Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 4
Er kreppa
í nútíma
tónsmíðum?
Asíðastliðnu ári svöruðu fjórir myndlistarmenn
þeirri spurningu Lesbókar, hvort hugmynda-
kreppa væri í myndlist í hinum vestræna heimi
og þá einnig hér á landi. Þar urðu skiptar skoð-
anir eins og vænta mátti. í framhaldi af því
„Þegar fjaraði undan
raðtónlistinni og menn fóru
almennt að skynja
tilgangsleysi eilífrar
tilraunastarfsemi uppgötvuðu
tónskáldin að þau áttu sér
ekki lengur sameiginlegt
tungutak“, segir Hjálmar H.
Ragnarsson tónskáld. Atli
Heimir Sveinsson tónskáld
og Kolbeinn Bjamason
flautuleikari eru hinsvegar á
gagnstæðri skoðun.
liggur-beint við að nútíma tónsmíðar fái hlið-
stæða umfjöllun. Það hefur þó ekki gerst á
þann veg að Lesbók kæmi á framfæri spurn-
ingu um hugsanlega kreppu í „alvarlegri" nú-
tíma tónlist. Upphaf málsins má rekja til þess
að gefín var út tónleikasskrá í tengslum við
Myrka músíkdaga, sem svo eru nefndir og
voru á Kjarvalsstöðum í vetur. I tónleika-
skrána skrifaði Hjálmar H. Ragnarsson tón-
skáld formála þar sem hann viðrar skoðanir
sínar á nútíma tónsmíðum og kemst að sömu
niðurstöðu og a.m.k. tveir þeirra sem tjáðu sig
í fyrra um myndlistina, að alltof mikil áherzla
á tilraunastarfsemi hafí leitt menn - og umfram
allt tónlistina - í ógöngur. Hjálmar sagði m.a.:
„Menn urðu að bregða á það ráð að semja á
eigin prívat máli þó svo að það væri borin von
að fólk almennt nennti að tileinka sér nýtt
tungutak fyrir hverja tónsmíð."
Það hlýtur að vekja athygli þegar þekkt og
virt tónskáld heldur því fram, að nútíma tón-
smíðar séu komnar í ógöngur og fínni ekki
hljómgrunn. Þessvegna var því tekið fegins
hendi þegar Atli Heimir Sveinsson kom að
máli við Lesbók og vildi gjama fá að svara
Hjálmari og honum var engin launung á því
að hann væri á annarri skoðun. Það væri hins-
vegar einungis til góðs fyrir tónlistina að fá
málefnaléga og vitræna umræðu um það hvert
stefnir. Þriðji tónlistarmaðurinn bættist siðan
við: Kolbeinn Bjamason flautuleikari. Hann
gengur í lið með Atla Heimi og gerir m.a. að
umtalsefni neikvæð viðbrögð gagnrýnenda við
þeim tónverkum sem víkja hvað lengst frá
hinni vestrænu hefð. GS.
Eru tónsmiðir hættir að tala sama mál? Hvað ætli þeir segi sem fá það hlutskipti
að leika verkin?
*
dagblöðum hefur umræða
um tónlist sjaldan verið á
vitsmunastigi. Okkur hefur
vantað góða gagnrýnendur,
sem hafa getað fjallað um við-
fangsefnið á vitsmunalegan
hátt. Itarlegri umfjöllum, t.d.
í tímaritum hefur nær engin
verið.
I myndarlegri efnisskrá tón-
leikaraðar Caput-hópsins á
Kjarvalsstöðum, er reynt að
brydda upp á vitsmunalegri
tónlistarumfjöllun með góðum
árangri: Hjálmar H. Ragnars-
son, tónskáld, skrifar prýðilega
grein um um stöðu tónskáld-
skapar nú í aldarlok. Samt er
ég honum í flestu ósammála.
Það er ástæðan fyrir athugasemdum mín-
um hér á eftir.
Hjálmar segir: “... Það er of snemmt að
meta tónlist þessarar aldar í samanburði
við fyrri tíma en ég leyfí mér að nefna
þrjú atriði sem ég tel að hafi öðrum frem-
ur hamlað lifandi tónsköpun á okkar tím-
um, jafnvel kæft hana. í fyrsta lagi er það
oftrúin á mátt vísindalegra
aðferða, í öðru lagi krafan um
nýstárleika, og síðast en ekki
síst nefni ég þá staðreynd að
tónsmiðir á síðustu tímum hafa
ekki átt sér sameiginlegt
tungutak í hst sinni.“
Eg get ekki séð annað en
að staðhæfing Hjálmars eigi
sér enga stoð. Mér er ekki
kunnugt um neitt meiri háttar
tónskáld, á okkar tímum, sem
hefur oftrú „á mátt vísinda-
legra aðferða“. Ekki Stock-
hausen, ekki, Cage, Nono,
Messiaen, Feldman, Zimmer-
mann, og svona mætti lengi
telja. Og þó Xenakis hafi daðr-
að við einhvem geira vísind-
anna þá hefur það ekki kæft neina sköpun
hjá honum.
Ég get heldur ekki séð að krafa um
nýstárleika, frumleika eða hvað við viljum
kalla það hafí kæft neina sköpun hjá góðum
listamönnum, eða verið þeim fjötur um
fót. Krafan um nýstárleika er ekkert meiri
nú en hún hefur alltaf verið. Mikilvægt
listaverk er, og hefur alltaf verið, eitthvað
meira en eintóm eftirlíking. í góðu lista-
veri er eitthvað nýtt að finna, eitthvað sem
ekki áður var. Þetta nefnist sköpun, sem
er andstæða við eftirlíkingu.
Og svo er staðhæfingin um vöntun á
sameiginlegu tungumáli. Það er ekki gott
að sjá hvað Hjálmar er að fara. Nú á dög-
um semja menn tónalt eða módalt eins og
áður var gert, einnig nota sumir tólftónaað-
ferð, seríalisma, eða eigin aðferðir. Menn
semja fyrir söng, hljóðfæri, rafgræjur eða
tölvur. Menn bera sig að eftir áhuga,
menntun eða upplagi. Eg get ekki séð að
fjölbreytni tjáningarmiðla, - máta eða að-
ferða, hafí kæft neina sköpun hjá merkileg-
um listamönnum.
Um hina veit ég ekki. Ég held að merki-
legir listamenn hafi oftast notað annað
tungumál en obbinn af samferðamönnum
þeirra. Hér á íslandi talaði Jón Leifs allt
annað tungumál en allir hinir. Bach þróaði
sitt eigið tungumál, á skjön við tíðarand-
ann, sama er að segja um Beethoven. Olík-
ur. Þó má eflaust finna dæmi um hið gagn-
stæða.
Aftur á móti má segja að á okkar öld
hafí sameiginlegt tungumál verið við lýði
í iðnaðar- og sölupoppinu, jukkinu. Aðferð-
ir hafa verið þrautstaðlaðar, svo og tungu-
málið. En hafi einhver sköpunargaáfa ver-
ið til staðar á þessum vettvangi, sem ég
efast stórlega um, hefur hún verið kæfð.
Alla vega er listrænn afrakstur á núllinu.
Hjálmar segir að gamla þríhljómakerfið
hafí gefíð af sér hverja meistarasmíðina á
fætur annarri. En hann þegir, um að þær
smíðar voru miklu fleiri, sem mislukkaðar
voru. Þetta má líka heimfæra upp á nútíma-
aðferðir: meistarastykkin eru þar líka
miklu færri en hin. Það eru ekki kerfin,
sem gefa af sér meistaraverkin. Þau verða
til á annan hátt.
Og ef við lítum til bókmennta sjáum við
það sama; rím eða rímleysa skiptir ekki
sköpum um gildi ljóða. Þó einhverjum tak-
ist að berja saman dýrt kveðna ferskeytlu,
er ekki þar með sagt að hún hafí hið
minnsta bókmenntagildi. Og þó einhvert
skáld „varpi af sér oki“ hefðbundins forms,
og „brjótist úr fjötrum ríms og stuðla“ er
ekki þar með sagt að meistaraverk verði til.
I listsköpuninni eru margir kallaðir en
fáir útvaldir, og þar eru' mikil afföll; meist-
arastykkin miklu færri en hrákasmíðarnar.
Svona hefír það verið og ég hef ekki trú
á því að það breytist.
Að mínu mati hafa veirð uppi alveg eins
merkilejgt tónskáld á 20stu öld og þeirri
19du. Eg get ekki séð, að Lutoslawsky,
Messiaen., Nono, Zimmermann, Feldman
og Cage (sem allir ei’u nýlátnir) standi
starfsnautum sínum frá fyrri öldum neitt
að baki. Annars sé ég ekki tilganginn í
slíkum samanburðarfræðum.
Hjálmari gengur gott eitt til með rit-
smíð sinni. Við verðum að vera gagnrýnin
í listinni, og við komumst ekkert áfram
nema við höldum vöku okkar. Hann gerir
heiðarlega tilraun til að flokka vandamálin
og skilgreina þau.
Hitt er líka alþekkt að mönnum fínnist
allt hafa verið betra í gamla daga. Mér
finnst Hjálmar leggjast í heimsósómaraus,
sem er billeg lausn.
Og hann fellur í þá gryfju að gera „and-
mælandanum" upp skoðanir og berja síðan
á honum. Slíkt er algengt á íslandi. Orða-
leppar Hjálmars líta vel út, fljótt á litið,
en þeir standast ekki nánari prófun. Þess
vegna fer hann stundum með staðleysur,
eins og ég hef reynt að benda á.
Höfundur er tónskáld.
Staðhæfíngar
án stoða
Eftir ATLA HEIMISVEINSSON
Atli Heimir
Sveinsson
s