Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Page 6
Launsögn Stéttar- innar miklu í Westminster Abbey Arið 1991 kom út hjá forlaginu Jonathan Cape í London ritið Patterns of Thought, the Hidd- en Meaning of the Great Pavement of West- minster Abbey eftir sagnfræðinginn og list- fræðinginn Richard Foster. Fjallar bókin um Nú má slá því föstu að krýningarkirkja Breta, Westminster Abbey, verður héðan í frá helgidómur íslendinga eigi síður en Breta. Og Þingvellir verða óhjákvæmileg viðmiðun brezkrar sögu. Eftir EINAR PÁLSSON Stéttina miklu (The Great Pavement) fyrir háaltari brezku krýningarkirkjunnar Westminster Abbey. Er svo mál með vexti að vegna skemmda af ágangi kirkjugesta hefur Stéttin mikla verið lögð teppi og hul- in sjónum manna í heilan mannsaldur. I apríl 1989 var teppinu svipt af og Stéttin mikla rannsökuð. Er helzti árangur þeirrar rannsóknar ofangreind bók Fosters. Munu ýmsir íslendingar reka upp stór augu er þeir sjá niðurstöður Fosters um launmerk- ingu Stéttarinnar; þar getur að líta flest meginatriði sem undirritaður las úr tákn- máli launsagnar (allegoríu) Brennu-Njáls sögu á sinni tíð. Eru þó engin tengsl milli rannsóknanna. En tímasetning verkanna er athyglisverð: lokið er að leggja Stéttina miklu árið 1268, en Njála er talin rituð um 1280-90. Það sem maður rekur fyrst augun í, og telja verður með fullum ólíkindum, er að Foster finnur sömu mælieiningu í West- minster Abbey og hér var reiknuð út af lík- um í launsögn Njálu, rómverskt fet 29,60 cm að lengd (s. 124). En eigi nemur þar af heldur er sömu mörkun beitt í Westminst- er Abbey og í Rangárhverfi (sjá Foster s. 96, 142). Sami helgi stuðullinn fólst í þeirri mælingu, sem hér hefur verið nefnd Lagar- táknið (Lambda í erl. fræðiritum), tafli taln- anna 8 og 27 (t.d. s. 133, 135, 140). Marg- feldi þeirra talna er 216 og er þar um að ræða sjálfan tölfræðigrundvöll Alþingis á Þingvöllum samkvæmt niðurstöðum undir- ritaðs. Allegórían Foster uppgötvar að heil heimsmynd býr að baki Stéttinni miklu í Westminster Ab- bey. Svo hefði átt að vera, ef henni svipaði til baksviðs Njálu. Það sem þarna er úr lesið eru stærðir og hlutföll, svo var og í RÍM. Munurinn er sá að Evrópubúar fella það eink- um í byggingar sem Islendingar flétta inn í sagnir. Og þó þekkir Foster vel sagnir skyld- ar Njálu í Evrópu. Hann nefnir það beinlínis allegóríu sem hann uppgötvar í Stéttinni miklu; þar er um að ræða tegund ritunar, sem mjög var tíðkuð forðum. Var þeirri teg- und frásagnar skipt í fjóra þætti, sem nefnd- ir voru: 1. historia, 2. allegoria, 3. tropologia og 4. anagogia. Fyrsti þátturinn er sá sem flestir geta skilið áreynslulítið, einföld frá- sögn, einatt fram sett sem „sagnfræði" á miðaldavísu. Hafa nokkrir fræðimenn á þess- ari öld þó talað um „list“ og „skáldskap“ í því sambandi, en slík orð eru mjög misvís- andi. Það er annað stigið, allegórían, sem þarna skiptir mestu; í sögninni var leynd merking sem miðlaði innvígðum andlegri spekt, oftast í hugtökum kristinnar trúar. Hér er slík saga nefnd „launsögn“ af þeirri einföldu ástæðu að hún er ekki augljós á ytra borði. Foster beitir svipuðum orðum; hann kveður „leynda merkingu" (hidden meaning) í allegóríu Stéttarinnar miklu. Trópólógían og anagóg- ían eru vel sýnilegar í Njálu, en í þeim þátt- um fræðanna er minna um táknmál sem takandi er á, svo að í raun má tala um tvenn merkingarstig, historíu og allegóríu. Trópó- lógían varðar þau siðferðilegu vandamál, sem lesa má úr verki, og anagógían varðar það hvem veg andi mannsins má lyfta sér til hæða yfir í dulinn sannleika æðri veraldar. Af augljósum orsökum er í slíku efni meira um trú en skilgreinanlegt mál glöggra tákna. Germanistar og bókmenntafræðingar hafa til þessa eingöngu fengizt við fyrsta stig rit- unarinnar. Táknmálið hefur verið þeim lokuð bók. Skáldlegar Líkingar Að ræða um „skáidskap" í söguþræði sagna eins og Eglu og Njálu er varasamt vegna þess að „skáldskapur" allegóriskra rita var gjörólíkur skáldskap síðari alda. Kristni vitmaðurinn Thomas af Aquinas lýsti þessu svo að.einkenni slíks efnis væri að benda til sannieikans með skáldlegum líking- um (s. 148). Þetta hættir nútímamönnum til að túlka svo, að um einfaldan skáldskap hafí verið að ræða að nútíðarhætti. En þarna lá miklu dýpri merking að baki. Spekingum var gert að rita dulið — að fela mikilvæg- ustu tákn heimsrásar að baki persónum og viðburðum; oftast voru „persónur" slíkra „skáldrita" goð eða hugtök úr goðafræði. Voru goðin jafnan tákn reginmagna eða heimsrásar og var það slík merking sem höfundur þessa greinarstúfs fann upphaflega að baki Njálu. Það sem á yfirborði sýndist skrýtin tegund af sagnfræði var í raun geymslustaður hugmynda um goð, sköpun heims og endi veraldar. Er með afbrigðum fróðlegt að lesa hversu náið niðurstöður Fost- ers um Stéttina miklu samsvara þeim efnisat- riðum sem hér fundust að baki Njálu. Samsvaranirnar Svo margar eru samsvaranirnar milli allegóríu Njálu og allegóríu Stéttarinnar miklu, að ítarlega bók þyrfti til að rekja þær og skýra. Getur þar til dæmis að líta síendur- tekið þrefeldi, himnana níu, örheim og al- heim, kventölur og karltölur, dýrahring him- ins, fullkomið hvel og baug, Hjólið góða, ei- líft mynstur tíma og rúms. Er athyglisvert að sjá Foster staðfesta það, að tölvísi og geómetrisk form voru geymslustaðir hug- mynda. Þessi var niðurstaða undirritaðs af rannsókn allegóríunnar í Njálu; nú sjáum við ekki einungis að hinn brezki lærdómsmaður kemst að sömu niðurstöðu — heldur að notk- un talna í Stéttinni miklu samsvarar talna- notkun Njálu og að mörg hinna geómetrisku forma eru þau sömu í launsögn Njálu og í launsögn Westminster Abbey! Þá kemur í Ijós að Sankti Pétur var verndardýrlingur Westminster Abbey, en kirkja Skálaholts, fyrsta biskupssetursins á Islandi — sem lá á ummáli baugs Rangárhverfis — var einmitt Péturskirkja, Þannig virðast bein tengsl liggja milli hugmyndafræðinnar að baki Njálu og hugmyndafræði hinnar brezku krýningar- kirkju. Löngu var ljóst, að það sem við íslend- ingar fléttuðum í söguþráð bóka felldu aðrir Evrópubúar í guðshús; gólfið i Westminster Abbey bætist nú í safn dýrgripanna. Lýsir Foster því yfir að Stéttin mikla hafi verið tákn alheims (cosmological symbol) — eins og „gólfin" í hátimbruðum hörgum íslend- inga, á Mýrum, að Þingvöllum og á Rangár- völlum. Helg jörð Islendinga, sem himinn hvelfdist yfir, var að sjálfsögðu „gólf" must- era náttúrunnar; nú sjáum við, ýmsum vafa- laust til mikillar furðu, að regintákn þau sem Stéttin mikla í Westminster Abbey á hátíð Viktoríu drottningar 1887. Mynd úr 12. aldar handriti sem sýnir meg sömu mynd mætti nota til að skýra alleg ráðin voru í þeim „gólfum“ samsvara táknum gólfsins í Westminster Abbey. Höfuðskepnur Og Geómetría Til að gefa örlitla hugmynd um það sem Foster greinir í Stéttinni miklu ber að nefna höfuðskepnumar fjórar, Jörð, Vatn, Loft, og Eld. Þessi voru regintáknin í allegóríu Njálu. Er því fróðlegt að sjá, hvað Foster segir um Höfuðskepnur þessar; hann kveður þær hafa verið mjög vinsælar í allegóríum miðalda — að þær hafi orðið sá andlegi burðarás sem flóknari hugmyndafræði var á reist (s. 132). Það var einmitt niðurstaða undirritaðs, að svo hefði þessu verið farið í Brennu-Njáls sögu. Nú lýsir Foster því m.ö.o. yfir að þessi regintákn hafi verið eitt helzta einkenni a lleg- óríu 13. aldar. Sem þýðir á einfaldri ís- lenzku, að tilvist þeirra í Njálu hefði alls ekki átt að koma á óvart. Og stóðu þó flest- ir agndofa af undrun yfir ráðningunni í upp- hafi. Jafnvel Margflötungana fimm, kennda við Platon, sem greina mátti að baki Njálp nefnir Foster og segir að rit hins forna spek- ings Calcidiusar um Timæus eftir Platon hafi verið helzti grundvöllur hugmyndafræða á þrettándu öld. Kemur þannig allt heim og saman, eigi sízt það sem sagt er um geómet- riskar táknmyndir og tölvísi, því að „guðleg regla alheimsins var sett fram á tungumáli tölvísi og helgrar geómetríu" (s. 131). Birtir Fostér margar síður um þessi mál; væri rit hans sérhveijum bókmenntamanni og sagn- fræðingi holl lesning. Margir sem lesið hafa lausnir undirritaðs á táknum miðalda hafa trúað því að slík ráðning væri slíkt einsdæmi að eigi fengi staðizt. Af bók Fosters er hins vegar ljóst, að lausnir RÍM á allegóríu Eglu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.