Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 1
ORGUNBLAÐS Stofnuö 1925 39. tbl. 12. NÓVEMBER 1994-69. árg. Flestir fræðimenn munu sammála um að flokkur- inn, sem myndaðist í kringum dr. Valtý Guð- mundsson á ofanverðri 19. öld, eigi með réttu að teljast fyrstu skipulögðu stjórnmálasamtök á íslandi. Meginbaráttumál þessa flokks var stefna dr. Valtýs í stjórnarskrármálinu. Ýmislegt bendir hins vegar til þess, að ræt- ur flokksmyndunarinnar megi rekja nokkru lengra aftur, til máls sem var efst á baugi á fyrsta þinginu, sem dr. Valtýr sat. I. Dr. Valtýr Guðmundsson var fyrst kjörinn á þing fyrir Vestmannaeyjar árið 1894. Hann hafði þá verið búsettur í Danmörku í rúman áratug og getið sér gott orð sem vísinda- og fræðimaður, en lítinn beinan þátt tekið í ís- lenskum stjórnmálum. Þegar hann kom fyrst til þings hafði hann, að eigin sögn, einsett sér, „ ... að vinna aðallega að atvinnu- og samgöngumálum."1 Og Valtýr þurfti ekki að bíða lengi eftir tækifæri til að vinna að þess- um hugðarefnum sínum á þingi. Þegar al- þingi kom saman sumarið 1894 var staddur í Reykjavík Vestur-íslendingurinn Sigtryggur Jónasson, þekktur athafna- og framkvæmda- maður meðal landa vestra. Hann virðist hafa staðið í sambandi við enska fjármálamenn og taldi sig hafa loforð þeirra fyrir því að leggja fram 50 þúsund sterlingspund til fé- lags um rekstur gufuskipa og jámbrautalagn- ingar hér á landi, ef alþingi samþykkti að leggja fé á móti. Ekki er nákvæmlega vitað hvernig Sigtryggur vann að undirbúningi málsins, en svo virðist sem hann hafi haft samband við ýmsa málsmetandi menn, þ. á m. einhverja þingmenn, og af ummælum sr. Jens Pálssonar á alþingi er ljóst, að a.m.k. einn „prívatfundur" var haldinn um málið með þingmönnum_ neðri deildar, áður en það var lagt fram.2 Áður en þing kom saman ræddu áhugamenn málið áfram og í þingbyij- un bar sr. Jens Pálsson á Útskálum fram frumvarp til laga „um löggilding fjeiags með takmarkaðri hluthafa ábyrgð, ijettindi þess pg skyldur til að halda uppi siglingum milli íslands og útlanda og í kringum strendur íslands og til að leggja járnbrautir á íslandi o.fl.“» Frumvarp þetta er mikill bálkur, alls 43 greinar og hijóðaði hin fyrsta svo: „Stofnendur Qelagsins eru eptirfylgjandi 5 menn: David Wilson, passenger manager, Liverpool. Sigtryggur Jónasson, umboðsmað- ur, Winnipeg. Jón Þórarinsson, alþingismað- ur, Flensborg. Jens Pálsson, alþingismaður, Útskálum. Þorgrímur Gudmundsen, tungu- málakennari, Reykjavík. Ofannefndir menn og allir aðrir einstakir menn og íjelög, sem gjörast kunna hluthafar í fjelaginu, eru hjermeð löggiltir sem hlutafje- lag með takmarkaðri hluthafa ábyrgð, er heiti „Hið íslenzka siglinga- og járnbrautafje- lag“. Fjelagið hefur skrifstofu í Reykjavík og skal ætíð hafa þar umboðsmann sinn.“4 Fyrsti kafli frumvarpsins kvað á um rétt- indi félagsins til jámbrautarlagningar. Þar kom megintilgangur þess í því efni fram í 3. greininni, sem hljóðaði svo: „Fjelagið hefur fullt leyfi og vald til að leggja einsporaða eða tvísporaða stál- eða járnbraut: a. Frá_ Reykjavík um Kjósar- og Gullbringusýslu, Árnessýslu og Rangárvalla- sýslu. b. Frá Reykjavík eða Akranesi, eða einhveijum stað þar nálægt, um Kjósar- og Gullbringusýslu, Borgarfjarðar-, Mýra-, Stranda-, Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarsýslu, eða þær af þessum sýslum, er ijelaginu sýnist. c. Út úr brautinni má fjelag- ið leggja lengri eða styttri greinar innan tak- marka nefndra sýslna, ásamt hliðarsporum þeim, er nauðsynleg þykja við brautarstöðvar og til að ná í möl eða annan ofaníburð. Eng- um manni eða öðrum fjelögum skal veitt leyfi Frumvarpið um „Hið íslenska siglinga- og járnbrautaíjelag“ var lagt fyrir Alþingi fyrir réttum 100 árum og gekk undir nafninu „stóra málið“. Samkvæmt því átti landssjóður að greiða félaginu 50 þúsund krónur á ári til 1925 með því skilyrði að félagið byggi járnbraut austur að Þjórsá. Eftir JÓN Þ. ÞÓR Liiml án samgöngumannvirkja - samgöngur á landi byggðust á því sem hestar gátu borið. Á myndinni sem Sigfús Ey- mundsson tók á tíunda áratugnum við hús Sigfúsar Eymundssonar á horni Lækjargötu og Austurstrætis, sjást erlendir ferðamenn búast til ferðar á hestum. Frumvarpið um „Hið íslenska siglinga- og járnbrautafjelag“ gerði ráð fyrir járn- brautum um næsta nágrenni Reykjavíkur og austur að Þjórsá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.