Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 5
Þankar um tónlist Eftir HJÁLMAR H. RAGNARSSON * skýringarblaði fyrir nemendur mína í tón- listarsögu reyndi ég með alls konar pírumpári að sýna með skýrum en einföldum hætti hverjar hefðu verið helstu hræringarnar í tónlist þessarar aldar. Blaðið var skrautlegt enda af mörgu að taka: impressjónismi, áhrif frá austrænum menningarsvæð- um, nýþjóðleg tónlist, djass, tónlist með pólitískan tilgang, víkkun tóntaksins /ómstríð fjölröddun /fjölbreytilegra hljóðfall, nýklassík, síðari Vín- arskólinn /expressjónismi / atónalismi/ tólftónatónlist, ný og framandi hljóðfæri, og á síðari hluta aldarinnar m.a.: raftón- list/tölvutónlist, röðunartækni (fullkomin stýring á öllum þáttum tónverksins), að- ferðir náttúruvísindanna við tónsmíðar, að beisla tilviljanir/ óreiðuna, gjörningar/ músíkleikhús, horft til miðalda, áhrif frá Austurlöndum, rokkið lemur á dymar, sí- byljutónlist, hentitónlist, o.s.frv. Neðst á blaðinu er svo spurt: Allt er mögulegt? Af þessari upptalningu mætti ætla að aldrei fyrr hafi ídkt önnur eins gróska í tónsköpun og nú. Eflaust er það líka rétt, en hvort þessi mikla gróska hafi leitt eða muni leiða til sköpunar varanlegra verð- mæta er ekki endilega sjálfgefið. Það er ef til vill of snemmt að meta tónlist þessar- ar aldar í samanburði við fyrri tíma en ég leyfí mér þó að nefna þrjú atriði sem ég tel að hafi öðrum fremur hamlað lifandi tónsköpun á okkar tímum, jafnvel kæft hana. I fyrsta lagi er það oftrúin á mátt vísindalegra aðferða, í öðru lagi krafan um nýstárleika, og síðast en ekki síst nefni ég þá staðreynd að tónsmiðir á síðustu tímum hafa ekki átt sér sameiginlegt tungutak í list sinni. Þessi at- riði eiga sér öll sögulegar og samfélagslegar skýringar og þau eiga sér endui-óm í grein- um alls óskyldum tónlistinni. Okkar öld hefur gengið veg efnishyggjunnar og hefur trú- in á tækniframfarir mótað líf fólks í stóru sem smáu. í blindu á mátt náttúruvísind- anna fóru menn að yfirfæra lögmál þeirra á önnur og ólík svið, svo sem: á hugvísindi og listir. Þetta hefur haft skelfi- legar afleiðingar í fór með sér sem okkur eru nú loksins að verða ijósar. Nefni ég í þessu sambandi marx-lenínismann, sem svo sannarlega var studdur „vísinda- legum“ rökum, og einnig hina freudísku sálgreiningu sem vegna síns vísindalega yfirbragðs hlaut ótakmarkaða tiltrú í hin- um vestræna heimi. Þetta hvort tveggja byggir á kenningum sem færðar voru í flók- in kerfi og síðan útfærð og keyrð í gegn af þeim ki-afti er þeir einungis hafa, sem firrtir eru almennu siðferði og trúa því að sannleikurinn sé þein-a. í tónsmíðunum höfum við átt okkar stóra sannleik sem varpað hefur dimmum skugga yfir öldina. Hann byggir á kenningunni um jafngildi tónanna og hefur ýmist gengið undir nafn- inu tólftónatónlist eða raðtónlist. Eins og með kenningar Marx og Freuds þá eru kenningarnar um jafngildi tónanna ekki skaðlegar í sjálfu sér. Þær urðu það hins vegar þegar hópar manna fóru að trúa á þær sem kennisetningar og byggja í kring- um þær kerfi sem í öllum atriðum var sam- kvæmt sjálfu sér. Kerfið varð skothelt og það stóðst vísindalegar prófanir. Það sem hins vegar ekki stóðst voru sjálfar afurðirn- Hjálmar H. Ragnarsson ar sem yfirleitt voru litlaus samsetningur og óspennandi. Það góða við þetta alræði- skerfi var aftur á móti það, að það kallaði á andóf þeirra sem ekki vildu hlýða því. Tónlist tuttugustu aldarinnar ber skýr merki þessa andófs og birtist það ekki síst í fjölbreytilegri tilraunastarfsemi. Tilraunir, eins og við venjulega skiljum þær, þurfa að byggja á vísiiidalegum grunni og þær eru einskis verðar nema þær leiði eitthvað nýtt og áður óþekkt í ljós. Eins og gefur að skilja var ekki alltaf auðvelt fyrir tónskáldin að klæða tónsmíða- viðleitni sína vísindalegum búningi, en þau reyndu svo sannarlega og var þeim þá ekki síst hjálp í flóknum og orðmörgum útskýringum sem fylgdu verkum þeirra. Til þess að tónverk hefði eitthvert vísinda- legt gildi vai- hins vegar ekki nóg að það væri flókið og illskiljanlegt heldur þurfti það einnig að vera áberandi frumlegt og engu öðru líkt. Það var á færi fárra að uppfylla þetta skilyi’ði svo að menn annað- hvort brugðu fyrir sig ólíklegustu skringi- legheitum til þess að rugla áheyrandann í ríminu eða að menn tengdu á einhvern hátt verk sitt utanaðkomandi hugmynd, hlut eða jafnvel sögu. Afleiðingin varð sú að menn fóru að einblína á yfirbragð verks- ins og áferð í stað þess að skerpa tónhugs- un sína og hljómfallsskynjun. Krafan um nýstárleika kom í stað kröfunnar um end- urnýjun og í kjölfarið hrönnuðust tilrauna- smíðamar upp, hver annarri með- almennskulegri. Þegar allt kemur til alls hefðu tónsmið- imir getað staðið af sér allar grillur og kreddur ef þeir hefðu haft sameiginlegt tungutak í list sinni, - tungutak sem væri þeim sjálfum lifandi uppspretta og jafn- framt skiljanlegt því fólki sem er vinsam- legast listinni. Gamla þríhljómakerfið byggir einmitt á slíku tungutaki, enda gaf það af sér hverja meistarasmíðina á fætur annarri. Þríhljómakerfið þurfti auðvitað endurnýjunar við, og það var með slíkt í huga að gáfuðustu menn fundu upp aðferð- irnar til þess að gera alla tónana jafngilda. Aðferðimar leiddu til kenninga og kenning- arnar til kerfa. Gallinn er bara sá að nýja kerfið byggði ekki á tungutaki sem mönn- um var eiginlegt og leiddi þetta til þess að raðtónlistin varð eins konai' esperantó nútímans, - áhugavert og lógískt, einfalt í notkun en steindautt. Hins vegar varð rað- tónlistin, gagnstætt esperantóinu, mjög fyrirferðamikil og það svo að þeir sem ekki á einn eða annan hátt gengust inn á Gagnrýnendur neikvæðir Við lifum á tímum upp- gjöranna. Því meir sem við nálgumst aldamót- in þeim mun nærgöngulli verð- ur fortíðin en framtíðin virðist gleymd og grafin. Við lifum án hugsjóna og draumsýna en horfum stöðugt um öxl og vilj- um læra af mistökum okkar. Æ fleiri telja tónlist tuttugustu aldarinnar einkennast af ævin- týralegum mistökum ef ekki allt frá Vínarskólanum síðari við upphaf aldarinnai' þá að minnsta kosti frá fyrstu árun- um eftir heimsstyrjöldina síð- ari þegar nemendur Messiaen, þeir Stockhausen, Boulez og fleiri, gerðust boðberar bylt- ingarkenndra nýjunga í tónsköpun. Það er bjargfóst sannfæring mín að tón- list þessarar aldar sé jafn merkileg og tón- list liðinna alda og raunar að hún komi okkur miklu meira við en eldri tónlist. En það hafa alltaf verið til meðalmenn og aular sem hafa reynt að láta að sér kveða á listasviðinu. Aular 20. aldarinnar hlógu að þeim sem vildu fara aðrar leiðir en seríalistarnir fyrir um 30 árum, þeir komu í veg fyrir flutning á „Stimmung" eftir Stockhausen í Hollandi um 1970 og það voru þessir sömu aulabárðar sem púuðu á óperu Birthwistles nú um daginn í Covent Garden og kröfðust þess að menn semdu á nýjan leik í stíl „gömlu meistaranna"! Þetta eru tæki- færissinnar með nef fyrir menningarlegum tískustraum- um og eru fljótir að raða sér undir verndarvæng gúrúanna. 19. aldar meðalmennin eru gleymd með verkum sínum, 20. aldar aularnir eru mitt á með- al vor. Það er erfitt að vera tón- skáld á vorum dögum. Það var líka erfitt fyrir Beethoven að vera tón- skáld. Af því að hann var fullur af kynngi- mögnuðum sprengikrafti sem hann notaði til þess að tæta ramma hefðarinnar í sund- ur. Hann ruddi rómantíkinni braut. Með tímanum gat rómantíkin ekki annað en þanist út með æ stórkostlegri verkum, flóknari, lengri og fjölmennari (með sívax- andi ki-ómatík) þai' til lengra varð ekki komist. (Samanber t.d. risaverk Schoen- Eftir KOLBEIN BJARNASON Kolbeinn Bjarnason bergs sjálfs.) En 1909 komu píanóstykkin hans Schoenbergs. Atonal-tónlistin var að fæðast. Tíu árum áður hafði Debussy rölt á heimssýninguná í París og heyrt í fyrsta gamelan-hópnum sem kom með tónlist sína til Vesturlanda frá Indónesíu. Síðan þá hefur vestræn tónlist orðið fyrir stans- lausri ái'eitni annarrar tónlistar sem lýtur öðrum lögmálum, byggist jafnvel hvorki á andstæðum, baráttu né framvindu og er oftar en ekki grundvölluð á allt öðru tíma- skyni en vestræn tónlist. Beethoven þurfti að glíma við eina tónlistarhefð. Aivöru tón- skáld á okkar tímum hlýtur að taka mið af allri tónlist sem er því aðgengileg. Við getum hvorki látið eins og Bach, Mozart, Schubert og Wagner hafi aldrei verið til né getum við heldur látið sem Japanh' hafi aldrei blásið í Shakuhachi-flautur, að Indverjar hafi aldrei flutt rögumar sínar, að munkarnir í Tíbet hafi aldrei sungið neitt. Samning hreinræktaðrar vestrænnar tónlistar er því tæpast möguleg lengur. A þessu hafa ekki allir áttað sig sem fjalla um tónlist á íslandi. Hvað eftir ann- að hef ég orðið vai- við neikvæð viðbrögð gagnrýnenda við þeim tónverkum sem víkja hvað lengst frá hinni vestrænu hefð, nú síðast eftir CAPUT-tónleikana á Kjarv- alsstöðum 26. febrúar. Þá fluttum við m.a. tónlist eftir Steve Reich og Terry Riley sem báðh' era menntaðir utan vestrænna menningai'svæða. Finnur Torfi Stefánsson á Dagblaðinu og Jón Asgeirsson á Morgun- blaðinu gi'eiddu þeim báðum tilþrifamikil rothögg: „... ágætur minnisvarði um þá ótrúlegu andlegu fátækt sem unnt var að hefja til skýjanna í nafni fagurrar tónlistar á hippatímanum." (F.T.S. DV 28. feb.) „... steindauð tónlist.“ (J.Á. Mbl. 29. feb.) Báð- ir láta undir höfuð leggjast að rökstyðja mál sitt sem er þó skylda gagnrýnandans. Þröngsýni er versti óvinur listarinnar. forsendur hennar urðu utanveltu og verk þeirra ýmist ekki flutt eða þá hlegið að þeim. Það eru einmitt verk þessara manna sem við metum hvað mest í dag. Þegar fjaraði undan raðtónlistinni og menn fóra almennt að skynja tilgangsleysi eilífrar tilraunastarfsemi uppgötvuðu tón- skáldin að þau áttu sér ekki lengur sameig- inlegt tungutak. Menn urðu að bregða á það ráð að semja á eigin prívat máli þó svo að það væri borin von að fólk almennt nennti að tileinka sér nýtt tungutak fyrir hverja tónsmíð. Frelsið vai’ð aftur á móti algjört og: Allt varð mögulegt. Fyrir tæpum tíu áram varpaði ég fram þein-i getgátu hvort við væram ef til vill að nálgast eitthvað í tónlistinni, sem kalla mætti sameiginlegt tungutak, og vísaði ég þá til þess að slíkt tungutak hefði skapað þann sameiginlega skilning, sem gerði smíði meistaraverka klassíska tímabilsins mögulega. Eins og þá er ég nú þess sinnis að í þessari getgátu felist sannleikskorn þó svo að fyrir því hafi ég bara öljósa til- finningu fyrir framtíðinni en engar áþreif- anlegar vísbendingar. Eg sé fyrir mér að úr allri óreiðunni og bullinu muni smám saman skapast nýr skilningur á gildi tónanna og tengslum þeiiTa, og að menn muni öðlast nýja löng- un til þess að heyra tónana kljást hver við annan í atburðaríkri framvindu. Til þess að svo verði verðum við þó fyrst að skafa af tónsmíðunum alla tilgerð og leikara- skap, leyfa sköpunarki’aftinum að fá útrás eftir þeim leiðum sem hann sjálfur leitar í, og við þurfum að byggja upp nógu mikið sjálfstraust til þess að gera hvoratveggja í senn: fara eigin leiðir og halda í heiðri sameiginleg gildi. Draumurinn er að geta með tónlist samtíðar okkar talað hindran- arlaust saman og þannig skapað forsendur fyrh’ smíði glæstra verka sem hefja okkur til hæstu hæða. Það er auðvitað það sem okkur tónskáldin langar mest til, þó svo að í uppgerðarhæversku við berum einhverju öðru við. Draumar gefa okkur afl til nýrra afreksverka og þeir kynda undir voninni um að við komumst til nýrra stranda. En látum okkur ekki bara dreyma heldur leggjum líka við hlustir, því að hver veit nema við getum heyrt óm af þeirri tónhst sem sprottin er úr því tungutaki sem ein- hvern tímann bæði ég og þú eigum eftir að eiga saman. Höfundur er tónskáld. Menn verða að skilja að tónlistararfurinn er ekki lengur sérevrópskur, hann er alls heimsins. Þetta hefur auðvitað leitt til óreiðu. I þessari óreiðu eru alls engar for- sendur fyrir 'sameiginlegu tungutaki og við þurfum ekki á því að halda. (Eins og Finn- ur Torfi hefur margsinnis bent á þá liggur styrkur nýrrar tónlistar í ótrálegi’i fjöl- breytni.) Það sem okkur skortir umfram allt er meii’i skilningur á endalausum möguleikum tónlistarinnai’, byggðum á þúsund hefðum þjóðanna. Ef ég skil Jón Ásgeirsson rétt í um- ræddri grein þá saknar hann fegurðarinnar í tónlist aldarinnar. Það er algengur mis- skilningur að tónlist eigi umfram allt að vera falleg og það er ekki sanngjarnt að gera þá kröfu til tónlistarinnar fremur en til að mynda leiklistarinnar. Listin verður einfaldlega að vera sönn. Við lifum enn „á þessari rímlausu skeggöld“ sem færði okur tvær heimsstyrjaldir og möguleikann á endanlegri tortímingu. (Eg veit að það er ekki tísku að minnast á það.) Ritstjóri Morgunblaðsins væntir þess ekki að fá sendar fallegar myndh’ frá Rúanda eða Gorazde. Ég vænti þess ekki heldur að list- in ljúgi. Að lokum kemur hér tilvitnun í Konfúsíus: „Meistarinn sagði um Shao-tónverkið að það væri bæði afarfagurt og afai’gott. Hann sagði Wu-tónverkið afaifagurt en ekki nógu gott.“ (Þýð. Ragnar Baldursson.) Við getum bætt við: Tónlist Xenakis er afai’góð en ófögur. Annars var Konfúsíusi í nöp við samtímatónlist en hann lifði sem kunnugt er fyrir um 2500 árum. Ekkert er nýtt undir sólinni og allra síst andstaða íhalds- manna allra alda við róttæka listsköpun. Höfundur er flautuleikari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.JÚNÍ1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.