Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Qupperneq 7
 |T Úr daglega lífinu í Taílandi: Ofur venjuleg búð og verkstæði sem framleiðir útskor- in húsgögn - iðnaður sem Vesturlönd geta ekki keppt við. sem hafa áhuga á minjagripum, útskornum munum, silki, skartgripum og gulli ættu að geta fengið nóg við sitt hæfi á góðu verði. Við skoðuðum svæði þar sem hópur manns vann við útskurð. Allt er handunnið og úr- vals vinnubrögð. Verslunin er margskonar, á götum úti, markaðii-, litlar verslanir og stórmarkaðir. A flestum stöðum er opið um helgai- líka. í GóðuYfirlæti Það var gaman að ferðast um sveitirnar, ef til vill var það svo ofarlega í mér af því að ég er bóndi sjálf. Dýrin í sveitunum voru feit og falleg. Dálítið framandi sum. Það er margt sem er ræktað, hrísgrjónin að sjálf- sögðu, sem er aðalútflutningsvaran, sykur- reyr og frábærir ávextir. Grænmeti og ávextir finnst mér alltaf spennandi og gam- an að borða það sem við erum ekki vön. Syðst í landinu eru gúmmí- og kókosplant- ekrm-. Vingjamleg kona sem rak verslun á móti Royal Crown hótelinu bauð okkur uppá steikta mangó. Þeir voru góðir og mikill munur á þeim og því sem við borðum hér heima. Þetta er aðeins eitt dæmi um gest- risni Taílendinga. Ferðamannaþjónusta er vaxandi atvinnu- grein í landinu, en helstu greinar iðnaðar eru vefnaðar-, matvæla-, rafeinda- og efna- iðnaður. Skógur þekur um 30% af landinu og gefur talsvert af verðmætum viðarteg- undum. Þar koma fflarnir mikið við sögu. Þeir eru notaðir við timburdrátt og er merkilegt að sjá þessi sterku, skynsömu dýr að vinnu. Heppnin var með okkur og við komumst í kynni við múslíma sem vann við að keyra ferðamenn. Hann var afar elskulegm- og sýndi okkur allt sem honum datt í hug að gæti vakið áhuga okkar. Þessi náungi hafði ekki leyfí en það sem kom sér best fyrir okkur var að hann talar ensku. Hann sýndi okkur múslímahverfin, fræddi okkm' um það sem hann gat í sambandi við búddatrúna yfirfóstrunni sem var fullorðin kona, elsku- leg og talaði sem betur fer ensku. Það voru mjög fáir þarna suðurfrá sem töluðu ensku, en allh' reyndu að gera sig skiljanlega, þó ekki væri nema með fallegu brosi. Með Son í Fanginu Sonur minn hreinlega valt uppí fangið á mér og hefur kunnað ágætlega við sig þar siðan. Þetta var vissulega stór stund, sú stærsta sem ég hef lifað. Barnið var svo glaðlegt og vel um hann hugsað. Þannig voru reyndar öll börnin. Þau voru bústin, vel hirt og þeim voru kenndir ýmsir þrosk- andi leikir. Það var gaman að fylgjast með fóstrunum að störfum. Þessi litlu kríli milli eins og tveggja ára spiluðu golf með litlum kylfum, mesta furða hvað þau voru flink. Börnunum á heimilinu er skipt í hópa eftir aldri, en við sáum mest af þessum hóp, eins til tveggja ára, þar sem sonur minn var. Oneitanlega varð manni hugsað til þess hvað yrði um öll hin börnin. Þó barnaheimil- ið sé gott, þá er það ekkert á við að eiga sína eigin fjölskyldu. Pabba og mömmu sem veita ástúð og öryggi. Það eru vissulega bæði ríkir og fátækir í Taflandi og allt þar á milli. Sum húsa- kynni sem við sáum voru mjög bágborin en önnur glæsileg. Eitt er þó sammerkt með öllum, hvar sem þeir standa í þjóðfélag- inu. Taílendingar era mjög góðh' við börnin sín. Það voru allir sem við hittum mjög hrifnir af þvi að ég væri að ættleiða þennan litla dreng. Þarna fengi þó eitt barnið þá ást og umhyggju sem það þyrfti á að halda. Við áttum bókað á Samilahótelið í Song- khla. Fólkið á barnaheimilinu var ekki hrif- ið af því, sagði að þetta hótel væri ekki nógu gott fyrir okkur og að við yrðum þar ekki lengi, en við fórum þangað samt, þar sem ég var búin að borga fjórar nætur fyrir- fram. En dvöl okkar varð ekki löng. Vinir okkar á barnaheimilinu höfðu rétt fyrir sér. Þetta hótel var alls ekki fólki bjóðandi í þvi ástandi sem það er nú. Það var bókstaflega ekkert í herbergjunum, engin þægindi, nim- dýnurnar ónýtar og svo vomm við ekki til- búnar að deila herbergi með svo mörgum, þó smærri væru. Skordýrin höfðu gert sig heimakomin, mun meira en ég treysti mér til að þola. Við töldum okkur heldur ekki nægilega öruggai' þai'na. Ástæðan fyrh- þessu var sú að hótelið hafði staðið autt í heilt ár en nýbúið var að opna aftur. Það höfðu greinilega ekki verið gerðar neinai' endurbætur og það mátti segja að við fengj- um algjört sjokk. Við fórum út 15 mínútum seinna og tókum aldrei uppúr töskunum. Það vora heldur skringilegar konur sem brunuðu burt frá Samilahótelinu á tuk-tuk ígóðum fé- lagsskap. Greinarhöf- undur t.v. og samferða- kona létt- klæddarí hitanum í Taílandi. (sem era hin skemmtilegustu farartæki) með allar töskurnar. En þó Samilahótelið væri lélegt vai' Samilaströndin mjög falleg. Við komumst inná Royal Crown hótelið, sem er alveg ágætt. Þar fengum við svo að vera þessa viku sem við dvöldum í Song- khla, en það var fyrirfram ákveðið að við dveldum viku þarna suðurfrá, á heimaslóð- um drengsins, sem mér fannst mjög mikil- vægt. Það var heldur ekkert vandamál að fá að koma með drenginn á hótelið. Ég fékk hann til mín á þriðja degi og allt gekk mjög vel. En þar sem vjð höfðum góðan tíma og drengurinn var eins og hugm- minn, þá ákváðum við að reyna að sjá okkur aðeins um og versla. Við gátum keypt það sem okkur vanhag- aði um á mjög góðu verði. Matur og aðrar nauðsynjai' era mjög ódýrar miðað við það sem við erum vön, fót era á góðu verði, en auðvitað er kaupmáttur allt annar þar. Þeir og muninn á milli trúai'bragðanna. Þegai' við voram þarna var hann að fasta og einu sinni þegai- við buðum honum að fá sér hressingu með okkrn- gat hann það ekki. Hann fékk sér ekki neitt á búddamatsölu- stað. Hann hafði ekkert á móti búddatr- únni, en lagði mikla áherslu á að hann væri múslími og vai- stoltm- af. Annars er lítill vandi að komast á milli staða. Hægt er að fá leigubíla eða tuk-tuk, þessi þriggja hjóla farai-tæki sem skjótast á milli bflanna í umferðarteppunum. Það er einnig mjög mikið um að fólk sé á mótor- hjólum. Það var gaman að sjá fyrir utan skólana hóp mótorhjóla, þai' sem feður og mæður vora að sækja bömin sín. Auðvitað er líka hægt að fljúga milli staða innanlands eða taka rátur ef fólk er á langferð. Einn daginn þegar við voram að ferðast með vini okkar múslímanum lentum við í þremur jarðarfóram. Þetta var ótrúlegt og við voram vissar um að við yrðum álitnar illa raglaðar þegai' við segðum frá þessu. Búddatráannennimir syrgja í viku og við lentum í að skoða tráarlega staði þar sem lík stóðu uppi og ættingjarnir skiptust á að syrgja hina látnu. Blómahafið var ótrálegt og litlir sætir strákar slógu bumbur. En á einum staðnum var vikan liðin og lík- brennsluathöfn gekk í garð. Við voram viss- ar um að við værum að þvælast fyrir syrgj- endunum, en það var nú eitthvað annað. Það gladdi Taílendingana hvað við höfðum mikinn áhuga á tráarbrögðum þeiira og siðum og þeir tóku ekki annað í mál en að við kæmum með og tækjum þátt í athöfn- inni. Mér fannst við vera eins og verur frá öðrum hnetti sem væram að troðast inní einkalíf fjölskyldu, en fólkið var svo elsku- legt að við gátum ekki annað en tekið þátt í athöfninni. Okkm’ vora bornir kókosdrykk- ir og við fengum ilmstaut til að bera að vitun- um, því að vika var hðin frá andlátinu og hitinn geysilegur. Kistan var fagurlega skreytt. Ég dáist að þolinmæði Taílending- anna við alla slíka vinnu. Þetta var vissu- lega frábragðið okkar siðum, en afar áhuga- vert að fá að vera með. Eins og ég sagði þá vora allir boðnir og búnii- að sýna okkur það sem markvert var og höfðu einnig mikinn áhuga á að fræðast eitthvað um Island, þessa eyju sem er svo langt í burt. Kraftaverk í Lífi Mínu Við heimsóttum fátæka fjölskyldu uppí sveit. Konan óf silki en maðurinn kom með taminn apa, sem vai' mjög sniðugur. Apinn sem var orðinn tuttugu ára gamall vai' van- inn á að klifra uppí tré og ná í kókoshnetur fyrir ferðamenn. Hann var mjög skemmti- legur og svo gæddum við okkur á ávextinum þegai- hann var búinn að ná í hann fyrir okkur. Það er mikið af öpum. Við fóram ferð uppí skóg með fólkinu af barnaheimilinu til að sjá apana sem þar era í flokkum. Einnig fórum við í eftirminnilega fuglaskoðunarferð út á Songkhla-vatn sem er mjög stórt og gert af mannahöndum. Þar er fjölbreytt fuglalíf og mjög fallegt. Það er líka sérstök upplifun að sigla í bátunum þeura. í Song- khla era söfn, hellar, gömul virki og margt annað sem hægt er að skoða. Taíland kom mér þannig fyrir sjónir að hægt væri að finna hvað það til skemmtunar sem hugur- inn girntist. En í mínu tilfelli var það ekki landið sem var aðalatriðið, kraftaverkið í lífi mínu hafði gerst, ég var búin að eignast yndislegan son, heilbrigt og fallegt bara. Hvað er hægt að biðja um meira? Það er hægt að leigja sér ffla og fara í nokkurra daga ferðir um skógana. Við höfð- um ekki tíma til þess að þessu sinni, en ef til vill geri ég það næst, því eitt er víst að þetta verður ekki síðasta ferð mín til Taí- lands. Við hjónin höfum áhuga á að fá ann- að barn seinna og þá auðvitað frá Taílandi. Allt það sem sneri að stjórnvöldum, ætt- leiðingarnefndinni og barnaheimilinu vai- til fyrirmyndar. Við vora dálítið taugaóstyi'k- ar, þar sem við voram fyrsta fólkið frá ís- landi í þessum erindagjörðum. En það var óþarfi. Allir sýndu okkur hlýju, skilning og velvild. Ég hef ekki áhyggjur í sambandi við áframhaldandi samstai-f landanna á þennan hátt og ég hlakka til þegar ég heyri að fleiri hjón fái börn frá Taílandi. Margir voru þeir staðir sem við hefðum viljað skoða en gátum því miður ekki þar sem tíminn var naumur. Eyjan Phuket er einn af þeim stöðum sem ég vildi heim- sækja, þar mun vera algjör paradís. Einnig fai'a margir ferðamenn til Pattaya eða þá norður til Chiang Mai, en þar er töluvert önnur menning en sunnaiiega í landinu. Mig langai' þó að segja við þá sem fara til Taílands: Skreppið á éinhverja skemmtilega staði í Suður-Taílandi, ég get lofað að þið sjáið ekki eftir því. Þegar við komum til Bangkok aftur dvöld- um við á kristilegu gistihúsi, sem var ódýrt og þægilegt að vera þar með bara. Mjög margir hvaðanæva úr heiminum í sömu er- indagjörðum hafa dvalið þai'. Við gátum keypt heimilislegan mat, fengið afnot af leik- fóngum, vöggu, barnastólum og fleiru sem kom sér afar vel. Þetta var ekki lúxus eins og á Montien en alveg nóg. Það er líka ágætlega staðsett. Stutt í stórmarkaði, fal- lega garða og ýmislegt sem hægt er að dunda sér við. Við þá Taílendinga sem hér búa langar mig að segja: Þið getið verið stolt kf landi ykkar og þjóð. Gestrisni Taílendinga er ein- stök og fegurð landsins ógleymanleg. Höfundur er rithöfundur og húsmóðir á Ytri Löngu- mýri í Húnavatnssýslu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JÚNf 1994 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.