Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 14
Listaskóli með klofinn persónuleika ræðnari í myndrænum og tæknilegum efnum. Hvað viltu segja um það hvernig Clint Eastwood er nú í hávegum hafður? Sem leikstjóri? Pað er brjálæðislegur brandari — enn frekari sönnun þess að ekk- ert er til sem heitir hlutlaust mat í listum. Mér fannst leikur Eastwoods í „In the Line of Fire“ það besta sem ég hef séð til hans. Þegar hann var skemmtilegur í gömlu mynd- unum sínum var það ekld vegna leikhæfíleik- anna og núna þegar raunverulegir hæfileikar hafa komið í ljós hefur hann misst spagettí- kynþokkann sem gerði hann svo skemmtileg- an. Hann er ekkert nema seiglan. Hann er að verða uppáhald menningarvitanna um leið og áhorfendahópurinn hans minnkar. Það hlýtur að vera einhvers konar sárabót. Árið 1991 fannst þér þú ekki lengur vera nógu sterk til að finna nýja fletí á hlutunum. Það var orðið erfitt fyrir mig að fara til New York [Kael býr skammt fyrir utan borg- ina] að sjá myndir og jafnvægisskynið var orðið svo slæmt að það kom fyrir að ég féll kylliflöt í götuna. En það var ekki bara ég. Myndirnar kveiktu ekki í mér þá neista sem urðu til á áttunda áratugnum; mér fannst þær ekki taka á hlutum sem voru að gerast í landinu á sama hátt og Guðfaðirinn eða „Nashville" gerðu á sínum tíma. Það eru gerðar ágætis myndir en kvikmyndagagnrýni núna er oft fréttir úr tómarúmi. Hvaða myndir undanfarin tvö ár sérðu eftir að hafa ekki skrifað um? „Hearts of Darkness", heimildarmyndina sem innihélt tökur Eleanor Coppola af upp- tökum á „Apocalvpse Now“. Hún var um geðsveiflur Coppolas. Hún var eins og nakin og ofurheiðarleg útgáfa af 81/2 eftir Fellini. Þú heyrðir Coppola segja að hann vissi ekki hvað hann væri að gera, að honum væri að mistakast allt, og síðan heyrðirðu hann sann- færa sjálfan sig um að þetta hefði gengið upp. Ég sá eftir að hafa ekki getað skrifað um „The Fisher King“ vegna þess að ég hafði oft sett útá gallana í myndum Terry Gilliams — hvernig hann ofhlóð þær — en núna var mynd hans í jafnvægi og Robin Williams, Jeff Bridges, Mercedes Ruehl og Amanda Plummer unnu frábærlega saman ... Ég hefði viljað skrifa um litlu myndina hans Carls Franklins, „One False Move“. Og það hafa komið litlar og lítt merkilegar myndir sem þó hafa verið fullnægjandi eins og „Ram- bling Rose“ og „Diggstown". Mynd [Steve] Soderberghs, „King of the Hill“, er pínulítil en smáatriðin eru góð. Núna alveg nýlega? Tvær myndir eru í uppáhaldi. „Six Degrees of Separation“ eftir Fred Schepisi og John Guare er svona setu- stofukómedía sem flýgur svo hátt að hún verður einstök. Furðulegt að hún skyldi fást gerð ... Og í nafni fóðurins eftir Jim Sherid- an, sem er írsk mynd laus við þvætting. Hún er skynsamlega gerð — það er hól í lagi — og áhrifamikil. Hvílíkar kringumstæður; son- ur, sem semur ekki við föður sinn, er settur í fangelsi með honum og faðirinn fylgist með hverri hans hreyfingu. Myndin hefur kjöt á beinunum. Hvað með Lista Schindlers? Ég veit ekki hvort hægt sé að segja mikið meira um hana. Finnst mér hún vera meist- araverk? Nei. Efniviðurinn er góður; sjálf myndin er ágætt melódrama gert af leikni fyrirtaks kvikmyndagerðarmanns og af djúp- ri væntumþykju. Hún hefur ekki sömu sið- ferðilegu margræðnina og í nafni föðurins en með sínum takmörkunum er hún eiginlega besta mynd sinnar tegundar. Með Lista Shindlers er Spielberg að reyna að sýnast fullorðinn listamaður; ég vona að hann tapi ekki dýrmætasta eiginleika sínum, sem er að ná til bamanna í okkur og sýndi sig svo vel í Ókindinni og E.T. Fólk segir þig hafa ofbeldi og kynlíf á heilanum og að þú sért dónaleg. Því betra að skrifa um kvikmyndir ... Hvað ofbeldið snertir eru til kvikmyndagerð- armenn sem nota það til að æsa fólk; þeir láta þig halda með óþokkunum. Dæmi: Nauðgunaratriðið í „A Clockwork Orange". Tilfinningalausu drápin í Dirty Harry — myndum eins og „Magnum Force“. Blóðugu upphafsatriðin í „Wild at Heart“. Svo eru til kvikmyndagerðarmenn sem láta þig fá á til- finninguna hvað ofbeldi gerir fórnarlömum þess. Klassísk dæmi: Blekkingin mikla, „Casualties of War“. Ég held það sé starf gagnrýnandans að gera siðferðilega muninn á ofbeldi skýran og reyna að skýra það að í sumum myndum — eins og „The Wild Bunch“ — er erfitt að greina þarna á milli. Það eru líka gerðar myndir sem nota ofbeldi til að ná bang, bang-áhrifum; flestar hasai’- myndir gera það. Þær eru barnalegar, lausar við siðferðiskennd og margt fólk nýtur þess að þurfa ekki að taka afstöðu til þess. Það sem ég meina er að ofbeldi birtist í ýmsum gerðum og því er fáránlegt að einfaldlega fordæma það. Listasafnið í Toledo eftir Frank Gehry. Toledo er ekki aðeins á Spáni, held- ur er einnig háskólabær í Ohio í Bandaríkjunum með sama nafni, enda algengt þar í landi að bæir séu nefndir eftir öðrum í gamla heiminum. Þessi staður er inni í miðju landi, í hveitibeltinu sem stundum er nefnt svo, og er ekki einn af þeim stöðum þar vestra sem dregur að sér ferðamenn. Allt um það er glæsilegt listasafn í Toledo og í tengslum við háskólann er listaskóli, sem nú hefur fengið nýja, athyglisverða bygg- ingu til umráða. Arkitektinn er Frank Gehry, bandarísk- ur og einn af frægustu arkitektum heims- ins um þessar mundir. Raunar er það arki- tektastofa hans, „Frank Gehry og félagar" sem skrifuð er fyrir verkinu og enginn veit nákvæmlega hvað þessi sífrjói hönnuð- ur á í byggingunni, en svona er stjörnu- dýrkun nútímans; Listaskólinn er talinn hans verk og skreytir sig með því. Þegar menn eru orðnir heimsfrægir eins og Gehry, leyfa þeir sér ýmislegt sem þætti vafasamt hjá minni spámönnum. Þannig leyfír Gehry sér að láta húsið fá mjög svo klofínn persónuleika með því að annarsvegar minnir það á rammgeran kast- ala þar sem lítið fer fyrir gluggum og að utanverðu er þessi hlið klædd með kopar; ekki þó kopareiningum eins og búast mætti við, heldur eru koparplöturnar handunnar á staðnum. Þarna er fagurt handverk sem þykir við hæfi á listaskóla. Hinsvegar er gerólíkt svipmót sem minnir því miður á módernískar byggingar um 1960 (Almennar tryggingar í Pósthús- stræti og Silla-og Valdahús í Austurstræti svo tekin séu íslenzk dæmi.) Tilsýndar virð- ist þarna vera eitt allsherjar glerhús, en ekki er allt sem sýnist. Gljáandi glerfletirn- ir eru plötur úr einhverju öðru efni, þegar betur er að gáð og aðeins hluti þein’a er gagnsær. Einkunnarorð fúnksjónalismans var „form follows funktion", eða formið fylgir notagildinu. Frank Gehry fer ekkert eftir því, en leyfir sér að teikna útlitið fyrst og púslar síðan saman því sem á að vera inn- an dyra. Fyrir daga Bauhaus og módernis- mans var það reyndar oft gert þannig, en nú finnst ugglaust æði mörgum að þarna sé öfugt að farið. En svona gengur allt í hring, í listum jafnt sem í náttúrunni. GS. ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR í hetjuhug Brýnir járn konum kóngi bregður hvössum orðum fímlega snýr kvæði í kross stefnir friðlaus á lönd og sæ fíýgur fíeinn hjarta nær dagshríðar spor svíða Vomur Grafarókyrrð ágústdag forviða menn stjákla votir í faétur um garð sögunnar augu hvíla á þér sem hvílh' í ró rúinn veraldardjásn um himinninn getur ei tára bundist hann grét einnig er þú varst lagður í þró Röskun Gljásvai'ta hami hrekur á fjörur náströnd skammlíf flugdýr blindum vængjum sótrauður himinn óvætturinn geysist hafíð á löndin í vændum vargöld á mengunarhveli Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók Ágústínu, sem heitir „Að baki mánans" og bókaútgáfan Fjölvi gefur út. Höfundur er kennari og myndlistarmaður í Reykjavík. Leiðrétting I grein Þorsteins Einarssonar, „Vörn við hælkrók Ingimars" í Lesbók 28. mai sl. urðu nokkrar meinlegar villur sem beðist er vel- virðingar á og hér með leiðréttast. íþróttasal- ur hins lærða skóla í Reykjavík var tilbúinn 1857 og tekinn í notkun 1858 (hvorki 1957 né 1958) Lögbundnar líkamsæfingar vildu þeir veita, ekki „viltu“ eins og stóð í greininni. ...þó eigi næði að gjöra öllum skil, t.d. knatt- leiknum (pinna- eða pottleik) sundi og bíhi- leikjum - á að sjálfsögðu að vera bitaleikjum. ...og sést best af vali hans á föðurbróður sín- um Pálmi,...á að vara Páli. Ennfremur: þaðan lýkur hann stúdentsprófí 1937 - á að vera 1837. Skólaleyfi tók sér sá er samdi, - á að vera skáldaleyfí. Og að lokum:...Eða eins og hann lætur Pál leika Glímu-Gest svo að: „Aldrei gaf hann frið né frest“ þar til „Förlaðist Gretti kraft- ur...“ - á að vera Gesti. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.