Lesbók Morgunblaðsins

Date
  • previous monthSeptember 1994next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789
Issue
Main publication:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Page 7
Kaffistofa safnsins er í glerskála, sem framan frá séð skiptir húsinu í tvo hluta og er eitt af mörgu sem er afar vel leyst. Fjölbreytni, formfegurð og vel leyst smáatriði ber víða fyrir augu. Hér sést t.d. aðalinngangur, forsalur og brúin milli sýningarsalanna. 210 fermetrar. Báðum sölunum má skipta niður í smærri einingar ef þörf er á og parketgólfið í þeim hefur verið yfirstrokið með hvítu, sem gerir það í senn sérkenni- legt og fallegt og að auki hlutlausara gagn- vart. myndlistinni. Salirnir eru samtengdir með loftbrú. Á neðri hæð er liðlega 100 fermetra sýningarsvæði og þar að auki 115 fer- metra fjölnotasalur, sem bæði má nota til sýninga og fyrirlestrahalds. Þar eru og skrifstofur, kaffistofa, eldhús og geymslur. Allt er það harla gott. Þegar safnið var myndað á sólbjörtum degi í ágúst, var verulegur birtumunur í sölunum á efri hæðinni. Minni salurinn, þar sem verk Gerðar voru uppi, snýr stóra, kringlótta gluggnum til suðurs og þar var afar góð birta eins og myndin ber með sér. Á myndinni af stóra salnum sést greini- lega að þar er mun minni birta, enda snýr hringglugginn þar til norðurs. Þakglugga- rnir eru látnir bera afar daufa birtu og hún er köld. Tvöföld grisja til birtudreifingar er of þykk og vafasamt að neina slíka grisju þurfi. Hvelfingarnar uppi á þakinu snúa glugg- um sínum einungis í norður, sem ég tel að séu mistök. Með því móti verður birtan of köld. Norðanbirtan er alveg laus við þennan kulda úti í Evrópu og þar hefur verið regla að láta t.d. vinnustofuglugga snúa í norður. Á Ludwig-safninu í Frank- furt er birtan tekin niður á svipaðan hátt og í Kópavoginum en maður tekur ekki eftir því að sú birta sé köld. Næg reynsla er komin á það, að á norð- lægum breiddargráðum þarf dagsbirta í söfnum, vinnustofum og sýningarhúsum helzt að koma úr öllum áttum og sízt af öllu einvörðungu úr norðri. Þar að auki þurfa þakgluggamir í Listasafni Kópavogs að geta veitt meiri dagsbirtu í sýningarsa- lina. Það er varla einleikið hvað erfíðlega gengur að hafa þennan mikilsverða þátt í lagi þegar við byggjum sýningarhús fyrir myndlist. Allir vita hvernig til tókst á Kjarvalsstöðum og í sýningarsal Hafnar- borgar er engin dagsbirta. Aðeins í ASÍ- salnum hefur tekizt að veita dagsbirtunni inn svo í lagi sé. Þetta atriði er það eina sem ég hnýt um að sé ekki eins og framast mætti óska sér þegar Listasafn Kópavogs er skoðað. Hús- ið sjálft er listaverk og augnayndi, sem ástæða er til að óska arkitektinum til ham- ingju með, svo og Kópavogsbúum og öllum listunnendum. GÍSLI SlGURÐSSON Listasafn Kópavogs að utanverðu. Hér hefur tekizt að láta fallegt form og smekklega litanotkun haldast í hendur. LESBÖK MOKGUNBLAÐSINS 3. SEPTEMBER 1994 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Mál:
Árgangir:
84
Útgávur:
4069
Registered Articles:
1
Útgivið:
1925-2009
Tøk inntil:
17.10.2009
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Stuðul:
Main publication:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue: 29. tölublað (03.09.1994)
https://timarit.is/issue/242649

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

29. tölublað (03.09.1994)

Actions: