Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 8
reyndar sem „úrkynjaða list“ á fjórða ára- tugnum. Þrátt fyrir fordæmingu og dauða ijölda listamanna í síðari heimsstyijöld- inni, hefur stefnan lifað í Þýzkalandi þar til hún gekk í endumýjun lífdaganna með nýjum frægðarmönnum um og eftir 1980. Það sem eftirtekt vekur þegar bókinni er flett, er hversu frábærir listamenn þar eru innanum og samanvið. Um þá má segja það sama og Wilhelm Morgner: Hvers- vegna í ósköpunum eru þeir ekki þekktir og hafðir með í bókum? Það hefur litla þýðingu að telja upp runu af nöfnum, sem enginn hefur heyrt nefnd. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna Otto Nagel, 1894-1967, jafnaldra hans, Otto Pankok, 1896-1966, Albert Birkle ög Karl Weinmair, sem báðir voru að vinna afar athyglisverð verk um 1930. Svo virð- ist líka sem Þjóðverjar hafi átt snjalla ex- pressjónista, alls óþekkta, á árabilinu frá 1950-1080. Hversvegna aldrei tókst að vekja athygli á þeim er hulin ráðgáta, en með „Nýja málverkinu" um 1980 tók hin alþjóðlega auglýsingamaskína við sér og þá urðu margir frægir fyrir augsýnilega minni verðleika. Það er nefnilega peninga- valdið í listheimi Evrópu og Norður-Amer- íku sem nú lætur semja listasöguna eftir því sem henta þykir. Frægð listamanna er núna skipulögð og keypt. Aftur og aftur vaknar spumingin: Er listasagan trúverðug? Lekur hún eins og gatasigti? Fyrr í greininni var á það minnst að líklega hefur engin liststefna öðlast slík- ar vinsældir sem franski impressjónisminn. Bækur um impressjóinstana eru legio og það mætti ímynda sér að búið væri fýrir löngu að rannsaka alla sem þar komu við sögu. Þessvegna kom það á óvart og vekur enn einu sinni spumingu um áreiðanleika listasögunnar, þegar tímaritið Newsweek birti 26. sept. síðastliðinn grein um sýningu í París á verkum Gustave Caillebotte, „hins vanrækta meistara impressjónismans". Hananú, var fyrst á því herrans ári 1994 verið að uppgötva „meistarann". Það þurfti 80 ár, sagði í Newsweek, til þess að Caille- botte fengi sinn réttláta sess við hliðina á vinum sínum, Monet, Degas og Renoir. Tólf af verkum hans em sögð vera „mast- erpieces" - meistaraverk - og einn af áhrifa- mestu mönnum innan listheimsins, Kirk Vamedoe, hefur látið svo um mælt að sér- hvert þeirra sé ,jafn mikils virði og allt sem liggur eftir Pissarro, mestu af því sem liggur eftir Renoir og Monet frá sama tíma- bili.“ Hvernig má vera að litið sé framhjá slík- um meistaraverkum í næstum heila öld. Skýringin er sögð vera sú að Caillebotte fæddist til auðs; hann þurfti ekki á því að halda að selja myndir sínar og gerði það ekki. Þær voru þessvegna geymdar í eigu fjölskyldunnar í öll þessi ár. Að verk hans skyldu gleymast umheiminum er furðulegt vegna þess að hann var sjálfur mjög virkur í hreyfíngu impressjónistanna; hann skipu- lagði sýningar, lánaði þeim peninga og keypti og safnaði sjálfur verkum kollega sinna. Þegar hann féll frá fyrir réttum 100 ámm, átti hann 67 verðmæt málverk eftir félaga sína, sem öll gengu til franska ríkis- ins og eru í hinum margútgefnu bókum. Það er svo spuming hvort þessi síðbúna uppgötvun leiði til þess að Caillebotte kom- ist með hinum strákunum á spjöld listasög- unnar, - eða missti hann kannski af strætis- vagninum? Það er sannarlega margt skrýtið í kýr- haus listasögunnar. Leiðréttingar MEÐ ljóði Valgeirs Sigurðssonar, „í Fossd- al“, sem birtist í Lesbók 22. okt. sl. urðu þau mistök, að föðumafn höfundarins féll niður. Eru hann og lesendur beðnir velvirð- ingar. EINNIG leiðréttist að mynd á forsíðu Les- bókar 29. október er ekki frá Hallormsstað og ekki hefur Sigurður Blöndal tekið hana. Það rétta er, að myndin er úr Jökulsár- gljúfrum, og að Sigrún Helgadóttir, sem var fyrsti landvörður þar, tók myndina. í Lesbók 5. nóvember sl. birtust tvö ljóð, „Septembersól“og „Aðsókn“ eftir Björn Éiríksson. Þar stóð ranglega Einarsson. Hlutaðeigendur og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Er ferskeytlan skáldskapur? Eg undirritaður er einn þessara íslendinga sem búa og starfa erlendis. Flest ár tekst mér, sem betur fer, að koma til íslands í ágústmánuði í stutt sumarleyfi frá annasömu embætti. Þá endurvakna menningartengslin við ættjörðina fyrst í flugvélinni sem flogið er í heim, sér- staklega við lestur dagblaðanna. Um þá reynslu og tilfinningar sem við það kvikna má margt segja, bæði gott og blendið. í þessum hugleiðingum ætla ég að láta duga að skrifa nokkur orð um einn þátt þessarar reynslu: íslensku ferskeytluna. Það er nefni- lega svo að ótrúlega oft hefur hist þannig á að vísnaþáttur er í a.m.k. einu íslensku blaði sem ég les í flugvélinni á heimleið. Vakna ýmsar spumingar við þann lestur, þ. á m. hver sé raunverulegur tilgangur vísnaþátta í dagblöðum - og jafnvel hrein- lega hvort ferskeytlan sé skáldskapur eða eitthvað annað, eitthvað sem mætti kannski kalla dálítil skilaboð í bundnu máli, venju- lega til gamans eða fróðleiks, sem þó geta ekki talist vera skáldskapur. Hér verður sá háttur hafður á að birta tólf ferskeytlur ásamt nokkrum athuga- semdum. Vísurnar eru meðal þeirra sem mér sjálfum fínnst vera óvenju góðar. Vel- flestar eru alkunnar: aldrei verður góð vísa of oft kveðin. Aðrar eru minna þekktar en ættu skilið að vera lýðum kunnari. Loks verða dregnar nokkrar ályktanir um eðli og skáldskapargildi vísnanna. 1. Vel fer á því að byija á ferskeytlu eftir listaskáldið góða: Hani, krummi, hundur, svín, hestur, mús, tittlingur. Galar, krunkar, geltir, hrín, gneggjar, tístir, syngur. Þegar ég var drengur í bamaskóla var okkur kennt að Jónas Hallgrímsson hefði ort þessa einstæðu fræðingarvísu barn að aldri. Verða ekki bomar brigður á það hér. Mig minnir að okkur hafí verið sagt að hann hafí smíðað stykkið fjögurra ára gam- all. Fjögurra ára? En tekur sér samt þetta huggulega skáldaleyfi í fjórða vísuorðinu og grípur þar til fommáls til þess að réttur höfuðstafur sé á sínum stað í stuðlasetningu vísunnar! 2. Jafnan hefur mér fundist aðdáanlegt hvernig Hermann Jónasson forsætisráð- herra sneri sig út úr „Kollumálinu" alræmda með einni lítilli ferskeytlu í þingveislu. Vísan mun vera til í nokkmm gerðum. Hér verður stuðst við þessa: Ævi mín var áköf leit eftir villtum svani. Er þó, eins og alþjóð veit, aðeins kollu bani. Snöfurmannlega gert! 3. Fræg er ferskeytlan sem varð til þeg- Aldrei verður góð vísa of oft kveðin segir höfund- urinn og nefnir 12 vísur sem honum þykja óvenju góðar. Eftir ANDRA ÍSAKSSON ar Þorsteinn Þorsteinsson Dalasýslumaður og alþingismaður, sá valinkunni bókasafn- ari, kvaddi þennan heim: Fallega Þorsteinn flugið tók, fór um himna kliður, Lykla-Pétur lífsins bók læsti í skyndi niður. Heyrt hef ég að höfundur vísunnar sé Guðmundur Böðvarsson skáld frá Kirkju- bóli í Hvítársíðu. Hins vegar hefur mér jafn- framt skilist að hann hafi aldrei gengist við henni. 4. Baldur Baldvinsson (1898-1978) á Ófeigsstöðum í Ljósavatnshreppi orti um vel lukkaðan mannfjölgunaratburð í fjöl- skyldunni: k föstudaginn fæddist lamb. Fomar óskir rættust. Við Ófeigsstaða ættardramb ellefu merkur bættust. Margir mundu segja að vísa þessi væri sannþingeysk. Það er ekki að efa. En hún er líka rótíslensk. 5. Ekki verður látið hjá líða í þessu vísna- greinarkomi að birta eina úr því makalausa glenskvæði Kristjáns Eldjárns, Unndórs- rímu. Þessi varð fyrir valinu: Lék á strengi lostans við lofnir spengilegar. Sótti enginn ástar mið öllu drengilegár. Góður kunningi minn sagði einu sinni: „Að nítján ára maður skyldi geta ort þetta“ (og átti þá við rímuna í heild). Það er vissulega ótrúlegt en satt. 6. Hákon Kristófersson alþingismaður í Haga á Barðaströnd var orðinn harðfullorð- inn þegar hann skildi við konu sína, sem hét Björg, og kvæntist einni vinnukonunni á bænum. Hún hét líka Björg. Þá komst þessi ferskeytla á kreik: Þú hefur fengið (B)björg fyrir (B)björg svo (B)björg ertu ekki sviptur. En er nú þetta betri Björg en Björg sem þú varst giftur? Mér er ókunnugt um höfund þessarar smellnu vísu. 7. Fyrir 40 árum, veturinn 1954-1955, var vísnabotnaþáttur í Útvarpinu undir stjórn Sveins Ásgeirssonar hagfræðings og náði hann feikna vinsældum. Hlustendur sendu inn fyrriparta sem valið var úr til að lesa upp fyrir „snillinga" í útvarpssal sem áttu að botna þá á stundinni á staðnum. „Snillingarnir“ voru, ef ég man rétt, þeir Helgi Sæmundsson ritstjóri, Guðmundur Sigurðsson skrifstofumaður, Friðfínnur Ólafsson bíóstjóri og Steinn Steinarr skáld. Af þessu fyrirtæki uxu ýmsar hnyttnar vís- ur - eins og t.d. þessi: Hefðarstandið holdið kaus, hátt því andinn grætur. Ekki er fjandinn iðjulaus ef að vanda lætur. Það var Guðmundur Sigurðsson sem botnaði svona bráðlaglega. 8. Alltaf hefur mér þótt vænt um vísuna hans Eiríks Einarssonar alþingismanns frá Hæli í Gnúpveijahreppi, um aldur og áttir: Held ég enn í austurveg, æsku minnar gestur, þó að ellin þreytuleg þokist öll í vestur. Þessi látlausa vísa leynir á sér. Hún hef- ur að geyma einkar umhugsunarverðan boðskap. 9. Á árunum 1916-1918 var Jónína Val- týsdóttir (1881-1964) frá Nesi í Loðmund- arfirði vinnukona í Kolkuósi í Skagafírði og fólust störf hennar m.a. í því að afgreiða í búðinni á staðnum. Á þessum tíma var hvorki útvarp né sjónvarp og lítið um skemmtanir. En þar sem allir hafa þörfina fyrir að stytta sér stundir öðru hveiju urðu menn bara að búa sér til sín gamanmál. Ein skemmtun manna var sú að yrkja léttar vísur á stúlkur sem afgreiddu í verslunum stijálbýlisins. í búðinni í Kolkuósi var Jó- hann Ólafsson (1891-1972) frá Krossi í Óslandshlíð, síðar bóndi í Miðhúsum í sömu sveit, ágætur hagyrðingur, einna duglegast- ur við þetta græskulausa gaman. Ekki kann ég þá vísu eða vísur sem hann orti á Jón- ínu. En hér brá svo við að afgreiðslustúlkan svaraði fyrir sig: Helst mitt kalda hreyfir blóð heitur ástar blossi þegar syngur sólarljóð svanurinn frá Krossi. Þegar ég var, ungur sveinn, á Ingveldar- stöðum í Hjaltadal á sumrin, 1945-1954, fór amma mín, Elinborg Pálsdóttir, oft með þessa ferskeytlu fyrir munni sér við verk sín og af henni lærði ég hana. Vísan var sem sagt sprell-lifandi á vörum fólks í Skagafirði 30-40 árum eftir að hún var smíðuð. í sumar hitti ég móðurbróður minn á Sauðárkróki og spurði hvort hann kynni vísuna. Hann hélt nú það. Og fór með hana, nákvæmlega eins og ég kunni hana. Enda er vísan svo vel ort, hnitmiðuð og skýr, að ólíklegt er að nokkurn tíma muni myndast fleiri útgáfur af henni en sú eina rétta. 10. Alþekkt er þessi ferskeytla: Ætti ég ekki, vífaval, von á þínum fundum, leiðin eftir Langadal löng mér þætti á stundum. Höfundur vísunnar er Árni Böðvarsson (1713-1776) skáld_ og stúdent. Um hann segir Páll Eggert Ólason í íslenskum ævi- skrám að hann og fyrri kona hans hafi ver- ið „skilin, með því að Árni átti (1742) barn fram hjá henni með giftri konu“. Skyldi þar vera komið hið langþráða vífaval? 11. Og þá er það hestavísa: Eg hef selt hann Yngra-Rauð. Er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldarauð og vera dryklqumaður. Þetta meistaraverk er eftir Pál Ólafsson skáld - enda honum líkt. 12. Og önnur: Utla Jörp með lipran fót labbar götu þvera. Hún mun seinna i mannamót mig í söðli bera. Ekki er mér kunnugt um höfund þessarar gullfallegu vísu. En vel getur sá sem hana nemur trúað því að hún sé eftir stálpaða unglingsstúlku sem hefur fengið folald og söðul í fermingargjöf nokkrum árum áður. Hún rekst á folaldið, þá orðið tryppi, á förn- um vegi, yrkir síðan ferskeytlu sem er svo einföld að líklega mundi hver kjáni telja sig geta smíðað aðra eins eða betri. í raun er vísan meðal þeirra fegurstu sem eru til, hreint snilldarverk. Hér verða þessar vísur látnar nægja. Sjálfum fínnst mér þær staðfesta að fer- skeytlan þarf ekki að vera skáldskapur þó að hún geti verið það. íslenska ferskeytlan er meira í ætt við andlega íþrótt, íþrótt bundins máls til gamans eða fróðleiks. Fyrri vísurnar hér að framan eru af þessu tagi. Þær eru í þessum skilningi rammíslenskar. Seinni vísurnar eru ekki aðeins vel ortar og rammíslenskar eins og þær fyrri; þær hafa einnig einhvers konar almenna og sam- mannlega skírskotun sem gefur þeim gildi sem skáldskap. Og sem íslendingur sem býr erlendis hygg ég að einungis þijár vísnanna séu þess eðlis að koma mætti þeim á framfæri í þýðingu á þann veg að útlendingar gætu skilið þær og fengið á þeim mætur. Þetta eru síðustu vísurnar. Nema ef það skyldi einnig vera perlan hennar Jónínu Valtýsdóttur? Á höfuðdag 1994. Höfundur er yfirdeildarstjóri kennslufræðideild- ar UNESCO, Menningarmálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, í París.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.