Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Blaðsíða 10
Tilgáta til skýringar á Fróð- árundrum í Eyrbyggjasögu Sí seinni hluta Eyrbyggjasögu er sagt frá undar- legum atburðum er gerast á bænum Fróðá. Heimilisfólkið deyr hvert af öðru eftir sjúkdóms- ástand, sem er afar undarlegt og virðist sem hér sé á ferðinni hin rammasta draugasaga. Tilgáta: Sjúkdómur sá er heijar á fólkið á Fróðá er ergotismus, sem áður fyrr var nefndur „eldur heilags Antoníusar“. Tilgátan skýrir urðarmánann, selshöfuðið, afturgöngumar, skrjáfíð í skreiðarhlaðanum, einkenni sauðamanns og hvers vegna sjúkdómurinn er horfínn um góu. Eftir HAFSTEIN SÆMUNDSSON Ýmsir hafa sett fram tilgátur til skýringar, t.d. Kjartan G. Ottósson (Studia Islandica) og Steindór Steindórsson. Ætlunin með þess- um skrifum er að setja fram læknisfræðilega tilgátu. Höfundi er þó ljóst að sennilegast er um draugasögu að ræða. Einnig verður reynt að geta sér til um hver kunni að vera höfundur sögunnar. í 50. kafla Eyrbyggju segir frá því, að sama sumar og kristni var lögtekin á ís- landi hafi komið skip frá Dyflinni á leið til Dögurðamess, en beðið byrjar við Rif og átt viðskipti við sveitimar í kring. Á skipinu var kona á sextugsaldri, frá Suðureyjum, er Þórgunnur hét. Er henni lýst þannig að keltneskur uppmni er sennflegur. „Svartbrón ok mjóeyg, jörp á hár ok hærð mjök.“ Tvennt vekur athygli, en það er hár aldur hennar, á tímum, þegar meðalaldur var um 35 ár og að hún er „holdug“. Þetta tvennt bendir til góðs heilsufars og mælir gegn því að hún hafí borið einhveija pest með sér, eins og sumir hafa haldið fram, sem skýringu á Fróðárandmm. Ágimd Þuríðar húsfreyju á Fróðá á gripum Þórgunnar verður til þess, að sú síðamefnda vistast þar á bæ. Hin eiginlegu Fróðárandur heíjast svo síðar um sumarið, þegar rignir rauðu regni á Fróðá, en hvergi annars staðar. Undirrit- aður er'sáttur við þá skýringu er fram kem- ur hjá Steindóri Steindórssyni, að þama hafí hvirfílvindur sogað upp í sig sjó er inni- hélt rauðátu (s.k. blóðsjór), er svo féll sem regn. Slík dæmi þekkjast hér á landi (skv. Skálholts- og Gottskálksannálum 1224). Þórgunnur veikist skyndilega þennan sama dag (skv. sögunni) með mikilli mæði og deyr nokkram dögum seinna, eftir að hafa ráð- stafað eigum sínum og mælt fyrir um útför sína. Hún var kona kristin og hefur því vilj- að hvfla í vígðri mold og láta prest annast athöfnina. Eins og fram kemur hjá KGO og SS á afturganga Þórgunnar á leið til Skál- holts sér sennilega skýringu í því, að lík- mennimir hafa þama bragðið á leik, til að hræða heimamenn til að gefa sér mat. Rétt er að staldra við og velta fyrir sér úr hvaða sjúkdómi Þórgunnur hafi dáið. Sjúkdómurinn byijar skyndilega eftir mikla áreynslu við heyverkin og þegar rignir hefur e.t.v. slegið að henni. Aðaleinkennin era mikil mæði og sótt(hiti). Gangurinn er hrað- ur og hún deyr eftir nokkra daga. Sennileg- ar skýringar era bráð hjartabilun eðalungna- bólga. Taka ber eftir að Þórgunnur heldur óskertri meðvitund, ráðstafar eigum sínum og segir fyrir um greftran sína. Þetta er ólíkt sjúkdómsástandi því er síðar lagðist á heimilisfólkið á bænum. Draga ber þá álykt- un að Þórgunnur deyi af öðram orsökum en hitt heimilisfólkið er síðar lést. í kafla 52-55 er fjallað um atburði, er við fyrstu sýn virðast harla þjóðsagnakennd- ir, en þó má rökstyðja, að þama geti verið ákveðinn sjúkdómur, er var landlægur á viss- um stöðum í Evrópu á miðöldum. í stuttu máli er atburðarásin sú að menn sjá sýnir, þ.e. urðarmána, sauðamaður fer að haga sér undarlega og deyr síðan, Þórir viðleggur sér afturgöngu sauðamanns, verð- ur víða kolblár og deyr síðan. Alls deyja sex manns í þessari lotu. Næst heyra menn ein- hver hljóð í skreiðarhlaðanum og sjá sýnir, þ.e. selshöfuð í eldgrófinni. Þóroddur bóndi drakknar við sjötta mann og gengur svo aftur, með því að ganga í eldskála á kvöld- in. Hljóðin jukust frá skreiðarhlaðanum og upp úr honum kom nautsrófa. Þegar menn toguðu í hana losnaði skinnið úr lófum þeirra. Létust sex manns í viðbót. Kjartan sonur Þuríðar leitar til Snorra frænda síns á Helgafelli um hjálp, þegar móðir hans hefur tekið sjúkdóminn. Snorri ráðleggur að brenna ársal Þórgunnar, sem Þuríður hafði hirt, og stefna afturgöngunni í dyradómi. Ennfremur sendir hann prest til Fróðár er syngur þar tíðir, vígir vatn og skriftar mönnum. Batnaði þá Þuríði og reim- leikar hættu. Þá var komið fram á góu. Tilgáta: Sjúkdómur sá er herjar á fólkið á Fróðá er ergotismus, sem áður fyrr var nefndur „eldur heilags Ántóníusar". Tilgátan skýrir urðarmánann, selshöfuðið, afturgöng- umar, skijáfíð í skreiðarhlaðanum, einkenni sauðamanns og Þóris viðleggs, hvers vegna Þuríði húsfreyja batnar og hvers vegna sjúk- dómurinn er horfinn um góu. Ergotismus er eiturverkun, er stafar af neyslu sýkts rúgkoms. Ef mjög heitt og rakt verður á þeim svæðum, þar sem rúgur er ræktaður, getur vaxið á kominu sveppur, er á íslensku nefnist komdijóli (Claviceps purpurea). í honum er að fínna fjöldann all- an af efnum, er hafá Iyfjafræðilega verkun, þ. á m. lýsergsýrasambönd. Tvö slík era vel þekkt sem lyf. Það eru ergótamín, sem er notað við mígreni, og ergómetrín, sem er notað til að kalla fram samdrátt í legi. Sú eiturverkun er fram kemur við neyslu á komdijóla stafar af samdrætti í sléttum vöðvaframum æðaveggja, í útlimum og/eða miðtaugakerfí. Afleiðingin er að blóðflæði til útlima og/eða miðtaugakerfís minnkar eða stöðvast. Slíku getur fylgt drep í útlim- um eða veraleg traflun á starfsemi mið- taugakerfisins, með krömpum o.fl. Hvort tveggja formið getur leitt til dauða. Fyrstu lýsingar á ergotisma er að fínna í annálum miðalda í Evrópu. Sjúkdómurinn var kallaður „heilagur eldur“ vegna mikillar branatilfinningar í útlimum, sem urðu svart- ir, skorpnuðu og duttu svo af. Regla heilags Antóníusar helgaði sig hjúkran sjúklinga með þennan sjúkdóm í Suðaustur-Frakklandi og stofnaði spítala í borginni Vienne í Daup- hiné-héraði, þar sem slíkum sjúklingum var hjúkrað. Var sjúkdómurinn eftir það kennd- ur við regluna. Því hefur verið haldið fram að menn gætu fengið í sig lítið magn af ofskynjunar- efninu lýsergsýradíetýlamíði (LSD) með því að neyta komtegunda, sem sýktar hafa ver- ið með komdijóla. Þorkell Jóhannesson, pró- fessor í lyfjafræði við læknadeild HÍ, er „hall- ur undir þá skoðun, að sum furðuleg hópfyr- irbæri mannkynssögunnar (galdraofsóknir, krossferðir, ofsatrúarhreyfingar o.fl.) megi að e-u leyti skýra í þessu ijósi“. Þorkell telur að líði u.þ.b. 15-30 mínútur frá neyslu, þar til víma kemur að völdum lýsergíðs og eftir 1-2 klst. koma fram skyn- brenglanir, þar sem langmest ber á brengl- uðum sýnum, svo sem á litum, formi hluta og útliti eigin líkama. Hámarksáhrif nást eftir 3-5 klst., en era horfín eftir 10-12 klst. Verði áhrifín mikil, þá „fínnst mönnum sem þeir verði fyrir dulmagnaðri eða goð- magnaðri reynslu eða einhvers konar al- mættisreynslu þannig að þeir komist, líkt og í draumi, helgisögu eða fallegri þjóðsögu, í snertingu við „álfheima“ og tilverasvið utan seilingar venjulegs manns í holdlegum lík- ama“. í röksemdafærslu þeirri, er hér fer á eft- ir, era dregin fram þau atriði sögunnar, sem greinarhöfundur telur styðja tilgátuna um ergotisma. Röksemdafærsla: 1. Dyflinnarfar kemur og hefur hefur flutt sýkt rúgkom, sem Þóroddur bóndi hefur Uadur og stórmerki á Fróðá: Uppúr eldstæði kemur selshaus og þegar reynt var að beija hann niður, hækkaði hann frekar við hvert högg. Mynd: Haraldur Ingi Haraldsson. keypt til heimilisins. 2. í hýbýlalýsingu er getið mjölgeymslu. 3. Einkenni koma „við málelda", en er ekki lýst á öðram tíma sólarhrings (nema e.t.v. hjá sauðamanni). Tilgátan gerir ráð fyrir að heimilisfólkið hafí neytt kommetis með kvöldmatnum. 4. Fyrstu einkenni sauðamanns geta kom- ið heim og saman við væga vímu, en hann „kom inn með hljóðleikum miklum; hann mælti fátt, en af styggð þat er var; sýndisk mönnum þann veg helzt sem hann myndi leikinn, því at hann fór hjá sér ok talaði við sjálfan sik“. Samkvæmt Þorkeli Jóhann- essyni era byijunareinkenni lýsergíðsvímu þau, að viðkomandi verður „spenntur og í viðbragðsstöðu gagnvart því ástandi, sem hann er í. Oft dregur hann sig í hlé og situr eða liggur með augun aftur til þess að reyna að hemja hugsanir sínar og kenndir. Þegar lengra líður á, fara skynbrenglanir að verða ríkjandi". 5. Einkenni Þóris viðleggs (bls. 146) era ofsýnir (hann sér afturgöngu sauðamanns) og hann „var víða orðinn kolblár". Hið fyrr- nefnda getur verið skynbrenglanir af völdum lýsergíðs, en hið síðamefnda einkenni ergot- ismus með drepi í útlimum. 6. Hljóð þau er heyrast frá skreiðarhlað- anum geta verið ofheymir. 7. Það að skinn dettur úr lófum manna við að taka í „nautsrófuna" getur komið heim og saman við að drep sé komið í lófa þeirra einstaklinga sem flagnar af. 8. Það er um kyndilmessu sem Kjartan leitar til Snorra, þegar móðir hans hefur tekið sóttina. Fljótlega eftir það virðist sjúk- dómurinn hafa rénað og er horfinn um góu tveim vikum seinna. Líklegt má telja að aðalráð prestsins hafí verið bænir og fasta. Þannig að fólkið hætti að borða sýkta kom- ið. Það hefur haft í för með sér rénun sjúk- sómsins, en jafnvel enn líklegra er að rúg- komið hafi verið uppurið þegar hér er kom- ið. Einnig er vitað að efnin sem era í korn- dijóla missa virkni sína með tímanum. Samkvæmt ofansögðu má hugsa sér að heimilisfólkið á Fróðá hafí fengið ergotismus af sýkta rúgkorninu. Þessi tilgáta til skýring- ar á hinum þjóðsagnarkenndu atburðum er læknisfræðileg, en auðvitað geta Fróðárand- ur verið uppspuni-frá rótum. I Evrópu era sagnir um að heilu þorpin hafí sýkst og fólk- ið orðið fyrir vitranum af ýmsu tagi. Fyrir nokkram áram var sýnd í Ríkissjónvarpinu þáttaröð um undarlega atburði er gerðust í þorpinu Salem í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum. Sú tilgáta hefur verið sett fram að þama hafí verið um ergotisma að ræða, en ekki vora allir sáttir við þá hug- mynd. Greinarhöfundur á ekki von á því að allir verði sáttir við þá tilgátu til skýringar á Fróðárandram er hér hefur verið sett fram, en vonandi verða þessar vangaveltur lesand- anum hvatning til að lesa Eyrbyggju, sem og aðrar fomsögur okkar. HVER ER HÖFUNDUR Eyrbyggju? Höfundur er lögfróður maður, sem horfír frá Helgafelli er hann skrifar. Hann er vel að sér í læknisfræði eða hefur aðgang að slíkri þekkingu, sbr. lýsingar á áverkum, er menn hlutu í bardaganum í Vigrafirði og hvemig Snorri læknar þá. Hallur Gissurarson, lögsögumaður (1201- 1209) og síðar ábóti að Helgafelli (1221- 1225) er einn af þeim, sem nefndir hafa verið sem mögulegir höfundar. Hann full- nægir þeim skilyrðum að hafa búið að Helga- felli og vera vel að sér í lögum. Hann var mágur Hrafns Sveinbjamarsonar læknis er „gekk suður“ m.a. til Rómar. Á leið sinni suður Frakkland hefur hann farið um Rhon- ardal. í honum, rétt fyrir sunnan Lyon, hef- ur hann áð í borginni Vienne, þar sem regla heilags Antóníusar er nýbúin að stofna spít- ala til að hjúkra sjúklingum með ergotsi- mus. Þessi fróðleiksfúsi „læknanemi" hefur notað tækifærið að fræðast við hina nýju stofnun. Er hann kom heim þarf ekki að efa að hann hefur sagt frá helstu atburðum úr utanfor sinni í samtölum við mág sinn lög- sögumanninn. Ef til vill hefur sjúkdómurinn er hann sá í spítalanum í Vienne borið á góma. Synir Hrafns vora að Helgafelli a.m.k. tímabundið í ábótatíð Halls. Líklegt má telja að Hrafn hafi átt einhveijar lækningabæk- ur, sem Hallur gæti hafa eignast að honum föllnum. Þessi tilgáta um höfundinn er sett hér fram til gamans, en minna má á að Hrafn og Þorvaldur Vatnsfírðingur deildu um hval, því má varpa fram að lokum, hvort Óspakur hvalkjötsþjófur í Eyrbyggju sé Þorvaldur Vatnsfírðingur. Greinarhöfundur er læknir, meðlimur I leshópnum Sturlungar og Pálnatókavinafélaginu. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.