
hirðina sína allt um kring.
AFREKSVERK
JÓHANNESAR
Jóhannes glímukappi Jósefsson var enginn
meðalmaður; hann vildi vera eins og fom-
kappamir og hafði ungur drukkið í sig hug-
myndir um garpskap, sem mjög áttu uppá
pallborðið hjá íslenzkum ungmennafélögum
um og eftir aldamótin. Munurinn á Jóhann-
esi og hinum sögulegu görpum fortíðarinnar
var sá, að honum tókst að vinna sér inn
heilmikið fé erlendis með líkamsatgervi sínu
og áræði. Svo er sagt, að honum hafi blöskr-
6