Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Side 3
E 1-ggHáW @ ® 0 [°! 0 ® B B S [S S □ ®H1 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Fitusýrur kenndar við omega-3 eru taldar lífsnauðsyn- legar og taldar áhrifaríkar til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Þær fást einungis úr sjávarfangi, og er hægt að veita þeim með náttúrulegri aðferð í kjötvörur. Um það skrif- ar Guðrún V. Skúladóttir lífefnafræðingur. Nietzsche og heimspeki hans hafa verið í ónáð í nokkra áratugi vegna aðdáunar þýzkra nasista á kenningunum á sínum tíma. Afstaðan til Nietzsche hefur nú verið tekin til endur- mats. Þessi frægi þýzki heimspekingur er kunnur fyrir vægðarlausa gagnrýni á vest- ræna menningu, en skáldgáfa hans var ríku- leg eins og fram kemur í þekktasta verki hans, „Svo mælti Saraþústra". Úr því eru birtir nokkrir kaflar í þýðingu Jóns Árna Jónssonar, sem einnig ritar formála um Nietzsche. ■r- Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn- er risið og er búið að starfa í sumar. Umsjónarmaður Lesbókar sem annað veifið skrifar um hús, hefur litið á safnið og telur að sem arkitektúr fylli það flokk fáeinna úivalshúsa, sem hægt sé að benda á hérlendis. Aðeins setur hann spurn- ingarmerki við daufa veitu dagsbirtu í aðal- salinn. ANDREJ VOZNÉSÉNSKÍ Striptease Geir Kristjánsson þýddi Á gólfinu afklæðist dansmærin, fíflast... Öskra ég með?... Eða eru það bara kastljósin sem skera mig í augun? Þar rífur hún af sér slæðu, sjal og glingur — einsog menn flysja börk af appelsínu. í augunum samskonar sorg og í augum fugla. Þennan dans kalla þeir „striptease“. Það er hræðilegur dans. Á barnum berir skallar, blístur — fíkin augu drykkjurútanna belgja sig út einsog blóðsugur. Einn skrattakollur, líkt og smurður uppúr eggjarauðu, sendir frá sér loftborskenndan hlátur! Annar, áþekkur veggjalús — virðist að því kominn að fá slag. Saxófónninn veinar upp boðskap sinn! Ó, alheimur, ég bölva þínum tröllslega mælikvarða, marsbúaljómanum yfir stórbrúnum hérna, bölva því öllu, tigna það og dái, kvenmaðurinn dansar nú svellandi djass!.. . „Eruð þér Ameríka?“ — spyr ég einsog asni. Hún sest hjá mér og slekkur í sígarettunni. „Litli minn“ — segir hún — „ó, hvað þú hefur æðislegan hreim! Bjóddu mér uppá einn martíni og pernó.“ Höfundurinn er rússneskt skáld, f. í Moskvu 1933 og lagði ungur stund á arkitekt- úr i heimaborg sinni. Hann er talinn í fremstu röð þeirra rússnesku skálda sem kváðu sér hljóðs eftir 1953 og mikill nýjungamaður í rússneskri Ijóðagerð á sjö- unda áratugnum. Kvenþjóðremba Islenzkir femínistar eru sér á báti að minnsta kosti að einu leyti. Þeir (þær) eru einu femínistarnir, sem ég veit um, sem eru líka þjóð- emissinnar. Yfirleitt eru femínist- ar andsnúnir þjóðemishyggju vegna tengingar hennar við ýmis gildi, sem talin eru tilheyra „heimi karla“, til dæmis hernaðarhyggju. Saga þjóð- frelsisbaráttu gerir vopnaskaki, hetjudáðum og karlmennsku yfírleitt hátt undir höfði. Kvennasagnfræðingar hafa, að því er mér virðist, ekki gert mikið af því að halda hlut kvenna í þjóðfrelsisbaráttu á lofti. í hug- myndafræði þjóðernissinna eru karlímyndir oft ráðandi. Þjóðernissinnar geta rausað enda- laust um föðurlandið, feðranna frægð, bræðrabönd og allt það. Þjóðartákn sumra, til dæmis John Bull Englendinga, rússneski björninn og þýzki örninn eru allt karlar eða karldýr — að minnsta kosti er það viðtekin skoðun þar til annað kemur í ljós. Það er þess vegna skiljanlegt að femínistar, af þess- um ástæðum einum, hafi illan bifur á þjóðem- isbelgingi. Hins vegar er líka að sumu leyti skiljanlegt hvers vegna íslenzkir femínistar eru öðm vísi. Islenzk þjóðernishyggja er á vissan hátt ólík þjóðernisstefnu víða á meginlandi Evrópu, þótt hún sé sprottin af sömu rótum. Þjóðfrels- isbaráttan var ofbeldislaus og þótt „gullöld- in“, sem rómantískir þjóðernissinnar vísuðu til á nítjándu öldinni, þ.e. þjóðveldistíminn, einkenndist nokkuð af vopnaskaki og mann- vígum, er íslenzk þjóðernishyggja laus við hernaðarhyggjukeim. Kvenímyndir eru sömu- leiðis meira áberandi en víða annars staðar í íslenzkri þjóðernisrómantík. Við höfum fjall- konuna, en ekki John Bull, svo dæmi sé nefnt. Og ísland hefur alltaf frekar verið fóstuijörð en föðurland. Landið er oft kvenkennt í kvæð- um þjóðernisrómantíkera (Jónas orti um hag- sældar hrímhvíta móður) og það er algengara að Island sé í hlutverki hins undirokaða og auðmjúka (konunnar, gætu femínistar sagt) en hins sterka og sigursæla (karlsins) í goð- sögnum þjóðernissinna. Enda var „sigurinn" í þjóðfrelsisbaráttunni ekki að þakka herstyrk íslendinga, heldur lagalegri röksemdafærslu Jóns Sigurðssonar og fleiri manna, menntun, skynsemi og manngæzku danskra stjórnvalda og auk þess sögulegum tilviljunum á borð við deilurnar um Slésvík-Holtsetaland, sem hjálp- uðu okkur að ná fullveldinu 1918, og hernám Danmerkur, sem hindraði að konungur gæti sett sig upp á móti lýðveldistökunni 1944. Þannig að íslenzk þjóðemishyggja er „kvenlegri" en þjóðemisstefna víða annars staðar og raunar er athyglisvert, að þjóðern- ishyggja — jafnvel stæk þjóðremba — hefur einnig verið þóknanlegri íslenzkum „friðar- sinnum", þ.e. andstæðingum vamarbanda- laga, en algengt er annars staðar. Raunar má segja að ísland, sem herlaust land, sé eina landið þar sem það fer saman að vera „friðarsinni" og þjóðrembumaður, vegna fyrr- nefndra tengsla þjóðernisstefnu og hernaðar- hyggju. „Friðarstefna" í þessum skilningi er líka sterkur þáttur í femínisma. Þjóðemishyggja íslenzkra femínista kemur sterkt fram í stefnu Kvennalistans í Evrópu- málum, sem virðist að mörgu leyti bundin sömu torfkofarómantíkinni sterkum böndum og stefna Framsóknarflokksins og fornaldar- armsins í Alþýðubandalaginu. Kvennalistinn hefur lagzt stíft gegn þátttöku Islendinga í samþjóðlegu eða yfirþjóðlegu samstarfi í Evr- ópu. Þorri kvennalistakvenna virðist andsnú- inn aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, að ekki sé talað um Evrópusambandið. Röksemdir kvennalistakvenna gegn Evr- ópusamstarfinu eru meðal annars þær að karlar ráði þar öllu. Á landsfundi 1991 sögðu kvennalistakonur: „Þátttaka í svo stórri heild þar sem fámenn þjóð eins og Islendingar hefur hverfandi áhrif verður stórt skref til baka, ekki sízt í baráttu kvenna til aukinna áhrifa þar sem ráðum er ráðið." í kosninga- stefnuskránni fyrir síðustu alþingiskosningar vöruðu þær við því að gerast aðilar að EES eða ESB og sögðu: „Við eigum að setja okkur í spor þeirra Islendinga sem unnu að því á síðustu öld að endurheimta sjálfstjórn í land- inu eftir aldalanga áþján.“ Þjóðernisrómantík- in allsráðandi. Kvennalistakonur eru líka á móti fijálsum, evrópskum vinnumarkaði. Þannig sagði Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingkona flokksins, í blaðagrein 1991: „Reynslan hefur kennt okk- ur að það eru karlarnir sem flytjast fyrst á milli landa og ef eða þegar konur og böm fylgja á eftir hefur oft komið upp sú staða að fjölskyldurnar einangrast í gettóum far- andverkafólks. Er það þróunin sem við æskj- um? Oft er litið á konur sem varavinnuafl. Hætta er á að þeirrar tilhneigingar gæti jafn- vel enn meira ef vinnumarkaðurinn fer á fulla ferð, konurnar einfaldlega sitja eftir.“ Einangrunarhyggjan og tortryggnin gagn- vart umheiminum er með öðrum orðum alls- ráðandi hjá kvennalistakonum. Ég vil hins vegar halda því fram að Evrópustefna þeirra gangi þvert á hagsmuni íslenzkra kvenna og jafnréttisbaráttunnar. Þótt íslenzk þjóðernis- hyggja kunni að vera sæt og kvenleg, er hún ekki nýtileg sem tæki í jafnréttisbaráttu. í fyreta lagi hlýtur „reynsluheimur kvenna“ að ná út fyrir landsteinana. Það er grunnhug- mynd í femínisma víðast annars staðar að allar konur eigi samleið og eigi að sýna sam- stöðu, burtséð frá þjóðerni eða kynþætti. Slík samstaða og samstarf yfir landamæri í Evr- ópu er raunar viðtekin baráttuaðferð hjá mörgum þeim hreyfíngum, sem Kvennalistinn hefur viljað samsama sig með, til dæmis verkalýðshreyfingu og friðarhreyfingum. Víða í Evrópu styðja femínistar Evrópusam- starfið vegna þess að þeir telja að auðveldara sé fyrir þá sem þrýstihóp að hafa áhrif á ákvarðanir, sem teknar eru á yfirþjóðlegum grundvelli, heldur en að glíma við hvert ein- stakt stjórnkerfi. 1 öðru lagi er það viðurkennd staðreynd að Evrópusambandið hefur gert margt til að bæta stöðu kvenna í aðildarríkjunum. írskar kvenréttindakonur hafa til að mynda tekið Evrópusambandsaðild fagnandi, vegna þeirra áhrifa í fijálsræðisátt, sem hún hefur haft á írska löggjöf og þjóðfélagsþróun, konum í hag.- Sama má segja um aðildarríkin í Suður- Evrópu, til dæmis Spán, Portúgal og Grikk- lar.d. Kvennalistakonur halda því fram að hér á landi sé launamunur karla og kvenna meiri en víðast annars staðar á Vesturlöndum. Evrópusambandið hefur til að mynda beitt sér fyrir því að jafna þennan mun. í þriðja lagí eru furðulegir fordómar fólgn- ir í þeirri skoðun, sem fram kemur í framan- greindri tilvitnun í Önnu Ólafsdóttur Bjöms- son. Fijáls, evrópskur vinnumarkaður býður fyrst og fremst upp á ný tækifæri fyrir ung- ar og vel menntaðar konur til að öðlast starfs- reynslu og auka velgengni sína í starfl. Nú er lítið mál fyrir íslenzkar konur að fá atvinnu- leyfi hvar sem er í Evrópusambandinu, en reynslan sýnir að áður fyrr gekk konum oft verr en körlum að fá atvinnuleyfi í mörgum löndum. Það er líka furðulegt að femínisti skuli gefa sér það að karlamir séu alráðir á heimilum og konur hafl ekkert um það að segja hvort flutzt sé á milli landa í atvinnu- leit, og álykti svo út frá því að frjáls vinnu- markaður sé vondur. Verðum við ekki að reikna með því að kvennabaráttan á íslandi hafl að minnsta kosti skilað því að jafnræði ríki með hjónum um ákvarðanatöku sem þessa? Lengi mætti halda áfram að gagnrýna Evrópustefnu Kvennalistans út frá svipuðum forsendum. Sem betur fer örlar aðeins á svip- aðri gagnrýni innan Kvennalistans sjálfs. Fyrir skömmu sá ég haft eftir einni af þing- konum flokksins að yngri menntakonur í Kvennalistanum væru opnar fyrir umræðum um Evrópusambandsaðild. Afstaða Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í garð Evrópusambandsins er líka jákvæðari en flestra annarra forystukvenna Kvennalistans. Undirrituðum — sem er auðvitað bara auniur og skilningssljór karlmaður — finnst að þess- ar konur í Kvennalistanum ættu að láta meira í sér heyra og bijótast undan mæðraveldinu; láta femíníska alþjóðahyggju íyðja kvenþjóð- rembunni úr vegi, vilji þær á annað borð vera femínistar. ÓLAFURÞ. Stephensen LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. SEPTÉMBER 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.