Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 10
B O K M E I R Stelpan á himna- bryggiunni ritferli sem senn nær yfír fímmtíu ár hefur fínnska skáldkonan Eeva-Liisa Manner helgað sig því verkefni að byggja brú milli hinnar „rökrænu óreiðu“, reglna, umbunar, refsinga, s.s. hins rauða þráðar mannlegs samfélags, annars vegar og hinnar „óútskýranlegu reiðu“; veraldar bernskunnar, tónlistarinnar, ævintýrsins og hins ótamda hugarlíugs, hins vegar. Á ritferli hennar vegur þyngst andófið gegn hinni „rökrænu óreiðu“ (mannlegu samfélagi) sem hefur byrgt okkur mönnum sýn á innra samhengi náttúrufyrirbrigða, náttúruvætta, sem hindrar að veröldin birt- ist okkur sem „heild“: björt, djúp heild. Eeva-Liisa Manner er bergnumin af sam- hengi og samverkan „alls sem er“; algyðis- trúin, ekki kristnin, er lykillinn að lífsskiln- ingi hennar. Einsemdin er sá brunnur sem ljóðlistin bergir af: einsemdin og efahyggjan. Þessa gætir ekki síst hjá Manner, sem ásamt Paavo Haavikko og Helvi Juvonen eru þau skáld, fínnsk, sem trúlega eiga flesta snertifleti með finnlands-sænskri ljóðahefð (t.d. Bo Carpelan). Manner er „lært“ skáld, vitsmunalegt skáld, sem þó lætur í Ijós „andvitsmunalega sýn á veröldina". Þekkingin, vísindin, er skammgóður vermir; aðeins fordyri dýpri skilnings á sam- hengi þess lífræna og hins ólífræna. Vísind- in eru þó tæki; þau láta skilningarvitum okkar í té aðferðir til þess að uppræta róm- antík og „væmni“ og nálgast alveruna með hlutlægum hætti, öðlast þar með meðvitund um sögu og náttúruvísindalegan aðdraganda alls sem er. Manner er eins og áður segir lært skáld. Hún vísar ótæpilega til verka og kenning- arkerfa annarra höfunda (t.d. Rilkes og Wittgensteins), stundar eins konar rökræður við þessa framliðnu andans jöfra. Stundum eru ljóð hennar ekki fjarri því að vera fram- hald á, eða tilbrigði við verk, eða einstakar hugmyndir þeirra. Manner hefur líkt jarðfræði forsögulegra tímabila við dýpsta lag mannssálarinnar (sbr. hugmyndir Jungs um „collective consciousness"). Hún leitar einhvers upp- runa — ástands þar sem sjálfið hefur enn ekki verið aðskilið frá náttúrunni (eins og í samfélagi okkar nútímamanna) — þau eru Eeva-Liisa Manner hefur leitað fanga í heimspeki Spinoza og í skammtíma- kenningunni. Algyðis- trúin er lykillinn að lífs- skilningi hennar. EEVA-LIISA Manner lifði unglingsár sín í Viborg - / skugga stríðs- ins við Rússa. ennþá eitt. „Hvað hefur verið ritað á skel ostrunnar?" spyr hún í bókinni Kiijoitettu kivi (Steinn með áletrunum, 1966). Manner hefur látið í ljós þá skoðun að nútímamaðurinn hafi glatað öllu nema rök- hyggjunni. Eeva-Liisa Manner er fædd í Helsinki 5. desember 1921. Hún ólst upp í Viborg, lifði unglingsár sín í skugga stríðs. Rússar gerðu loftárás á borgina og eyðileggingin sem fýlgdi í kjölfarið hafði djúp áhrif á ungling- inn. Manner lagði stund á tungumál, starfaði um skeið hjá bókaforlögum, en hefur frá árinu 1946 helgað sig ritstörfum einvörð- ungu. Tvær fyrstu ljóðabækur hennar vöktu litla athygli. Það var með bókinni Támá matka EEVA-LIISA MANNER Boabdil, arabinn sem var ofurliði borinn við brottför sína f rá Granada 1492 Sólin dragnast áfram með miskunnarlausa birtu sína. í mínu lífi er hún hnigin til viðar, en ég heyri skrjáfið í henni líkt og að kjólasilki, eða ljósleitur hálmur sé dreginn í skjöktandi kerru upp brekku eða niður. Það gildir einu. Sigur og ósigur, það gildi einu. Dagurinn á morgun er sá sami og dagurinn í dag: gærdagur, sama skrjáf, langdregið skjökt kerrunnar, koman og brottförin hafa sama markmið. Að norðan kom konungur einn sveipaður rykskýi, jafnaði við jörðu friðsælt ríki, hinir ofurliði bomu voru ataðir aur. Margur saklaus hefur látið lífið fyrir dapurleg trúarbrögð og enn skal margur falla í valinn, um það hugsa ég ekki lengur, himintunglin ganga sinn gang, stjörnufræðingarnir iðka fræði sín, hinn mikli al-Kindi reiknaði út með aðstoð kola og perla að arabíska heimsveldið myndi standa í 693 ár; það las hann úr stjörnunum. í sjálfu sér hafði hann á réttu að standa, þess vegna vekur það mér enga undrun, nú, er ég reikna sjálfur tíma minn í skuggum sólúrsins. Sorgin er sorg sköpunarverksins, hún er mér óviðkomandi nú orðið, einhvem daginn hlýt ég að yfirgefa þessi tebrúnu herbergi og ávöl súlnagöngin. En er ég lít fegurðina hinsta sinni vekur það mér sársauka: svalt og mjúkt vatn fjallalækjanna, þakið rósablöðum og vindurinn sem þeysist áfram eftir stíg Andvarpanna. Láttu fjötra þig, sál mín, þá þarftu ekki að yfirgefa. Fjötraðu þig ekki. Ónotalegt er fánýtt undanhald hjólsins sem snýst án afláts, endurtekningin sífellda, líkt og vitfirrtu mylluhjóli sé snúið eilífa hringi um sjálft sig. Sólin er risavaxin mylla. Hver, hvers hestar munu nú lyfta henni upp á himinhvelfinguna? í mínu lífi er hún hnigin til viðar. Þýðandinn er kennari í Snæfellsbæ. (Þessi ferð, 1956) sem hún haslaði sér völl. Támá matka er líklega fyrsta safn nútíma- ljóða, útgefið í Finnlandi, sem hlaut almennt góðar viðtökur bókmenntaskriffinna og tals- verða almenningshylli. Hiklaust má fullyrða að Manner hafi ver- ið eitt þeirra skálda sem á sjötta áratugnum ruddu brautina, sköpuðu finnskum skáldum frelsi til að fara nýjar leiðir. Þrátt fyrir það, eða kannski einmitt þess vegna, er hún og verður „einfari" í list sinni og lífi. Frumspekileg nálgun viðfangsefna, ein- kenni sjötta áratugarins, sem „sósíalistar" sjöunda áratugarins höfnuðu, hefur nú unn- ið sér þegnrétt á ný. Manner er vísast ásamt Solveig von Schoultz (sjá Lárus Már Bjömsson: Vorald- ir, 1991) og Helvi Juvonen virtust finnskra skáldkvenna. Haft hefur verið eftir Manner að eyðilegg- ing bernskuheimilis hennar, vakningin til hverfulleikans, hafí mótað tímaskyn hennar. „Ég hygg að við skynjum tímann á rang- an hátt; allt hefur þegar gerst einhvers stað- ar í óþekktri vídd.“ Og í Fahrenheit 121 (1968), því ljóða- safni sem hún telur sjálf þýðingarmest verka sinna, segir: „Getur það verið að við höfum þröngvað tímanum inn í of þrönga öskju?" Auk ljóða hefur Manner gefið út sjálfsævi- sögulegt verk frá bernskuámm sínum í Vi- borg, Tyttö taivaan laiturilla (Stelpan á himnabryggjunni, 1951), birt nokkur leikrit sem ekki hafa náð almenningshylli, en þykja áhugaverð frá bókmenntasjónarmiði, og fjölda þýðinga, m.a. á verkum Hómers Sha- kespeares, Hesses, Kafka, Tranströmers, Lewis Carrolls og H.C. Andersens. Skáldkonan hefur leitað fanga víða, jafnt í heimspeki Spinozas og í skammtímakenn- ingunni. Þess vegna og vegna þeirrar dýptar, þess sársauka og þeirrar gjörhygli sem einkennir ljóð hennar em þau góður förunautur hveij- um þeim manni, sem stundum nemur stað- ar, ígrundar næstu skref. Heimildir. 1. Verk Eeva-Liisa Manner 2. Kai Laitinen: Suomen kiijallisuuden historia, 1981 3. Kai Laitinen: Finlands moderna litteratur, 1968 4. Jaakko Ahokas: A History of Finnish Literature, 1973. Höfundur greinar og þýðandi Ijóða, Lárus Már Björnsson, er rithöfundur og félagsfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.