Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Síða 10
í I 4 arleið um ár og fjöll að strönd Kyrrahafs. Leiðangrinum stýrðu tveir liðsforingjar úr Bandaríkjaher, Meriwether Lewis og William Clark. Á árunum 1804-6 fóru þeir á bátum upp Mississippi og Missouri, þaðan landleiðina yfir KlettafjöÚ, niður Kólumbíufljót að Kyrra- hafi og svipaða leið til baka. í sögu leiðangursins er getið skelfi- legra afleiðinga bólusóttar. í mars 1806, þegar þeir voru naerri Kyrrahafi, fór Clark í könnunarferð og kom í indíánaþorp þar sem flest hús voru auð og í niðumíðslu. Hann bað um skýringu og fyrir hann var leidd gömul kona sem bar ör efdr bólusótt. Var honum sagt að hún hefði í æsku verið nærri dáin af veikinni sem hún væri nú mörkuð af og allir íbúar húsanna sem nú voru í eyði hefðu þá orðið sóttdauðir. Miðað við aldur> konunnar þótti Clark líklegt að veikin hefði geisað einum þrjátíu árum fyrr. Árið 1837 barst bólusótt með grávörukaup- mönnum tii Fort Kenzie í Montana. Þaðan breiddist veikin norður um Kanada og gerði mikinn usla meðal indíána. Verst urðu úti svartfetar og blóðindíánar og er talið að um 3/4 þeirra hafi látist. Hjá þessum kynkvíslum hefur greinst hæst hlutfaÚ í heimi af A-blóð- flokki, eða 59%. Bólusótt er með skæðustu sjúkdómum sem á mannkynið hafa herjað. Nú telja menn að henni hafí verið útrýmt. Aðeins eru eftir rækt- aðir veirustofnar á rannsóknastofum, meðal annars vegna hugsanlegra nota í hemaði. Heimildir Um Bólusótt Elstu skráðar heimildir um bólusótt eru kínverskar, frá því um 250 f.Kr. Þá er talið að Húnar hafi flutt drepsóttina með sér tíi Kína. Fullvíst má telja að veikin hafi herjað mun lengur á mannkyn. Bólusóttar á Norðurlöndum er fyrst getið f Flateyjarbók, þar sem meðal annars er greint frá farsótt á íslandi árið 1240. Síðan er vitað um 19 stórfaraldra af bólusótt hér á landi, frá 1306 til 1846. Á síðari helmingi 18. aldar veitti enskur læknir, Edward Jenner, því athygli að mjalta- konur og aðrir sem umgengust nautgripi fengu sjaldan bólusótt en smituðust af dýrunum af meinlausum kvilla, kúabólu. Með því að smita fólk af kúabólu, bðlusetja það, tókst honum undir aldamótin að koma í veg fyrir að það fengi bólusótt. Fyrir daga kúabólusetningar voru menn stundum viljandi smitaðir af bólu- sótt. Þótti það valda vægri sótt og veitti lífstíð- arónæmi. Áðferðin var þó ekki hættuiaus. Smitsjúkdómar Og Ónæmi En það voru fleiri sjúkdómar en bólusótt sem lögðust á frumbyggja Ameríku. Misling- ar, inflúensa, svarti dauði, bamaveiki, tauga- veiki, kólera, skarlatsótt, kíghósti og fleiri sóttir fóru eins og eldur í sinu yfir nýja heim- inn og stráfelldu íbúana. En hvers vegna lögðust allir þessir sjúk- dómar svo miklu þyngra á frumbyggja Vest- urálfu en á íbúa gamla heimsins? Þar sem smitsjúkdómur er landlægur er jafnan talsverður hluti íbúanna ónæmur fyrir honum, menn sem hafa áður tekið veikina og mynda mótefni gegn henni í þeim mæli að þeir sýkjast ekki aftur. Þetta á til dæmis við um kvef. Hérlendis, og víst í flestum löndum, eru jafiian einhverjir kvefaðir þótt tíðnin sé breytileg, en ónæmið kemur í veg fyrir stórfar- aldra. Aðrir sjúkdómar ganga sem farsóttir. Á miili misskæðra faraldra líður nokkur tími þegar sjúkdómsins gætir alls ekki á tilteknu svæði. Meðan skæður sjúkdómur eins og bólusótt gengur yfir eykst jafnt og þétt hlutfall þeirra sem ónæmir eru. Þeir sem ná sér af veikinni taka hana ekki aftur. Hlutfallstala ónæmra hækkar líka eftir því sem fleiri deyja úr veik- inni. Þar kemur að útbreiðslan stöðvast, sýkill- inn deyr út í stofninum og um lengri eða skemmri tíma eru ekki forsendur fyrir nýjum faraldri. Þetta mætti kalla hjarðónæmi. Með tímanum dregur úr hjarðónæmi. Þeir Trúarbrögð Asteka kröfðust blóðfórna. Hér má sjá höfuð sem höggvin voru af Spánverjum og hestum þeirra. [Teikning eftir Asteka.] ónæmu deyja og í þeirra stað fæðast einstakl- ingar sem tekið geta sjúkdóminn. Fyrr eða síðar má svo búast við nýjum faraldri, nema fyrirbyggjandi aðgerðir komi til. Og að öðru jöfnu má vænta þess að hann verði eftir því skæðari sem hléið var lengra. Árið 1846 bar gestur frá Kaupmannahöfn mislinga til Færeyja og 6.000 af 8.000 íbúum eyjanna veiktust. Þá voru 65 ár síðan veikin hafði síðast borist þangað. Enn skelfilegri usla getur smitsjúkdómur samt valdið þar sem hann hefur aldrei komið áður og engir því ónæmir. Enginn vafi er á að þetta er skýring- in á því hversu grátt farsóttir frá Evrópu léku íbúa nýja heimsins. Þeir höfðu aldrei fyrr komist í snertingu við þessa sjúkdóma. Þess eru mörg dæmi að íbúar afskekktra svæða hafi orðið illa úti þegar til þeirra bár- ust sjúkdómar sem þeir höfðu aldrei kynnst. Má þar nefna síðustu steinaldarmennina, frumbyggja Tasmaníu. Þeir urðu að þola margs konar yfirgang Breta, einkum á 19. öld. Þar kom þó að nýlenduherramir sáu að sér og söfnuðu um 200 frumbyggjum sem eftir lifðu á vemdarsvæði þar sem þeir urðu allir sóttdauðir, sá síðasti (eða sú síðasta, því það var kona) árið 1876. En það vekur furðu að íbúar heillar heimsálfu höfðu fyrir 500 árum ekki kynnst þorra þeirra farsótta sem öldum saman höfðu hrellt menn bæði austan við þá og vestan. Þess má þó geta að beinaleifar frá Kalifomíu, Mexíkó og Perú benda til beina- berkla í Vesturheimi löngu fyrir daga Kóliunb- usar. Dreifing Drepsótta Önnur spuming er kannski enn áleitnari: Hvers vegna biðu evrópskra hermanna og landnema í Ameríku enga drepsóttir sem þeir voru óvanir? Hvers vegna voru hermenn Cort- ésar við góða heilsu meðan bólusóttin lagði flendur þeirra í Tenochtitlán að velli? Vissulega lögðust sjúdómar á menn í Vest- urheimi en þeir voru fáir banvænir. Einna skæðust er trúlega sárasótt, sem líklegt má telja að upprunnin sé í Ameríku. Aldred Crosby, sagnfræðingur við Háskólann í Aust- in í Texas, bendir á að evrópskir landnemar í Norður-Ameríku hafi notið ágætrar heilsu. Þannig hafi ævilíkur landnámsmanna á Nýja- Englandi verið 71,8 ár, furðanlega hár aldur á 17. og 18. öld. Á sama tíma hrundu frum- byggjar álfunnar á öllum aldri niður af sjúk- dómum sem Evrópubúar höfðu lengi lifað við og voru í mesta lagi orsök 10 til 15 dauðsfaUa af 100 í Vestur-Evrópu á 18. öld. Þar af voru 70% böm yngri en tveggja ára. Fyrir einum tíu þúsund ámm fóru menn í Mesópótamíu og víðar í Austurlöndum nær að búa saman í þorpum og rækta nytjaplönt- ur og ala húsdýr. Ný þykir líklegt að margir skæðustu sjúkdómar manna séu komnir úr húsdýrum þeirra. Bólusótt í mönnum er til dæmis talin afbrigði af kúabólu, mislingar eru sennilega komnir í menn úr nautum eða hund- um og inflúensa úr svínum. Fyrst eftir að menn tóku þessa sjúkdóma í gamla heiminum er trúlegt að þeir hafi lagst jafnt á unga sem aldna, líkt og síðar í Vestur- heimi. Smám saman komst svo á jafnvægi, af ástæðum sem fyrr er getið, og sjúkdómam- Þegar Spánverjar komu til Vesturheims höfðu indíánar aldrei séð hesta og skelfdust riddara sem þeir töldu sumir ásamt hrossinu eina furðuveru. [Teikning eftir Asteka.] ir lögðust eftir það einkum á böm. Auk þess má vænta þess að á löngum tíma hafi orðið arfgengar breytingar á stofnum manna við það að þeir sem best þoldu sjúkdómana komust af. Það er til dæmis tæpast tilviljun hversu útbreiddur A-blóðflokkur er nú meðal afkomenda þeirra indíána sem verst urðu fyrir barðinu á bólunni í Kanada. A-flokks menn virðast þola sóttina betur en aðr- Landnám Yesturheims Á ísöld huldu jöklar stór svæði á norðurhveli jarðar og bundu svo mikið vatn að sjávarborð var mun lægra en nú. Á síð- asta jökulskeiði var eiði milli Síberíu og Al- aska þar sem nú er Beringssund og um það fóru frumbyggjar Ameríku. Þeir era allir tald- ir ættaðir frá Norðaustur-Asíu. Indíánar og inúítar bera einkenni mongóla og eru oft tald- ir til þeirra. Meðal annars eru augntennurnar sérkennilega spaðalaga. Vitneskja frá sam- eindaerfðafræði, einkum samanburður á gen- um í hvatberum, rennir einig stoðum undir það að frumbyggjar Vesturheims reki ættir til Norðaustur-Asíu. Mönnum ber ekki saman um hvenær þess- ir þjóðflutningar hófust. Ljóst er að menn voru komnir til Ameríku fyrir rúmlega ellefu þúsund árum en sumir fræðimenn telja að fyrstu austurfaramir hafi farið yfir Bering- seiði fyrir 30 til 40 þúsund árum. Þaðan hafa þeir haldið suður með vesturströndinni því jökull tálmaði þeim för austur eftir Norður- Ameríku. Áhöld eru um hvort landnemamir komust fyrr suður til Eldlands eða að strönd N orður-Átlantshafs. Hafi mennimir flutt með sér skaðlega sjúk- dóma, sem ótrúlegt er talið, hafa þessir kvill- Bólusóttin lagðist þungt á indíána. [Teikning eftir Asteka.] ar ekki komist yfir Beringseiði. T. Dale Stew- art, mannfræðingur við Smithsonstofnunina í Washington, hefur lýst eiðinu sem „sýklasíu" þar sem óblítt loftslag hafi gert útaf við hugs- anlega sýkla og smitbera á borð við flugur og orma. Forfeður frumbyggja Ameríku vom aldrei í tengslum við kvildjárræktendur Mið-Aust- urlanda sem fyrstir urðu fórnarlömb farsótta gamla heimsins. Þess vegna bárast þessar sóttir ekki til Ameríku íyrr en Evrópumenn námu þar land fyrir hálfu árþúsundi. Og lítið fór fyrir eldi húsdýra meðal frambyggja í Vesturheimi. Þar vora fá dýr fallin til tamning- ar, eina helst vísundar á gresjum Norður- Ameríku, en engin ástæða var til að hefta frelsi þeirra þar sem nóg var af þeim villtum fyrir daga hvítra landnema. Indíánar í Norður- Ameríku tömdu þó snemma hunda, jafnvel á undan íbúum gamla heimsins, og kalkúnar vora aldir í Mexíkó og naggrísir og lamadýr í Suður-Ameríku. Frumbyggjar Ameríku hurfu snemma frá gamla heiminum og vora langt frá svæðunum þar sem sjúkdómar manna þróuðust. Þegar Evrópumenn komu til Vesturheims vora heimamenn vamarlausir gegn þessum sjúk- dómum og hafa tæpast náð sér enn, þótt liðin séu fimm hundrað ár. Drepsóttimar höfðu úrslitaáhrif á sögu Ameríku. Svo vitnað sé í einn af heimildar- mönnum mínum mætti ætla að ef þær hefðu ekki gengið yfir væru íbúar nýja heimsins nú að búa sig undir að fagna stórsigri Asteka yfir innrásarliðinu að austan fyrir hálfu árþús- undi í stað þess að vera að taka til eftir hátíða- höldin vegna 500 ára afmælis landtöku Kól- umbusar. Höfundur er rektor Menntaskólans viö Hamrahlíð. ÞÓRÐUR HELGASON Fljót Eins og Sogið og Hvítá mætast og heita síðan Olfusá rennum við nú saman í einum farvegi og erum þá ljóshærður strákur sem fellur frá okkur lengra og lengra En við erum ekki farin við erum Sogið og Hvítá í uppsveitum. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók Þórðar sem heit- ir „Aftur að vori" og er þriðja Ijóðabók hans. AÐALSTEINN SIGFÚSSON SVANUR Geigur Þöglar lágu þær í mýrinni staðnar dauðasvörtu vatni í sólskini hugboð um moldbrúnar axlir og stuttan hlátur skyggðan kvíða fyrir löngum vetri við reyk af hlóðum svo djúprættur geigur við gamlar sögur að geng enn á svig þó nú séu grafírnar fallnar inn og gróið yfír fyrir löngu hröðum skrefum því bíllinn gengur og stutt í fréttir. Höfundur er myndlistarmaður á Akureyri og vinnur auk þess í skógrækt. GUÐJÓN SVEINSSON Frama- vonir Ég ætla að kaupa skúr eins og auglýstur var í blaðinu með hurð og tveim gluggum bara snotur á „viðráðanlegu verði“ hef hann kannski í garðinum eða bílastæðinu set fýrir hann blúndugardínur eða við fljúgum út í víðáttuna og ég sel geimverum pulsur m/öllu á „viðráðanlegu verði“. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.