Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Page 4
ARK I TEKTUR S K I P U L A G Miðbær Hafnarfjarðar. Inn á myndina eru sett nýju húsin, sem byrjað hefur verið á og valdið hafa deilum. Hafnarfjörð- ur, Hilleröd og Holsterbro að hefur löngum þótt eitt af erfiðari viðfangsefn- um byggingarlistarinnar að fella nýjar bygg- ingar inn í eldra umhverfi. Skilningur á mikil- vægi samspils nýrri bygginga við þau hlutföll sem fyrir eru hefur vaxið mjög síðari ár þann- „Það er kunnara en frá þurfi að segja að við Islendingar vitum allt best. Við þuifum enga ráðgjöf þegar lagt er af stað í húsbyggingar. Eftir SIGURÐ EINARSSON ig að siðapostular módemisma eru nánast að deyja út og tíðarandinn einkennist af samsetningu margra stfla allt frá neoklassík til dekonstruktivisma eða nýmódemisma. A þeirri gífurlegu uppbyggingu sem hófst eftir stríð, eða á fimmta áratugnum og fram á þann sjöunda, var mikið byggt eftir hug- myndafræði módernista. Danmörk fór ekki varhluta af þeirri þróun, þar sem punkthús, eða háhýsi eins og við þekkjum þau, vom byggð í einhveijum mæli. Þeir fóm þó var- legar en margar þjóðir og gagnrýnisraddir urðu að endingu þess valdandi að dæmið fór að snúast við. Þeir vöknuðu upp um síðir, sums staðar heldur seint, þar sem þeir gerðu sér grein íyrir að víða í bæjum og borgum vora miðbæimir geldir mannlegu yfirbragði á kostnað hugmyndafræði í skipulagi, sem enginn náði að stjóma svo vit væri í. Þá hófust þeir handa, með fyrstu þjóðum, við Ráðstefnu- og menningarmiðstöð í Holsterbro. Nýtt 25 þúsund fermetra verzlunarhúsnæði í Hillerod, Slotsarkaderne, postmoderne bygging þar sem blandað er saman ýmsum stíltegundum. Lærdómsríkt dæmi um mikilvægi skipulags og byggingarlistar fyrir ímynd staðar. að gera göngugötur og glæða miðbæina al- vöm lífi, og jafnframt breyttist byggingar- listin. Það er kunnara en frá þurfi að segja að við Islendingar vitum allt best. Við þurfum enga ráðgjöf þegar lagt er af stað í húsbygg- ingar. Menn byggja sér hús með eigin hendi án tilsagnar, og gera sömu vitleysumar og þúsundir hafa gert á undan þeim. f sldpu- lagsmálum virðist okkur eins farið, við emm enn að gera það, sem meira að segja Sovét- rfldn sálugu em að leggja niður. Hér á eftir ætla ég að fara nokkram orð- um um þrjár byggingar, tvær þeirra nú þegar byggðar í Danmörku og ein sem er í þyggingu hérlendis. Allar eiga það sameigin- legt að vera stórhýsi teiknuð inn í rótgróið umhverfi. Slotsarkademe í miðjum gamla bænum í Hillerod á Norður-Sjálandi, er nýtt 25.000 m2 verslunarhúsnæði í tengslum við bfla- stæðahús, alls um 68.000 m2. Þessi postmód- erne bygging, sem er teiknuð af Plesner og Wajnman í samvinnu við AK 83 Arkitekt- kontor hefur yfir að ráða tilvitnunum frá hinum ólfldegustu stöðum. Þama er öllu mögulegu skellt saman, klassískum götuút- litum, súlnagöngum suðursins, basaryfir- bragði miðausturlanda, gaflhúsum miðalda- bæjanna, búðargluggum aldamótanna og stórmörkuðum nútímans. Slotsarkaderne era lærdómsríkt dæmi um mikilvægi skipu- lags og byggingarlistar fyrir ímynd staðar. Byggingin er þrjár yfirbyggðar götur með b 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.