Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1994, Blaðsíða 12
(slendingar voru allirsaman um veturinn í bænum. Var Kjartan mjög fyrir þeim. Veðrátta batnar og komu menn fjölmennt til bæjarins að orðsending Ólafs konungs. Margir menn höfðu við kristni tekið í Þránd heimi en hinir voru þó miklu fleiri er í móti voru. Þetta sama kveld sendir kon- ungur menn til herbergis ís- lendinga og bað þá verða vísa kvað þátöluðu... Veðráttu gerði harða um haustið. Voru frost mikil og kuldar. Heiðnir menn segja það eigi undariegt að veðrátta léti illa: Einhvem dag átti konungur þing í bænum út á Eyrum og talaði trú fyrir mönnum, langt erindi og snjallt. Þrændir höfðu her manns og buðu konungi bardaga í mót. Konungur kvað þá vita skyldu að hann þóttist átt hafa við meira ofurefli en berjast þar við þorpara í Þrándheimi. Skaut þá bóndum skelk í bringu og lögðu allt á konungs vald og var margt fólk þá skírt. En síð- an varslitið þinginu. Geldurað nýbreytni konungs og þessa hins nýjasiðarer goðin hafa reiðst. ... Þeir gera svo. Var þar inn að heyra glaumur mikill. Þá tók Kjartan til orða og mælti til Bolla: Kjartan spyr: Að vísu þótti oss konungur ganga úr skugga um það að þeir mundu miklum afarkostum mæta af hon- um. Þótti þérkonungurinn íengum hótum hafa við þá er eigi vildu undir ganga hans vilja? Hversu fús ertu frændi að taka við trú þeirri er konungur býður? Ekki er ég þess fús, því að mér líst siður þeirra veiklegur mjög. Hvað viltu gera? Engis manns nauðungar- maður vil ég vera meðan ég má uppi standa og vopnum valda. Þykir mér það og lítilmannlegt að vera tekinn sem lamb úr stekk eða melrakki úr gildru. Þykir mér hinn kostur miklu betri ef mað- ur skal þó deyja að vinna það nokkuð áður er lengi sé uppi haft síðan. Og er konungsmenn höfðu þessa varir orðið þáfóru þeir í brott og segja kon- ungi þettatalallt. Ekki kalla ég þetta lítilmannlegt, en eigi mun þetta framgengt verða að því er ég hygg. Mun konungur veragiftu- drjúgur og hamingjumikill. Hann hefir og örugg varðhöld dag og nótt. Ekki mun ég því leyna ... ... brenna konunginn inni! Kjartan kvað áræðið flestum bila þótt allgóðir karlmenn væru. Bolli kvað það vant að sjá hverjum hugar þyrfti að frýja. En margir tóku undir að þetta væri þarfleysutal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.