Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 7
 1 Mig hafði langað til að koma við á Staðar- stað til þess að hitta séra Rögnvald, sem alltaf er eins og hressandi andblær, en einn- ig að koma á fæðingarstað Jóhanns Jónsson- ar, skálds, sem ég hef lengi haft miklar mætur á og tel „Söknuð" með því bezta sem ort hefur verið á íslenzku á þessari öld. Sökn- uður var framúrstefnuljóð á þeim tíma, en á sér útlendar fyrirmyndir eins og bent hefur verið á, enda lögmál, að list fæðist af list og fátt er alveg nýtt undir sólinni. Jóhann held- ur hinsvegar í stuðlasetninguna, þá gömlu íslenzku hefð, en þrátt fyrir það mun mörgum hafa þótt Söknuður vera einhverskonar lausamálstexti fremur en kvæði; svo bundnir sem menn voru við ákveðnar ljóðlínur og ljóð- form „þjóðskáldanna" á fyrriparti aldarinnar. Jóhann fæddist á Staðarstað árið 1896 en dó úr berklum fyrir aldur fram úti í Leipzig 1932. Það þótti sæta tíðindum þegar Söknuð- ur birtist í tímaritinu Vöku árið 1928; Jóhann þá orðinn illa haldinn af berklaveikinni og grunaði að hverju stefndi. Söknuður er „að sínum hætti andlátskvæði eins og mörg feg- urstu kvæði túngunnar“, hefur Halldór Lax- ness sagt, en þessir ungu skáldbræður kynnt- ust og urðu vinir úti í Þýzkalandi. Ekki verður sagt að Jóhann Jónsson hafi mótast á Staðarstað. Hann ólst upp í Ólafs- vík og var látinn ganga menntaveginn eins og sagt var þá. Stúdent varð hann frá Menntaskólanum í Reykjavík 1920; var auk- nefndur þar Jóhann Byron vegna þess að hann var skáld og gekk haltur eins og Byron lávarður. Jóhann var þó enn þekktari sem frábær upplesari ljóða og naut þess að hafa fallega bassarödd eins og Davíð Stefánsson og séra Rögnvaldur. Mörgum þótti ógleym- anlegt að hlusta á Jóhann lesa upp og úti í Þýzkalandi náði hann slíkum tökum á þýzku máli, að hann las þar einnig upp ljóð með svipuðum áhrifamætti. Hann var eitt af „16 skáldum í 4. bekk“, sem Tómas Guðmunds- son nefnir í kvæði sínu, Austurstræti. En Jóhanns naut aðeins við skamma stund í listalífinu í Reykjavík. Að stúdentsprófi loknu fór hann til Þýzkalands þar sem hann dvaldist langtímum á heilsuhælum og kom aldrei til íslands þau ár sem hann lifði, en aska hans var flutt til Ólafsvíkur. I formála að „Kvæðum og ritgerðum" eftir Jóhann, sem Halldór Laxness sá um útgáfu á 1952, segir hann svo í formála: „Virtist mörgum sem við hann kynntust, að þeir hefðu eigi áður vitað úngan svein fagna innborinni ljóðgáfu svo alskapaðri sem hann“. X Höfuðbólið Staðarstaður átti hlunnindi og ítök víða í nágrenninu. Þar á meðal var út- ræði frá Tröðum í Staðarsveit og höfðu prest- ar þar löngum einn bát eða fleiri í útróðrum. Þar endaði stormasamt líf Lofts Þorsteins- sonar, Galdra-Lofts eins og hann hefur jafn- an verið nefndur. Á síðasta sprettinum var Loftur nær sturlaður og menn heyrðu hann segja: „Sunnudaginn i miðfóstu verð ég í helvíti og kvölunujn“. Honum var þá ráðlagt að leita til prestsins á Staðarstað, sem þótti ágætur maður og trúmaður mikill. Hann tók Lofti vel og lét hann aldrei við sig skilja, nótt né dag. En eitt sinn er prestur þurfti að fara að heiman vegna embættásins, hresst- ist Loftur og gekk þá niður að Tröðum. Fékk hann bóndann þar til að hvolfa upp litlum báti því hann vildi róa út fyrir land- steina og renna færi sér til hugarhægðar. Logn var veðurs, en til bátsins hefur ekki síðan spurst. Það þóttist maður einn sjá af landi, að grá hönd og loðin hafði komið upp þegar báturinn var kominn vel á flot. Tók hún um skutinn þar sem Loftur sat og dró allt í kaf. Það var komið hausthljóð í vindinn hjá Lofti. Og það vai- komið hausthljóð í vindinn og Ijóðin hjá Jóhanni þegar hann orti Sökn- uð, sem endar svo: En þei, þei, þei - svo djúpt sem vor samvizka sehir, oss sönglar þó allan dann dag við ekðarlaus eyrnn eitthvað, því iflrt sera komið sé hausthþóð í vindinn, eitthvað, því líkt sem syngi vor sálaða móðir úr sjávarhljóðinu’ í jjarska.. Og eyðileik þrungið hmlar vort hjarta hljðtt út í bláinn: Hvar? ...Ó hvar? báti, óveður í aðsigi. Myndin lýsir smæð mannsins gagnvart höfuðskepnunum ogþeim reginöflum sem fólgin eru í vindi og sjó. I henni má iesa ógnun, en einnig von, á hálfum fletinum kalt, djúpt hafíð og yfír því dimmur óveðurshiminn, en hins vegar lygn sjór og vinalegur undir heiðskíru lofti. Milli þessara andstæðna er maðurinn, og er á hans valdi að ráða stefnunni. Maðurinn í bátnum á einnig að tákna lífs- leiðina þar sem dauðinn er það andartak þegar báturinn hverfur við sjóndeidarhring. í þessari einfóldu líkingu sé ég það, að sá tími sem manninum er enn ætlaður, er fjar- lægðin frá sjóndeildarhring, en fyrir þeim sem hverfur sjónum áhorfenda er forinni ekki lokið, því hann heldur áfram mót óend- anlegri sjónarrönd." í kirkjunni á Staðarstað er líka veflista- verk eftir Ruth Malinovski, sem er danskur gyðingur og flóttakona frá Vínarborg og gluggar úr steindu gleri eftir Leif Breiðfjörð og myndir af atburðum úr Biblíunni eftir Tryggva Ólafsson. VIII Skammt frá kirkjunni á Staðarstað stend- ur minnisvarði eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvra um Ara fi-óða Þorgilsson, en Ragnar var frá Staðarstað, sonur séra Kjart- ans, sem vikið verður að síðar. Á minnisvarð- ann er letruð hin sígilda áminning ft-æði- mannsins um að hafa heldur það er sannara reynist þegar Ijóst þykir að missagnir hafi orðið í fræðum. Staður á Ölduhrygg var talin með mestu hlunnindajörðum landsins. Af því leiddi að þar var höfðingjasetur. Á Sturlungaöld bjuggu þar fegðarnir Þórður Sturluson, bróð- ir Snorra í Reykholti, og Sturla Þórðarson lögmaður, sem vitað er að skrifaði íslend- ingasögu í Sturlungu og fleiri rit. Það segir líka einhverja sögu að ekki færri en fjórir prestar frá Staðarstað urðu biskupar og sá fimmti ólst þar upp. Af öðrum prestum á Staðarstað sker Kjart- an Kjartansson sig óneitanlega nokkuð úr. Hann gegndi þar embætti á árabilinu 1922- 1938 og þótti góður kennimaður, en ekki þótti mönnum síður til þess koma, hversu gott lag hann hafði á allskonar vélum og var þar að auki hugvitsmaður. Þessvegna var hann ekki aðeins sálusorgari sóknarbarna sinna, heldur viðgerðarmaður, sem endurlífg- aði klukkur og gerði við saumavélar. Áður hafði hann verið prestur í Stað í Grunnavík og fann þá upp snjófleyg, sem er einskonar drifakkeri til að stöðva sig í á harðfenni og í hættulegum bratta. Aðrar aðstæður heimt- uðu annarskonar uppfinningu, þegar hann var um tíma á Bakka í Ölfusi, þaðan sem heyskapur var stundaður f hinum frægu Ölf- usforum. Þar útbjó séra Kjartan þrúgur undir hestana, sem dugðu tii að fleyta þeim yfir verstu keldumar. Sú uppfinning hans sem sígildari verður áð teljast og enn er í Séra Rögnvaldur Finnbogason, prestur á Staðarstað, við skírn- arfontinn. Á bak við hann er eitt af listaverkum Tryggva Ólafssonar. Gluggi í kirkjunni á Staðarstað með steindu gleri eftir Leif Breiðfjörð. notkun, er berjatínan eins og við þekkjum hana. Vegna alls þessa hefur séra Kjartan verið nefndur sem ein af fyrirmyndum Halldórs Laxness að Jóni prímusi í Kristnihaldi undir Jökli. Við Tungnamenn teljum Ara fróða sveit- unga okkar enda þótt minnisvarði hans standi á Staðarstað. Samkomuhúsið í Biskupstung- um heitir Aratunga og er nefnt efiir honum. Það helgast af því að Ari var fóstraður upp í Haukadal hjá HalU Þórarinssyni og hann lærði í skóla Teits ísleifssonar, sem einnig var í Haukadal. Um Ara Þorgilsson er ann- ars færra vitað en vert er. Höfundur íslend- ingabókar er nálega sá eini sem fræðimenn þykjast geta bent á með vissu af þeim höfund- um fombókmennta, sem koma á undan Snor- ra Sturlusyni. Menn era hinsvegar ekki á einu máli um það hvort Ari hafi sleppt því að geta um eitthvert „landnám fyrir land- nám“ og sú kenning hefur heyrst að hann hafi verið á mála hjá höfðingjum að skrifa „rétta“ landnámssögu, en allt em það ágizk- anir. IX Svo höldum vér leið vorri áfrrn, hver sína villigötu, hver i sínu’ eigin lífi vegvilltur, framandi maður; og augu vor eru haldin og hjörtu vor trufluð af hefð og löggrónum vana að þ'úga sjálfan sig dauðan. Jiíhann Jónsson / úr Sðknuði. í kirkjunni á Staðarstað. Innst í kórnum er ekki glerrúða og útsýni til sjávar þótt svo mætti halda, heldur er þetta hin óhefðbundna altaristafla sænska Hstamannsins Lars Hofsjö. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.JANÚAR1994 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.