Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Blaðsíða 5
Wagner varð oft fyrir barðinu á skopteiknurum. Þessi birtist í blnðinu L’ Eclipse í París 1869. að hún hefði orðið til án nokkurra tengsla við þjóðina. Svo megn varð andúð hans á menningu nágrannalandsins að hann sann- færðist um það að fransk-prússneska stríðið (1870-71) væri krossferð gegn franskri menningu — gegn tísku, nytsemi og Mamm- on. Hann gekk svo langt að fullyrða „að tortíming Parísar væri tákn um frelsun ver- aldarinnar... frá öllu því sem var illt“. Og hann velti því jafnvel fyrir sér að skrifa Otto von Bismarck og hvetja hann til þess að sprengja París í loft upp. Það má því ljóst vera að heimsmynd hans byggðist á einföldum grunnandstæðum. Hann stillti eiginhagsmunahyggju upp gegn anda samhyggðar, þýskum anda gegn frönskum, tísku gegn sannri listsköpun, nytsemi gegn því að hlutimir hefðu gildi í sjálfum sér, og tilbúna þörf gegn náttúm- legri þörf. Hinn þýski andi náði ekki fót- festu, eins og Wagner hafði trúað um miðja öldina, ekki einu sinni í þýsku ríkjunum. Wagner gerði þó allt sem í hans valdi stóð til þess að reyna að hleypa endurreisninni af stað. Bygging óperuhússins í Bayreuth og flutningur á óperum hans þar átti að breiða út hið nýja viðhorf. Allt kom þetta fyrir ekki því gyðingar stóðu í veginum. Wagner Snýst Gegn Gyðingum Áður en Wagner flúði land eftir uppreisn- ina í Dresden 1849 hafði hann hafið ritun greinar sem hann nefndi „Gyðingdóm og tónlist". Hann lauk við greinina skömmu eftir flóttann og lét birta hana árið 1850 undir dulnefni. Þótt andstaða við gyðinga hafí verið allútbreidd í þýsku ríkjunum um miðja öldina, þá verður að hafa það hug- fast að það var ekki fyrr en um 30 ámm síðar sem stofnað var til hreyfinga í Þýska- landi sem höfðu andsemítisma (eða skipu- lagða andúð á gyðingum) á stefnuskránni. Wagner hélt því fram að gyðingar væm hin slæma samviska siðmenningarinnar. Ef þeir ætluðu sér að verða að manneskjum þá yrðu þeir að snúa baki við gyðingdómn- um. Andúð Wagners á gyðingum tengdist öðmm kenningum hans mjög sterkum bönd- um. Wagner hefði til að mynda haldið því fram að einungis þeir sem væm fullgildir meðlimir þjóðarinnar hefðu hæfíleika til sannrar listsköpunar. Það er því ekki að undra að Wagner fullyrti að gyðingar gætu ekki samið sanna tónlist; „sá sem ekki er hluti af þjóðarlíkamanum [Lebensorgan- ismus] getur ekki tekið þátt í menningar- og listsköpun þess.“ Hann taldi gyðinga því aðeins geta hermt eftir öðmm og byggt á straumum og stefnum frá liðnum tíma. Það frelsisstríð gegn fjármálavaldi sem Wagner vildi hefja sneri hann einnig upp á gyðinga. Hann taldi þá vera holdtekju kaupsýslu, nytsemi og eiginhagsmunahyggju; þeir höfðu gert listsköpun að viðskiptum og því þyrftu Þjóðveijar að lyfta af sér oki gyðing- dómsins. Þótt Wagner hefði notað dulnefni spurð- ist það út hver höfundurinn væri. Útkoman olli töluverðum úlfaþyt í hinum þýskumæl- andi heimi og snerust ýmsir til vamar gyð- ingum. Almennt átti fólk erfitt með að skilja hvers vegna Wagner hafði til dæmis beint spjótum sínum að fáeinum nafngreindum gyðingum, til að mynda tónskáldunum Felix Mendelssohn og Giacomo Meyerbeer. Þessir einstaklingar höfðu stutt Wagner þegar hann var að stíga sín fyrstu skref á sviði tónlistarinnar. Meyerbeer studdi Wagner til dæmis dyggilega þegar Wagner kom til Parísar í fyrsta skipti, óþekktur og allslaus. Meyerbeer var eitt vinsælasta tónskáld sinnar samtíðar, þótt fáir nútímamenn hafí heyrt hans getið, og reyndi að koma Wagn- er í samband við tónlistarmenn og útgefend- ur. Sýnir það betur en nokkuð annað að andúð Wagners á gyðingum gat ekki stafað af því að þeir hafí gert eitthvað á hans hlut. Ári eftir útkomu greinarinnar skýrði Wagn- er tónskáldinu Franz Liszt frá þvi að hann hefði lengi haft dulda andúð á gyðingum. Og hann bætti við: „Það að ég hafí náð til þeirra með svona miklu afli hæfir markmiði mínu stórvel því að það var einmitt þess konar högg sem ég vildi veita þeim.“ Það kann að koma á óvart að Wagner hafí átt samstarf við nokkra gyðinga. Hvemig má skýra það? Við vitum að Wagn- er vildi aðeins leyfa hæfíleikamestu tónlist- armönnum Þýskalands að flytja verk sín. Hann eyddi til dæmis ómældum tíma í að leita að hinum hæfastu flytjendum fyrir fyrstu óperuhátíðina í Bayreuth. Það vildi einfaldlega svo til að gyðingar voru meðal þeirra bestu og sumir þeirra sóttust eftir að flytja verk hans. Þeir litu á Wagner sem brautryðjanda á sviði tónlistar framtíðarinn- ar en Wagner hefði sjálfur kosið að hafa einhveija aðra í kringum sig. I bréfi Wagn- Skopmynd af Wagner frá 1873. ers til Lúðvíks II frá 1881 segir: „Ég hef þurft að sýna hina mestu þolinmæði [í sam- skiptum mínum við gyðinga], og ef þetta er spuming um að vera mannlegur gagn- vart gyðingum, þá get ég fyrir mitt leyti sagt með góðri samvisku að ég eigi hrós eitt skilið. En ég get einfaldlega ekki losnað við þá ...“ Einn þessara gyðinga var hljómsveitar- stjórinn Hermann Levi en hann var þá tví- mælalaust einn besti stjómandi í Þýska- landi. Stutt lýsing úr dagbók Cosimu, seinni eiginkonu Wagners, lýsir vel sambandi Wagners við Levi. Wagner sagði konu sinni eitt sinn svo frá: „að þegar vinur okkar [Levi] hafi nálgast hann á lítillátan hátt og kysst hönd hans, þá hafí Rfichard] faðmað hann að sér af miklum innileik. En þetta varð til þess að hann [Wagner] fór að finna fyrir því á hinn skýrasta hátt hvað mismun- ur á milli kynþátta fæli í sér. Af þeirri ástæðu þjáist hinn góði gyðingur ætíð af þunglyndi þegar hann er í návist okkar.“ Ijóst er að Wagner taldi að gyðingar væru honum lægra settir. Hann lét einnig svo um mælt að ef hann þyrfti einhvem tíma að spila í hljómsveit má myndi hann aldrei láta bjóða sér að vera stjómað af gyðingi. Samskipti Wagners við píanóleikarana Karl Tausig og Anton Rubenstein vom um margt svipuð skiptum hans við Levi. Það má því ljóst vera að um eiginlegan vinskap var hér ekki að ræða. Wagner Um Brottvísun Gyðinga Með aldrinum varð Wagner stórorðari í garð gyðinga. Árið 1869 lét hann endur- birta grein sína „Gyðingdómur og tónlist“ og þá undir réttu nafni. Hann skrifaði eftir- mála að greininni og er ljóst af honum að hann var orðinn svartsýnni á framtíð Þýska- lands en hann hafði verið um miðja öldina. Hann gerði sér ljóst að hinn þýski andi var ekki í þann mund að ná yfirhöndinni: „Mér er ekki ljóst, hvort hindra megi hrun menn- ingar okkar með því að bola hinum erlendu áhrifum [þ.e. gyðingum] burtu, vegna þess að slíkt myndi krefjast afla sem mér em ókunn." Wagner virðist því einungis hafa verið umhugað um hina fram- í kvæmdalegu hlið þessarar brottvís- unar en ekki hvort hún væri réttlæt- anleg. Þetta var ekki í eina skiptið sem Wagner ræddi um nauðsyn slíkra aðgerða. Árið 1879 færði Cosima eftirfarandi inn í dagbók sína: „Ég las mjög góða ræðu eftir predikar- ann Stöcker um gyðinga [en hann var einn helsti leiðtogi hinnar skipu- lögðu þýsku andófshreyfingarinnar gegn gyðingum]. Rþchard] er fylgj- andi því að vísa þeim alfarið á brott. Við hlæjum að þeirri tilhugsun að svo virðist sem að grein hans um gyðinga hafí markað upphaf þessar- ar baráttu." Dagbækumar segja okkur einnig að Wagner studdi rússnesku gyðingaofsóknimar 1881. Og sama ár þegar Wagner frétti að nokkur hundrað gyðingar hafí látið lífíð þegar Ringtheater í Vínarborg brann, þá sagði hann i gamansömum tón að brenna ætti alla gyðinga á uppfærslu Natans hins vitra. Wagner studdi því brott- vísun gyðinga vegna þess að hann var orðinn úrkula vonar um að end- urreisn Þýskalands — sigur anda samhyggðar á eiginhagsmuna- hyggju — gæti annars orðið að vem- leika. Þjóðveijum væri ekki við- bjargandi ef að gyðingar yrðu áfram á meðal þeirra. Sýnir þetta glöggt að Wagner var orðinn fullur örvænt- ingar og vonleysis. Á efri ámm hugleiddi Wagner jafnvel að flytja búferlum til Vestur- heims og setjast að í Minnesota en ekkert varð þó úr því. Örvæntingin leiddi hann einnig inn á nýjar og ótroðnar brautir í þjóðfélagsgagn- rýni sinni. Þótt hann héldi áfram að saka gyðinga um að hafa torveld- að hina þjóðfélagslegu endurreisn, þá hóf hann einnig að beina spjótum sínum að kjötáti fólks. Hann reit greinar þar sem hann fullyrti að einungis neysla grænmetis gæti lagt granninn að viðreisn þjóðfé- lagsins. Ekki er ósennilegt að áhugi hans á grænmeti tengist auknum áhuga hans á kynþáttakenningum Arthurs Gobineaus en vingott var með þeim tveimur. í grænmeti var ekkert blóð sem gat blandast mannsblóðinu og leitt til hnignunar kynþátt- anna. WAGNER 0g Vestræn Menning Richard Wagner gagnrýndi hart þær breytingar sem áttu sér stað á sviði efna- hags og hugarfars á nítjándu öld. Til ævi- loka var hann rómantískur sósíalisti og ein- dreginn þjóðemissinni. Raunar tengdist sós- íalismi og þjóðemishyggja mjög nánum böndum í huga hans því að sannur meðlimn- ur þjóðar gat sá einn orðið sem hafnaði allri eiginhagsmunahyggju. Andstaða hans við Frakka og gyðinga kom til af því að hann taldi þá vera fulltrúa tísku, peninga og nytsemi, og standa þannig í vegi fyrir viðreisn samfélagsins. Fram til um 1880, eða þar til hinn þekkti þýski sagnfræðingur Heinrich von Treitschke hóf upp raust sína gegn gyðing- um, var Wagner líklega þekktasti andmæ- landi gyðinga í hinum þýskumælandi heimi og nokkurs konar átrúnaðargoð þeirra sem vom hvað ákafastir hatursmenn þeirra. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að Adolf Hitler skyldi lýsa því yfir í Mein Kampf að Richard Wagner hefði verið einn af þrem- ur mikilmennum þýskum. Wagner auðgaði svo sannarlega vestræna tónlistarmenningu með verkum sínum en þau munu um langan aldur standa sem minnisvarði um listamanninn. Á hinn bóginn verður ekki annað séð en að Wagner hafí með skrifum sínum um stjómmál átt þátt í því að rýra menningararfleifð meginlands álfunnar. Gyðingar áttu hlutfallslega núkinn þátt í uppgangi Mið-Evrópu á mtjándu og tuttugustu öld, ekki aðeins á sviði efna- hags, heldur einnig hvað viðkom listum og vísindum. Tilraun til að útrýma þeim kost- aði ekki aðeins dauða og þjáningar margra, heldur skildi og menningu álfunnar eftir fábrotnari. Auðvitað tók Wagner ekki þátt i voðaverkum. Vert er þó að hafa hugfast að orð geta haft áhrif og hann færði andúð sína á gyðingum og öðmm í letur. Þar með tók hann þátt í að plægja þann jarðveg sem gyðingaandúð í Mið-Evrópu spratt svo vel upp úr á fyrri hluta þessarar aldar. Höfundur er sagnfræðingur. HALLFRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR Tvö Ijóð I Ég er norn dalsins björk skógarins ástartréð sígræna á greinunum hvílast elskhugar mínir og ég les þeim ljóð uns þeir líða inní drauma en þegar ég vagga mjúklega lendum mínum eftir seiðandi tónum sömbunnar vakna þeir hver af öðrum í dansinn. II Ég er norn dalsins brenninetla skógarins kræklótt furan grimm læt ég svipuna þjóta óttasleginn stormurinn æðir ráðviilt augun flýja inní myrkrið ymur skógurinn grætur dalurinn græt ég óumflýjanleg örlögin. Ljóðin eru úr annarri Ijóðabók höfund- arins, sem heitir „Á undarlegri strönd" og kom úr í fyrra. SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR Vinátta Vinátta, dýrmæt sem gull Þú átt hana og gefur í senn. Vinátta, einstök sem demantur. Endist um aldur og ævi. Vinátta, verðmæti, ekki í krónum tal- in. Þú hvorki kaupir hana né selur. Vinátta, sterk sem stál. Þú getur ávallt leitað hennar hjá sönnum vini. Vinátta, Kærleikurinn í vinarmynd. Þakkaðu Guði fyrir, þá bestu gjöf sem þú færð og gefur. Höfundur fæst við skrautskrift. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. MARZ1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.