Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 16
-4 Bolli hjó I móti á öxl Lamba og renndi sverðið ofan með síðunni. Hann varð þegar óvígur og aldrei síðan varð honum höndin meinlaus meðan hann lifði. í þessari svipan gekk inn Helgi Harðbeinsson og hafði í hendi spjót það er alnar var löng fjöðrin og jámi vafið skaptið. En er Bolli sér það á kastar hann sverðinu en tók skjöldinn tveim höndum og gekk fram að selsdyrunum í móti Helga. Helgi lagði til Bolla með spjótun í gegn- um skjöldinn og sjálfan hann. Þorgerður svarar máli hans: Bolli stóð þá enn upp við selsvegginn og hélt að sé kyrtlinum að eigi hlypu út iðrin. Þá hljóp Steinþór Ólafsson að Bolla og hjó til hans með öxi mikilli á hálsinn við herðarnar og gekk þegar af höfuðið. Bolli hallaðist að selsvegginum. Nú þustu menn inn í selið, Halldór og bræður hans. Þorgerður gekk og inn í selið. Þá mælti Bolli: Það er nú ráð bræður að ganga nær en hér til, kveðst ég þess vænta að þá muni verða skömm vöm. Eigi þarf að spara að vinna ógrunsamlega að við Bolla, skuluð þið gangatil bols og höfuðs. Guðrún mun eiga að búa um rauða skör Bolla um hríð. Þá mælti Halldór: Síðan tóku þeir hesta sína og riðu í brott. Guðrún gekk á veg með þeim og talaði við þá um hríð. Síðan hvarf hún aftur. Guðrún gengur þá neðan frá læknum og til tals við þá Halldórog spurði hvað til tíðinda hafði gerst I skiptum þeirra Bolla. Þeirsegja slíkt sem í hafði gerst. Guðrún hafði hnýtt um sig blæju eina. Helgi Harðbeinsson gekk að Guðrúnu tók blæjuendann og þerrði blóð af spjótinu því hinu sama er hann lagði Bolla í gegnum með. Guðrún leit til hans og brosti við. Eigi skaltu það harma því að ég hygg það að undir þessu blæjuhorni búi minn höfuðsbani. Þetta er illmanlega gert og grimmlega. Hinn næsta vetur eftirvíg Bollafæddi Guðrún barn. Það var sveinn. Sá var Bolli nefndur. Hann var snemma mikill og vænn. Guðrún unni honum mikið. ■i!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.