Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 1
O R G U L A Ð S Stofnuð 1925 l. tbl. 8. JANÚAR 1994 — 69. árg. „Hannes drap mig með glæsi- mennskunniu I. Hinn 1. febrúar 1994 eru 90 ár liðin frá því Kristján konungur IX. staðfesti frumvarp alþingis um heimastjórn á íslandi og skipaði Hannes Hafstein sýslumann á ísafirði ráð- herra, fyrstan íslendinga. Þar með lauk form- Eftir þrjár vikur eru 90 ár liðin síðan Hannes Hafstein varð ráðherra með aðsetri á íslandi. Hér segir af kapphlaupinu um embætti Islandsráðherra 1901-1903. Eftir JÓN P. ÞÓR lega æsilegu kapphlaupi um ráðherraemb- ættið, þar sem dr. Valtýr Guðmundsson, kennari við Kaupmannahafnarháskóla, var harðasti keppinautur Hannesar, en fleiri ís- lendingar komu einnig við sögu. Kapphlaupið um ráðherraembættið hófst strax að loknu alþingi sumarið 1901 og stóð með litlum hléum fram undir árslok 1903. Inn í það drógust, með einum eða öðrum hætti, flestir valda- og áhrifamestu menn landsins, og það tengdist ýmsum mikilsverð- um framfaramálum sem þá voru á döfinni, m.a. stofnun nýs banka, er byggður yrði á hlutafé sem erlendir aðilar legðu fram. Saga þessara ára hefur vitaskuld margoft verið sögð og kann mörgum að þykja sem hér sé borið í bakkafullan lækinn, er hún er rifjuð upp einu sinni enn. Staðreyndin er þó sú að enn munu fráleitt öll kurl komin til grafar í þessu máli. Enn eru að koma í leit- irnar heimildir, sem fræðimenn hafa ekki haft aðgang að til þessa, en varpa að sumu leyti nýju ljósi á áður þekktar staðreyndir. Þannig er um bréf, sem fóru á milli þeirra dr. Valtýs Guðmundssonar og Jóhannesar Jóhannessonar bæjarfógeta á Seyðisfirði. Þau hafa lítt sem ekki verið aðgengileg sagn- fræðingum, en bregða nýrri birtu yfir margt sem gerðist á þessum árum, og fylla jafn- framt í eyður. Byggist það sem hér verður sagt um valdakapphlaupið á árunum 1901- 1903 að verulegu leyti á þessum bréfum. Aður en vikið verður að því er þó rétt að að gera stuttlega grein fyrir stjórnmála- ástandinu á íslandi og í Danmörku á því herrans ári 1901. II. Sumarið 1900 voru alþingiskosningar haldnar á íslandi og eru þær ef til vill merki- legastar fyrir þá sök, að þar tókust í fyrsta skipti á tvær innlendar stjórnmálafylkingar. Annars vegar voru svonefndir Valtýingar, kenndir við dr. Valtý Guðmundsson, en hins vegar fylkingin, sem síðai' myndaði kjarna Heimastjórnarflokksins. í flokki Valtýinga, sem kölluðu sig Framfaraflokk, voru háskóla- gengnir menn áberandi og meðal forystu- manna hans má, auk dr. Valtýs sjálfs, nefna Bjöm Jónsson, ritstjóra ísafoldar, Skúla Thoroddsen, Jóhannes Jóhannesson, Stefán Stefánsson, síðar skólameistara, Pál Briem amtmann o. fl. Andstæðingaflokkurinn var að mörgu leyti sundurleitari. Þar var Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri Landsbankans, áhrifamikill, en einnig voru þar ýmsir hátt- settir embættismenn, grónir bændahöfðingj- ar, forystumenn kaupfélaganna, sem sagðir voru lúta forystu Jóns Vídalíns konsúls, Hannes Þorsteinsson, ritstjóri Þjóðólfs, auk þess sem Magnús Stephensen landshöfðingi mun hafa verið hlynntur þessum hópi, þó ekki væri nema fyrir andstöðu við dr. Valtý og stefnu hans. Stefna Valtýinga, „valtýskan" svonefnda, var það sem einkum skildi flokkana að. Valtý- ingar höfðu allt frá árinu 1897 barist fyrir stofnun sérstaks ráðherraembættis fyrir ís- land og skyldi ráðherrann — eða ráðgjafinn, eins og hann var tíðast nefndur á þessum árum — sitja í Kaupmannahöfn, en mæta á alþingi og bera pólitíska og stjórnlagalega ábyrgð fyrir því. Á þinginu 1897 bar dr. Valtýr fram frumvarp um þetta efni og lýsti því þar yfir, að danska stjórnin myndi ekki synja frumvarpinu staðfestingar, ef alþingi samþykkti það. Hafði hann áður rætt májið ýtarlega við danska ráðamenn, þ á m. Jo- hannes Nellemann íslandsráðgjafa. Þetta dugði þó ekki til. Frumvarpið var fellt í neðri deild alþingis með 13 atkvæðum gegn 10 og er Valtýr bar það aftur fram lítt breytt á þinginu 1899, var það fellt frá 2. umræðu í neðri deild með jöftium atkvæðum, 11:11. Valtýingar sáu þó ekki ástæðu tii að láta undan síga. Kosningar voru ekki haldnar á milli þinganna 1897 og 1899 og því gátu þeir með miklum rétti haldið því fram að fylgi við málstað þeirra hefði aukist. Frumvarp Valtýs var helsta mál kosning- anna sumarið 1900 og má segja að úrslitin hafi orðið bræðrabylta. Hvor fylkingin um sig fékk 14 þingmenn og mátti því ekki á milli sjá, hvorir myndu hafa betur á þingi. Við þingsetningu kom hins vegar í Ijós, að einn þingmaður sem taldist til andstæðinga Valtýs, sr. Arnljótur Ólafsson, hafði ekki komist til þings og höfðu þvi Valtýingar eins atkvæðis meirihluta er embættismenn þings- ins voru kosnir. Það hagnýttu þeir sér með því að kjósa menn úr andstæðingaflokknum í embætti forseta í báðum deildum og tryggja sér þar með meirihluta en forsetar þingsins höfðu ekki atkvæðisrétt á þessum tíma. Eft- ir þetta var leikurinn næsta auðveldur og á þinginu 1901 var frumvarp Valtýs samþykkt í báðum deildum og síðan afgreitt sem lög frá alþingi. Heimastjórnarmenn lögðu hins vegar fyrir þingið svonefnt „tíu manna frum- varp“, sem tíu þingmenn úr þeirra flokki stóðu að. Þar var lagt til að ráðherrar yrðu tveir 'og sæti annar í Reykjavík, en hinn í Kaupmannahöfn. Hannes Hafstein mun hafa verið aðalhöfundur þessa frumvarps og hafði, að eigin sögn, samband Norðmanna og Svía að fyrirmynd. „Tíu manna frumvarpinu“ var vísað til nefndar, en síðan fellt við aðra um- ræðu í neðri deild. En björninn var ekki unninn. Hægrimenn höfðu um langt skeið farið með völd í Dan- mörku, þrátt fyrir að vinstrimenn ynnu sí- fellt á og væru löngu komnir með meirihluta á danska þinginu. Valtýr hafði haft náið sam- ráð við ráðherra hægrimanna, en á meðan frumvarp hans var til umfjöllunar í efri deild

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.