Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Blaðsíða 4
Tónsnillingur
með skrýtnar
skoðanir
Richard Wagner er tvímælalaust eitt litríkasta
tónskáld nítjándu aldar. Þekktastur er hann
vitanlega fyrir óperur sínar en færri vita að
hann var einnig áhrifamikill þjóðfélagsgagn-
rýnandi á öldinni sem leið. Viðhorf meistarans
Wagner taldi brýnt að
frelsa listina undan
húsbóndavaldi við-
skiptanna og til að ná því
markmiði þurftu ólík
listform að renna saman
í eitt „allsherjar
listaverk“. Hann taldi
einnig að nýmæli byggð
á tízku gætu aldrei orðið
listræn. Hann talaði um
„hinna þýzka anda“ sem
einstæðan hæfileika til að
laga eigin þarfir að
þörfum heildarinnar og
að andstæða þess væri
frönsk menning og
franskt þjóðfélag. Helzt
vildi hann láta varpa
sprengjum á París.
Eftir PÁL
BJÖRNSSON
eru um margt forvitnileg sakir þess hve
víða hann kom við í skrifum sínum.
Hann fæddist í Leipzig 1813 og strax á
unglingsárum sýndi hann hæfileika sem
tónskáld. Um tvítugt fékk hann sína fyrstu
stöðu sem tónlistarstjóri og stjómandi en
slíkum störfum gegndi hann á nokkrum
stöðum í Þýskalandi þar til 1839 þegar
hann hélt til Frakklands. Wagner dvaldi í
París fram til 1842 er hann sneri aftur til
Þýskalands en nokkru eftir heimkomuna
fékk hann stöðu í Dresden við hirð konungs-
ins af Saxlandi. Byltingin 1848 olli umskipt-
um í lífi Wagners. Um þetta leyti kynntist
hann nokkrum sósíalískum byltingarmönn-
um og jók það svo áhuga hans á þjóðfélags-
málum að hann fann sig knúinn til virkrar
þátttöku í uppreisninni í Dresden í maí 1849.
Uppreisnin var brotin á bak aftur og flestir
leiðtogar hennar voru teknir höndum en
Wagner tókst að komast hjá áralangri fang-
elsisvist með því að flýja land.
Wagner settist að í Sviss og árin þar
áttu eftir að verða mörg þvi að þýsku ríkin
bönnuðu honum að snúa aftur næstu tólf
árin. En 1864 urðu aftur umskipti í lífi
hans vegna þess að þá kom til valda í
Bæjaralandi 18 ára konungur að nafni Lúð-
vík II. Hafði hann slíkan áhuga á verkum
og hugmyndum Wagners að eitt af fýrstu
embættisverkum hans var að boða Wagner
til fundar við sig í Munchen. Með þeim tók-
ust náin kynni og reyndust þau Wagner
hagkvæm. Konungur veitti honum ríkuleg
laun fyrir utan að greiða niður háar skuldir
hans en Wagner lifði alla tíð langt um efni
fram. Embættismenn konungs litu samband
hans við tónskáldið homauga og fengu því
til leiðar komið að Wagner var dæmdur
útlægur frá Bæjaralandi í lok árs 1865. Lá
nú ieið Wagners aftur til Sviss.
Wagner heima hjá sér í Bayreuth. Olíurnálverk eftir W. Beckmann frá 1882. Frá
vinstri: Cosima, eiginkona Wagners, Wagner, tónskáldið Liszt og hans von Wolzogen.
Óperuhúsið í Bayreuth. Olíumálverk eftir Gustav Bauernfeind, 1879. Eins og sjá
má var ekkert til sparað í íburði.
Wagner hafði hug á að snúa aftur til
Þýskalands og þá til að byggja óperuhús
þar sem verk hans yrðu flutt. Húsinu valdi
hann stað í sveitaþorpinu Bayreuth, í norð-
austurhluta Bæjaralands. Hornsteinn var
lagður að því 1873 en Wagner tókst að ljúka
við byggingu þess með fjárstuðningi ein-
staklinga og Lúðvíks II. Sjálfur réð hann
miklu um hönnun hússins sem tók óperuhús-
um þess tíma mjög fram. Árið 1876 hélt
hann sína fyrstu óperuhátíð þar en fjárskort-
ur olli því að hann gat ekki haldið aðra slíka
hátíð um nokkurra ára skeið. Wagner lést
á Ítalíu 1883.
Hin Glórulausa Tíska
Á síðustu áratugum nítjándu aldar voru
kenningar Wagners vinsælar meðal ólíkra
stjómmálahópa. Þeir sem hann safnaði um
sig í Bayreuth túlkuðu skrif Wagners á
mjög þjóðemislegan hátt, sérstaklega eftir
dauða tónskáldsins. Þekktastur þeirra var
tengdasonur Wagners, Englendingurinn
Houston Stewart Chamberlain, sem þrátt
fyrir uppruna sinn hafði umhverfst í ákafan
þýskan þjóðemissinna. Kunnastur hefur þó
Chamberlain orðið í sögunni fyrir að eiga
dijúgan þátt í því að leggja hugmyndafræði-
legan grunn að þjóðemissósíalisma Hitlers.
Kenningar Wagners öfluðu sér líka áhang-
enda meðal vinstrisinna. Jafnaðarmenn í
Austurríki létu til dæmis mjög hrífast af
stjómmálaskrifum Wagners, einn þekktasti
leiðtogi franskra sósíalista, Jean Jaurés,
taldi verk Wagners vera hákommúnísk og
marxískir byltingarmenn í Rússlandi notuðu
hugmyndir Wagners við að þróa kenningar
um leikhús fyrir almenning. Hvað kenndi
hann eiginlega?
Wagner var mjög gagnrýninn á þjóðfé-
lagsbreytingar nítjándu aldar. Til að mynda
hafði hann hina mestu ímugust á notagildi
og tísku. í einni tímaritsgreina sinna frá
miðri öldinni lýsti hann þeim breytingum
sem listsköpun hefði tekið á liðnum árhundr-
uðum. Hann taldi til að mynda að í Grikk-
landi hinu forna hefði listsköpun náð há-
marki í harmleikjum vegna þess að í þeim
hafi samhyggðarandi (Gemeingeist) grísku
þjóðarinnar enjjurspeglast hvað skýrast.
Hnignun grísku ríkjanna hafði í för með sér
endalok samhyggðar andans og harmleikur-
inn sem listform leystist þar af leiðandi
upp. Þó taldi Wagner að á tímabili Endur-
reisnarinnar hefði listin endurlífgast nokkuð
þegar hún var tekin í þjónustu kirkju og
fursta, sem Wagner kaus að nefna virðing-
arverða húsbændur. En í stað þess að frelsa
sjálfa sig algerlega undan áhrifum annarra,
þá kaus listin að selja sál sína öðrum og
verri húsbónda, kaupsýslu.
Wagner taldi brýnt að frelsa listina undan
húsbóndavaldi viðskiptanna. Til þess að ná
því markmiði þurftu ólík listform að renna
saman í eitt og mynda „allsherjarlistaverk"
(Gesamtkunstverk) en óperum hans var ein-
mitt ætlað að vera dæmi um slíkan sam-
runa. Þessi endurreisn gat hins vegar ekki
átt sér stað ef þjóðfélagið breyttist ekki því
að upplausn listarinnar endurspeglaði aðeins
tíðaranda þjóðfélagsins — anda verslunar-
viðskipta.
í grein sinni, „Listaverki framtíðarinnar",
hélt Wagner því meðal annars fram að „í
þjóðlífínu, sem væri orðið gegnsýrt af eigin-
hagsmunahyggju, væri ekki lengur nokkurt
tillit tekið til hins fagra; þar væri aðeins
nytsemi höfð að leiðarljósi". Hann taldi tísku
vera tákn um þennan tíðaranda: hún væri
„það brjálaðasta harðræði sem sögur færu
af“ því að hún „þvingaði hið náttúrlega feg-
urðarskyn mannsins til þess að tilbiðja hið
ljóta“. Hann taldi einnig að nýmæli sem
byggð væru á tísku gætu aldrei orðið list-
ræn. í stað þess yrðu þau vélræn því að
aðeins raunveruleg þörf, sem hann nefndi
svo, gæti fært fólki andagift. Wagner setti
því náttúruna og tískuna upp sem andstæð-
ur. Allar þarfir mannsins, öll sköpun, áttu
að vera náttúrulegar. Til að lýsa sannri list-
sköpun þá komst hann einnig svo að orði
að öll menning þyrfti að vaxa neðan frá eða
eiga rætur í þjóðarandanum. Hver og einn
átti að kafa ofan í eigin sálardjúp, reyna
að komast að þjóðararfleið þeirri sem Wagn-
er taldi að byggi í einstaklingnum.
Bjartsýnn á Byltinguna
Um miðja öldina taldi Wagner sig sjá
teikn um það að félagsleg hreyfíng myndi
von bráðar breyta þjóðfélaginu í þá veru
að fólk þyrfti ekki að eyða mestum tíma
sínum í brauðstrit. Hann lýsti því hvemig
byltingin myndi bera að í stuttri grein, sem
hann nefndi „Byltinguna". Af lýsingunni
að dæma gæti Wagner eins verið að lýsa
endurkomu Krists því að milljónir manna
áttu að verða vitni af þessum atburði; fylk-
ingar nakins, kalds, vansæls og hungraðs
fólks mundu yfirgefa verksmiðjumar og
halda til hæðanna þar sem það myndi bíða
eftir byltingunni. Og bið þeirra varð ekki
til einskis; byltingin kom og frelsaði fólk,
hún batt enda á óhamingju þess, eyddi öllum
þjáningum, afmáði vald hins sterka, vald
laga og eignaréttar, og kom í veg fyrir að
einn gæti ráðið yfir öðrum. Afstaða Wagn-
ers kom einnig skýrt fram í ræðu sem hann
flutti á 3.000 manna fundi í Föðurlandsfé-
laginu (Vaterlandsverein) í Dresden 1848.
Hann taldi brýnt að hefja frelsisstríðs gegn
veldi peninga.
Af framansögðu er ljóst að Wagner var
rómantískur sósíalisti sem vildi kollvarpa
þjóðfélagi nytsemi, skynsemistrúar og kaup-
sýslu. Ný skipan, þar sem sönn list réð ríkj-
um og menn sköpuðu aðeins af innri þörf,
átti að leysa viðskipta- og tískuþjóðfélagið
af hólmi.
Af Yfirburðum Þjóðverja
Hugtakið þjóð gegndi lykilhlutverki í við-
horfum Wagners en eins og komið hefur
fram taldi hann að öll sönn sköpun þyrfti
að eiga sér rætur í arfleifð þjóðarinnar.
Skilgreining hans á hugtakinu var nýstárleg
því að hann taldi að viðhorf fólks réðu því
hvort það gæti orðið fullgildir meðlimir þjóð-
ar: „Þjóðin er samansafn þeirra sem telja
sig finna fyrir sameiginlegum þörfum innra
með sér. Þjóðinni tilheyra allir þeir sem eru
fúsir að sjá þarfír annarra sem sínar eigin
eða byggja þær á þörfum heildarinnar."
Wagner lét ógert að skýra nákvæmlega út
hvemig menn ættu að ákvarða hveijir væru
hagsmunir eða þarfir heildarinnar og hver
ætti að úrskurða í málum sem valda deilum.
Wagner taldi sannað mál að þýskar
mæður ælu heimsins mestu spekinga og að
Þjóðveijar hefðu hvað mesta möguieika á
að þróa með sér viðhorf samhyggðar og
samvinnu. Enda kallaði Wagner þetta við-
horf, að laga eigin þarfír að þörfum heildar-
innar, hinn þýska anda. Hann fengi menn
til þess að varpa nytsemissjónarmiðum fyrir
róða.
Wagner leit á Frakkland sem eina af
andstæðum hins þýska anda og taldi því
að baráttan þyrfti meðal annars að snúast
gegn franskri menningu eða frönsku þjóðfé-
lagi. Hann taldi að frönsk menning gæti
ekki náð neinni andlegri dýpt vegna þess