Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 9
HÁLFNUNARSKER Á LÁTRASTRÖND Sker hefur einmitt verið notað sem miðjumark við austanverðan Eyjafjörð, á sömu strandlengjunni og hér um ræðir: Hálfnunarsker, sem er lítið eitt utan við miðja leið milli Grímsness og Látra að sögn Friðriks Eyfjörðs Jónssonar.30 Þess ber að gæta, að dálítill hlykkur er á vegin- um upp með Eilífsá á ytra helmingi leiðar- innar. Um Látraströnd fóru bændur fyrr- um til skreiðarkaupa. „Kinnungar og Bárðdælir sóttu einkum fiskifang á Látra- strönd og fcru þá niður Fnjóskadal og yfir Dalsmynni. Þeir byijuðu kaup á Greni- vík og héldu síðan áfram á flestum bæjum allt út að Látrum,“ segir Lúðvík Kristjáns- son.31 Á slíkum aðdráttarferðum hefur hálfnaðarmark komið sér vel. Mönnum hefur augljóslega þótt hag- ræði að því að skipta vegalengdum í tvennt, í tvo helminga, en sú tilhneiging kemur vel fram í hinum mörgu Hálfnað- ar- og Hálf(n)unar-örnefnum hér á landi, sem sum hver virðast hafa breytzt í Hálf- danar-nöfn, enda er þess stundum beinlín- is getið í örnefnaskrám og öðrum heimild- um, að Hálfdanar-'óvnefní séu á miðri til- tekinni leið. Sum þessara nafna eru á strandlengju, þar sem átt getur verið við sjóleið, svo sem auk fyrrnefnds Hálfnunar- skers Hálfunarhryggur milli Hvanndala og Víkur í Héðinsfirði. Svipaðar nafngift- ir eru kunnar í mörgum löndum, og er orðið vegur einatt í slíkum nöfnum, t. d. Halweisklumpen í Þrændalögum, Halfweg mitt á milli Haarlem og Amster- dam og Halfway House víða í löndum enskumælandi þjóða. Önnur orð koma einnig fyrir í nöfnum þessarar merkingar, t. d. far(i), svo sem Hálffari, þar sem hálfnuð er leið milli Kollsvíkur og Tungu í Örlygshöfn, og fjölmörg Hal(v)fars- örnefni á Norðurlöndum, sem sum virðast hafa breytzt í Hallvarðs-nöfn. Einnig er dæmi um orðið leið: Halvleden heitir á eynni Orust í Svíþjóð á miðri leið milli ferjustaðar og ness, og er þar þá um sjó- leið að ræða.32 Mæling sjóleiða Þegar hugað er að mælingu vegalengda á sjó, kemur sjálfkrafa í hugann alkunn vísa, sem til er í ýmsum gerðum: Af Eyjasandi og út í Vog — er það mældur vegur — átján þúsund áratog áttatíu og fjegur.33 Vísan er mjög sérstök og getur ekki talizt vitnisburður um slíka almenna mælingariðju manna á löngum sjóleiðum, en vitað er, að menn töldu stundum ára- tog á stuttum leiðum.34 Hofstrandar-Mælir í Borgarfirði eystra er Mælir (273 m) uppi í fjallinu sunnan við bæinn Hof- strönd, stundum nefndur Hofstrandar- Mælir. Að sögn Árna Sveinssonar á Bakkagerði (f. 1934) er Mælir um það bil upp af miðjum Hofstrandarhólunum, miklu berghlaupi úr Svartafelli, og hefur hlaupið klofnað um Mælinn. Hann virðist því geta verið miðjumark hólanna, sem eru að sögn Ólafs Jónssonar rúmlega 2 km á breidd.35 Mælir er suðsuðaustur frá Hofströnd og kemur þess vegna til greina sem hádegismark þaðan, enda ber hann við loft séð frá Hofströnd, en reyndar heitir Hádegismelur aðeins austan við Mæli, og ber hann við loft milli Mælis og Svartafells. Ofan (austan) við Mæli liggja gamlar göngugötur frá Hofströnd um Þrándarhrygg til Kjólsvíkur og um Gagn- heiði til Breiðuvíkur, og neðan við Mæli eru reiðgötur sömu leiðir. Ekki verður þó séð, að Mælir sé eðlilegt hálfnaðarmark áfanga á þeim leiðum. Mælen í Noregi í Noregi falla ömefnin *MæIirinn og *MeIrinn illilega saman, verða bæði Mæ- len, og er því erfitt að greina þau sund- ur. Þó nefnir Olai Skulerud tvö dæmi um, að Mælen kunni að vera *MæIirinn: í Suldal á Rogalandi og Stordafjella á Hörðalandi, þar sem nöfnin séu borin fram með tvíkvæðistón (tostavingstone).36 Á norðurströnd Sogns, milli Hella og Leikan- ger, er fjallið Mælen, og er spurning, hvort það gæti verið miðjumark áfanga á ströndinni. Mælishóll á Jökuldal í mynni Hnefilsdals á Jökuldal er áður- nefndur Mælishóll (181 m), sem mikið ber á. Hann hefur að líkindum upphaflega heitið annaðhvort *MæIir eða *Mælihóll. í fyrra tilvikinu hefði bætzt við stofnliður (ákvæðisliður), svo sem algengt er, sbr. Surtr ‘koldimmur (hellir)’ > Surtshellir (og nafnið þá skilið sem ‘hellir Surts jöt- uns’)37 og *Tréky/i/r‘tréskjóða’ > Trékyll- isvík. í síðara tilvikinu hefði s skotizt inn á milli sérhljóðsins i og önghljóðsins h, því að þægilegra er að segja Mælishóll en Mælihóll. Mælishóll getur ekki verið hádegis- mark. Hann gæti hugsanlega verið hálfn- aðarmark milli nálægra bæja, þá helzt á um 18 km leið milli Gauksstaða (áður Gagursstaða) og Teigarsels austan ár. En það má þykja draga heldur úr líkum þess, að hér er um hjáleigur frá Hnefilsdal (30 hndr.) og Skeggjastöðum (12 hndr.) að ræða, og standa móðurbæirnir á milli hjá- leignanna. Annar kostur er, að Mælishóll sé miðjumark á um 21 km leið milli Skjöld- ólfsstaða og Hauksstaða norðan ár. En reyndar eru Skjöldólfsstaðir 20 hndr. jörð, en Hauksstaðir aðeins 10 hndr. og dýrari jarðir á milli, Hofteigur (12 hndr. og Hjarðarhagi, sennilega afbýli þaðan, 10 hndr.) og Hvanná (12 hndr.). Þar sem Mælishóll er, sem fyrr segir, mjög eftirtakanlegt kennileiti fyrir mynni Hnefilsdals með samnefndu höfuðbóli, mætti e. t. v. láta sér detta í hug þriðja kostinn: að hér sé um að ræða fornt hálfn- aðarmark á miklu stærra svæði, þ. e. í allri byggð á Jökuldal og í Jökulsárhlíð, frá sjó upp að Aðalbóli í Hrafnkelsdal, en það er um 106 km leið. Mælishóll virðist mjög nálægt því að vera á miðri þessari leið. Ytri vegarhlutinn er þó e. t. v. aðeins lengri, en þar er þess að gæta, að Héraðs- sandur hefur gengið nokkuð fram síðan á landnámsöld. Tekið skal fram, að Mæli- fellin hafa trúlega stundum getað verið hálfnaðarmörk á fleiri leiðum en einni og þannig verið ferðamönnum „til adskillig Veivisning“, eins og Sveinn Pálsson komst að orði. En hvaða erindi gátu menn á Jökuldal átt til sjávar við Héraðssand? Ekki er kunnugt um siglingar á hafnir við Héraðs- flóa norðan við Héraðssand né um sjósókn þaðan að fomu. En ekki er óhugsandi, að þangað og þaðan hafi verið siglt, því að á Keri í Landsendafjöru hefur vörum verið skipað á land á síðari tímum, þó að lendingarskilyrði séu þar erfið. Nokkru utar er Múlahöfn, sem Ólafur Olavius lýs- ir, en hann segir gamlar verbúðatóftir vera bæði upp af Múlahöfn og báðum Landsendunum.38 Múlahöfn var löggiltur verzlunarstaður 1890.39 Sleðbrjótur En annað erindi hafa menn augljóslega átt frá Jökuldal út að Héraðsflóa: að sækja rekavið. Þannig áttu Hákonarstaðir á Jök- uldal rekaítak á Langasandi utan við Múlahöfn.40 Hefur það verið mikið erfíði að draga rekavið á sleðum á harðfenni og svellum upp allan Jökuldal og ekki óeðlilegt, að hálfnaðarmark dals og byggðar hafi borið á góma í slíkum flutn- ingum. Minnismerki um þess háttar flutn- inga kann að vera kirkjustaðarnafnið Sleð- brjótur í Jökulsárhlíð. Þjóðsaga segir, að þrælar Geira á Geirastöðum og Nef- Bjarnar á Nefbjarnarstöðum í Hróars- tungu hafí „brotið þar sleða nærri er síð-' an er bærinn Sleðbijótur," þegar þeir vora sendir til að sækja vörur á Vopnafjörð.41 Geir G. Stefánsson bóndi á Sleðbijót (f. 1915) telur líklegt, að nafnið sé dregið af „sleðatorleiði um Sleðbijótsmóa“, að fenginni reynslu af móunum.42 Geir segir mér, að Sleðbijótsmóar séu ákaflega stór- þýfðir, sums staðar sé allt að eins metra dýpt á milli þúfna. í hans tíð voru flutt tré utan af söndum og hey utan úr Tungu á rimlasleðum yfír móana, enda varð ekki komizt fram hjá þeim, því að móarnir ná allt' frá Jökulsá upp að hálsi, en meðfram honum voru reið- götur, sem varð ekki farið eftir með sleða, þar sem þær voru of þröngar og djúpar. Móarnir eru um 5 km að lengd, frá Kaldá inn undir Gerði fyrir innan Sleðbrjót. Rekaviðurinn var notaður í girðingarstaura, mæniása og rafta, og sjálfur segist Geir hafa gert sér rammbyggðan sleða úr rekaviði. Einnig var farið með þungaflutning í kerrum yfír móana, og man Geir eftir því, að kerra brotn- aði þar. í seinni tíð er Sleðbijótur eina jörðin í Jökulsárhlíð, sem á reka á söndun- um, en áður áttu tvær aðrar jarðir í sveit- inni þar rekaítak, auk þess sem Hákonar- staðir á Jökuldal áttu rekafjöru út með fjöllunum, sem fyrr segir. Sleðbijótsmóar ættu þá samkvæmt þessu upphaflega að hafa heitið *SIeð- brjótr og væri það nafn hliðstætt fjallveg- arheitinu Leggjabrjótur milli Botnsdals í Hvalfirði og Þingvallasveitar, reiðvegar- heitinu Skeifnabrjótur á Trékyllisheiði á Ströndum og klettsheitinu Árabijótur við sjó í landi Dranga á Ströndum. í ömefna- skrá segist Eiríkur Guðmundsson á Dröngum (1895-1976) muna eftir, að menn hafí tvisvar brotið þar árar. Ára- bijótur á sér hliðstæðu í ömefninu Ára- brot eða Árebrot, sem er víða að fínna með ströndum Noregs.43 24) Sjá Chr. Matras: Stednavne, 133. 25) O. Skulerud: Utsyn over vestnorsk stad- namngransking (Bergen 1946), 37-38. 26) O. Rygh: Norske Gaardnavne VII (Kria 1914), 344. 27) Sjá s. r. II (1898), 91. 28) „Þernuskier, kallast nú almennilega Skier," segir í Jarðabók Árna ogPáls 1712 (XI, 47). 29) Súlur 1972, 72. 30) Hálfnunarsker er þá of utarlega á korti í Árb. Ferð. 1992, 86. 31) Lúðvík Kristjánsson: ísl. sjávarhættir IV (Rvk. 1985), 461. 32) Sjá Afmælisrit Jóns Helgasonar (Rvk. 1969), 431-56; Sven Friberg: Studieröver ortnamnen J Kállands hárad (Uppsala 1938), 106. tESBÖK MORGUNBLAÐSINS '11.JÚN(1994

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.