Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 1
O R G U N L A Ð S S tofnuð 19 25 s 22. tbl. ll.JÚNÍ 1994 — 69. árg. MATTHIAS JOHANNESSEN Land þitt og vor En skógurinn logar í hverfulum huga þér og himneskur eldur dauðans flöktandi tregi og haustið fölnar í hnígandi sól og ber sinn harm inn í skugga af andvana fæddum degi því dagurinn hnígur og deyr við myrkan ós og dularfullt landið þagnar við mold og steina en hugurinn dvelur við mýkra og mildara ljós en mér tókst að kveikja og logaði íyrir þig eina en fuglarnir hætta að finna til í þér og fingur dauðans hjarn á löngum vetri en þögnin eins og þelmjúk nótt sem fer sinn þýða dag og minningu öðrum betri þú leitar skjóls og fuglinn flögrandi slær sínum frjálsu vængjum að sólargeislunum rauðum og það sem var tregafull tilhlökkun okkar í gær er töfrandi vor og land þitt sem rís upp frá dauðum. Sjá ennfremur bls. 2 HhÉBM

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.