Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 12
 t í hvað hafí verið smitnæmt kringum Þórg- unnu. 3. Hve sótt þessi stóð lengi má nærri fara. Ekki stendur neitt nákvæmlega um hvenær hún endaði. Ætla má að hún hafi byrjað á fyrstu haustdögum (september) endað í lok febrúar eða staðið um fimm mánuði. Par segir: „Kómu þeir til Fróðár um kveldit fyr- ir Kyndilmessu (annan febrúar). Þá hafði Þuríður húsfreyja tekit sótt með þeim hætti, sem þeir sem látist höfðu.“ Þegar sóttin hófst á bænum „höfðu verit þrír tigir hjóna, en átján önduðust, en fimm stukku brott, en sjau voru eftir at gói“ (byrj- ar um miðjan febrúar). Ekki er lýst andlegri truflun nema hjá tveim meðal þessara átján sem dóu, en vænt- anlega hafa fleiri sýkst á þann hátt, þótt ekki sé getið, samanber Þuríði húsfreyju, sem batnaði. í grein minni í Morgunblaðinu 1985 var - í kaflanum „Farsóttir" getið ásamt „Fróð- árundranna" tveggja atburða þar sem í báð- um tilvikum deyr hópur manna og einustu sjúkdómseinkennin sem þar er lýst eru mikl- ar geðrænar truflanir. Eg minntist þar á taugaveiki sem mögulegan orsakavald, þótt ýmislegt annað komi auðvitað til gi’eina. Læt ég fylgja stuttan útdrátt. Fyrri Frásögn Skip kom í Rangárós” (ekki vitað hvað- an). Skipshöfnin var alvarlega veik og deyr öll, þrátt fyrir aðstoð Þorsteins bónda á Skarði hinu eystra. Hann reisti mönnunum tjald og annaðist þá. Fékk hann viðumefnið tjaldstæðingur fyrir. Það verður að teljast fyrsta sóttvamar- og sjúkraskýli reist hér á landi. Seinni Frásögn Skip siglir frá íslandi til Grænlands7, strandar þar, en menn bjargast. Sótt kemur upp í liðinu og deyr um helmingur áhafnar- innai’, að því er virðist úr farsótt og sumir með geðrænar tmflanir. Stendur sóttin tvo til þrjá mánuði. Fróðárundrin og ferð Græn- landsfaranna skeði árið 1000, en koma skips- ins í Rangárós var á fyrstu áratugum tíundu aldar. Þá þykir mér sem gömlum áhugamanni á fornritum okkar mikið ánægjuefni, hve margt fólk og hópar hafa á seinni ámm lagt stund á lestur fornrita og staðarrann- sóknir frá þeim tímum, og þá ekki síst fyr- ir það að finna starfsbræður mína, lækna, þar á meðal. NlÐURLAG Tilgáta hefur birst um að skýring á Fróð- árundram sé af völdum sýkts rúgmjöls, svokallaðrar komdrjólasýki (ergotismus). Ekki greinir frásögn Fróðámndra að skip frá Dyflinni árið þúsund hafi flutt kom til landsins. Vafasamt er hvort ræktun rúg- koms hafi borist til Norðurlanda og írlands á þeim tíma. Klassísk einkenni komdrjólasýki era fyrst og fremst bundin við fingur og tær sem visna og geta grotnað af með geysileg- um kvölum. Engra slíkra sjúkdómseinkenna er getið í frásögn Fróðárandra. Þórgunna er sérstæð persóna og miðdep- ill frásagnarinnar meðan hún er á lífi. Þeg- ar allt heyið þornar eftir „blóðskúrina", er jlekkur sem hún rifjai-, hrífa hennar og fót blóðlituð. Hún er þá veik orðin og deyr skömmu síðar. Hún skipar stranglega svo fyrir að brenna skuli allan sinn búnað. Það er ekki gert, en húsmóðirin, Þuríður á Fróðá fær hann til afnota, hún veikist, en batnar þó. Veikin hverfur eftir að allur fatnaður og búnaður Þórgunnu er brenndur. Þór- gunna kemur frá írlandi (Dyflinni). Á þeim tíma var það og nágrenni allt staðir fyrir sjúkdóma, m.a. taugaveiki. Sjúkdómurinn er bundinn við einn bæ, Fróðá. Hraustir smitberar era þekktir að taugaveiki hér- lendis og erlendis. Eg bendi einnig á tvo aðra faraldra í fom- sögunum sem gætu greinst undir tauga- veiki. Því tel ég líklegt að Þórgunna hafi verið taugaveikismitberi, og því sé tauga- veiki líkleg orsök Fróðárundranna. Höfundur er fv. prófessor og yfirlæknir við lyflækn- ingadeild Landspítala. Heimildir: Stuöst er við íslendingasagnaútgáfu Guðna Jóns- sonar, prófessors, 1949. 1) Lesbók Morgunblaösins, 10. tbl., árg. 68, 1993. 2) Lesbók Morgunblaðsins, 1985. 3) Eyrbyggja Saga, s. 139, III. b. 4) Goodman and Gilmans Pharmacological Basis of Therapeutics. Ergot and the Ergot Alkaloids, s. 939, 1990. 5) Cecil Textbook of Medicine, s. 1690, 1992. 6) Þorsteins þáttr Tjaldstæðings, s., 443, XI. b. 7) Flóamanna saga, s. 39, XII. b. s Ogöngur - brot úr hugmyndasögu á seðlabúnti Uppboð Stundum er erfitt að átta sig á hvar draga skal mörk milli skynsemi og heimsku. Hugsaðu þér að þig bráðvanti 5.000 krónur. Þú ert kannski strandaglópur í framandi landi og vantar 5.000 krónur upp á að eiga fyrir farinu heim. Kannski Hvenær byrjaðir þú að haga þér heimskulega? Hvar eru mörkin? Var heimskulegt að bjóða 1.000 kall í upphafi? Var ekki ein- mitt mjög skynsamlegt að hætta 1.000 krónum til að græða næstum hálfa milljón? Eftir ATLA HARÐARSON vantar þig 5.000 krónur upp í skuld til að koma í veg fyrir að heimili þitt verði selt á uppboði. Hver sem ástæðan er bráðvant- ar þig 5.000 kall þegar þú rekst inn á upp- boð þar sem í boði er heilt búnt af 5.000 köllum, hálf milljón hvorki meira né minna. Það er auðvitað frekar óvenjulegt að hafa uppboð á seðlabúntum og ef þú vilt hafa söguna sennilega þá getur þú hugsað þér að það sé ekki seðlabúnt sem uppoðs- haldarinn sýnir gestum heldur t.d. málverk sem er auðvelt að selja fyrir hálfa milljón. Þú ákveður strax að freista gæfunnar og bjóða í seðlabúntið. Ef þú færð það fyrir 495.000 krónur eða minna þá eignast þú 5.000 kallinn sem þig vantar. En í þann mund sem þú ætlar að kalla „1.000 krón- ur“ víkur einn uppboðsgesturinn sér að þér og segir: „Þetta er ekki venjulegt upp- boð. Hæstbjóðandi fær að vísu seðlabúntið, en sá sem býður næst hæst verður líka að borga og hann fær ekki neitt.“ Þetta þýðir að ef þú býður 1.000 krónur og mað- urinn við hliðina á þér býður 1001 krónu þá fær hann seðlabúntið og fer heim 498.999 krónum ríkari en þú ferð út 1.000 krónum fátækari. Þú gætir auðvitað hækk- að boðið upp í 1.002, og hækkað svo enn upp í 1.004 ef hinn býður 1.003. Það renna á þig tvær grímur. Hvað ef þú ert kominn upp í 495.000 krónur og hinn býður 500.000? Þá tapar þú 495.000 krónum og hinn fer út jafnríkur og hann kom. Það borgar sig greinilega ekki að taka þátt í þessu uppboði. Um leið og þú hefur attað þig á því að uppoðshaldarinn hefur gesti sína að fífli verður þér litið á fólkið í kringum þig. Enginn virðist hafa nokkurn áhuga á seðla- búntinu. Líklega hafa allir áttað sig á því að það er verið að spila með þá. Skyldi þá enginn ætla að bjóða? Ef enginn annar býður þá getur þú fengið seðlabúntið fyrir krónu, eða jafnvel fyrir fimmeyring. Það væri hrein klikkun að láta slíkt tækifæri ganga sér úr greipum. Já, það væri hrein klikkun svo þú kallar: „Þúsund kall.“ Uppoðshaldarinn tekur undir: „Þúsund kall, býður nokkur betur? Fyrsta, annað og..hann er að fara að segja þriðja þegar einhver galar: „Tvö þúsund." Hvað átt þú nú að gera. Hætta? Ef þú hættir núna þá ferð þú út 1.000 krónum fátækari og þarft að redda 6.000 krónum til að bjarga þér. Ef þú heldur áfram þá hækkar boðið smám saman og þú hættir á að tapa tugum ef ekki hundruðum þúsunda. Það er ekkert vit í að halda áfram. En fyrst þú skilur að það er ekkert vit í að halda áfram þá er liklegt að hinn skilji það líka og hafi vit á að hætta ef þú býður 3.000. Þú heldur því áfram og kallar „Þrjú þús- und“ ... og allt fer á versta veg, eftir hálftíma er hinn kominn upp í 495.000 og þú ert búinn að bjóða 490.000. Það er sem sagt orðið vonlaust að græða 5.000 kallinn sem þig vantar og það sem verra er ef þú lætur staðar numið tapar þú 490.000 krón- um. Þú kallar „fimm hundrað þúsund" í þeirri von að hinn sjái að leikurinn er kominn út í hreina og klára endileysu, hætti og þú sleppir út jafnblankur og þú komst. En hinn er ekki svona grænn. Hann býður strax 505.000, enda er betra að fá seðla- búntið á 505.000 og tapa 5.000 kalli en að fara út heilum 500.000 krónum fátækari. Ur þessu er engin leið að hætta. í örvænt- ingarfullri viðleitni til að sleppa með sem minnst tap aukið þið tjón hvor annars sí- fellt meir og meir. Þið hagið ykkur báðir fáránlega. Þessi leikur er heimskulegur úr öllum máta. En hvenær byrjaðir þú að haga þér heimskulega? Hvar era mörkin? Var heimskulegt að bjóða 1.000 kall í upphafi? Var ekki einmitt mjög skynsamlegt að hætta 1.000 krónum til að græða næstum hálfa milljón? Ef svo var þá getur varla talist neitt ógáfulegt að hækka boðið í 3.000. En hvað með 300.000 og hvað með 495.000? Hvenær fórstu yfir mörkin og byrjaðir að láta hafa þig að fífli? Nú dettur kannski einhverjum í hug að það hefði nú verið vitið meira fyrir ykkur að semja um að bjóða saman 1.000 kall í seðlabúntið, borga 500 kall hvor og skipta hagnaðinum, 499.000 krónum, jafnt á milli ykkar. Þetta er snjallræði. En hvað ef ein- hver annar hefði hreppt búntið fyrir 100 krónur meðan þið vorað að hafa hvor upp á öðrum og tala ykkur saman? Uppboð af þessu tagi voru fyrst rædd með fræðilegum hætti af Bandaríkjamann- inum Martin Shubik í grein sem hann kall- aði „The Dollar Auction Game: A Paradox in Noncooperative Behaviour and Escalati- on“ og birtist í Journal of Conflict Resoluti- on árið 1971. Síðan hafa ýmsir spekingar fjallað um ógöngur af þessu tagi. Ætli svona bjánalegir leikir komi fyrir í lífi raunveralegs fólks? Lætur fólk hafa sig að fífli með þessum hætti? Hvað með langt verkfall þar sem það er löngu orðið ljóst að verkfallsmenn fá aldrei nægilega launahækkun til að verkfallið borgi sig og atvinnurekendum tekst aldrei að pína kröf- ur þeirra nógu langt niður til að bæta sér tjónið af verkfallinu? Með hverjum degi sem líður auka þeir tjón hver annars en báðir eru búnir að fórna svo miklu að þeir geta ekki hætt án þess að fá það að ein- hverju leyti bætt. Hvað með hjón sem byrja að rífast og láta þyngri og þyngri orð falla þar til hvor- ugt getur dregið í land án þess að missa andlitið? Hvað með stríð eins og stríðið í Víetnam þar sem Bandaríkjamönnum var það ful- ljóst í nokkur ár að þeir gætu aldrei unnið neinn sigur sem bætti þeim manntjón og kostnað af styrjöldinni, en þeir vora búnir að fórna svo miklu að þeim fannst þeir verða að fá það að einhverju leyti bætt? Ein af ræðum Saddams Husseins sem hann hélt í Persaflóastrínu lýsir því vel hvernig stríðsmenn leiðast út í svona ,upp- boð‘. Hann sagði: „Nú höfum við tapað svo miklu að við verðum að berjast uns yfir lýkur." Höfundur er heimspekingur og kennari. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.