Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Blaðsíða 7
Tómas A. Tómasson hefur lagt stórfé í að gera Borgina upp. Hér er hann í Jóhannesarstofu, þar sem munum úr eigu Jóhannesar Jósefssonar er fallega komið fyrir. að að frambærilegt hótel var ekki til í Reykjavík, þó komið væri framá þriðja ára- tuginn, og að hann hafi heitið því að bæta þar úr. Lóðin sem hann fékk við Austurvöll var ekki af verri endanum og gæfa var það að Guðjón Samúelsson tók að sér að teikna húsið. Aðeins tíu árum síðar er hugsanlegt að við hefðum fengið sálarlausan „skó- kassa“ í staðinn fyrir hús, sem er og verður prýði í miðbænum. Þeir Jóhannes og Guðjón tóku mið af góðum hótelum eins og þau gerðust þá úti í Evrópu. Að sjálfsögðu hefur margt breyzt síðan. Það var til dæmis ekki sjálfsagður hlutur þá að baðherbergi fylgdi hveiju hótel- herbergi og rafeindabyltingin var ekki einu sinni úti við sjóndeildarhring. Sú bylting hefur í för með sér, að nú eru 3 símar í hveiju herbergi á Borginni, línur fyrir mynd- sima og tölvulínur, sjónvarp með tengingu við gervihnattadisk, myndbandakerfi, út- varp, kasettutæki og geislaspilari. Þetta er langmesta breytingin sem orðið hefur á góðu hóteli á 60 árum. I ljósi þess að okkur hefur fundist Borgin vera stórhýsi, er merkilegt að hótelherberg- in voru upphafalega ekki nema 47. Þau voru 44 þegar Tómas keypti hótelið, en eft- ir endurbætumar verða þau 35. Það liggur í því að herbergjum hefur verið slegið sam- an, svo úr hafa orðið 5 svítur; ein þeirra er í turnherberginu. í bæklingi sem Jóhannes Jósefsson gaf út í tiiefni af vígslu Hótel Borgar 25. mai, 1930, má sjá að þar hefur verið unnið af menningarlegum metnaði og ekkert til spar- að. Á titilsíðu bæklingsins, sem er á ensku, stendur: Hotel Borg „PÁLACE OF THE NORTH“, eða „Höll norðursins". Nýjabrum- ið í arkitektúr þá stundina var að sjálfsögðu módemisminn, sem var að skjóta rótum með Bauhaus-hreyfíngunni úti í Þýzkalandi einmitt þetta sama ár. Enda þótt Guðjón Samúelsson yrði seinna fýrir árhrifum það- an, svo sem sjá má á Háskólanum og Sund- höllinni, þá gætir þeirra áhrifa ekki á Borg- inni nema í veitinga- salnum, þar sem súlur og frágangur á lofti hafa verið eftir for- skrift módernistanna. Útlitið er annars á klassískum nótum, ekki sízt að utanverðu með bogadregna glugga á jarðhæð og reglubundnar raðir smærri glugga þar fyr- ir ofan. í skreytingum að innan, t.d. á lofti og freskum á veggjum Gyllta salarins og and- dyri hótelsins var eitt og annað sem sumir telja að sé í Jugendstil, eða Art Nueveau, stíl- stefnu sem var í tízku um aldamótin. En það stenzt ekki alveg og þessi stílbrigði er mun skyldari hönnun Vínar- skólans (Wiener werk- statt) um aldamótin. En á löngum hnignun- artíma hurfu þessar skreytingar á Borginni nánast með öllu. Páll Hjaitason, arkitekt, og Ingi- björg Pálmadóttir, innanhúss- arkitekt, höfundar breytinga og endurbóta á Borginni í samráði við Tómas A. Tómasson. MIÐ TEKIÐ AF MYNDUM í fyrstu hafði Tómas í huga smávegis betr- umbætur á Borginni fyrir svo sem 10 millj- ónir króna. Við nánari athugun varð Ijóst að þesskonar andlitslyft- ing hefði engum sköp- um skipt. Tómas er menntaður í hótel- rekstri frá Bandaríkjunum og hefur rekið veitingastaðina Hard Rock Café og Ömmu Lú að undanförnu. En Borgin var einskonar óskabarn og hugsjón, hefur hann sagt. Og því var sú ákvörðun tekin að gera það sem gera þurfti. Páll Hjaltason, arkitekt, var ráðinn til að teikna og hafa umsjón með breytingunum og hafði hann sér til aðstoðar Ingibjörgu Pálmadóttur, innanhússarkitekt. Nú var gott að geta gluggað í myndirnar í fyrr- nefndum bæklingi, svo og öðrum myndum af Borginni sem til eru og hanga þar á veggjum. Enda þótt fátt eitt væri eftir af því upprunalega, mátti vel sjá af myndunum hvemig einstakir hlutar hússins höfðu verið útlits. Aðeins vantaði litina; þeir sjást vita- skuld ekki af svarthvítum myndum. Þeir sem leggja leið sína á Borgina gefa sér vonandi tíma til að líta í kringum sig í ngasalurinn er nú aftur orðinn glæsilegur, en stíllinn hefur ” verið með tvö andlit: Annarsvegar klassískt (gluggamir) og 'egar í anda módernismans (súlurnar) Eftirsjá er í (jósakrónun- sem voru mjög framúrstefnulegar árið 1930. Sjá mynd af tm í upphafi á bls 8. íi’ salurinn nýuppgerður og búið að dekka borð fyrir veizlu. Skreytingin á loftinu hefur verið endurmáluð og salur■ ’iefur fengið fyrri virðuleika. Sjá mynd af honum í upphafi á bls 8. amóttakan með upprunalegum húsgögnum og skreyting á lyftudyrum, sem minnir á hönnun Vínarskólans um mótin. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. MARZ 1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.